Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 6
 V ESTFIRSK^ 6 Fimmtudagur 2. júlí 1992 | FKItl iABLAWIU | i Þörungaverksmiðjan á Reykhólum: Reiði í verkafólki vegna uppsagna Stjórn I'örungavcrksmiðj- unnar á Reykhólum ákvað á fundi sínum á mánudaginn að segja upp öllu almennu verka- fólki í vetur. Að sögn Guðjóns D. Gunnarssonar trúnaðar- manns er reiði í verkafólki vegna þessara uppsagna, og telja menn að víðar og meira hefði mátt spara í rekstrinum en með þessum hætti. Guðjón segir að sláttumenn á vegum verksmiðjunnar hafi allt að hálfri milljón á mánuði í laun og komist þar færri að en vilja. Stjórn verksmiðjunnar hefði aftur á móti ekki séð aðra sparnaðarleið vænni en fækka illa launuðu verkafólki. í vetur (frá október og fram í febrúar) verða því aðeins 4 til 5 manns starfandi í verksmiðjunni í samanburði við 11 síðasta vetur. Guðjón sagði ólíklegt að starfsmenn sem nú hefur verið sagt upp muni snúa aftur, eins og andinn sé núna, og sé ætl- unin að reka fyrirtækið með óvaningum á næsta ári geti ekki talist bjart framundan í rekstrinum, nógu erfiður virð- ist hann vera fyrir. Steinadalsheiði ófær vegna skemmda — Tröllatunguheiði vel fær öllum bflum Miklar skemmdir eru á veg- inum yfir Steinadalsheiði milli Kollafjarðar á Ströndum og Gilsfjarðar. Niðri í Steinadal hefur vegurinn runnið burt á stórum kafla og ennfremur eru skemmdir á stóru ræsi á heið- inni. Bændur á Ströndum hafa haft samband við blaðið og beðið það um að grafast fyrir hvort ekki eigi að gera við veg- inn og opna heiðina. Vestfirska hringdi í Magnús Framtalsaðstoð Bókhaldsþjónusta Viðskiptamannabókhald Launaútreikningur Tölvuvinnsla. FYLKIR ÁGÚSTSSON bókhaldsþjónusta Fjarðarstræti 15-400 Isafirði Sími 3745. Guðmundsson, umdæmis- stjóra vegagerðarinnar á Hólmavík, til þess að kanna málið. „Þarna hafa orðið miklar vatnsskemmdir sem sennilega hafa orðið í janúar í vetur. Það er Ijóst að í þetta þarf þó- nokkra peninga. Við erum að fara að huga að því að fá vél þarna upp til að laga eitthvað af þessu, en hún lagar aldrei allt. Þarna fór endinn af stóru ræsi og hægt er að skrölta yfir það á jeppa en það er ekki hægt að vísa á þetta af neinu viti. Þetta er töluverð vinna og við reynum einhver ráð. Þetta er háð takmörkunum með aura“, sagði Magnús Guð- mundsson á Hólmavík. Magnús sagði Tröllatungu- heiði vel færa og hefðu þeir verið að laga veginn þar eftir helgina. Enn fremur væri veg- urinn yfir Þorskafjarðarheiði með besta móti núna og væru þeir að hefla hann nú í vik- unni. -GHj Orkubú Vestfjarða TIL SÖLU * Nissan Double Cab 4WD árgerð 1986, ekinn 110 þúsund km. * Frambyggður rússajeppi (UAZ) ár- gerð 1984. * Zetor 7045 dráttarvél árgerð 1982. Nánarí upplýsingar geíur Jón E. Guð- finnsson í síma 7277. Orkubú Vestfjarða. Ferð eldri borgara á Vestfjörðum um Suðurland Ferð eldri borgara á Vestfjörðum á vegum Rauða kross deildanna á Vestfjörðum og Rauða kross íslands hefur verið árlegur viðburður sl. tíu ár. Sigrún Gísladóttir (RKÍ Flateyri) hefur haft umsjón með ferðunum öll þessi ár, og verður svo einnig nú í sumar. Að þessu sinni er fyrirhuguð ferð um Suðurland. Flogið verður til Reykjavíkur og ferðast þaðan með langferða- bifreið um Suðurland. Dvalist verður á Kirkjubæjarklaustri og í Nesjaskóla við Vötn dagana 26. ágúst til 2. septem- ber. Tekið er við pöntunum í ferðina frá og með 6. júlí kl. 17-18 daglega hjá Sigrúnu í síma (94)-7770 og hjá Helgu í síma (94)-2606. í fyrra vardvalistaðLaugum í Reykjadal ogferðast víða um Norðurland. Margir Ieiðsögumenn kynntusínarheima- slóðir og mikið var um heimboð og veisluhöld, m.a. tók RKÍ deildin á Húsavík á móti hópnum af miklum rausnar- skap og einnig gestgjafarnir á Stöng í Mývatnssveit ásamt öðrum gestrisnum Norðlendingum. Meðfylgjandi mynd var tekin í þeirri ferð. Vestfirskir eldri borgarar á ferð um Norðurland í fyrra. Nemendur Reykhólaskóla brugðu sér til Finnlands Tuttugu og sjö manna hóp- ur úr Reykhólahreppi er nú kominn heim eftir að hafa brugðið sér bæjarleið til Finn- lands í vikutíma. Hér er um að ræða nemendur í 9. og 10. bekk Reykhólaskóla ásamt nokkrum foreldrum. I fyrra kom um tuttugu manna hópur frá unglingaskóla í Finnlandi í Reykhólasveitina og var nú verið að endurgjalda þá heim- sókn. Eyjólfur Sturlaugsson kennari á Reykhólum var far- arstjóri í Finnlandsferðinni og hafði veg og vanda af undir- búningi hennar, með dyggri aðstoð nemenda sinna. Þeir voru duglegir að safna fyrir ferðakostnaðinum og mun það hafa tekist að mcstu leyti. Krakkarnir dvöldust á heimilum jafnaldra sinna í Finnlandi og var allt gert til þess að ferð þeirra mætti verða sem eftirminnilegust. Þess má geta að samræður fóru fram á ensku, þar eð Finnar eru litlir dönskumenn enda danska ekki kennd þar í grunn- skólum. Heimsókn Reykhóla- manna vakti athygli ytra og voru viðtöl við gestina í út- varpi og héraðsblöðum. Finnlandsfararnir láta vel yfir för sinni, enda þótt moskítóflugur þúsund vatna landsins, eða hverrar tegundar þær flugur nú annars voru, hafi borið sig nokkuð freklega eftir hinu gómsæta breiðfirska blóði. Hóteí Fíókakxndur Vatnsfirði - 451 Patreksfjörður Sími 94-2011 - Farsími 985-31808 Fjölbreyttur matseðill Sérstakur 3ja rétta matseðill öll föstudags- og laugardagskvöld Sunnudaga Veisluborð Vilgerðar Margrétta glœsiiegt fiskihlaðborð Kr. 1.890,- HóteC Fíókakmdur Vatnsfirði - 451 Patreksfjörður Sími 94-2011 - Farsími 985-31808 Vanti þig sendibíl með eða án lyftu þá hefur þú samband. Einnig mikið úrval af ruslagámum og öðrum ílátum. Gámaþjónusta Vestfjarda , 94-4340 og 985-20660 BOLUNGARVlKURKAUPSTAÐUR Bolvíkingar, athugið! Að gefnu tilefni minnum við á eftirfarandi símanúmer: Heilsugæsla Bolungarvíkur 7287 Neyðarsími Heilsugæslu Bolungarvíkur 7444 Heimasími læknis (eftir lokun heilsugæslu) 7228 Farsími læknis 985-23387 Sjúkrahús Bolungarvíkur 7147 Sjúkrabíll 7147 Lögregla 7310 Slökkvistöð 7261 Neyðarsími 000 Heilsugæslustöð Bolungarvíkui.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.