Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 02.07.1992, Blaðsíða 8
GRASTEPPI aðeins kr. 1.050 fermetrinn Sólstólkar og sólborð í miklu úrvali JFE Byggingaþjónustan hf. Bolungarvík VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | RITSTJÓRN OG ÁUGLÝSINGAR: SÍMI 94-4011 • FAX 94-4423 Tímabundinn ólestur á dósamóttöku — komið í iag, segir Jóhann Torfason Lesandi hafði samband og kvartaði undan tilhögun á dósamóttöku á ísafirði fyrir Endurvinnsluna. Lengstum hefði verið ágæt- lega staðið að þessu, en undanfarið hefði heist eng- inn vitað hvar eða hvenær væri tekið á móti dósum. Viðmælandi tatdi brýnt að fólk fengi að vita hvar og hvenær værí tekið á móti. Blaðið hafði sámband við Jóhann Torfason, formann BÍ, og sagði hann dósamóttökuna hafa verið opna tvo síðustu miðviku- daga fyrir neðan litla slipp- inn í Suðurtanga og yrði svo fyrst um sinn. J>ar er hún í tveimur gámum. „Ástæða röskunar á þessu er sú að Hafnarsjóður reif bláu skemmuna sem mót- takan var í og þá var félagið húsnæðislaust fyrir þessa starfsemi. bað var iokað á meðan við vorum að leita að lausn en nú eru málin komin í lag og opið alla miðvikudaga frá kl. 19.30 tii 22.(K)“, sagði Jóhann. „Þó er það ekki til fram- búðar, því að við vorum ekki fyrr búnir að fá þcnn- an stað en bæjarsjóður tit- kynnti að við þyrftum að flytja okkur aftur, og nú ér dósamottöku ætlaður framtíðarstaður neðan við frystigeymslu Niðursuðu- verksmiðjunnar. Ekki er enn Ijóst hvenær það verður. Það eróþægilegt að standa í þessu hríngii, enda fáum við ekkí nema eina krónu á hverja dós og allt unnið í sjálfboðavinnu", sagði Jóhann. Hér er dósamóttakan nú „til húsa“ á hverju miðvikudags- kvöldi. * Fundur á Isafírði um vinnubrögð og niðurstöður Hafrannsóknastofnunar: Sumum líðst og öðrum ekki... Islenskar ullar- og bómulíarpeysur Ný munstur, gott verð M Fallegir minjagripir og gjafavara k Áteiknudu bómullarbolirnir vinsælu Nýjar myndir, sama verð k Sumarhúsgögn á góðu verði Minnum á notalega gistingu á góðum stað í bænum í Föndurloftið Mjallargötu 5 - 400 ísafjörður Sími 3659 og 3539 Þessi vörubíll er búinn að standa númeralaus í a.m.k. þrjú sumur ef ekki heil þrjú ár við gatnamótin á Holtabraut og Stórholti á ísafirði. „Við erum búin að kvarta yfir þessu, æ ofan í æ, bæði við bæjaryfirvöld og lögreglu", sagði viðmæl- andi blaðsins í Holtahverfi, „en það hefur engin áhrif haft. Pallurinn var tekinn af bílnum í vor og það er smátt og smátt verið að reyta af honum eitt og annað. Okkur hér í hverf- inu finnst að bæjaryfirvöld eigi að fjaflægja þetta flak og að sjálfsögðu á kostnað eigandans.41 -GHj. Hafrannsóknastofnun varð fyrir harkalegri gagnrýni á þriggja tíma fundi á ísafirði á sunnudag. Um 40 manns sátu fundinn, flestir úr hópi skip- stjórnarmanna og útvegs- manna á norðanverðum Vest- fjörðum. Gagnkvæmt van- traust einkenndi málflutning. Til fundarins boðuðu Skip stjóra- og stýrimannafélagið Bylgjan, Útvegsmannafélag Vestfjarða og Vinnuveitenda- félag Vestfjarða. Til umræðu voru niðurstöður Hafró varð- andi þorsk og aðra nytjastofna og tillögur hennar um veiði- takmarkanir. Framsögumenn voru frá Hafrannsóknastofn- un, þeir Gunnar Stefánsson tölfræðingur og Björn Ævar Steinarsson fiskifræðingur. Þeir gerðu grein fyrir aðferð- um við stofnstærðarmælingar og spár, en síðan voru um- ræður og fyrirspurnir. Heldur andaði köldu frá heimamönnum til Hafrann- sóknastofnunar og vísinda hennar. Menn töluðu vest- firsku en enga tæpitungu þeg- ar þeir báru brigður á vinnu- brögð stofnuDarinnar, fors- endur og niður&öður. „And- skotans rugl“, sagði Geiri Bjartar á Guðbjörginni um niðurstöður fiskifræðinganna, en að sama skapi gáfu sér- fræðingarnir lítið fyrir það sem karlar eins og Ásgeir Guðbjartsson þykjast vita um þorskinn og hegðun hans. Ás- geir heldur því fram að vegna kulda í sjónum gangi þorskur- inn nú ekki í norður eftir hrygninguna eins og áður. Frá fundinum. Hér má meöal annars sjá Sævar Birgisson framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvar Marsellíusar hf., Guðmund Guðmundsson og Þorleif Pálsson hjá Hrönn hf. sem gerir út Guð- björgu ÍS, Ásgeir Guðbjartsson skipstjóra á Guðbjörgu og Arnar Geir Hinriksson lögmann. heldur suðvestur í haf, út úr korti fiskifræðinganna. „Við vitum sitthvað sent þið vitið ekki um skilyrðin og lífríkið í sjónum“, sagði Ásgeir skip- stjóri. „Þið hafið ekki hug- mynd um það hvar fiskurinn er.“ Halldór Hermannsson minnti á stórfelld afglöp Haf- rannsóknastofnunar varðandi loðnustofninn, síðast í fyrra, og sagði að sérfræðingar henn- ar lokuðu sig inni í fílabeins- turni. „Þessi umræða er steingeld, það hefur ekkert kontið út úr henni í tuttugu ár.“ „Þessir menn eru að leggja fram niðurstöður og tillögur, en vandamálið er að það trúir þeim enginn, að minnsta kosti ekki hér um slóðir“, sagði Einar Oddur Kristjánsson. „Það er saman hvað þið sýn- ið okkur margar glærur eða hvað við förum á marga glæru- fundi“, sagði Einar Hreinsson sjávarútvegsfræðingur á Isa- firði, „við trúum ykkur aldrei“. Einar Oddur og Einar Hreinsson sögðu það kjarna þessa máls, að vita hvernig tölur Hafrannsóknastofnunar væru fengnar, hverjar væru forsendurnar og hverjar væru líkurnar á því að kenningar stofnunarinnar um hrun þorskstofnsins væru rangar. „Er hugsanlegt að þessi fiskur sé til, þrátt fyrir allt, og hvar er hann þá? Og í hverju gætu þá mistökin legið?" Fjölmargir aðrir tóku til máls. Reynir Traustason setti fundinn fyrir hönd fundarboð- enda, en Ingimar Halldórsson var fundarstjóri. ■w-f »• f i • X | y • Fondurloitið auglýsir: NÝKOMIÐ: „Andskotans ruglu

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.