Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 Fimmtudagur 23. júlí 1992 --- — - - --- | FRFTT4BLAÐIÐ 1= VESTFIRSKA 1 FRÉTTABLAÐIP | Vestfirska frettablaðið kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blað- inu er dreift án endurgjalds. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-4011, fax (94)-4423. Utgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, (safirði, heimasimi (94)-4446. Blaðamaður: Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: (sprent hf. Aðal- stræti 35, Isafirði, 94-3223. Næsta blað föstudaginn 7. ágúst Vestfirska fréttablaðið verður í sumarfríi í næstu viku. Næsta blað kemur út föstudaginn 7. ágúst. ísafjarðarkaupstaður Foreldrar - skóladagheimili Vegna skipulagningar skóladagheimil- is næsta skólaár, eru þeir foreldrar, sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjón- ustu fyrir börn sín, beðnir um að skila inn umsóknum á skrifstofu félagsmála- stjóra fyrir 10. ágúst nk. Umsóknar- eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni. Félagsmálastjóri. Bogomil og milljóna- mæringarnir í Vagninum Um verslunarmannahelgina fær Vagninn á Flateyri góða gesti, Bogomil og miljóna- mæringana, sem eru ört rís- andistjörnur í íslensku tónlist- arlífi. Þeir brugga saman suðræna sveiflu, jazz, gömul dægurlög í anda Sinatra og Hauks, iðandi danstakt og hina eggjandi rödd Bogomils. Enginn veit fyrir víst hver Bogomil er, en sumir segja að þar sé á ferðinni Sigtryggur Baldursson, sem vegna flók- inna samninga erlendis hafi breytt um nafn til að geta skemmt landanum eftir sínu höfði. Bogomil og miljóna- mæringarnir verða í Vagriin- um föstudaginn 31. júlí og laugardaginn 1. ágúst. Svo eru þeir á bak og burt til þess að skemmta Eldborgargestum á sunnudag. Þeireru sannkallað sælgæti fyrir augu, eyru og tær í Vagninum um verslunar- mannahelgina. - Fréttatilkynning frá Vagninum. Laxamaðkar kr. 20 stykkið. Sími 3885. Sýndu Vestfirðingar geðleysi í kvótamálinu? Einar K. Guðfínnsson alþingismaður skrifar Morgunblaðið komst að þeirri niðurstöðu á dögunum í leiðara, að „... kvótakerfið hefur tekið frá Vestfirðingum það forskot sem þeir höfðu öldum saman vegna nálægðar við fengsæl fiskimið. Það geð- leysi Vestfirðinga að rísa ekki upp sem einn maður gegn þessu kerfi sem ásamt öðru er að leggja sjávarútveg þeirra í rúst er óskiljanlegt". Það var eðlilegt að Vest- firska fréttablaðið vakti at- hygli í leiðara sínum á þessum mikla áfellisdómi sem kveðinn var upp í stærsta blaði landsins. Spurningarnar sem þessi orð vekja eru hins vegar þessar: Eiga orð Morgun- blaðsins einhverja stoð í raun- veruleikanum? Er það sann- gjarnt að bregða okkur Vest- firðingum um geðleysi af því tilefni sem Morgunblaðið gerir? ívitnuð orð Morgunblaðsins fela í sér nokkrar staðhæfing- ar, sem nauðsynlegt er að gaumgæfa. GRÁTT LEIKNIR Hin fyrsta er þessi: - Kvóta- kerfið hefur tekið af okkur það forskot og þá sérstöðu sem við höfðum vegna ná- lægðarinnar við gjöful fiski- mið. Þessi fullyrðing Morgun- blaðsins er rétt. Vestfirðir byggðust vegna nálægðarinnar við góð og gjöful fiskimið. Einmitt þessi nálægð við fiski- miðin lagði grundvöllinn að skuttogaravæðingunni á árun- um á milli 1970 og 1980. Þegar kvótakerfinu var dembt yfir okkur árið 1984, var það yfirlýst markmið að það skyldi endurspegla sem best þá sókn og það sóknar- mynstur sem til hafði orðið á árunum á undan. Þess vegna voru þrjú næstu árin lögð til grundvallar, þegar kvóti skip- anna var ákveðinn. Auðvitað spruttu upp alls konar álita- mál. Við blöstu ótal skringileg dæmi, þegar fartð var að kvótaskipta aflanum. Ogmeð- al annars vegna þessara dæma trúðum við því almennt Vest- firðingar, að kerfið fengi aldrei staðist. Það myndi molna og morkna innan frá. Það yrði svo gjörsamlega von- laust verk að kvótaskipta öllum afla „allt ofan í smæstu trillur", eins og við orðuðum það gjarnan. KVÓTATILFÆRSLA FRÁ VESTFJÖRÐUM Það ríktu miklar deilur um kvótakerfið alveg frá önd- verðu. Meðal þeirra sem hátt höfðu í þeim hópi voru full- trúar þeirra togara af suður- svæði landsins sem hvorki höfðu stundað grálúðu- né þorskveiðar nema að tak- mörkuðu leyti. Vegna þessa höfðu þeir litla aflareynslu í þessum tegundum, sem endurspeglaðist í fyrstu kvóta- úthlutunum þeirra. Nú risu þeir hins vegar-upp og kröfð- ust þess að fá aukna hlutdeild í þorskveiðikvótanum og grá- lúðuaflanum. Undan þessu létu stjórnvöld og mál æxluð- ust þannig að skip af suður- Einar K. Guðfinnsson. svæði landsins hirtu til sín æ stærri hlut af þorsk- og grá- lúðukvótanum. Aflaverðmæti þeirra óx á kostnað annarra. Fyrri fullyrðing Morgun- blaðsins um að kvótakerfið hafi hlunnfarið Vestfirðinga er því rétt. HÖRÐ MÓTMÆLI Hitt er hins vegar tóm enda- leysa, að Vestfirðingar hafi ekki mótmælt þessu af fullri einurð. Það gerðu þeir svo sannarlega. Árum saman háðum við Vestfirðingar harða baráttu gegn kvótakerfinu og fram- kvæmd þess. Sá slagur fór fram á vettvangi hagsmuna- samtaka, eins og LÍÚ og FFSÍ. Einnig á Fiskiþingi. Við skrif- uðum greinar í blöðin og fylgdum málunum eftir þar sem við gátum komið því við. Undirritaður hefur eytt eða varið ófáum dögunum í þenn- an slag. Jafnt með blaða- skrifum eða með því að sækja fundi, þing og ráðstefnur til þess að tala gegn kvótakerf- inu. Og það geta þeir glögg- lega vitnað um sem setið hafa þing þessara hagsmunasam- taka, að engir hafa verið spor- léttari í ræðustólinn en einmitt við Vestfirðingar til þess að ræða kvótamálin og tala gegn því skipulagi. Skammt er og að minnast frægrar og málefnalegrar ráð- stefnu sem Fjórðungssam- band Vestfirðinga efndi til um þessi efni. Þar var lögð fram skýrsla Kristjáns Jóakimsson- ar á ísafirði um áhrif kvóta- kerfisins á aflaheimildir Vest- firðinga. í tvígang hefur umræða af þessu tagi farið fram á Lands- fundum Sjálfstæðisflokksins. Einnig þar voru Vestfirðingar í hópi þeirra sem mest kvað að. En það verður hins vegar að segja þá sögu eins og hún er, að árangur af öllu þessu hefur reynst sorglega lítill. Á þing- um eins og Fiskiþingi og þingi LÍÚ hefur reynst grjótharður meirihluti fyrir kvótakerfi. Aðeins á vettvangi FFSÍ hefur tekist að sigra kvótasinnana. GEGN AUÐLINDASKATTI Það er því út í loftið hjá Morgunblaðinu að Vestfirð- ingar hafi sýnt geðleysi í þess- um mikla kvótaslag. Við höfum slegist og barist. En einfaldlega tapað. Við höfðum sorglega fáa banda- menn í þessum slag, og eitt er víst að hið ágæta blað Morg- unblaðið skipaði sér ekki und- ir merki okkar Vestfirðinga á þessum árum í baráttunni gegn kvótakerfinu. Hitt er svo önnur saga, að nú upp á síðkastið hafa þeir orðið meira áberandi sem krafist hafa þess að íslenskur sjávarútvegur greiddi sérstak- an auðlindaskatt í ríkissjóð. í þeim hópi hefur Morgunblað- ið farið í fylkingarbrjósti, ásamt nokkrum mennta- mönnum sem brugðið hafa sér út úr fílabeinsturnum sínum til þess að níða skóinn niður af sjávarútveginum. í því kompaníi eigum við Vestfirð- ingar ekki heima og munum örugglega halda áfram að mót- mæla hugmyndum um auð- lindaskatt eins og við höfum þrek til. Einar K. Guðfinnsson. 70 ára Alvarlegt bílslys við Hóbnavík Sl. laugardagsmorgun fór bifreiö út af þjóðvegin- um rétt utan við Hólmavík og valt fjórar veltur. Tveir ungir menn voru í bifreið- inni. Ökumaðurinn kastað- ist út um afturgluggann og slasaðist mikið. Farþeginn slapp hins vegar ómeiddur. Hvorugur þeirra var í bíl- belti. Þyrla Landhelgis- gæslunnar kom og lenti á veginum og flutti hinn slas- aða suður, þar sem hann liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þar sem bifreiðin fór út af cr langur beinn kafli meðfram flugbrautinni á Hólmavík og var lagt á hann bundið slitlag fyrir helgina. Eftir að beina kafl- anum lýkur er brekka og beygja ofan á láglendið hjá Ósi í Steingrímsfirði og er þarna slysagildra. Að sögn lögreglu á Hólmavík virðist sem of hraður akstur hafi komið við sögu í þessu tilviki. -GHj. Á sunnudaginn, 26. júlí, verður frú Sigríður J. Ragnar á ísafirði sjötug. Hún tekur á móti gestum frá kl. 20.30 að kvöldi af- mælisdagsins í sal Frímúr- ara á ísafirði. VÖRVKYNNING sunnudag frá kl. 14 til 17 Kynnum ferðavörurnar frá IGLOO og GIOSTYLE Igloo kælibox á tilboðsverði kr. 2.990 Einnota og margnota Giostyle matar“stell“ - í ferðalagið eða grillveisluna Gasgrill á tilboðsverði kr. 16.990 - og margt, margt fleira Mundu sunnudaginn kl. 14-17á Shell-skálinn Bolungarvík

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.