Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 23.07.1992, Blaðsíða 6
YESTFIRSKA 6 RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: SÍMI 944011 • FAX 944423 ísafjarðarkaupstaður Umsókn um aflaheimildir frá Hagræðingarsjóði sjávarútvegsins Samkvæmt lögum nr. 40/1990 og nr. 4/1992, sbr. reglugerð nr. 89/1992, get- ur Hagræðingarsjóður sjávarútvegsins framselt til sveitarfélaga aflaheimildir er nema allt að 3000 þorskígildum í lestum talið. Hér er eingöngu um botn- fisk að ræða. Bæjarráð ísafjarðar óskar því hér með eftir því, að þeir útgerðaraðilar, er áhuga hafa á málinu, hafi samband við undirritaðan fyrir 28. júlí nk. ísafirði, 21. júlí 1992. Bæjarstjóiinn á ísafirði. Til sölu m/b Siggi Sveins ÍS 29 Samkvæmt 11. gr. laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða, hefur bæjarstjórn ísa- fjarðar verið boðið að neyta forkaups- réttar að Sigga Sveins ÍS 29. Áður en bæjarstjórn tekur afstöðu hef- ur hún ákveðið að kanna áhuga ísfirð- inga á kaupum á skipinu. Með skipinufylgjaaflaheimildir: Þorsk- ur 2,6 tonn, ýsa 1,5 tonn, ufsi 0,8 tonn, skarkoli 18,8 tonn, úthafsrækja 46,2 tonn, Húnaflóaskel 24 tonn. Ef einhverjir kynnu að hafa áhuga á kaupunum þurfa upplýsingar þar um að berast undirrituðum fyrir 1. ágúst nk. ísafirði, 21. júlí 1992. Bæjarstjórinn á ísafirði. Til húseigenda og annarra framkvæmdaaðila Að gefnu tilefni er húseigendum og öðrum framkvæmdaaðilum á ísafirði bent á, að áður en framkvæmdir hefjast við breytingar á húsum og/eða notkun þeirra, þarf að afla leyfis byggingar- nefndar. Sama gildir um gerð bifreiða- stæða svo og annarra mannvirkja sem áhrif hafa á útlit umhverfisins. Einnig er óheimilt að fella tré sem eru eldri en 40 ára eða hærri en 4 metrar nema með samþykki byggingarnefnd- ar. Byggingarfulltrúinn á ísafirði. Fimmtudagur 23. júlí 1992 ________ =| FRÉTTABLAÐIÐ I-- Sumarið hefur verið nokkuð gott hjá Hótel Djúpuvík „Sumarið hefur verið okkur nokkuð gott. Þó hef- ur það verið gloppóttara en verið hefur“, sagði Eva Sig- urbjörnsdóttir hótelstýra í Djúpuvík á Ströndum. „Meðan veðrið er gott er töluverð umferð. Við bjóð- um upp á góða gistingu og góðan mat og fallega nátt- úru“, sagði Eva í samtali við VESTFIRSKA þegar blaðið átti leið um Strandir í síðustu viku. „Ég get núna hýst 24 gesti, því við erum búin að byggja hús með tveimur 4ra manna herbergjum með sturtu og salerni. Svo eru átta 2ja manna her- bergi hérna uppi í Kvenna- bragganum. Við getum tekið á móti allt að 60 manns í mat í einu. Við höldum ótrauð okkar striki og ætlum að halda áfram uppbyggingunni hér í Djúpuvík. Vandamálið er að fólk ferðast meira á hús- bílum en áður og sér um sig sjálft á ferðalögum. Sem allra flestir ættu að skoða þessa perlu íslenskrar nátt- úru, Strandirnar. Náttúran hefur allt að segja hérna“, sagði Eva Sigurbjörnsdótt- ir. -GHj. Eva Sigurbjörnsdóttir ber veitingar fyrir hótelgest í Djúpuvík. Ketildalavegur innan Hvestu: EUert Skúlason lægstur Opnuð hafa verið tilboð í framkvæmdir við Ketildalaveg innan Hvestu, en þar skal leggja vegarkafla þar sem veg- urinn liggur nú mjög undir skemmdum af ágangi sjávar. Verklok eru áætluð í nóvember. Lægsta tilboð átti Ellert Skúlason, 8,1 millj., síðan kom Hagvon á Reykhólum með 8,9 milljónir, Rögnvaldur nokkur í Hafnarfirði með 11,5 milljónir, Jón og Magnús á ísafirði með 13 milljónir og Klæðning með 16,2 milljónir. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 10 milljónir. Guðmundur Rúnar í Vagninum föstudags- og laugardagskvöld (24. og 25. júlí) VAGNINN Flateyri Sími 7751 Héraðsdómur Vestfjarða Auglýsing um regluleg dómþing í umdæmi Héraðsdóms Vestfjarða Með vísan til 3. gr. laga nr. 92/1989, 2. gr. reglug. nr. 58/1992, sbr. 3. gr. laga nr. 92/1989, verða regluleg dómþing í umdæmi Héraðsdóms Vestfjarða haldin á eftirtöldum þingdögum frá 1. júlí 1992 til 31. desember 1992: í umdæmi sýslumannsins í Bolungarvík: Miðvikudaginn 9. september kl. 14.00. Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 14.00. Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns, Aðalstræti 12, Bolungarvík. í umdæmi sýslumannsins á Hólmavík: Miðvikudaginn 7. október kl. 14.00. Miðvikudaginn 16. desember kl. 14.00. Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns, Hafnarbraut 25, Hólmavík. í umdæmi sýslumannsins á Ísaílrði: Miðvikudaginn 2. september kl. 10.00. Miðvikudaginn 16. september kl. 10.00. Miðvikudaginn 30. september kl. 10.00. Miðvikudaginn 14. október kl. 10.00. Miðvikudaginn 28. október kl. 10.00. Miðvikudaginn 11. nóvember kl. 10.00. Miðvikudaginn 25. nóvember kl. 10.00. Miðvikudaginn 9. desember kl. 10.00. Þingstaður: Dómsalur embættisins, Hafnarstræti 1, 3. hæð, Isafirði. í umdæmi sýslumannsins á Patreksfirði: Miðvikudaginn 23. september kl. 14.00. Miðvikudaginn 2. desember kl. 14.00. Þingstaður: Skrifstofa sýslumanns, Aðalstræti 92, Patreksfirði. Þinghlé í einkamálum verður í júlí og ágúst 1992 og frá 20. desember 1992 til 6. janúar 1993. ísafirði, 9. júlí 1992. Jónas Jóhannsson, héraðsdómari á Vestfjörðum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.