Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 2

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 2
VESTFIRSKA 2 VESTFIRSKA | FRÉTTABLAÐIÐ | Vestfirska fréttablaðid er vikublað, óháð stjórnmálaflokkum, og kemur út síðdegis á fimmtudögum. Blaðið fæst bæði í lausasölu og áskrift. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hlynur Þór Magnússon. Verð í lausasölu kr. 150. Verð í áskrift kr. 135 ef notaðar eru Visa eða Eurocard skuld- færslur (það er ekkert mál og ekkert flókið, bara hringja í okkur og gefa okkur upp númerið á kortinu); annars kr. 150. Ritstjórn og auglýsingar: Aðalstræti 35, Isafiröi, sími (94)—4011, fax (94)-4423. Blaðamenn: Hlynur Þór Magnússon, Túngötu 17, ísafirði, heimasími (94)- 4446, og Gísli Hjartarson, Fjarðarstræti 2, ísafirði, heimasími (94)-3948. Prentvinnsla: ísprent hf., Aðalstræti 35, ísafirði, sími (94)-3223. Skemmdarverk á bifreið / ÍSAFJÖRÐUR Aðfararnótt laugardags var ráðist á bifreið við Hlíðarveg og hún skemmd nokkuð. Vélarhlíf var risp- uð ásamt framrúðu og frambretti. Einnig var loft- 'netsstöng skrúfuð af bif- reiðinni. Lýst cr eftir vitn- um að þessu skemmdar- verki. -GHj. JVEisdýr kæfa Húsmóðir á Isafirði kom að máli við blaðið og sagði sínar farir ekki sléttar. Hún hafði verið að „smyrja ofan í smið- ina sína“ og var með tvær plastdollur af kindakæfu, glærar og ferkantaðar, alveg eins útlits og alveg eins nema verðið. í annarri var kílóverð- ið kr. 460 en hinni kr. 778. í báðum tilfellum var um að ræða kæfu sem búin er til á ísafirði. Konan óskaði eftir því að vakin yrði athygli á þessum ótrúlega verðmun, og vildi koma því með líka að dýrari kæfan væri hreint ekki neitt betri, ef einhver héldi það. Hvítasunnukirkjan SALEM Lilja Óskarsdóttir kristniboði talar á samkomum hjá okkurfimmtudagkl. 20.30 ogsunnudagkl. 17. Föstudagur kl. 18.00-19.00 krakkaklúbbur. Föstudagur kl. 20.30 unglingakvöld. Mikill söngur allir velkomnir. llvítasunn ukirkjan. HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á ÍSAFIRÐI Augnlæknir Eiríkur Bjarnason augnlæknir verður á Heilsugæslustöðinni á ísafirði miðviku- daginn 14. október nk. Tímapantanir í síma 4500 kl. 8-11 og 14-16. Öll herbergi með baði, síma, sjónvarpi, og míníbar! S 91-18650 Fimmtudagur 8. október J FRÉTTABLAÐIP |- Hreppsnefnd Broddaneshrepps kærð til félagsmálaráðuneytis — úrskurðar að vænta eftir tvo mánuði Sigurkarl Ásmundsson, bóndi í Snartartungu í Bitru á Ströndum, hefur kært hrepps- nefnd Broddaneshrepps til fél- agsmálaráðuneytisins vegna afgreiðslu hennar á ráðningu skólabflstjóra. Eins og sagt var frá í VESTFIRSKA fyrir skömmu var Sigurkarli sagt upp störfum við akstur skóla- barna við Broddanesskóla eft- ir 20 ára akstur og tengda- sonur hreppsnefndarmanns ráðinn í staðinn með atkvæði tengdaföðurins í hreppsnefnd- inni. Slíkt athæfi brýtur í bága við sveitarstjórnarlög og hefði tengdafaðirinn átt að víkja af fundi sökum vanhæfis. Blaðið hafði samband við Þórhildi Líndal, lögfræðing og deildar- stjóra í félagsmálaráðuneyt- inu, og spurði hana um málið. Þórhildur fjallar um sveitar- stjórnarmálin í ráðuneytinu. „Já, það hefur borist kæra til ráðuneytisins. Akvörðunin sem lýtur að bílstjóranum hef- ur verið kærð. Gangur mála verður sá, að núna munum við senda hreppsnefnd kæruna til umsagnar. Síðan fá þeir ákveðinn frest og þegar okkur hefur borist umsögnin kveð- um við upp úrskurð. Sam- kvæmt sveitarstjórnarlögum á það að vera innan 2ja mán- uða frá því að kæra berst. Það er ekki óvenjulegt að kært sé svona. Það eru að koma út núna allir úrskurðir ráðuneyt- isins sl. tvö ár. Þeir eru í prentun. Þegar um úrskurð æðra setts stjórnvalds er að ræða bindur hann lægra sett stjórnvald. Annað get ég ekki sagt um þetta mál“, sagði Þór- hildur Líndal í samtali við VESTFIRSKA. Það eru allar líkur á því að hreppsnefndarfundurinn verði ógiltur af ráðuneytinu og taka þurfi nýja ákvörðun um ráðningu skólabílstjóra að Broddanesskóla og þess verði gætt að enginn hreppsnefndar- maður verði vanhæfur á þeim fundi. -GHj. Hefur unnið á lyftara í rúm sjö ár Þegar VESTFIRSKA var á ferð um fiskmóttöku íshúsfé- lags Bolungarvíkur nú á dög- unum rákust við á Magneu Guðfinnsdóttur þar sem hún geystist um sali á lyftara. Sagði Magnea að Ijómandi gott væri að vinna á lyftara og hefði hún gegnt því starfi í rúm sjö ár. „Þettaer víst kvennastarf. Það geta allir unnið á þcssu og þetta er ekkert mál“, sagði Magnea um leið og hún hvolfdi úr fiskkari sem var á gaftli lyftarans í þvottakar við flokkunarvél móttökunnar. -GHj. Magnea hvolfir úr kari - ekkert mál! Hákon J. Sturluson látinn Einbúinn Hákon J. Sturlu- son á Hjallkárseyri í Arnar- firði er látinn. Hákon lést í göngum á laugardaginn. Hann var sjötugur að aldri, fæddur 18da nóvember 1921 að Görð- um í Ketildalahreppi í Arnar- firði og alinn upp í Tungumúla á Barðaströnd. Hákon hóf búskap á Borg í Arnarfirði og bjó þar um skeið og var ætíð kenndur við þann bæ. Einnig stundaði hann sjó- mennsku á togurum eftir að hann fór frá Borg. Hákon hafði lengi verið á Hjallkárs- eyri á sumrin með fé og hafði hann fyrst vetursetu á Þingeyri og rak féð yfir í Arnarfjörð á hverju vori. Frá því um 1980 hefur hann búið á Hjallkárs- eyri allt árið. Hann var mikil refaskytta og ófáir refirnir sem hann skaut í löngum og kal- sömum tófulegum í fjörum Arnarfjarðar. Útför Hákonar fer fram frá Þingeyrarkirkju nk. laugardag kl. 14. Kapalkefli á reki í Djúpinu Sjómenn í Bolungarvík höfðu samband við fsa- fjarðarlögreglu á föstudag- inn og kvörtuðu yfir nokkrum kapalrúllum á reki í ísafjarðardjúpi, sem væru hættulegar smá- skipum, einkanlega í myrkri. Orkubú Vestfjarða hafði skilið eftir tómar kap- alrúllur á Hnífsdalvegi, en það hefur verið að leggja jarðkapla þar undanfarið. Einhverjir óprúttnir náungar hafa síðan tekið sig til og velt keflunum í fjöruna og þau síðan flotið burt. Loftskeytastöðin á ísa- firði gaf út aðvörun til skipa um þessi reköld. Haft var samband við Landhelgis- gæsluna og munu þeir hafa hirt keflin upp og fært þau í land. -GHj. Framtalsaðstoð Bókhaldsþjónusta Viðskiptamannabókhald Launaútreikningur Tölvuvinnsla. FYLKIR ÁGÚSTSSON bókhaldsþjónusta Fjarðarstræti 15- 400 ísafirði Sími 3745. -GHj. Þessa mynd af Hákoni J. Sturlusyni, með skinn af tófu sem hann hafði skotið, tók Róbert Schmidt í fyrra.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.