Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 10

Vestfirska fréttablaðið - 08.10.1992, Blaðsíða 10
VESTFIRSKA 10 Fimmtudagur 8. október 1992 I FRKTl ABLAfílÐ 1- Hundrað manns í Yalagil - þaðan sem barnsópið heyrdist ofan til byggða Göngu-Hrólfar á ísafirði gengu í Valagil í Alftafirði á laugardaginn. Þátttaka var með allra mesta móti, eða um 100 manns. Leiðsögumaður var Jón Reynir Sigurvinsson jarðfræðingur, og veðrið lék við göngufólkið eins og venju- lega. Þessi óformlegi og stjórnar- lausi (ekki stjórnlausi) göngu- hópur, Göngu-Hrólfar, hefur nú verið til í tvö ár eða þar um bil og gönguferðirnar munu vera orðnar þrettán, að sögn Ásgerðar Annasdóttur, sem er ein helsta driffjöðrin í félagsskapnum. Yfirleitt hefur hópurinn verið stór, frá svona Þessa mynd tók Hrafn Snorra- son í ferðinni í Valagil á laug- ardaginn. Blíðviðrið nú bætir nokkuð fyrir heldur óskemmtilegt sumar. Jón Reynir Sigurvinsson messar yflr mannskapnum. Ekki sjáum við betur en meðal þeirra sem fremst sitja séu Ernir Ingason, Karl Aspe- lund, Snorrí Hermannsson, Bjarni Jóhannsson og Eggert Jónsson. fjörutíu og upp undir hundrað manns. Víða hefurveriðgeng- ið og undir leiðsögn margra ágætra og fróðra manna. Farið hefur verið t.d. um Eyrina á ísafirði, út í Ósvör, um Hnífsdal og í Fremri- Hnífsdal, um Arnardal, Engi- dal og Tungudal, svo eitthvað sé nefnt. Og í fyrra var líka farið í Valagil með Jóni Reyni. Þá voru í hópnum milli 60 og 70 manns, og sú ferð þótti svo góð að ýmsir sem ekki komust þá með óskuðu að aftur yrði farið þangað. Jón Ólafsson Indíafari fæddist á Svarthamri í Álfta- firði rétt fyrir aldamótin 1600. í ævisögu sinni eður reisubók segir hann frá atburði sem gerðist þegar hann var á ellefta ári. Kona nokkur, Bóthildur að nafni, var á leið úr Ön- undarfirði í Álftafjörð með ungan son sinn, Ketil að nafni, ársgamlan eða tvævetran. „Og nær hún kom hingað yfir heið- arskarðið, skelldi yfir myrkva- þoku, svo hún gekk og villtist of mikið til hægri handar, allt þangað sem Valagil heita, hvar að eru miklir forvaðar, og með því hún var bæði veik og mædd orðin, nam hún þar staðar fyrir Guðs anda ávísan hið næsta sem mátti þessum forvöðum, og af löngum burði sinnar barnskepnu hafði henni þar í brjóst runnið og svo al- deilis út sofnað í Herrans vald. Nú vissi enginn maður, hvorki Önundarfjarðar né Álfta- fjarðarhrepps, af þessu tilfelli. Skömmu síðar í vikunni heyrðist barnsópið ofan til byggða, og ætluðu þeir menn, sem næstir bjuggu, að einhver sérdeilis dýrshljóð vera mundu. Þetta bar til snemma í augusto." Síðan greinir Jón frá því að sóknarpresturinn, séra Jón Grímsson á Svarfhóli, hafi kvatt til sín sérhvern bónda í sveitinni vopnaðan til þess að leita „hvaðan þessi ýlfran væri og eymdarhljóð eður af hverri skepnu". Þeir gengu síðan „með þrískúfaða atgeira, sem hingað á umliðnu ári fyrir þetta fluttust til kaups eftir kónglegs majestets bífaln- ingu. Og nær þeir komu í þann stað, sem konan lá önduð fyrir löngu, og fundu barnið hjá henni enn þá lifandi og kon- una óskaddaða, því barnið hafði hennar líkama varið í mörg dægur, þá hnykkti hverj- um þeirra hér við og þótti hryggileg aðkoma, en þeim manni ei síst, sem bóndi og ektamaður var nefndrar konu, sá eð Jón Eyvindsson var að nafni. Var hennar lík svo flutt til byggða, og þaðan með erlegum tilbúningi og meðferð til Eyrarkirkju, að hún greftraðist. En þessi þeirra sonur uppólst hjá sínum föður, þangað til hann var kominn úr ómegð, og var síð- an vinnuþjónn síra Thumasar Þórðarænar og andaðist vel tvítugur að aldri á Snæ- fjöllum... “ Við þetta er því að hnýta, sem reyndar má öllum þenkj- andi mönnum og læsum og sitt umhverfi sjáandi og skynj- andi, að orðfæri þess öðlings- manns Jens Guðmundssonar í Kaldalóni, nú búandi í Kirkjubæ í Skutulsfirði, þá hann ritar greinir í Morgun- blaðið eður Vestfirska frétta- blaðið, er ekki ósvipað málfari og öllu tungutaki Jóns Ólafs- sonar í hans frægu reisubók, og ekki leiðum að líkjast. NÝJAR VESTFIRSKAR ÞJÓÐSÖGUR Geiri, Dalli og glymskrattinn á Uppsölum Þegar Norðmaðurinn Petter heitinn Vilberg rak veitingahúsið Uppsali á ísafirði tíðkaðist það að menn komu þar inn, keyptu sér gos- drykki og blönduðu sér í glas úr flösku undan borðum. „Jukebox“ eða glymskratti var á Uppsölum og þurftu menn að setja 2ja króna pening í rifu á honum og gátu þá valið sér lag af hljómplötum sem voru í hundraðatali í glymskrattanum. Var oft dansað eftir músik- inni í glymskrattanum og tíðum haldnar svo- kallaðar „rekstarsjónir" á Uppsölum. Einu sinni voru tveir kunnir ísfirðingar staddir góðglaðir á Uppsölum, þeir Geiri og Dalli. Sátu þeir við borð úti í horni og voru að laumast til að fá sér í glas. Langaði þá til þess að fá tónlist úr glymskrattanum og stakk Geiri samanbrotinni ávísun með hárri upphæð í rif- una. Ekkert gerðist, hvorki kom lag né heldur gaf glymskrattinn til baka. Voru þeir lengi að bauka við glymskrattann ýtandi á alla takka og reyna að ná ávísuninni til baka upp úr rifunni. Ekkert gekk. Allt í einu rennur upp Ijós fyrir Dalla: „Geiri, þú hefur gleymt að skrifa aftan á avisumna! -GHj. Ekið á hross Á sunnudagskvöldið var ekið á hross á þjóðveginum við ísafjarðarflugvöll. Slapp hrossið frá þessu með minni háttar meiðsl. Ekki var getið um skemmdir á ökutæki. -GHj. Hraðakstur á ísafirði Tveir ökumenn voru stöðvaðir um hádegið á föstudag á Skutulsfjarðar- braut á ísafirði vegna of hraðs aksturs. Annar var á 101 km hraða og rétt slapp við ökuleyfissviptingu. Hinn var á 83ja km hraða. -GHj. At- huga- semd Ummæli sem höfð eru eft'ir Halldóri Hermanns- syni, stjórnarformanni Rækjustöðvarinnar hf. á ísafirði, í fréttaviðtali hér í blaðinu í síðustu viku, þar sem segir að íslandsbanki hafi „keyrt Rækjustöðina í gjaldþrot“ eru byggð á mis- skilningi milli blaðamanns og viðmælanda. Þessi um- mæli eru því röng, en að öðru leyti er viðtalið rétt. -GHj.l Halldór Hermannsson. Jón Þorsteinsson heldur ein- söngstónleika á ísafirði Jón Þorsteinsson. Gerril Schuil. Á föstudagskvöldið, 9. október, heldur Jón Þorsteins- son tenórsöngvari tónleika í sal Frímúrara á ísafirði. Tón- leikarnir hefjast kl. 20.30. Undirleikari er Gerrit Schuil. Jón Þorsteinsson hefur um tólf ára skeið starfað við Ríkis- óperuna í Amsterdam, þar sem hann hefur sungið yfir fimmtíu hlutverk. Auk þess hefur hann sungið einsöng á óperusviði og með kórum í flestum löndum Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann hefur á liðnum árum komið fram með íslenskum kórum, svo og Sinfóníuhljómsveit íslands og Islensku hljómsveitinni. Jón hefur á síðustu árum getið sér frægðarorð á meginlandi Evrópu fyrir snjalla túlkun á sígildri kirkjutónlist og nú- tímatónlist. Nú síðast í vor tók hann þátt í frumflutningi óper- unnar Life with an Idiot eftir fremsta núlifandi tónskáld Rússlands, Alfred Schnittke, Bolungarvík: Bókasafnið lokað vegna flutnings Nú stendur bókasafnið í Bolungarvík í flutningum. Það er því lokað þessa dagana, en verður opnað aftur fimmtu- daginn 15. okt. kl. 17 á nýjum stað í Grunnskóla Bolung- arvíkur. r. Bókaverðirnir vonast til að bæjarbúar fjölmenni þegar opnað verður og skoði safnið í nýju húsnæði. við óperuna í Amsterdam undir stjórn Mstislav Rostr- opovitsj. Jón hóf söngnám í Noregi 1974 en hélt því síðan áfram við tónlistarháskólann í Árós- um og seinna hjá hinum heimsfræga söngkennara Arr- igo Pola í Modena á Ítalíu. Á efnisskránni eru sönglög eftir norræn tónskáld, Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Emil Thoroddsen, Peter Heise, Ture Rangström, Eyvind Al- næs og Jean Sibelius. Undirleikari er Hollending- urinn Gerrit Schuil. Hann stundaði nám í píanóleik við tónlistarháskólann í Rotter- dam og síðar m.a. hjá John Lill og Gerald Moore í Eng- landi. Hann stundaði einnig nám í hljómsveitarstjórn hjá hinum fræga rússneska hljóm- sveitarstjóra Kirill Kondrash- in og hefur um árabil stjórnar hljómsveitum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Aðgöngumiðar eru seldir við innganginn og kosta kr. 1.000. Ég þakka öllum þeim sem studdu mig og styrktu með eínum eða öðrum hætti vegna þátttöku minnar í Ólympíu- leikum þroskaheftra á Spáni. Magnfreð Jensson, ísafirði. ÓÐINNBAKARI BAKARÍ S 4770 VÉLSLEÐI Tii sölu Arctic Cat Jag AFS vélsleði, ekinn 1.700 km. Uppl. í síma 3590. SKÓDI Til sölu Skoda 120 L ’88, ek- inn 42 þús. km. Góður bíll, selst eingöngu gegn stgr. 140 þús. kr. Sími 7576 eftir kl. 18.30. KÖKUBASAR Kökubasar 10. bekkjar verður haldinn föstudaginn 9. október við Ljónið á Skeiði kl. 16. Nefndin. KASSADAMA Óskum eftir að ráða kassa- dömu eftir hádegi. Uppl. isíma3755(Guðrúnog Álfhildur). Gústaf Lárusson jarð- settur á laugardaginn Gústaf Lárusson fyrrum skóiastjóri á ísafirði andaðist sl. þriðjudag. Hann verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu nk. laugardag, 10. október, kl. 14. ÍBÚÐ TIL LEIGU 3ja herb. íbúð i Aðalstræti 20 á Isafirði til leigu. Laus strax. Uppl. í stma 3098. HEFUR EINHVER séð hjólið mitt, sem er DBS kvenhjól, rautt að lit? Hjólið hvarf frá Túngötu 21 þriðju- dagskvöldið í síðustu viku. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um málið hafi samband við Jónínu í síma4132. TIL SÖLU Suzuki TS 50 skellinaðra, árg. 1989, ekin 6700 km. Uppl. í síma 7388. ANTIK-BARNAVAGN Til sölu Svithun barnavagn, antik. Uppl. í síma 3076. BARNAVAGN Til sölu dökkblár Brio barnavagn. Uppl. gefur Katrín í síma 4014. SNJÓBLÁSARI Til sölu snjóblásari fyrir dráttarvél. Uppl. í síma 4578. FURURÚM Til sölu fururúm, ein og hálf breidd. Sími3929. DAGMAMMA Get bætt við mig einu barni, ca. 2ja ára. Hef leyfi. Ingibjörg, sími 4065. ÓDÝR TÖLVA Til sölu, ódýrt, Island PC tölva, 20 mb harður diskur, 2 diskadrif, ýmis forrit á harða diskinum. Tilboð óskast. Uppl. í síma 4737.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.