Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 7

Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 7
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ h Fimmtudagur 19. nóvember 1992 Stolt amma meö Starkað á Vesturgötunni í sumar. að gera eitthvað. Þá stofnaði ég og auglýsti dansskóla. Ég kom mér upp píanista, það var læknisfrúin á staðnum, leigði mér sal í Félagsheimilinu í Hnífsdal og byrjaði að kenna dans. Ég ætlaði reyndar í upp hafi að kenna ballett því ég var dansari og hafði dansað í Þjóðleikhúsinu og víðar. En nemendurnir sem ég fékk voru fæstir ballettlega vaxnir, mest voru þetta konur á miðjum aldri sem héldu að þetta væri megrunarleikfimi eða einhvers konar þess tíma eróbikk. Ég endaði því með að kalla þetta djassballett og lét þær sprikla. Þú spurðir áðan hvemig mér hefði verið tekið þegar ég kom. Fyrsta konan sem heimsótti mig kom annað kvöldið sem ég var fyrir vestan. Það var tals- vert eftir kvöldmat, krakkamir búnir að bursta tennur og komnir í háttinn. Þá bankaði uppá kona með mikinn stafla af pönnukökum á diski og kynnti sig sem frú Dóru Knauf. Hún sagðist vera frænka Jóns Bald- vins af Ströndum og vera komin til að bjóða mig vel- komna. Auðvitað varð þetta til þess að ég varð að leyfa krökkunum að koma fram í pönnukökuveislu og bursta svo tennurnar aftur. Þetta var alveg yndisleg kona sem átti eftir að reynast mér vel. Þetta er svona dæmi um það, hvemig fólkið kom og bauð mig velkomna, það kom til móts við okkur og var vingjamlegt. Þegar ég fór út í Kaupfélag komu allir til mín og tóku í höndina á mér og buðu mig velkomna á staðinn. Eflaust hef ég eitthvað stungið í stúf við heimamenn í klæða- burði, framkomu og þessháttar. Það er ekki nema eðlilegt, ég kom úr borginni en fólkið á staðnum hafði búið í sínu sjávarþorpi, vinnandi erfiðis- vinnu frá bamsaldri. Ég vissi það seinna að ég var gagnrýnd af sumum og sjálfsagt hefur það verið vegna þess að ég þótti öðruvísi." Á þorrablót Stranda- manna „Eftir áramót bauð frú Dóra okkur á þorrablót Stranda- manna. Það er sú ógleyman- legasta samkoma sem ég hef upplifað á æfinni. Hún var haldin í Alþýðuhúsinu á ísa- firði, allt var svo frumstætt og skemmtilegt að það var alveg einstakt. Frú Dóra sagði að við þyrftum ekki að hafa áhyggjur af einu né neinu, hún kæmi með mat- inn og allt sem við þyrftum að koma með væri góða skapið á staðinn klukkan átta. Þar hitt- um við þau hjónin, frú Dóm og mann hennar, Walter Knauf, sem var reyndar aðalsmaður frá Þýskalandi. Þrjátíu áram áður var hann á leið með skipi til Suður-Ameríku og ætlaði að setjast þar að. Ekki varð meira úr þeirri för en svo, að um borð hitti hann íslending og endaði á Djúpuvík. Frú Dóra var ættuð frá Kaldbaksvík og var þá að vinna á Djúpuvík. Henni leist svo vel á þennan unga Þjóð- verja að hún ákvað að kyrrsetja hann. Hún var tólf árum eldri en hann, en það hafði þau gömlu áhrif að hún varð alltaf að vera jafn ungleg og hann. Þegar ég kynntist henni var hún með hárautt hár og hún neitaði að eldast. Þau settust svo að á búi föður hennar í Kaldbaksvfk en þau höfðu ekki verið gift lengi þegar Bretamir komu og sóttu hann vegna þess að hann var þýskur. Hann var tekinn frá henni og þau vora aðskilin í níu ár. Fyrst var hann í fangabúð- um á eyjunni Mön en að strfð- inu loknu var hann sendur til Austur-Þýskalands. Hún stóð síðan í miklu stappi við að fá hann aftur til landsins. Þau sögðu okkur oft frá þessu. Ein- hvem veginn höfðu þau aldrei komist almennilega yfir þetta. Bæði var þetta ævintýri lífs þeirra og þeirra mesta lífs- reynsla. Það var svo kært með þeim, kannski vegna þessa langa aðskilnaðar. Það var gott að vera í návist þeirra vegna þess að þau unnust svo mjög.“ Ráðskonan og kýrin „En svo ég haldi áfram að segja þér frá þorrablótinu góða. Þegar við komum í salinn var búið að raða tréborðum og stólum meðfram veggjunum en annars var þar ekkert nema gamla gólfíð og gamla sviðið, allt var óbreytt frá því að Hannibal byggði það forðum daga. Síðan fóra konumar að steðja inn með vöndul í fanginu sem þær skelltu á borðin. Vöndullinn var dúkur sem breiddur var yfir borðin og innan í honum var trétrog. Þar var saman kominn allur þorra- maturinn á einum stað; súrmat- urinn, hákarlinn, rófustappan og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ég hef aldrei séð neitt glæsilegra. Með þessu var auð- vitað brennivín og þar sem þetta var lokað samkvæmi hefði ekki verið neitt eðlilegra en að hafa flöskurnar á borð- unum. En af gömlum vana var flaskan alltaf sett undir borð og síðan var bara drukkið af stút. Þarna vora allir aldurshópar, allt frá smákrökkum til gamal- menna, og allir voru ættaðir af Ströndum. Það var dansað við undirleik einnar harmonikku eins og gert var í sveitinni í gamla daga. Svo vora skemmtiatriði; einþáttungur um ráðskonuna og kúna og ýmis alveg óhugnanlega sveitó skemmtiatriði, öll heimatilbú- in. En þau pössuðu svo vel inn í þessa samkomu og maður hló sig alveg máttlausan. Þetta var svo sjarmerandi að það var engu líkt. Svo þegar borðhaldi var lokið var bara bundinn sami hnúturinn utanum dúkinn með öllu dótinu innan í, og allir fóru heim að þvo upp. Það leið um það bil hálftími og þá komu allir aftur til að halda áfram dansinum. Þetta var stórkost- legt!“ Allt frá Sigurbirni biskup til Hannesar Hólmsteins „Svo voru náttúrlega annars konar böll líka, það var t.d. Sunnukórsballið þar sem allir voru í smóking og síðum kjól- um. Það var mjög elegant og mikil borgarstemning, svona meira eins og ég hafði vanist úr Reykjavfk. Það var alveg óskaplega mikið félagslíf á ísafirði. Það leið ekki sú vika að ekki væru haldnir tónleikar, oft heima hjá Ragnari og Siggu, þau settu mikinn svip á bæinn. Við voram varla komin vestur þegar við stofnuðum kvik- myndaklúbb, það voru alltaf að koma gestir og fyrirlesarar, allt frá herra Sigurbimi biskup til Hannesar Hólmsteins. Allir sem komu, verkfræðingar, arkitektar og embættismenn sem erindi áttu í bæinn, þeir komu við hjá skólameistaran- um þannig að þetta var eigin- lega ein samfelld veisla. Við voram ekki búin að vera lengi þegar farið var að æfa leikrit fyrir árshátíðina. Allt er öðruvísi í svona litlum bæ, kennaramir héldu mikið hópinn. Við hittumst um helgar og það náðist upp mjög skemmtileg stemmning milli okkar. Þetta var samrýmdur hópur og minningar frá þessum tíma eru stórkostlegar. Maður lærði heil býsn. Ég er náttúrlega alin upp í Reykjavík, og þó að Reykjavík sé ekki stór borg, þá er hún svo ólík landsbyggðinni að mér fannst ég vera að fæðast upp á nýtt. Tíminn fyrir vestan var meira virði en nokkur háskóli og mér fannst þama vera ís- lenskt mannlíf í hnotskum. Þetta var kjarni samfélagsins. Þarna fylgdist maður með því þegar aflinn barst á land, hvemig unnið var úr honum o.s.frv. Það var ómetanlegt að vera þama með krakka og þeirra bestu minningar eru frá Isafjarðarárunum. Það er eng- inn munur á bömum og full- orðnum á svona stöðum, þau era með frá upphafi." Sigga og Ragnar gengu okkur í foreldrastað „Ég sá hálfpartinn eftir að flytja suður, en kannski var kominn tími eftir tæp tæp tíu ár. Ég hafði í raun ekkert meira að gera á Isafirði. Ég naut mín vel fyrir vestan, ég hafði tækifæri til að vera með í öllu, og þetta voru viðburðarík ár. En ég fór mjög snögglega suður og- kvaddi eiginlega engan, ég á alltaf eftir að kveðja ísfírð- inga.“ - Hvaða fólk er þér eftir- minnilegast frá þessum árum? „Ég nefni náttúrlega alltaf Ragnar H. og Siggu. Þau gengu okkur nú eiginlega í foreldra- stað, og þegar eitthvað var að, var alltaf leitað til þeirra. Þau vora svo hlýjar manneskjur og göfugar. Svo man ég vel eftir mörgum skemmtilegum köll- um, svo sem Einari Jóelssyni, hann var gamall sjóari sem gekk við staf. Hann bjó skáhallt á móti mér í Sundstrætinu og kom alltaf til mín í kaffi. Hann var ekta Vestfirðingur, fæddur inni í Djúpi og hafði alla tíð verið á sjónum. Hann hafði lif- að mjög erfiðu lífi, hafði farið illa í fótunum af eilífum stöðum um borð í skipum. Hann var svolítið beiskur út í tilveruna en samt mjög hjartahlýr. Einar kom mikið til mín og miðlaði mér af sinni lífsreynslu, af því að þessi hlýja kom í gegnum allt sem hann sagði. Hann hafði harðar skoðanir á öllu og var líka mjög pólitískur. Nú svo var það Stebbi Skó, hann var einn af þessum óða- pólitísku mönnum, hafði verið mikill Hannibalisti og fór fljót- lega að venja komur sínar til okkar. Þá var yfirleitt ekki talað um annað en pólitík, sem var náttúrlega okkar ær og kýr líka, fyrir utan skólann. Oft segist Jón hafa verið sendur í pólitíska útlegð til Isafjarðar til að losna við hann úr pólitíkinni fyrir sunnan. Ekki má gleyma frú Hertu Leósson. Hún var þýsk og al- veg dýrleg, bjó í einbýlishúsi uppi á Seljalandsvegi. Hún gerðist fljótlega prófdómari hjá mér í frönsku því hún talaði öll tungumál og hafði tekið nem- endur til sín í læri áður en við komum vestur. Þetta var há- menntuð prófessorsdóttir frá Leipzig, hún var búin að búa á Isafirði frá því um fertugt en þegar ég kynntist henni var hún komin undir áttrætt. Þetta var alveg eldfjörug kelling, hún bauð mér oft í kaffi og lagði þá postulínsbolla á bróderaða dúka. Hún hafði ekkert breytt um lífsstíl þó hún settist að í svona sjóaraplássi, var alltaf sama hefðarfrúin. Svo var það auðvitað frú Dóra sem ég sagði frá áðan. Þetta eru svona eftirminnileg- ustu persónumar sem ég man eftir, þær vora svo litríkar og skára sig úr. Þetta var allt eldra fólk, ég kynntist þessu gamla fólki strax, það var ekkert feimið. Það kom til manns og heilsaði og tók okkur eins og jafningja sína, var ekki með neina komplexa. Þetta fólk kom allt mikið til mín, stytti mér stundir og kenndi mér margt. Flest af þessu fólki vora svona ekta Vestfirðingar, og Vest- firðingar era náttúrlega allt öðra vísi en annað fólk, eins og þú veist!!“ Þegar Glúmur lék bréf- bera - Nú hafa ótal skemmtilegir hlutir gerst fyrir vestan á þess- um árum, kanntu að segja frá einhverjum sniðugum uppá- komum? „Það var nú svo ótalmargt og margt af því ekki hafandi eftir. Hún er annars sönn, sagan sem sögð er um son okkar Glúm og bréfin. Hann hefur verið í kringum sjö ára og á þeim aldri líta krakkar mjög upp til starfa fullorðinna og sérstaklega þeirra sem krefjast einkenn- ingsbúnings. Tveim tímum eft- ir að við fluttum suður var Glúmur búinn að kynnast dreng sem heitir Sigurður, sonur Ama Jónssonar sjómanns, og þeir urðu strax alveg óaðskiijanlegir vinir. Morgun einn um helgi, þegar við bjuggum á heimavistinni í Menntaskólanum, fóra piltarnir snemma á stjá og þar sem eng- inn fullorðinn varáferli ákváðu þeir að finna sér eitthvað nyt- samlegt að gera. Þeir ákváðu að nú skyldu þeir leika póst- burðarmenn og til þess að þetta væri svolítið alvörulegt urðu þeir auðvitað að hafa bréf. Glúmur vissi um stóran kassa með ástarbréfum sem Jón Baldvin hafði skrifað mér þegar við vorum aðskilin. Ef- laust hafa verið þarna líka bréf sem ég hafði skrifað Jóni, alla vega vora þetta bréf sem eng- inn mátti sjá. Þama slengdu þeir þessu á bakið og hófu að bera út bréf í hvert einasta her- bergi á vistinni. Aumingja nemendurnir sem vildu okkur allt hið besta voru síðan að koma og skila póstinum allan daginn. Ég veit ekki hvort þau komust öll til skila, og vel má vera að enn séu einhver bréf á flakki. Ég þarf líklega ekki að taka fram, að það var tekið hraustlega í hnakkadrambið á drengjunum, og þeir léku þennan leik ekki aftur.“ Og svo fyllist þjóðarsálin og óskapast yfir aumingja Jóni, tiltölulega saklaus- um - Hvenær kynntust þið Jón Baldvin? „Það var í landsprófi í Gaggó Vest. Ég sat uppá ofni á skóla- fundi og sá þennan strák með fallegu bláu augun. Hann stóð og héld stormandi ræðu um pólitík og ég féll alveg fyrir honum, mér fannst hann svo gáfaður. En ég held að ég hafi þurft að bíða í fimm ár eftir því að hann kyssti mig.“ - Hvar var það? „Ég man það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið í menntaskólaselinu. Það er hræðilegt að gleyma svona hlutum!" - Er hann rómantískur? „Jaaá, ef hann gefur sér tíma til þess. Annars er ég alger út- úrdúr úr hans lífi. Ég átti ekki að verða nein kona í hans lífi, hann er svo óðapólitískur að það var ekki rúm fyrir neitt annað. Ég hef verið svona eins og púki í hans lífi og ég sé það t.d. núna, að allar greinar og fréttir af uppátækjum hans, þetta er allt rannið undan mín- um rifjum. Má þar nefna sög- una af drullusokknum, hattsöl- unni og fleira, það var ég sem kom þessu öllu af stað, og svo fyllist þjóðarsálin og óskapast yfir aumingja Jóni, tiltölulega saklausum. Ég sagði honum til dæmis að bjóða upp hattinn á Dalvík í fyrra og það dró nú dilk á eftir sér eins og menn - kannski muna. Mér finnst þetta allt óskaplega fyndið.“ Honum fannst miklu róm- antískara að búa bara saman í synd „En eins og ég sagði áðan, þá held ég að upphaflega hafi ekki verið neitt rúm fyrir konu í hans lífi, hann bara fékk ekkert að ráða því sjálfur. Ég varð ást- fangin af þessum manni og það hefur ekkert breyst, það hefur eiginlega allt snúist um hann frá því ég sá hann fyrst.“ - Hefur þú alltaf látið hann og hans þarfir ganga fyrir? „Já, ég hugsa það, og ég held að börnin myndu taka undir það líka. Hann er þrítugur þegar hann fer vestur og fertugur ...framhald á næstu síðu Bryndís með Sillu og Ninnu, uppáhalds nemendunum sínum.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.