Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 8

Vestfirska fréttablaðið - 19.11.1992, Blaðsíða 8
VESTFIRSKA 8 þegar hann snýr aftur suður og er þá tiltöluleg óþekkt stærð í pólitík. Hann vildi vinna sér frama, en þá var pabbi hans ennþá í eldlínunni, og það var ekki pláss fyrir þá báða. Hann var búinn að vera í bæjarpólitík, fara í prófkjör og framboð og tapa fyrir vestan og svoleiðis. Þetta gekk alveg hræðilega til að byrja með. Ég vil honum auðvitað allt hið besta, og reyndi að hjálpa honum eftir bestu getu. Eg hugsa að allar konur þekki þessa tilfinningu, að þær geti ekki slakað á og snúið sér að sínum málum fyrr en hans mál eru í höfn. Það er þannig með mig, hann hefur alltaf gengið fyrir.“ - Hvernig bað hann þín? (Nú hlær Bryndís ógurlega) „Hann bað mín aldrei og ætlaði sér aldrei að giftast mér. Það varpabbi sem þvingaði hann til þess. Hann tók það ekki í mál að ég væri að þvælast til út- landa með þessum dreng ógift kona. Okkur fannst gifting eitt- hvað hræðilega smáborgara- legt, fylgdum frjálsum ástum og lifðum bara fyrir daginn í dag. Okkur fannst miklu róm- antískara að búa bara saman f synd. Svo vissum við ekkert hvort líf okkar ætti eftir að liggja saman í framtíðinni og hvort sambandið mundi endast. Við létum nú aldeilis reyna á það og vorum endalaust að ögra tilverunni. Vorum aðskilin árum saman og skrifuðumst á. En einhvem veginn hélt þetta, við vorum tengd sterkum böndum og þau hafa styrkst með árunum.“ T rúlofunarhringarnir lentu í brotagulli - Þú segir að hann hafi aldrei beðið þín og verið neyddur til að kvænast þér. Ég ætlaði að spyrja þig, hvar og hvenær þið hefðuð sett upp hringana, en nú freistast ég til að spyrja: Kastaði hann í þig trúlofunar- hringnum? „Nei, að vísu ekki, en nærri því þó. Pabbi var búinn að setja á hann þumalskrúfur með að gera mig að heiðvirðri konu, og það voru keyptir hringar. Þetta voru svona breiðir gullhringar, og við höfðum látið grafa inn í þá „au destin“, sem er franska og leggst út á íslensku eitthvað sem svo: Látum skeika að sköpuðu. Þetta hefur nú verið eins konar lífsmottó hjá okkur. En það vildi ekki betur til en svo, að hringamir voru allt of stórir. Við fórum því með þá aftur daginn eftir og skiluðum þeim. Við höfum ekki borið hringa síðan. Ég man, að gull- smiðurinn hafði selt okkur þá dýru verði, en tók við þeim aftur sem brotagulli. Við feng- um sama og ekkert fyrir þá, en við vildum heldur hafa þetta svona en að láta minnka þá. Sáum í hendi okkar, að við yrðum ekkert betri hvort við annað, þótt við bærum ein- hverja hringa." Áhugamálin, fyrir utan JBH og pólitíkina - Hver eru áhugamál þín? „Svona fyrir utan JBH og pólitíkina, meinarðu? Að fara í sund, ég tala nú ekki um, ef eftirlætið mitt, hann Starkaður dóttursonur minn, er með í för. Það er aldeilis makalaust, hvað maður getur orðið hugfanginn af þessum krílum. Ég hef verið að velta fyrir mér, hvort þetta geti verið vegna þess að ég var viðstödd fæðingu hans, og auk þess er hann enn sem komið er nóvember 1992 \ TTP^TTABLAPIÐ Guðmundur Sigurðsson: Hvar er Bubbi Morthens nú? Getur verið munur á löggæslu og lögreglu? Nokkrar spurningar til Jónmundar Kjartanssonar yfirlögregluþjóns og GHj. blaöamanns Fimmtudagur 19 Bryndís (17. júní 1975) í gömlum íslenskum þjóöbúningi sem fenginn var að láni hjá Öddu á Bjargi. eina bamabarnið. Svo finnst mér gaman að fara út að borða og dansa, sérstaklega þegar við förum bara út tvö ein, ég og maðurinn minn. En því miður gefast bara allt of fá tækifæri til þess.“ - Ef þú lítur til baka yfir far- inn veg, er eitthvað sem þú vildir breyta eða hafa gert öðruvísi en þú gerðir? „Tilviljanir hafa ráðið miklu í mínu lífi og ég hef gert ýmis- legt sem ég ætlaði ekki í upp- hafi. En ég myndi ekki vilja breyta neinu.“ - Myndirðu gera allt aftur, alveg eins? „Ég mundi fyrst og fremst ekki nenna að gera allt aftur. Allra síst að gera upp gamalt hús! Ég er búin að vera að því síðan ég flutti suður og ekki búin enn. Ef ég stæði í sömu sporum og þá, þá er það líklega það eina sem ég mundi ekki gera aftur; ég myndi ekki kaupa Vesturgötu 38. Ég hefði bara keypt mér blokkaríbúð. En nú er ekki hægt að flytja því þetta er orðinn svo stór partur af lífi manns.“ Ég er mjög hamingjusöm kona Nú líður að lokum þessa spjalls okkar, þó er ein spurning eftir sem ég verð að leggja fyrir Bryndísi. Hún er orðin 54ra ára og er enn með allra fallegustu konum. Allar langar okkur til I Sundstrætinu meö Snæfríöi og Kolfinnu 1970. að eldast vel og halda heil- brigðu og hraustlegu útliti eins lengi og kostur er. - Hver er galdurinn við að halda sér svona unglegum? „Númer eitt er að reykja ekki og spara fegrunarlyfm, aldrei að setja á þig „make-up“. Það lokar húðinni og þurrkar hana upp. I daglegu lífi á að spara málninguna, aldrei að mála sig of mikið. Það er stór- hættulegt, sérstaklega þegar maður er kominn á miðjan aldur. Mitt mottó er líka að stunda líkamsrækt f hófi, það slítur fólki, gerir það þreytulegt og það eldist um aldur fram. Best er bara að synda, ganga og dansa og vera í góðum félagsskap. Augun eru spegill sálarinnar. Ég tek eftir því að þegar fólki líður vel, brosir og er glatt, þá fríkkar það alveg stórlega. Ég reyni að spara ekki brosið, og ég er hamingjusöm kona, ánægð með mitt hlutskipti og öfundast ekki út í annað fólk. Ég er alveg hörð á því, að besti tími konunnar kemur þegar hún er búin að koma upp börnunum og er að mestu laus við þessi þreytandi heimilisstörf sem geta náttúrlega hálfdrepið hverja meðalmanneskju, ég tala nú ekki um ef konur gangast upp í því að vera alltaf að pússa og hreinsa. Með aldrinum eykst líka sjálfstraustið, og það gefur manni aukna ánægju og vissa hamingju. Hamingjusamt fólk er fallegt fólk.“ Helga Guðrún Eiríksdóttir. I blaðinu sl. fimmtudag er viðtal með mörgum fyrirsögn- um og fullyrðingum sem GHj. hefur átt við Jónmund Kjart- ansson yfirlögregluþjón á Isa- firði. I viðtali þessu virðist Jónmundur láta vaða á súðum með allskyns bábiljum og leyfir hann sér að skipta umdæminu upp í misþróuð menningar- svæði, en heldur er nú ólíklegt að hann sé þess umkominn fremur en aðrir að skilgreina svo vit sé í hvað sé menning og hvað ekki. Það eina broslega sem ég sá við þetta annars ósmekklega viðtal var hið napra háð Jónmundar þegar hann kallaði ísafjörð menning- arbæ. Allir vita að hægt er að segja frá atburðum Ifðandi stundar á margvíslegan hátt, stundum með því að segja aðeins hálfan sannleikann, stundum með fullyrðingum sem eru bókstaf- lega út í hött, og stundum með því að blanda þessu tvennu saman, t.d. verður að telja eft- irfarandi málsgreinar heldur hæpnar: „Annaðhvort hefur þá maðurinn orðið vitlaus inni á Vagninum eða í húsi á staðn- um“ eða þá „Þegar við komum inn í þessar verbúðir á nóttunni er enginn maður með rænu. Menn eru öldauðir tvist og bast og þeir fáu sem eru vakandi eru ekki viðræðuhæfir“. Eru þetta alhæfingar? Eftir lestur viðtalsins vökn- uðu í huga mér nokkrar spurn- ingar, sem mér þætti vænt um að yfirlögregluþjónninn veitti mér svör við hér í blaðinu hið allra fyrsta: Jónmundur Kjartansson yfir- lögregluþjónn. 1. Eins og Guðmundur bendir réttilega á í inngangi greinar sinnar er það ekki á færi hvers sem er að skilgreina hugtakið „menning“. Ég sjálfur er þó ekki í nokkrum vafa um að það beri vott um meiri menningu (sið- menningu) á ísafirði, gangi í- búar bæjarins (um var að ræða * •' Guðmundur Sigurösson. „...hið napra háð Jónmundar þegar hann kallaði ísafjörð menningarbæ." 1. Finnst yfirlögregluþjóninum það bera vott um mikla menn- ingu á ísafírði, að einhverjir ruslakassar hafi fengið að vera óvenjulengi í friði? 2. Er það svo, sem mér virðist skína út úr viðtalinu við þig, að róstur og ólæti vegna ölvunar heyri sögunni til á Isafirði? 3. Getur verið að vart líði svo helgi að ekki séu líkamsárásir og nefbrot á Flateyri? 4. Er mjög algengt að menn „verði vitlausir inni á Vagnin- um“? 5. Finnst þér að alhæfing þfn brotnar í verslunum. Mér finnst hér hafa orðið merkjanleg breyting á í já- kvæða átt og því var ég ein- faldlega að hrósa með þessu orðalagi mínu. Ég minntist hér á ákveðið dæmi. Orðið menning er auð- vitað notað í miklu víðtækara samhengi oftast nær. Ég kaus þó að nota það orð hér í þessu samhengi. 2. AIIs ekki. Haft er eftir mér í greininni að ástandið þar hafí um verbúðafólkið eigi rétt á sér? 6. Finnst þér eðlilegt að yfir- lögregluþjónninn sé með yfir- lýsingar og fullyrðingar á borð við þær sem þú viðhafðir í áð- umefndu viðtali, og heldurðu að það sé lfklegt til árangurs og samvinnu við íbúa staðarins? 7. Er sem mér sýnist af fréttum þeim sem blaðið hefur frá lög- reglunni, að lögbrot svo sem slagsmál, óeirðir og ölvun- arakstur, eigi sér nær eingöngu stað á Flateyri og að slagsmál eigi sér ekki stað við önnur veitingahús í umdæminu en Vagninn á Flateyri? 8. Getur verið að lögreglunni á ísafirði sé eitthvað í nöp við Vagninn og/eða Flateyringa yfirleitt? Þá er komkð að áðurnefnd- um spyrli, GHj. blaðamanni. Finnst GHj. umfjöllun blaðsins um Flateyri eðlileg og blaðinu samboðin, og í öðm lagi væri gaman að fá að vita hvað Bubbi Morthens kemur þessu við? Ekki get ég skilið hvaða hvatir liggja að baki svona umfjöllun, enda ég „bara“ Flateyringur og verð víst að sætta mig við það. En góðir félagar, ef þið nú ákveðið að sleppa fram af ykkur menning- unni, þá hvet ég ykkur til að líta við í Vagninum og eiga þar skemmtilegt og friðsælt kvöld í góðu umhverfi. Guðmundur Sigurðsson, Flateyri. líður vart sú helgi að einhver sé ekki barinn og hljóti nefbrot eða a.m.k. blóðnasir“. Ljóst er að hér er ég að tala mjög almennt um ástandið og átti þá einkum og sér í lagi við þrjár undanfamar helgar, fyrir umrætt viðtal, sem fór fram þann 9. nóv. s.l., eftir að skot- málið kom upp. Ef ég hefði verið að tala um lengri tíma, hefði ég t.d. talað um undanfama mánuði. Þó skal það alveg viðurkennt, að ég hafði einnig í huga ýmsa at- Svör yfirlögregluþjóns viö spurningum Guð- mundar Sigurössonar: fámennan hóp sem betur fer) ekki um sparkandi niður msla- kössum en eins og allir vita eru þeir ekki ætlaðir til slíks brúks. Talsverð umrræða hefur áður farið fram í bæjarblöðum um þessa umgengni, eins og hún var hér á Isafirði, og er ég sannfærður um það sjálfur að sú umræða hefur borið árang- ur. Segja má að vart hafi liðið sú helgi, að ekki hafi verið spark- að niður flestum ruslakössum við aðalgötu bæjarins, auk þess sem algengt var að rúður væru „skánað verulega". Þetta ætti ekki að þurfa frekari útskýringa við, róstur og ólæti á ísafirði hafa ekki lagst af en ég endurtek það, að ástandið hefur skánað verulega að mínu mati, a.m.k. undanfar- ið, og hlýt ég að fagna því og vonandi allir bæjarbúar. 3. Hér eru hlutir slitnir úr sam- hengi. I greininni er haft eftir mér að „öll okkar orka undan- famar helgar hafi farið í Flat- eyri“ Síðan bæti ég við „það

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.