Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Síða 1
1 FRÉTTABLAÐH) j
SÉRVERSLUN MEÐ REIÐHJÓL
F^yicjiM Icr tir —1saraMluitir
w
ÞJOTUR • Skeiði • ísafirði • Sími 5059
Fimmtudagur 28. apríl 1994 • 17. tbl. 20. árg,
© 94-4011 • FAX 94-4423
VERÐ KR. 170 m/vsk.
FERD TIL FJÁR
ÁTÁLKNA
Björgunarsveitin Blakkur á Patreksfirði efndi tii fjáröflunarferðar síðastliðinn sunnudag. Gafst Patreks-
firðingum þar kostur á að kaupa sér ferð með bílum og vélsleðum af Kili, veginum á milli Patreksfjarðar,
og Tálknafjarðar, fram á fjallið Tálkna. Við vörðu mikla sem sést á myndinni var stoppað og boðið upp á
kaffi, kleinur og aðra hressingu. IVIikið og gott útsýni er frá vörðunni á Tálkna yfir Patreksfjörð og vítt og
breitt um sunnanverða Vestfirði. Alls munu um 60 manns hafa nýtt sér þetta tækifæri á sunnudaginn og
rituðu af þessu tilefni nöfn sín í dagbók sem varðveitt er í vörðunni góðu.
Vestur-Barðastrandarsýsla:
Samkeppni um nafn á
nýja sveitarfélagið
- smekkleysi, heimska og ruddaskapur
unnu sigur á Suðurnesjum
Á blaðsíðu 10 hér í blaðinu er auglýst samkeppni um nafn á hið nýja sveitar-
fólag sem senn verður til í Vestur- Barðastrandarsýslu við sameiningu Barða-
strandarhrepps, Rauðasandshrepps, Patrekshrepps og Bíldudalshrepps.
Ekki er að efa að margar góðar tillögur berist. Ekki er nein ástæða til að óttast
að Vestfirðingar falli í þá gryfju smekkleysis og heimsku sem henti við hliðstæða
nafngjöf á Suðurnesjum fyrir skömmu. Ákveðið hefur verið að sameina þrjú af
sveitarfélögunum á Suðurnesjum og hefur verið ákveðið að hið nýja sveitarfélag
beri nafnið Suðurnes, enda þótt meirihluti sveitarfélaga á Suðurnesjum standi
utan þess. Auk þess að vera smekkleysi og heimska og auk þess yfirgangur og
ruddaskapur við aðra Suðurnesjamenn er þetta gróf misþyrming á málvenju.
Þetta er nákvæmlega hliðstætt því ef hið nýja sveitarfélag í Vestur-
Barðastrandarsýslu yrði látið heita Vestfirðir, sveitarstjórinn þar nefndur sveit-
arstjórinn á Vestfjörðum o.s.frv. Þetta virðist nokkuð augljóst — nema á Suður-
nesjum.
h.þór
Listi óháðra á Flateyri
lagður fram
Listi óháðra við sveitarstjórnarkosningarnar í vor hefur verið lagður fram. Hann
er þannig skipaður:
1. Sigurður Hafberg, útgerðartæknir.
2. Herdís Egilsdóttir, húsmóðir.
3. Guðmundur Sigurðsson, bifreiðastjóri.
4. Ágústa Guðmundsdóttir, verslunar- og
verkamaður.
5. Einar Æ. Hafberg, verkamaður.
6. Sigurbjört Eggertsdóttir, framkvæmdastjóri.
7. Sigurður H. Garðarsson, útgerðarmaður.
8. Ragnar Már Gunnarsson, sjómaður.
9. Anna Kristín Einarsdóttir, skrifstofustúlka.
10. Eggert Jónsson, skipstjóri.
Súðvíkingar vilja fá Djúpbátinn
- bjóðast til að smíða ferjubryggju og koma upp viðunandi
aðstöðu og bækistöð fyrir Fagranesið í Súðavík
- ekkert við því að segja, segir bæjarstjórinn á ísafirði
Vestfirska hefur fengið
staðfest að Súðvíkingar hafi
fyrir skömmu sent þau skila-
boð inn á fund í stjórn Hf.
Djúpbátsins, að þeir væru til-
búnir til þess að skapa bílaferj-
unni Fagranesi viðunandi að-
stöðu í Súðavík. Er þá átt við að
Súðavíkurhreppur byggi ferju-
bryggju í Súðavík og sjái um að
flytja viðlagasjóðshusið, sem
hýsir skrifstofur Hf. Djúpbáts-
ins við Isafjarðarhöfn, til
Súðavíkur.
Blaðið bar þessa frétt undir
Smára Haraldsson, bæjarstjóra
á ísafirði, og kvaðst hann hafa
heyrt af þessu tilboði. „Ef fyr-
irtækið telur þetta henta sér, þá
er ekkert við þessu að segja“,
sagði bæjarstjórinn. „Auðvitað
er það missir að missa Fagra-
nesið ef það fer til Súðavíkur.
Mér skilst að ákvörðun verði
tekin um það hvort ferjubrygg-
ur verði byggðar núna allra
næstu daga", sagði Smári.
Ef af flutningi fyrirtækisins
verður flytjast a.m.k. tíu störf
frá ísafirði til Súðavíkur. Talið
er að a.m.k. tíu fjölskyldur hafi
lifibrauð sitt af skipinu, fyrir
utan ýmsa aðila sem veita því
þjónustu. Má búast við að það
fólk flytji til Súðavíkuref stjórn
Djúpbátsins gengur að þessu Djúpbáturinn Fagranes. Flytjast bækistöðvar hans til
tilboði Súðvíkinga. Súðavíkur ásamt lifibrauði fyrir tíu fjölskyldur og ýmsum
-GHj. verkefnum fyrir þjönustufyrirtæki á staðnum?
Vestfirska á
miðvikudögum
Næsta mánuðinn er stefnt að því að Vestfirska fréttablaðið
komi út síðdegis á míðvikudögum, degi fyrr en venjulega. Á-
stæðan er vinnuhagræðing í prentsmiðjunni (Isprenti hf.) vegna
mikils annríkis þennan mánuð, en því veldur ekki síst þróttmikil
blaðaútgáfa og önnur vinna fyrir stjórnmálaflokkana í kosn-
ingabaráttunni.
Auglýsendur eru beðnir að gæta að þessu og hafa samband
tímanlega. Tekið er á móti smáauglýsingum a.m.k. fram á
þriðjudagskvöld í blað sem kemur út á miðvikudegi.
Þeir sem vilja koma greinum í Vestfirska fréttablaðið í kosn-
ingabaráttunni eru beðnir að stilla lengd þeirra í hóf, en öllum
framboðum og frambjóðendum er vissulega velkomið að koma
sjónarmiðum sínum á framfæri í blaðinu.
Verðlaunadráttur
Vestfirska og P/zza '67
- sjá bls. 4
PÓLUNN
HF. ® 3092
Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta
Sala & þjónusta
Siglingatæki Kælitæki
PÓLLINN HF ■
ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ LEITA SUÐUR
- það fæst hjá okkur á sama verði
M.a. SIEMENS • PHILIPS • SANYO • PANASONIC • SONY • TECHNICS • BLAUPUNKJ • CASIO • PHILCO
• GRAM • EMIDE • HUSQUARNA • NILFISK • KOMDU OG KYNNTU ÞÉR MÁUÐ!
FLUGFÉLAGIO
ERNIR P
ÍSAFIRÐI
Sími 94-4200
Daglegt áætlunar-
flug um Vestfirði.
Leiguflug innan-
lands og utan,
fimm til nítján far-
þega vélar.
Sjúkra- og
neyðarflugsvakt
allan sólarhringinn