Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Qupperneq 6
^ Fimmtudagur 28. apríl 1994
VESTFJARÐARAPPIPERLUNNI
Vestfirðingar voru mjög áberandi', eins
og þeirra er von og vísa, á sýningunni
„Ferðaiög og útivist“ sem haldin var í
Perlunni í Reykjavík fyrir og um síðustu
helgi. Á sýningunni voru margvíslegar
kynningar á ferðamöguleikum, gistingu,
veitingum og afþreyingu úti um allt
land. Ljósmyndari Vestfirska var á sýn-
ingunni og fylgja hér nokkrar myndir
þaðan. Fyrir utan þá aðila sem eru á
myndunum má nefna sumarhótelið að
Laugarhóli í Bjarnarfirði og bændagist-
inguna að Bæ í Kaldrananeshreppi í
Strandasýslu, sem einnig voru þarna
Álfhildur Jónsdóttir á ísafirði (dóttir Jóns á Gerðhömrum,
ættuð úr Álfadal á Ingjaldssandi) er að taka við rekstri
Djúpmannabúðar við Mjóafjörð og hyggur á ýmsar breytingar
þar í sumar. Mikill fjöldi gesta kom á básinn til Álfhildar á
sýningunni og hér virðist einn þeirra vera að rappa kynn-
ingarbæklinginn hennar, og hún jafnvel sjálf að taka undir.
Básinn hjá Tryggva Gunnarssyni í Flatey vakti mikla athygli.
Tryggvi er með skoðunarferðir um Breiðafjörð á báti sínum,
en gestum sínum á sýningunni gaf hann hangikjöt. Það hlaut
svo góðar viðtökur að birgðirnar kláruðust áður en
sýningunni lauk. Meira um það í næsta blaði.
Tvö í ferðamannabransanum: Björg Aðalheiður Jónsdóttir frá
Ferðamálafélagi ísafjardðarsýslu og Gunnar Egilsson sem
rekur veitingataðinn á Hópið á Tálknafirði
Álfhildur Jónsdóttir leiðir Sigurð J. Jóhannsson, aðstoðar-
svæðisstjóra hjá Landsbanka íslands í Reykjavík, í allan
sannleika um það sem verður á boðstólum í Djúpmannabúð
í sumar. Sigurður var lengi skrifstofustjóri hjá Landsbank-
anum á ísafirði, eins og menn vita. Hann mun eflaust koma
akandi vestur á æskuslóðirnar í sumar ásamt Sæunni konu
sinni, sem einnig var á sýningunni í Perlunni.
Vilborg Guðnadóttir frá Reykhólum í bás Ferðamálafélags
Dala og Reykhólahrepps. Það er engu líkara en sýningar-
gesturinn til hægri sé líka að rappa eitthvað uppi á vegg og
Vilborg sé að stjórna.
með kynningar.
Strandir:
Aaö
fara að
opna
norður
í Árnes-
hrepp
„Það er búið að moka
til mín1', sagði Guð-
mundur á Munaðarnesi í
samtali við blaðið. „Það
opnaðist á sumardaginn
fyrsta og ég er búinn að
vera lokaður inni síðan í
lok febrúar. Það þykja nú
ekki tíðindi hér. Það á að
fara að huga að mokstri til
Hólmavíkur. Við erum
venjulega lokaðiraf firnm
til sex mánuði á ári.“
-GHj.
„Eg er degi yngri
en Ólafur Helgi"
- segir Þórólfur Halldórsson lögmaður, sem tekur við
sýslumannsembættinu á Patreksfirði á sunnudaginn
„Ég er ekki búinn að fara
vestur ennþá, ég er að fara í
fyrramálið", sagði Þórólfur
Halldórsson, nýskipaður sýslu-
maður á Patreksfirði í samtali
við Vestfirska fréttablaðið í
morgun, en hann tekur við
embættinu á sunnudaginn, þann
1. maí.
Þórólfur var skipaður í stað
Stefáns Skarphéðinssonar, sem
tók við sýslumannsembætti í
Borgarnesi 1. mars sl. A meðan
hefur Sölvi Sölvason sýslufull-
trúi verið settur sýslumaður á
Patreksfirði.
„Ég er degi yngri en Olafur
Helgi“, svaraði Þórólfur að
bragði þegar hann var spurður
á hefðbundinn hátt um „aldur,
menntun og fyrri störf‘ og átti
þar að sjálfsögðu við kollega
sinn, Ólaf Helga Kjartansson
sýslumann á ísafirði. Þeir urðu
báðir fertugir í byrjun septem-
ber á síðasta ári.
Þórólfur Halldórsson,
nýskipaður sýslumaður á
Patreksfirði.
Sonurinn fetar í spor
föðurins
Þórólfur er héraðsdómslög-
maður og hefur lengst af stund-
að fasteignasölu jafnframt öðr-
um lögmannsstörfum. Hann var
í tvö ár varaformaður Félags
fasteignasala og síðan formaður
þess í sjö ár, á mesta breytinga-
skeiði sem orðið hefur í þeirri
starfsgrein. Eiginkona Þórólfs
er Kristín Jónsdóttir. Yngri
sonurinn kemur með foreldr-
um sínum vestur en eldri son-
urinn fetar í spor föður síns og
stundar nám í lagadeildinni.
Nýr sýslumannsbústaður
„Þetta leggst mjög vel í
okkur“, sagði Þórólfur. „Ég
hlakka mikið til að koma vest-
ur og taka við þessu verk-
efni.“
Eitt af síðustu verkum Stef-
áns Skarphéðinssonar í emb-
ætti á Patreksfirði var að kaupa
nýjan sýslumannsbústað við
Aðalstræti 122, innst í bænum.
„Reyndar er ekki búið að af-
henda það hús ennþá þannig að
maður verður að koma sér
einhvers staðar fyrir til bráða-
birgða", sagði Þórólfur.
I\ mmm [\
1 FRÉTTABLAÐIÐ 1
Hvers vegna
í fjandanum...
...getur Ríkisútvarpið ekki verið með fréttir af hitastigi á
vestari helmingi landsins í morgunútvarpinu? Af hverju
bara helmingurinn af landinu?
Það er föst venja í morgunútvarpinu, og hefur verið
lengi, að segja frá hitastigi á nokkrum stöðum á landinu.
Þessir staðir eru Reykjavík, Akureyri, Egilsstaðir og Höfn
í Hornafirði.
Á tfmabili hélt ég að þetta gilti bara um Rás tvö, en svo
lagði ég það ég eitt sinn á mig í svefnrofunum að hlusta á
tvær-þrjár sinfóníur og annað eins af óperuaríum, sinfóní-
ettum, skertsóum (allegrettó ma non troppó), etýðum,
rondóum (vivace con pomodoro e ma sugo di carne), ó-
vertúrum og fínölum í morgunútvarpi Rásar eitt. Og viti
menn: Inn á milli tokkötu eftir Vívalda og fúgu í G-dúr
Ópus/Allt eftir Sigvalda (Kaldalóns) var skotið hitastiginu
— í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og Höfn í Horna-
firði!
Eru ekki til neinir hitamælar á vesturhluta landsins?
Þegar Vegagerðin getur verið með sjálfritandi og jafnvel
sjálflýsandi hitamæla uppi á heiðum um allt land, sem
senda hitastigið á tíu mínútna fresti suður í textavarp, af
hverju er þá ekki hægt að fá hitastig á vestari helmingi
landsins í morgunútvarp? Vestfirðingar eru ekki allir með
textavarp, ekki einu sinni allir með sjónvarp. Og þeir sem
eru með textavarp búa ekki uppi á Steingrímsfjarðarheiði
eða Breiðadalsheiði.
Ég bara spyr.
Betúel.
G L E R
EINANGRUNARGLER - 5 ÁRA ÁBYRGÐ
ÖRYGGISGLER í vinnuvélar o.fl.
HAMRAÐ gler
SPEGLAGERÐ
INNRÖMMUN
Speglar skornir eftir máli
Speglar í römmum
Sendum út um land ef óskað er
GLERSLÍPUN AKRANESS HF.
Ægisbraut 30 - sími 93-12028
ATVINNA!
Rekstraraðili óskast
að gistiheimilinu
Gestahúsinu, Bolungarvík.
Möguleiki á rekstri söluturns og/eða
myndbandaleigu o.fl.
Gott tækifæri
fyrir duglegt og hugmyndaríkt fólk.
Upplýsingar veita
Ásgeir Þór og Jón Friðgeir
í símum 7350 og 7351.