Vestfirska fréttablaðið - 28.04.1994, Qupperneq 9
VESTFIRSKA
FRÉTTABLAÐIÐ
J-
Fimmtudagur 28. apríl 1994
9
Sérfræöingar á FSÍ:
Bæklunarskurölækn-
ingar, kvensjúkdóm-
ar og fæöingarhjálp
Ríkharður Sigfússon, sérfræðingur í bæklunar-
skurðlækningum, verður starfandi á FSÍ dagana 2.-8.
maí nk.
Benedikt Ó. Sveinsson, sérfræðingur í kvensjúk-
dómum og fæðingarhjálp, verður starfandi á FSÍ dag-
ana 9.-15. maí nk.
Tímapantanir í síma 94-4500 alla daga frá kl. 8.00
til 17.00.
Við getum eytt
öllu atvinnuleysi
Pétur Sigurðsson forseti
ASV tók sæti á Alþingi í tíu
daga fyrr í þessum mánuði sem
varamaður Sighvats Björgvins-
sonar. Þar flutti Pétur (ásamt
Gísla S. Einarssyni frá Akra-
nesi) tillögu til þingsályktunar
um endurheimt tapaðra starfa
við fiskvinnslu. Tillagan hljóð-
ar svo:
„Alþingi ályktar að fela rfk-
isstjórninni að láta meta hve
mörg störf hafa tapast frá land-
- segir Pétur
vinnslu sjávarafla vegna „sjáv-
arfrystingar“ og útflutnings á
óunnum ftski. Ríkisstjórnin láti
enn fremur kanna með hvaða
hætti megi endurheimta þau
störf."
í samtali við Vestfirska full-
yrðir Pétur að til sé lausn á því
atvinnuleysi sem ríkir hérlend-
is. „Ráðamenn þjóðarinnar
einblína svo mjög á frelsið í
útflutningi á okkar einu afurð
að þeir sjá ekki skóginn fyrir
Sigurðsson
trjánum. Ef við flyttum ekki
svona mikið út af óunnum fiski,
ef við minnkuðum útflutning-
inn um meira en helming, þá
gætum við haldið uppi stöðugri
atvinnu hringinn f kringum
landið. Það myndi síðan eyða
atvinnuleysinu í þjónustugrein-
um á Reykjavíkursvæðinu, en
þær eru fóðraðar af tekjum
fólksins í sjávarpiássum úti um
allt land og hafa alltaf verið.
Þess vegna er lítt skiljanlegt að
ráðamenn skuli ekki grípa í
taumana, þar sem við virðumst
eiga full tök á því að eyða at-
vinnuleysinu. Þeir vísa hins
vegar alltaf til „hinna Norður-
landanna“ og virðast telja eðli-
legt að hafa atvinnuleysi á Is-
landi úr því að það er
atvinnuleysi annars staðar“,
sagði Pétur Sigurðsson.
h.þór
Messa og
kirkju-
kaffi ís-
firðinga í
Reykjavík
1. maí
- óskað eftir gömlum
myndum til birtingar
í Vestanpóstinum
ísfirðingafélagið í Reykjavík (og
um land allt) hefur ákveðið að gang-
ast fyrir messu og kirkjukaffi 1. maí
kl. 14 (klukkan tvö) í Breiðholts-
kirkju í Mjódd, Þangbakka 5 í
Reykjavfk.
Séra Örn Bárður Jónsson messar,
en hann er fæddur og uppalinn á Isa-
firði. Guðrún Jónsdóttir sópransöng-
kona, einnig af ísfirsku bergi brotin,
syngur einsöng. Þau Herdís Jóns-
dóttir, Sveinbjörn Bjamason og
Guðrún hafa náð saman brottfluttum
ísftrðingum og myndað kirkjukór
sem leiða mun sönginn. Kirkjukaffið
verður strax eftir messu, þar sem selt
verður kafft. Að öðru leyti er ókeyp-
is.
TENGT BANKAREIKNINGI
5KORTí7
Ritstjórar Vestanpóstsins verða á
staðnum og vonast til að fólk korni
með gamlar myndir til birtingar í
blaðinu.
Jafnframt því að hlusta á Guðs orð
er þetta kjörið tækifæri fyrir brott-
flutta ísfirðinga að hittast og spjalla
saman að messu lokinni.
Kirkjunefnd Isfirðingafélagsins
skipa Una Halldórsdóttir, formaður,
Sveinn Elíasson og Rannveig Mar-
geirsdóttir.
Formaður ísfirðingafélagsins er
Einar S. Einarsson.
ÁBYRGÐARKORT
í tékkaviðskiptum
HRAÐBANKAKORT
heima og erlendis
► BANKAKORT
í bankaviðskiptum
^ STAÐGREIÐSLUKORT
í rafrænum búðarviðskiptum
innanlands og utan
► PERSÓNUKORT
traust persónuskilríki
meðmynd
Vísu-
korn
Oft á klettum kúra selir, §
kemur í fréttum allt sem ber við. 1
Oft í fötum finnast melir,
færð á götum reynist erftð.
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16, 109 Reykjavík, simi 91-671700
Mörður.