Feykir


Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 1

Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 25. maí 1983 Almermur borgarafundur um ferðamál Vill að ferðamálaráð Húnvetninga verði sett á laggimar Húnvetningar eru farnir að huga að ferðamálum í meira mæli en verið hefur og almennur borgara- fundur hefur mælst til þess að sérstakt ferðamálaráð verði sett á laggirnar í Húnaþingi. JC Húnabyggð gekkst fyrir borgarafundi um ferðamál í Húnaþingi á Hótel Blönduósi þann 8. maí s.l. Ingunn Sigurðardóttir for- maður byggðamálanefndar fél- agsins setti fundinn, en byggða- málanefndin hafði annast undir- búning fundarins. Fundarstjóri var Asgerður Pálsdóttir for- maður JC Húnabyggðar. Birgir Þorgilsson framkvæmda- stjóri ferðamálaráðs flutti fram- söguræðu á fundinum og Skarp- héðinn Ragnarsson sýndi lit- myndir úr héraði. Síðan fluttu Ingunn Sigurðardóttir formaður byggðamálanefndar JC Húnabyggð- ar í ræðustól á fundi JC um ferðamál í Húnavatnssýslum. Ásgerður Pálsdóttir formaður JC Húnabyggðar í fundarstjórastól. Einn sækir um Mælifell Aðeins einn umsækjandi er um Mælifellsprestakall. Það er Ól- afur Hallgrímsson sem nú situr í Bólstað. Að sögn séra Hjálmars Jónssonar, prófasts, hefur kjör- dagur ekki enn verið ákveðinn. nokkrir aðilar sem hagsmuna eiga að gæta stutt ávörp. Þeir voru: Þorsteinn Magnússon hjá Farfuglum, Erlendur Eysteins- son bóndi á Stóru Giljá, Þor- varður Guðjónsson framkvæmda- stjóri Norðurleiðar h.f. sendi erindi inn á fundinn, en hann gat ekki komið sjálfur. Þóroddur Þóroddsson talaði fyrir hönd náttúruverndarmanna og Hall- björn Hjartarson kynnti veit- ingastað sinn, Kántrýbæ. I almennum umræðum tóku þátt Ingi Þór Þorgrímsson frá Farfuglum, Grímur Gíslason fulltrúi Blönduósi, Árni S. Jó- hannsson kaupfélagsstjóri, Ás- gerður Pálsdóttir Geitaskarði og Sigurður Kr. Jónsson Blönduósi. I lok fundarins var samþykkt ályktun og er þar talið „að- kallandi að hefja í verki sam- vinnu sem flestra aðila í sýslun- um um ferðamál.” Fundurinn beindi því einnig til sýslunefndar að hafa for- göngu um stofnun ferðamála- ráðs, sem í ættu sæti fulltrúar hagsmunaaðila. Ennfremur var sett fram ósk um útgáfu á bæklingi þar sem gerð væri grein fyrir ferðamannaþjónustu í Húna- vatnssýslum. M.Ó. Mikil aðsókn í sumarbúðir á Hólum í sumar verða starfræktar sum- arbúðir á Hólum í Hjaltadal á vegum Þjóðkirkjunnar og Bænda- skólans. Leiðbeinendur verða Jón Bjarnason, skólastjóri, séra Hjálmar Jónsson og Karl Lúð- víksson, íþróttakennari sem verður jafnframt sumarbúða- stjóri. Séra Sighvatur Emilsson staðarprestur á Hólum mun einnig taka þátt í starfi búðanna. Dagskrá sumarbúðanna mið- ast við að þroska einstaklinginn andlega og líkamlega og verða viðfangsefnin fjölbreytt og heill- andi fyrir krakkana: Kennslu- sund og leiksund, boltaleikir, ýmis konar íþróttir, fjallganga upp í Gvendarskál, skógrækt, helgistundir, tiltekt á herbergj- um og síðast en ekki síst hestamennska. Hver hópur verður 5-7 daga, ætlunin var að aðeins tveir hópar yrðu en vegna mikillar aðsóknar varð að fjölga hóp- unum í þrjá. Krakkarnir eru flest héðan úr kjördæminu sem þarna verða. FEYKIR kemur næst út 8. júní liiui hv TMiuamp naiui uitgiu lmangtj au iiaiiiaiiii^iiiiuiu vai böndum komið í land og dró togarinn sig sjálfur í land á eigin spili. Var það talsverðum erfiðleikum bundið, þar eð allhvass vindur var, en varðskipsmenn á tveimur gúmíbátum aðstoðuðu. Tók um fjóra tima að koma skipinu að bryggju frá þvi varðskip sleppti af því böndunum. Bilanir á bilanir ofan Fyrir réttum hálfum mánuði varð alvarleg vélarbilun í einum togara Útgerðarfélags Skagfirðinga, Drangey SK-1. Fór vélin áyfirsnúning og urðu mjög miklar skemmdir á ýmsum mikilvægum vélarhlutum. Skipverjar reyndu fyrst í stað að gera sjálfir við, en þegar ljóst var að það tækist ekki var varðskip fengið til að draga skipið í land og var togarinn þá búinn að vera á reki í einn sólarhring. Komu skipin til Sauðárkróks föstudaginn 13. maí. Síðan þá hefur verið unnið sleitulaust að því að útvega varahluti í skipið og hefur þurft að leita víða fanga: í Rotterdam, Japan og hjá öðrum eigendum japanskra togara hér á landi. Er vonast til að allir varahlutir verði komnir í þessari viku og er stefnt að því að prufukeyra skipið á föstudaginn. Hegranes SK-2 var væntanlegt um síðustu helgi úr endurbygg- ingu, en tafðist þar eð mótor í stýrisvél brann yfir í reynslusiglingu. Áætlað er að togarinn komi núna í vikunni. Að loknum skóiaslitum gengu nýstúdentar, iðnnemar og aðrir nemendur ásamt kennurum, skóla- meistara og fleirum fylktu liði frá kirkju suður Skagflrðingabraut og að Heimavist, þar sem veitingar voru fram bornar. Fjölbrautaskólanum slitið Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki var slitið í s.l. laugardag og útskrifuðust þá 15 stúdentar, 16 iðnnemar, 1 nemi af tæknibraut og 4 nemar luku almennu verslunarprófi. Til samanburðar má geta þess að í fyrra útskrifuðust 6 stúdentar. Skólaslitin fóru fram við hátíðlega athöfn í Sauðárkrókskirkju. Séra Hjálmar Jónsson, for- maður nýrrar skólanefndar Fjölbrautaskólans sem skipuð er fulltrúum þeirra aðila sem reka skólann, flutti eftirminnilega ræðu þar sem hann fjallaði um tengsl vísinda og trúar. Jón Hjartarson skólameistari flutti skólaslitaræðu og kom m.a. fram í máli hans, að þeim áfanga er nú náð að yfirstjórn skólans hefur flutt aðsetur sitt í nýja verknámshúsið, en verknámshúsið er nú til bráðabirgða notað til bóknáms þar til nýtt bóknámshús verður byggt, sem að er stefnt. Baldur Hafstað, sem verið hefur kennari við skólann frá upphafi hættir nú störfum, en hann mun taka við stöðu prófessors við háskólann í Manitoba í Kanada í íslenskum fræðum. Er þar skarð fyrir skildi, því Baldur hefur átt mikinn þátt í uppbyggingu Fjölbrautaskólans sem mennta- stofnunar. Var Baldri fært málverk að gjöf frá skólanum við skólaslitin. Síðastliðið haust innrituðust 206 nemendur í skólann en áætlað er að skólinn verði fyrir 400 nemendur þegar allt húsnæði hans verður risið og komið í gagnið. Þá voru s.l. vetur 23 kennarar við skólann, 15 í heilu starfi og 8 í hálfu. Innritun í skólann fyrir næsta vetur stendur yfir til 10. júní n.k.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.