Feykir


Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 4

Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 4
4 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 Hótel- r • stjormn í Vanrn KONUR* í D AG Asbjörg Jóharmesdóttir Umsjón: ANNA DÓRA ANTONSDÓTTIR - Mynd: HELGA ÞORSTEINSDÓTTIR: Hún heitir Ásbjörg Jóhannesdóttir. Það er konan sem stjórnar hótelinu í Varmahlíð með miklum myndar- brag. Þangað eiga margir hin marg- víslegustu erindi. Alltaf er Ásbjörg til staðar og leysir úr hvers manns vanda. Eitthvað hefur hún líka fengist við fleira en hótelrekstur. Við skulum aðeins forvitnast meira um hana, þessa konu sem aldrei virðist taka sér frí. - Ég er fædd 9. apríl 1940 á Sauðárkróki. Móðir mín heitir Sigurlína Magnúsdóttir. Hún ólst mest upp í Hegranesi, afi og amma bjuggu þar og reyndar víðar. Þau bjuggu á Rein og Vatnskoti, sem nú heitir Svanavatn. Faðir minn heitir Jóhann Lúðvíksson og er nprskur. Hann kom hingað til íslands sautján ára gamall, þá ráðinn í kaupavinnu í Eyhildarholti. Þar var hann í þrjú ár, síðan á Hellulandi. Hér hefur hann verið síðan alla tíð og aðeins skroppið þrisvar sinnum til Noregs. - Hefur þú samband við norska ættingja þína? - Það er núna fyrst, eftir að Sven Arne Korshamn var hér tónlistar- kennari, sem ég hef haft samband við þá, en feður okkar Sveins voru bræður. Ég hef einu sinni farið í heimsókn til ættingja í Noregi. Við fórum systurnar fyrir tveimur árum og vorum 10 daga. Það var afskaplega gaman. Sveinn Árni tók á móti okkur á flugvellinum og við dvöldum eingöngu hjá ættingjum þennan tíma. - Foreldrar þínir hafa byrjað búskap á Kúskerpi? - Já, þau leigðu jörðina fyrst en keyptu hana svo, en hún var í eigu Valdemars í Vallanesi. Þau byrjuðu að búa sama vorið og ég fæddist, svo ég er alinn upp á Kúskerpi. - Hvað merkir nafnið Kúskerpi? - Það hafa margir velt því fyrir sér en enginn komist að niðurstöðu. Það eru til 3-400 ára gamlar heim- ildir fyrir þessu nafni. Pabbi sótti um nafnbreytingu á sínum tíma,en fékk ekki, á þeirri forsendu að þetta væri eini bærinn á landinu með þessu nafni. En ég veit fyrir víst að það er annar bær með þessu nafni vestur í Húnavatnssýslu. Ég man að mér þótti þetta leiðinlegt bæjarnafn þegar ég var krakki, en núna vill auðvitað enginn skipta. - Svo ferð þú í skóla... - Já,já. Ég var aðsjálfsögðu fyrst í barnaskóla heima, svo fór ég í Laugaskóla og tók gagnfræðapróf þaðan 1957. Síðan var ég í hús- mæðraskólanum á Löngumýri og fór þaðan í handavinnudeild Kenn- araskólans og útskrifaðist 1963. - Kemur þú svo hingað í Löngu- mýri? - Já, ég byrjaði strax að kenna hér haustið 1963 ogvar þaralvegmeðan skólinn starfaði. - Af hverju leggjast húsmæðra- skólar niður? - Það virðist vera mjög svo minnkandi áhugi hjá ungum stúlk- um að sækja svona skóla. Svo er líka það, að þeir hafa ekki gefið nein réttindi, en það er nú verið að breyta því, bæði til framhaldsnáms og eins upp á atvinnu fyrir þá sem vilja vera við minniháttar mötuneyti. Það átti að koma þessu á námsskrá því þetta var utanveltu við kerfið. Nú þetta voru einu skólarnir sem þorri kvenna átti kost á að sækja. Já, já. Þegar ég var í húsmæðraskóla var þetta mjög eftirsótt. Þetta var þriðji skólinn sem ég sótti um hér á Löngumýri, það varallsstaðarfullt. Ég ætlaði alltaf að fara í skóla lengra í burtu. Ég tel að þessir skólar hafi staðið fyrir sínu og þary'ar margt gagnlegt hægt að læra. Ég held að áhugi fyrir þessu námi sé að aukast aftur núna. Bæði piltar og stúlkur eru farin að hugsa um að læra matreiðslu og annað sem að heimil- isverkum snýr. Síðan konur fóru að vinna svona mikið utan heimilis þurfa heimilisstörfm að taka sem stystan tíma. Þá þarf fólk að hugsa svolítið og læra til dæmis að skipuleggja vinnuna. Það er ekki hægt að sleppa heimilisverkunum. - Eitthvað hefur þú nú fengist við fleira... - Ég var í vegavinnu í mörgsumur sem ráðskona. Það líkaði mér mjög vel. Ég byrjaði alltaf um leið og ég hætti að kenna á vorin og var þar til ég fór aftur að kenna á haustin. Svo var ég auðvitað öll sumur í vegavinnu meðan ég var í skóla. Þetta var oft geysimikil vinna en samt mjög gaman. - Hvernig féll þér að kenna? - Mér fannst það gaman. Það eru auðvitað alltaf leiðinlegir hlutir að gerast líka, en ég hafði mjöggaman af því að kenna og hef enn. Það er góð tilbreyting í þessu starfi mínu að fara eina dagstund fram í Stein- staðaskóla, en þar kenni ég handa- vinnu. - Hvenær tókst þú svo við hótelrekstri hér? - Það eru að verða níu ár síðan ég tók við honum. Ég var búin að vinna hér í tvö sumur þegar hótel- stjórinn hætti og þá datt mér í hug að prófa þetta. Ég reiknaði aldrei með að vera í þessu nema stuttan tíma. Svo bara líkaði mér þetta mjög vel og þess vegna hef ég verið hér síðan. Af því sem ég hef fengist við þá hefur mér ekki líkað neitt eins vel og þessi vinna. Þetta á einhvern- veginn svo vel við mig. - Er þetta ekki erfitt? - Jú, þetta er erfitt og ég hef ekki fengist við neitt sem er eins bindandi og erfitt, þar sem verður bókstaf- lega að vaka yfir þessu allan sólar- hringinn. Ég er búin að vera sex sumur með sumarreksturinn upp í Varmahlíðarskóla og þá erauðvitað mikið meira að gera. Húsnæðið hér er orðið allt of lítið yfir sumar- tímann ogekkigisting nemafyrir 18 hérna niður frá. - Þú færð hópa yfir sumarið. - Já, marga. Það er vaxandi ferðamannastraumur. Ferðafólki hefur fjölgað á hverju sumri upp í skóla, síðan ég byrjaði. Bæði útlendingar og Islendingar koma orðið meira. - Er eitthvað sérstakt hér sem veldur því að stoppað er? - Nei, það er kannski ekki, það er bara svo mikið af fólki sem fer hér um, til dæmis á leið austur í Mývatnssveit því þar er nú mið- punkturinn sem allir útlendingar stefna á. Yfirleitt er fólk mjög ánægt sem kemur hér og því finnst fallegt hér, en það er lítið gert fyrir ferðafólk hérna í Varmahlíð og þyrfti að vera meira á boðstólum fyrir fólk til að dvelja við. Hér stansar aðallega fólk sem rennir í gegn á leið á fjöll eða þá að koma þaðan og svo fólk á norður og austurleið. - Hafa þér dottið í hug einhverjar nýjungar fyrir ferðafólk? - Það er nú t.d. hestamennskan. Hestaleiga var hér í tvö sumur og var vinsæl. Það vantar einhvern til að hugsa um þetta. Það helsta sem útlendingar gera hérna ef þeir gista er að ganga upp á Reykjarhólinn ef veður er gott. Auðvitað er farið með útlendinga til að skoða Víðimýri og Glaumbæ. Það er bara ákveðin rúta. Eins að fara í skoðunarferð til Hóla. Það finnst útlendingum sem ég hef farið með alveg ógleyman- legt. - Hefur þú fundið fyrir erfiðleikum í þessu starfi sem kona? - Nei, ég hef ekki orðið vör við það. Það er auðvitað ýmislegt sem ég þarf að fá aðstoð við og allir eru ákaflega hjálplegir við mig ef eitthvað er, sem upp á kemur. En mér finnst þetta starf ekki síður vera fyrir konur en karlmenn að mörgu leyti. - Konur hafa minna fengist við að starfa sjálfstætt en karlar. - Já, enda held ég að það hafi enginn hótelstjóri hér á undan mér verið kona. Þess vegna þótti það svolítið skrýtið þegar ég tók við þessu, en ég fann aldrei fyrir neinu vantrausti á mig. - Hvað er þetta hús gamalt? - Það veit ég nú ekki alveg fyrir víst. En þessi hluti hér, íbúðin mín og eldhúsið er upphafiega sveita- bær. Þetta er fyrsta húsið sem byggt var hér í Varmahlíð. Það er Pálmi Þorsteinsson sem byggði hér nýbýl- ið Varmahlíð í kringum 1930 úr landi Reykjarhóls. Salurinn og herbergin uppi eru svo byggð síðar eða um 1939. Það var gert á vegum Varmahlíðarfélagsins en það á húsið núna, en ég á innbúið. Síðar var byggt norðan við. Margrét Þorsteinsdóttir á Frostastöðum gaf staðnum þetta nafn, Varmahlíð, en hún er systir Pálma sem byggði hér fyrst. - Hefur þér ekki dottið í hug að færa út kvíarnar, byggja nýtt hótel? - Ja, það er til lóð. Túnið hérna sunnan við er ætlað undir hótel- byggingu og er mikil þörf á því að byggja hér nýtt hótel, en ég hef ekki bolmagn til þess ein, en víst hefði ég áhuga fyrir því. - Er enginn beygur í þc-r að vera ein í þessu gamla húsi? - Ég hef aldrei fundið fyrir því, og mér líður aldrei betur hér í húsinu en þegar ég er alein. Fyrst þegar ég kom hingað fannst mörgum að það væri aiveg ómögulegt fyrir mig að vera eina í húsinu. - Þú hefur aldrei heyrt eða séð neitt hér, sem ekki verður skýrt? - Nei, en sumum sem hafa verið hér á undan mér hefur fundist að þeir heyrðu eitthvað sérstakt, en ég hef ekki orðið vör við neitt, sennilega af því ég trúi ekki á það. - Er ekki heilmikið leitað til þín hingað allra mögulegra erinda? - Jú, sérstaklega yfir veturna, t.d. ef tvísýnt er með færi og veður. Þá er oft hringt til að spyrja um það. Það hvílir svo sem engin skylda á mér, nema auðvitað í sambandi við rútuna, þar sem hún hefur af- greiðslu hér. En maður reynir að greiða úr fyrir fólki eftir bestu getu. - Mér finnst einhvern veginn að þú sért að allan sólarhringinn. - Það er alveg rétt að ef eitthvað kemur uppá þá verður maður alltaf að vera tilbúinn hvenær sólar- hringsins sem er. Sérstaklega á veturna ef kemur hrakið fólk, þá verður að gefa því hressingu á nóttu sem degi. Það er nú ýmislegt fleira sem fólk þarf á að halda eins og að komast í síma þegar alls staðar annars staðar er lokað og þá liggur beinast við að leita hingað. - Starfið er bindandi, en hvenær tekur þú þér frí? - Það er ekki oft. Einhvern veginn finnst mér að ég þurfi alltaf að vera við. Ég segi ekki að ég gæti ekki tekið mér oftar frí. Ég hef alltaf haft úrvals starfsfólk, sem vel gæti leyst mig af, en það hefur komist upp í vana hjá mérað vera alltaf hér. Einu dagarnir sem ég hef lokað hér og tek mér algjört frí eru aðfangadagur og jóladagur. Svo loka ég á páskadag en er hér næturnar ogfólkgeturgist ef það þarf á að halda. Svo skrepp ég til Reykjavíkur einu sinni eða tvisvar á ári, en þá er einhver á meðan sem leysir mig af. - Þú hlýtur að kynnast mörgum í gegnum þetta starf. - Já, það geri ég. Fólk kemur hingað aftur og aftur og á sumrin kemur fólk ár eftir ár. Margir menn eru hér fastir viðskiptavinir sem eru í margvíslegustu störfum. Þettafólk verður vinir og kunningjar og það er gaman að fólk skuli koma aftur og aftur, það virðist vera ánægt, enda kæmi það ekki aftur ef það væri óánægt. Langflestir af þeim sem koma til mín held ég að fari ánægðir. Hitt er sjaldgæft en kemur auðvitað fyrir með einn og einn. - Þú treystir náunganum eins og sjálfum þér. - Ég treysti fólki mjög vel, kannski of vel. Eg skil oft eftir opið þó ég bregði mér frá og það hefur komið fyrir að fólk hefur farið upp á herbergi og lagt sig þar og spjallað bara við mig morguninn eftir. Þetta hefur oftast verið fólk sem hefur þekkt mig, en í einu eða tveimur tilfellum var þetta alókunnugt fólk. Sumum finnst nú kannski að ég ætti að vera varari um mig. - Er það ekki að bera í bakkafullan lækinn að spyrja þig um áhugamál utanslarfsins? - Ég hef alltaf haft mjög gaman af allri handavinnu. - Nú ert þú alltaf að sauma föt fy rir konur, hefur þú ekki lika saumað íslenska búninginn? - Jú, ég hef saumað talsvert af íslenska búningnum, ekki í vetur en undanfarin ár. Sérstaklega þegar ég kenndi á Löngumýri. Það hefur aukist að konur komi sér upp íslenskum búningum. Þá eru það mest upphlutir enda finnst mér peysuföt meira fyrir fullorðnar konur. Það er mjög sjaldgæft að konur komi sér upp samfellum. Eftir að ég kom á hótelið hefur saumaskapurinn minnkað, því ég hef hreinlega engan tíma, þó ég hafi átt bágt með að segja nei við kunningjakonur mínar. Hótelstarf- ið er það tímafrekt að ég yrði þá helst að sauma um nætur. - Ein spurning, svona út í hött að lokum: hefur þú aldrei sungið í kór? - Nei, ég hef aldrei sungið í kór og syng aldrei. Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að ég gæti ekki sungið. Þegar Ásbjörg fylgir mér til dyra, þá get ég ekki stillt mig um að minnast á listaverkin sem máluð eru á veggina. - Það var Sigurður Snorrason sem málaði þessar myndir hérna á veggina og ég fimi alls ekki að mála yfir þær. Séra Árelíus Níelsson kom hér eitt sinn og dáðist mjög að þessum myndum. Honum fannst hann vera kominn inn í ævintýra- heim. Með það geng ég út í vorkvöldið. SAUÐÁRKRÓKSBÚAR: Vorhreinsun Dagana 30. maí - 6. júní er tilvalið að hreinsa til utanhúss. Vonandi verður vorið þá komið eftir þennan kalda vetur. Munið að henda rusli aðeins á öskuhaugana. HEIMILISKETTIR skulu vera með bjöllu og hálsband, því nú eru smáfuglar með hreiðurgerð og kisa er þeim hættuleg. HUNDAEIGENDUR athugið að hundar ykkar séu löglegir. Þeir eiga að vera bundnir. HESTAMENN: Skorum á ykkur að fjarlægja allan skít frá hesthúsum. Setjið sand í haugstæðin svo ekki komi fluga. Enginn vill kallast TRASSI! BÍLFLÖK ætti líka að fjarlægja. Eftir þessa viku verður það annars gert á kostnað eigenda. Bíll ekur um bæinn og tekur rusl dagana 6. - 7. júní, frá kl. 8 - 17. Látið vita 3. - 6. júní frá kl. 1 - 3 e.h. í síma 5133. Hreinn og fagur bær ber íbúunum fagurt vitni. HEILBRIGÐISNEFND SAUÐÁRKRÓKS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.