Feykir


Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 8

Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 25. maí 1983 'Feykir 11. tölublað, 3. árgangur. Fjölbreytt Húnavaka komin út í 23. sinn Húnavaka, ársrit Ungmenna- sambands Austur-Húnvetninga er nýkomið út. M.a. er í ritinu grein um Svínvetningabrautafélagið, við- tal við Kristínu Pálmadóttur frá Hnausum, sem nú er 90 ára og man tímana tvenna, þáttur um Kirkjubæjarhjónin Halldóru Ein- arsdóttur og Jón Jónsson eftir Magnús Björnsson, Syðra-Hóli, og fjölmargt fleira mætti telja. Húnavaka hefur komið út ár- lega í 23 ár. Þar hefur verið birt efni eftir 285 höfunda. Mest af þessu efni (215 þættir)hafa verið tengdir þjóðlegum fróðleik og sögu héraðsins á einn eða annan hátt. Þá hafa birst 57 viðtöl, um 50 smásögur, nær 40 erindi eða ræður, 35 ferðasögur, 146 Ijóð og um 450 vísur. Frá því árið 1965 hafa verið birt stutt æviágrip allra þeirra er látist hafa í héraðinu á ári hverju og eru þetta orðin nær 300 æviágrip og auk þess 45 minn- ingargreinar með mynd þar sem æviferill manna hefur verið rakinn nokkru ítarlegar. Á hverju ári hefur birst annáll frétta úr héraðinu í máli og myndum. Lesmál þessara 23ja árganga er 4283 blaðsíður. Af þessu er ljóst að í Húna- vöku er saman kominn mikill fróðleikur og heimildir um héraðið að fornu og nýju og þá er það byggja. Marga þætti í sögu héraðsins síðustu tuttugu árin má rekja í fréttaþætti ritsins. Fyrstu árgangar Húnavöku voru prentaðir í litlu upplagi og seldust fljótt upp. Nú hafa sjö fyrstu árgangarnir verið endur- prentaðir og stefnt er að því að endurprenta næstu þrjá árganga á næstu árum, en frumútgáfan áf þeim er nú uppseld. Um þessar mundir gefst fólki kostur á að kaupa þá 20 árganga sem til eru á sérstöku tilboðs- verði, sem er 1.360 kr. fyrir alla árgangana, en þetta tilboð gildir mjög stuttan tíma, enda eru sumir árgangar ritsins alveg að þrotum komnir. Þeim sem vilja nota sér þetta tilboð er bent á að hafa samband við Gísla J. Grímsson Efri Mýrum, 541 Blönduós. Ritstjóri Húnavöku er Stefán Á. Jónsson á Kagaðarhóli, en ritið er prentað hjá Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Hækkun Frá 1. júnf kostar mánaðar- áskrlft á Feyki kr. 46,00 og í lausasölu kr. 25,00. Grundvaliarverð auglýsinga hækkar frá og með sama tima I kr. 85,00 pr. dálksentimetra. Auglýslngar á föstu verði hækka um 15%. Fjölbreytt tónlistarhátíð og sýrúng á heimalist í Varmahlíð um nœstu helgi Er kerlingín á næsta bæ kannski listamaður? Um næstu helgi verður mikið um að vera í Varmahlíð. Haldin verður Heimalistar-sýning og Vordagar í Varmahlíð verða á vegum Tónlistarfélags Skaga- fjarðarsýslu. Helga Þorsteinsdóttir hefur haft veg og vanda að Heimalist- ar-sýningunni, en þetta er annað árið sem slík sýning er sett upp. Að sögn Helgu eru margir í sveitum, sérstaklega konur, sem vinna ýmsa fallega muni sem fáir hafa fengið að njóta fram að þessu. Mjög mikið námskeiða- hald hefur verið í fram-Skaga- firði undanfarna vetur, „og mér fannst alveg tilvalið að safna Hajhargarður á Hvammstanga hálfónýtur efár eim vetur Hafnargarðurinn sem reistur var s.l. sumar á Hvammstanga er mjög illafarinneftirveturinn,' og verði ekkert að gert á næstunni er óhætt að fullyrða að hann sé ónýtur. Efni í hafnargarðinn vartekið á tveimur stöðum, úr ásnum ofan við þorpið og einnig hjá Uppsölum í A-Hún. Allt grjótið sem tekið var ofan við þorpið er orðið að fíngerðum salla, það þoldi ekki veðrið sem var í vetur. Hins vegar virðist veðrunarþol efnisins frá Uppsölum vera all miklu meira, a.m.k. sér ekki á því. Það kemur mönnum nokk- uð undarlega fyrir sjónir að efnið skuli sallast svona niður vegna þess að annar hafnargarð- ur sem staðið hefur nokkur ár er úr grjóti sem tekið er nákvæm- lega á sama stað og ekki sér á þeim garði. Eina skýringin sem fundist hefur er að það grjót var utar í námunni. Þetta tjón er vitanlega mikið í peningum mælt og verður að skrifa það á reikning Vita- og hafnamála- stofnunar. Veðrunarþol efnisins var ekkert athugað áður en það var sett í höfnina. Nú er verið að athuga hvort ekki fáist peningar íendurbætur á hafnargarðinum, fáist þeir ekki er ljóst að hann eyðileggst algjörlega. H.K. Færeysk sýning á Hvammstanga Norræna félagið í V-Hún stend- ur nú fyrir sýningu á verkum færeyska listamannsins Amaríel Norðoy. Sýndareru bæði pastel- myndir og litógraflur. Sýningin er í Héraðsbókasafninu, Höfða- braut 6, Hvammstanga. Hún er opin á sama tíma og bókasafnið, á mánudögum og miðvikudög- um frá kl. 17-19 og á laugar- dögum frá kl. 13-15. Sýningin stendur til 4. júní. H.K. Aldraðir hittast á Blönduósi Félag aldraðra á Sauðárkróki þáði heimboð aldraðra á Blöndu ósi nýlega og endurgalt þannig heimsókn aldraðra Blönduós- inga til Sauðárkróks s.l. haust. Á góðri samkomu í félags- heimilinu á Blönduósi fluttu ræður þeir Sigurður Þorbjarnar- son á Geitaskarði og klerkarnir séra Árni Sigurðsson á Blöndu- ósi og séra Hjálmar Jónsson á Sauðárkróki. Félagar úr Lions- klúbbi Blönduós sáu um veit- ingar og sungu. Þá spilaði Harmonikuklúbbur Blönduós fyrir dansi. Það er Ingunn Gísladóttir frá Hofi í Vatnsdal sem sér um starf aldraðra á Blönduósi. Heilbrigðisfvilltrúi Sauðárkróks skorar á bæjarbúa að hreinsa til í kring um sig strax! Þó kalt hafi verið að undanförnu þá er þó ljóst að vorið er komið, snjórinn er alla vega farinn af láglendinu og þá kemur í ljós alls kyns rusl sem hefur safnast saman í vetur. Plastpokar, bréfa rusl og annar óþverri fýkur um og festist á girðingum og runn- um. Viktoría Gestsdóttir heilbrigð isfulltrúi á Sauðárkróki bað blaðið að koma þeirri áskorun á framfæri við Sauðárkróksbúa að taka nú ærlega til hendinni og þrífa bæinn, þannig að við þurfum ekki að skammast okk- ar fyrir hann í allt sumar. Ef allir taka til fyrir sínum dyrum þá er málið leyst að mestu. Viktoría skorar ennfremur á klúbba bæjarins að láta nú til sína taka og hún bendir t.d. á gott verkefni sem er að hreinsa fjöruna helst alveg austur að Vatnabrú. Þá bendir hún hesta- mönnum á að laga til í kring um hesthús, golfurum að þrífa golf- völl og nágrenni og fjáreigendur mættu gjarnan tína upp rusl á túnum sínum uppi á Nöfum og ef eitthvert rusl er við fjárhús þeirra að fjarlægja það strax. Fleira mætti nefna, en best er að hver og einn líti í eigin barm og geri viðeigandi ráðstafanir. Mjög mikil aðsókn í sumardvöl aldraðra á Á undanförnum árum hefur Þjóðkirkjan staðið fyrir sumar- dvöl aldraðra á Löngumýri í Skagafirði. Þessu starfi hefur Margrét K. Jónsdóttir stjórnað. Þessi starfsemi hefur vaxið með árunum og orðið mjög vinsæl. Ekki hefur verið hægt að anna eftirspurn. Fáir í Skaga- firði og Húnaþingi hafa notað Löngumýri sér þessa aðstöðu, en nú hafa Skagfirðingar og Húnvetningar forgang í dvalarhóp dagana 13.- 24. júní. Ákveðið hefur verið að Skagaljarðardeild Rauða krossins styrki þá Skagfirðinga sem dveljast á Löngumýri, en í fyrra kom sambærilegur styrkur frá Menningarsjóði Sparisjóðs Sauðárkróks. mununum á einn stað eftir vetrarvertíðina og hafa þá til sýnis,” sagði Helga, en hún hefur sjálf staðið fyrir sumum þessara námskeiða, eins og t.d. í flosi. Einnig hafa verið haldin vefnaðarnámskeið, útskurðar- námskeið, málaranámskeið og fleiri. Og til að kóróna listastarf- semina í Skagafirði hefur verið komið á fót galleríi í Varmahlíð, þar sem listafólkið getur bæði haft vinnuaðstöðu og einnigselt gripi sína. „Okkur langar til að auka við Heimalistarsýninguna ogégskora á þá sem eiga fallega muni, sem þeir hafa sjálfir búið til, að koma þeim til okkar. Þá verðum við með „aukanúmer” þarna sem eru prjónaðir kjólar.” I fyrra var mikið spurt hvort hægt væri að kaupa gripi, sem ekki var, en núna verða einnig gripir til sölu. „Jú, það var spáð illa fyrir þessu í fyrra. Konurnar komu með hálfum huga með handa- vinnuna sína, en þó tókst þetta vel og ég á von á að enn betur takist núna, þegar við erum komin í samflot við Tónlistar- félagið sem verður þarna með sína svokölluðu Vordaga. „Allir þekkja fræga lista- menn, en vita e.t.v. ekki að kerlingin á næsta bæ er einnig listamaður,” sagði Helga gal- vösk. Heiðmar Jónsson sem er í forsvari fyrirTónlistarfélagSkaga- fjarðarsýslu sagði í samtali við Feyki að dagskrá daganna yrði mjög fjölbreytt og vönduð. Á laugardaginn verður Barnakór Tónskóla Rangæinga með söng- dagskrá, en einnig leikþætti og ýmislegt létt gaman. Um kvöld- ið koma tékknesku hjónin á Sleitustöðum, Jirí Hlavacék og Stanislava Hlavácova, og halda tékknéskt kvöld með tónlist, upplestri og myndasýningum. Á sunnudaginn verður flutt nor- ræn tónlist af Tove Linge söngkonu. Hún verður einnig með tónleika á Hofsósi á föstudaginn kemur. Skýrsla byggingafulltrúans á Norðurlandi vestra fyrir árið 1982 Lagfæringar á gömlum íbúðar- húsum færast í vöxt Ingvar Gýgjar Jónsson, bygg- ingafulltrúi Norðurlandsumdæm- is vestra hefur skilað skýrslu um byggingar í smíðum á svæði hans. Skýrslan tekur til allra staða í Strandasýslu, Húna- vatnssýslum og Skagafjarðar- sýslu, nema löggiltra verslunar- staða og gildir fyrir árið 1982. I töflunni hér að neðan eru teknar helstu tölur úr skýrslu Ingvars og kemur þar margt fróðlegt í ljós. T.d. má sjá að rúmmál nýrra íbúðarhúsa er álíka mikið og áburðarhúsa, eða haughúsa. Hafa sumir talað um haughallir í þessu sambandi, en í stuttu spjalli við Ingvar Gýgjar sagði hann að litlu munaði í kostnaði þó haughúsin væru höfð aðeins hærri en tíðkast hefði, en það breytir því, að þá væru húsin vélfær. Það vekur athygli að enginn þurrheyshlaða er í byggingu í Strandasýslu, enda verka Stranda- menn allt sitt hey í vothey og eru brautryðjendur í slíkri verkun. Ingvar upplýsti ennfremur að nú færi mjög í vöxt að gert væri við gömul hús, sérstaklega með Stranda- Vcstur- Austur Skagafj.- sýsla Hún. Hún. sýsla Fjöldi bvfifiinea 38 89 73 187 387 búðarhús, endurbyggð . 1 3 5 24 33 búðarhús, ný 11 9 20 44 84 búðarh.nýb. m.2 1326 1282 2177 5577 10362 búðarhús ný, m3 5617 5430 8598 20870 40515 Geymsluh. m2 2637 1161 988 3148 7934 Þurrheyshlöður m3 6468 2873 6809 16150 Votheyshlöður m3 6679 14319 1570 6682 29250 Fjós, mjólkurh.m2 63 727 786 1731 3307 Fjárhús m2 795 6183 1979 3708 12665 Hesthús m2 98 132 586 816 Áburðarhús m3 1553 20734 5408 11994 39689 Loðdýrahús m2 729 536 2946 4211 Fiskeldisstöð m2 1022 1022 Skólahús m3 2030 2030 Graskögglaverksm. m3 . 13008 13008 Hænsnahús m2 182 143 325 Gróðurhús m2 267 267 Aðst.hús v.sundl. m3 ... 105 105 Sundlaug m2 133 133 Sumarhús m2 115 44 90 249 Þjónustuhús m2 889 889 Tækjahús Landssíma m2 6 18 6 30 Félagsheimili m3 1123 1123 Svínahús m2 423 423 Veiðihús m2 36 36 Byggðasafn m2 172 172 Ingvar Gýgjar Jónsson. tilliti til einangrunar, en áður fyrr hefði það þótt sjálfsagður hlutur að hús í sveit þyrftu ekki að vera eins vönduð og hús í bæjum. Húsnæðisstofnun veitir sérstök lán til endurbóta af þessu tagi, aftur á móti lánar stofnlánadeild landbúnaðarins til rekstrarbygginga. Eins og sjá má er aðeins eitt félagsheimili í smíðum á svæð- inu og er það á Skaga. Að sögn Ingvars eru bygg- ingarframkvæmdir á svæði hans álíka miklar og undanfarin ár.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.