Feykir


Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 3

Feykir - 25.05.1983, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1983 FEYKIR 3 Hversdags BOTNAR Indíana Sigmundsdóttir botnar svona: Við fríðan vanga á freyjunum flest þá angan gefur. Elskan mín! Einbeitnin í svip Sighvats P. Sighvatssonar á Sauðárkróki leynir sér ekki þarna sem hann stendur út á Eyri og býr sig undir að kveikja sér í pípu. Mjög í fang á meyjunum manninn langað hefur. Nokkrir botnar hafa borist. Sá fyrsti er frá Haraldi Jóns- syni á Seltjarnarnesi: Eftir hangs í eyjunum ekkert flangs nú tefur. Indíana Sigmundsdóttir á næsta fyrripart, sem við viljum fá botn á: ODDVITINN: Ég hitti naglann á höfuðið ef ég lem nógu oft Oddvitinn hefur einnig beðið blaðið að koma þeirri fyrir- spurn á framfæri hvort aðeins veröi seldar G-vörur í Ríkinu á Króknum. LÍKA FRÉTT Eins og sagt var frá í síðasta FEYKI var bágt hljóðið í Húnvetnskum bændum á að- alfundi SAH. Meðal þess sem fram kom á fundinum var að kjötvinnsla félagsins er rekinn með tapi. Vegna þess báru þrír valinkunnir menn upp tillögu, sem var reyndar ekki færð til bókar af einhverjum ástæðum. Það skal þó tekið fram að aðalfundurinn stóðfram á nótt og kominn svefngalsi í suma undir lokin. En svona var tillagan: „Vegna slæmrar afkomu kjötvinnslunnar á s.l. ári beinir aðalfundur SAH því til stjórn- ar félagsins, einkum Þorvaldar G. Jónssonar, að framvegis verði höfð rúsína í pylsuend- anum svo að endar nái frekar saman.” Undir þessa tillögu rituðu Páll Þórðarson, Agúst Sig- urðsson og Arni Jónsson. Fljóð ef ganga frá honum fýsn í angur vefur. Láttu hljóða lagið góða létt svo bjóða megi hrund. Nú eiga allir að vera komnir á sumardekkin og eins og menn sáu í síðasta Feyki þá er hægt að gera hagstæð dekkjakaup í Vélavali í Varmahlíð. Til heiðurs góðum auglýsanda í Feyki lögum við aðeins til landsfræga vísu og leggjum hana í munn Húnvetningi: Ætti ég ekki Vélaval von á þinum fundum. Leiðin eftir Langadal, löng mér þætti stundum. Það er ekki vinsæll starfi aðsemja grín um náungann, eins og Hilmir Jóhannesson veit manna best, en hann samdi „Hinn þögla meiri- hluta”, revíu sem flutt var á Sæluviku Skagfirðinga. Hann segir: Ég að öllum háska hlæ, hafiði ekki séð mig? það er almenn óánægj- a í bænum með mig. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi var að vinna við útskipun á saltfiski á Sauðárkróki og skor- uðu vinnufélagar hans á hann að yrkja um sig og skipið sem lá þar við bryggju: Haraldur karlinn Hjálmarsson er hetja öðrum fremur. Og leggur af stað til Lissabon á laugardaginn kemur. Hann orti þessa líka: Á sunnudögum sýp ég vín, samkvæmt manna lögum. Þess vegna er ég miður min á mánu- og þriðjudögum. Eins og mönnum er kunnugt er Sigfús Steindórsson hestamaður, en hvort hann er að yrkja í næstu vísu um konu eða hryssu, það er ekki alveg á hreinu: Er á spretti ekki treg, enda létt á fæti. Glettin nett og glæsileg, gengur sett um stræti. HVER ER MAÐURINN? Að þessu sinni birtum við myndir af fjórum konum og getum engar vísbendingargef- ið, utan það, að myndirnar eru allar teknar af ljósmyndurum úr Reykjavík. Undanfarið hefur fremur lítið borist til okkar af upp- lýsingum um myndir og viljum við umfram allt hvetja lesend- ur til að láta ekki undir höfuð leggjast að koma vitneskju til okkar, ef þeir bera kennsl á myndir. í næsta blaði mun væntanlega verða skýrt frá upplýsingum, sem borist hafa. Sem fyrr er póstáritun okkar: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga Safr.ahúsinu, 550 Sauðárkróki, eða sími Safnahússins 95-5420. TÍMAMÓT HJÓNAVÍGSLUR: Þann 2. apríl s.l. gengu í hjónaband Trausti Jóel Helgason og Ásta Aldís Búadóttir Raftahlíð 50, Sauðárkróki. Þann 3. apríl gengu í hjónaband Sigfús Þorvaldsson og Guðrún Hall- dóra Þorvaldsdóttir, Vatni í Hofs- hreppi. Þann 4. maí gengu í hjónaband Þórólfur Óli Aadnegaard og Þórdís Hjálmarsdóttir, Húnavöllum 38 á Blönduósi. Þann 1. maí s.l. voru gefin saman í hjónaband Sverrir Sverrisson og Guð- rún Jóna Björgvinsdóttir, Húnabraut 27, Blönduósi. Þann 7. maí s.l. gengu í hjónaband Þorvaldur Ingi Einarsson og Charlotta María Madelaire, Árbraut 17 á Blönduósi. SKÍRNIR: Dóttir Þórmundar Skúlasonar og Sólborgar Rósu Hjálmarsdóttur, Hlíð- arbraut 1, Blönduósi, var skírð Gunn- hildur Erla 3. apríl s.l. Dóttir Gunnars R. Kristjánssonar og Jóhönnu Helgu Pálmadóttur á Akri var skírð 3. apríl s.l. og hlaut nafnið Helga. Dóttir Páls B. Valgeirssonar og Sigríðar Jónsdóttur, Brekkubyggð 16 á Blönduósi var skírð 3. april sl. og hlaut nafnið Maríanna. Dóttir Hannesar Sigurbjörnssonar og Kristínar Marteinsdóttur, Gilá í Vatnsdal, var skírð Þuriður 4. apríl. Sonur Björns Vignis Björnssonarog Hólmfríðar S. Óskarsdóttur á Akra- nesi var skírður á Blönduósi 4. apríl sl. og var honum gefið nafnið Finnur Karl. Sonur Hafsteins Jóhannssonar og Ingu Jónu Snorradóttur á Blönduósi var skírður Bergsveinn Rúnar 7. maí. Dóttir Ómars Örvarssonar og Aðal- heiðar Kristinsdóttur var skírð Aníta 7. maí s.l. Dóttir Gísla Eymarssonar og Hild- ar Hafsteinsdóttur, Bárustíg 14, Sauð- árkróki var skírð Elsa Rún 14. maí s.l. Dóttir Jónasar Jakobssonar og Huldu V. Tryggvadóttur, Víðigrund 22, Sauðárkróki, var skírð Anna Karen 3. apríl s.l. Sonur Óla Þórs Ásmundssonar og Sigríðar H. Ingimarsdóttur, Víði- grund 4, Sauðárkróki, var skírður Ingvar Örn 25. mars s.l. Sonur Viktors Ingimarssonar og Vildísar S. Búadóttur, Sauðárkróki, var skýrður Ingi Berg 4. april. Dóttir Guðmundar Þórs Árna- sonar og Ólafar Herborgar Hart- mannsdóttur, Fornósi 6, Sauðárkróki, var skýrð Guðný Katla 14. mai. Dóttir Baldvins Jónssonar og Guð- finnu Gunnarsdóttur, Víðihlíð 29, Sauðárkróki, var skírð Herdís Ósk 27. mars s.l. Dóttir Skapta Jónssonar og Sigur- laugar Viðarsdóttur var skýrð Ragn- heiður Ólöf 1. janúar s.I. Sonur Vals Ingólfssonar og Önnu Pálu Þorsteinsdóttur, Fornósi 3 á Sauðárkróki var skýrður Valur 21. apríl s.l. Sonur Sigurðar Guðjónssonar og Guðrúnar B. Kristmundsdóttur, Sjáv- arborg i Skarðshreppi, var skýrður Hjörtur Ingi 12. febrúar s.l. Sonur Heimis Ö. Friðvinssonar og Ólínu R. Gunnarsdóttur á Sauð- árkróki var skýrður Heiðar Örn 27. febrúar s.l. Dóttir Hermundar Ármannssonar og Stefaníu K. Kristjánsdóttur, Knarr- arstíg 4, Sauðárkróki, var skýrð Sólborg Björg 16. apríl s.l. ANDLÁT: Kristján Jónasson lést 19. janúars.l. á Blönduósi og var jarðsunginn frá Þingeyrarkirkju 29. janúar. Halldór Jónsson bóndi á Leysingja- stöðum lést 21. janúar í Reykjavík og var jarðsunginn 5. febrúar frá Þing- eyrarkirkju. Sveinn Ellertsson, f.v. mjólkur- bússtjóri á Blönduósi lést 14. apríl á Héraðshælinu, 70 ára aðaldri. Kveðju- athöfn var við Blönduóskirkju 22. april, en hann var jarðsettur 1 Hafnarfirði. Sigurlaug Sigurjónsdóttir frá Stein- nesi lést i Reykjavík 8. apríl s.l. og var jarðsungin frá Þingeyrarkirkju 30. apríl sl. Guðmundur Jónsson frá Sölva- bakka en síðast búsettur á Blönduósi lést 13. maí s.l. og var jarðsunginn 21. maí. Jón Jónsson frá Reykjum var jarðsunginn frá Melstað 14. maí sl. Einar Friðgeir Björnsson á Bessa- stöðum var jarðsunginn frá Melstað7. maí sl. Feykir fer þess vinsamlega á leit viö presta á Norövesturlandi aö þeir sími upplýsingar i þennan Tímamótadálk u.þ.b. viku fyrir útgáfudag. Fyrir nokkru birtum við fyrri- part eftir Sigfús Steindórsson, sem var svona: Pálmi Jónsson á Sauðár- króki laumaði þessum botni að blaðamanni:

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.