Feykir - 18.07.1984, Qupperneq 8
14/1984
ÍEYKIR
NORÐURLANDAMOT
drengja í knattspymu
Sauðárkróksvöllur: Þriðjudagur 24. júlí kl. 17: Færeyjar - ísland
Föstudagur 27. júlí kl. 17: Danmörk - Færeyjar
Föstudagur 27. júlí kl. 18.45: Noregur - Svíþjóð
Mikil atvinna á Sauðárkróki í sumar
Rœkjuvinnslan
Dögun hf.
Blm brá undir sig betri fætinum
einn daginn í síðustu viku og
heimsótti nokkra vinnustaði á
Sauðárkróki í því skyni að
forvitnast um atvinnuástand og
horfur. Varð ekki annað séð af
þessari stuttu yfirreið en yfrið nóg
væri að gera víðast hvar.
Fyrst bárum við niður i hinni nýju
rækjuvinnslu Sauðárkróks, Dögun
hf. sem við kynntum hér í maí um
það leyti erstarfscmin fór í gang. Nú
lék okkur forvitni á að vita hvering
vinnslan hefði gengið síðan og hvort
nóg væri að gera.
Verkstjórinn Hermann Agnars-
son sagði að óhætt væri að segja að
hér væri nóg að gera Aldrei væri
unnið skemur en til 7, oft til 10 á
kvöldin, flesta laugardaga og
síðastliðna helgi hefði verið unnið
bæði laugardag og sunnudag.
Sannarlega engin grið gefin á þeim
bæ. Haraldur Hákonarson fram-
kvæmdastjóri og einn eigendanna
tók í sama streng, nóg að gera en
hins vegar væri verðið á rækjunni
ekki nógu gott um þessar mundir.
Þarna vinna um 14 manns,
handtökin eru mörg og unnið á
miklum hraða svo stúlkurnar við
færibandið gáfu sér tæpast tíma til
að líta upp er við smelltum af þeim
mynd.
iv ' /
Frystihúsið
Skjöldur hf
”Það hefur verið mjög mikið að
gera hérna undanfarnar vikur. Hér
er byrjað að vinna klukkan 4 á
nóttunni og unnið til 5 á daginn,
einnig vinnum við laugardaga og
sunnudaga jafnvel líka. Þetta er
mikill fiskur sem berst á land, nú
eigum við von á togara með um 140
tonn og af þeim fáum við um 50
tonn til vinnslu hér I húsinu.
Rækjubátarnir sem leggja upp hjá
rækjuvinnslunni landa hér þeim
þorski og þeirri grálúðu sem kemur
með rækjunni. Það má segja að hér
hafi verið unnið allar helgar síðustu
tvo mánuði.Okkur vantar fólk í
snyrtingu og pökkun, hér eru um 50
manns í vinnu en þyrftu að vera
fleiri.” Þetta sagði Jón Þorsteinsson
verkstjóri.
Að fengnu leyfi til myndatöku
rölti blm aðeins um húsið og
spjallaði við þá starfsmenn sem
urðu á vegi hans.
Við eitt borðið stóðu tvær konur
og ormhreinsuðu þorsk og þærvoru
spurðar hvernig þeim líkaði þessf
mikla vinna.
"Þetta er erfitt. Við höfum unnið
ýmist frá 4 á nóttunni eða 7 á
morgnana til 5 á daginn. Stundum
hafa komið nokkrir dagar í röð þar
sem byrjað hefur verið 4. Síðan
vinnum við alla laugardaga og
reynum að vinna af okkur
sunnudagana.”
Skilar þessi mikla vinna sér í
launum?
”Það er varla. Maður þreytist af
svona mikilli vinnu og þá minnkar
bónusinn. Þetta hefur allt áhrif
hvað á annað.”
Við eitt borð stóð ein kona útaf
fyrir sig og virtist vera að fara aftur
yfir þann fisk sem þegar hafði verið
hreinsaður.
”Já, þetta er nokkurs konar
eftirlit. Það er svo mikið af ormi í
fiskinum að ekki veitir af.”
Svo sannarlega er handagangur í
öskjunni á Sauðárkróki í sumar á
hinum ýmsu vígstöðvum, mikið
unnið og mikið framkvæmt.
Viðmælendum þökkum við fyrir
spjallið og vonandi ná menn
einhverju útúr sumrinu af sól og
blíðu þrátt fyrir stritið.
Steinullar-
verksmiðjan hf
Næst lá leiðin út á athafnasvæði
Steinullarverksmiðjunnar, þar sem
óskabarn Sauðkrækinga um þessar
mundir, rís af grunni.
Að sögn Braga Haraldssonar
byggingarstjóra vinna þar nú hátt í
50 manns, verkamenn og iðnaðar-
menn og bera myndirnar þess
ljósastan vottinn að mikið er unnið
og mörg handtökin. Bragi bætti því
við að undanfarið hefði verið alveg
botnlaus vinna, oft unnið fram á
kvöld og alla laugardaga. Gott ef
ekki sunnudaga líka. Og þar með
var Bragi rokin af stað og fékkst
ekki meira uppúr honum.
Bragi Þór Haraldsson byggingar-
eftirlitsmaður sagði að fram-
kvæmdum miðaði samkvæmt
áætlun, á tímabili hefði virst sem
eitthvað ætlaði að verða um tafir en þá
hefði mannskapurinn sett kraft í
þetta og nú gengi allt eftir klukku.
Starf sitt sagði Bragi felast í þvi að
fylgjast með framkvæmdum fyrir
hönd verkkaupa þ.e. Steinullar-
verksmiðjunnar, og væri þar meðal
annars um að ræða eftirlit með
steypu og að unnið væri nákvæmlega
samkvæmt teikningum.
Við járnabekkinn stóðu þessir ungu menn og beygðu járn í gríð og erg. Þeir
sögðu að mikið færí unnið, fastur vinnutími til kl. 7 á kvöldin og oft unnið
lengur. Tíu tímar á laugardögum væru fastir hjá þeim og þetta líkaði þeim vel,
því mikil vinna þýddi gott kaup. Einföld en góð vinnusiðfræði það.