Feykir


Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 2

Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 2
2 FEYKIR MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Feykir RITSTJÓRI OG ÁBVRGOARMAÐUR: Guðbrandur Magnússon. ÚTGEFANDI: Feykir hf. PÓSTFANG: Pósthólf 4. 550 Sauðárkrókur. SlMI: 95/5757. STJÓRN FEVKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson. BLAOAMENN: Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson. ÁSKRIFTARVERÐ: 23 kr. hvert tbl.; i lausasölu 25 kr. GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 100 kr. hver dálksentimetri. ÚTGÁFUTlÐNI: Annan hvern miðvikudag PRENTUN: Dagsprent hf. SETNING OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon. SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2. Sauöárkróki. Pólitísk umræða á íslandi hefur í mörg ár markast af afstöðu manna til stórveldanna, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. I raun og veru gætu þessi ríki heitið hvað sem er og verið hvað sem er, en umræðunnar vegna þurfa þau að vera tvö, annað vont og hitt gott, svart og hvítt. Það er nefnilega ágæt aðferð til að verja sig gegn óþægilegum veruleika að skipta honum í tvennt og hafa djúpa gjá á milli. Öðru megin er það góða og hins vegar það vonda. Óþægilegu hlutina og illskiljanlegu flokkum við sem vonda, annað er gott. Leiðari Þetta leiðir að sjálf'sögðu til svart/hvítrar heimsmyndar, en til að sætta okkur sjálf enn betur við þessa aðferð reynum við af mætti að finna öll hugsanleg atriði sem verða mættu til að sverta „óvininn” enn frekar og á sama hátt fegrum við „vininn”. Grundvöllur stríðsreksturs er svart/hvít heimsmynd. Þvi fleiri sem nota þessa aðferð til að skoða atburði samtimans, því betur gengur að réttlæta fyrir fólki nauðsyn þess að búa þurfi til fleiri og magnaðri vopn til að vera viðbúinn því þegar „óvinurinn” ræðst á okkur. Sú óvinaímynd sem reynt er að búa til af fjarlægum þjóðum hefur smám saman misst öll tengsl við veruleikann. Óvinurinn er ekki lengur manneskja; lítið barn að leik, ástfangið par, gömul hjón eða ungir foreldrar, heldur einfaldlega „óvinur”. Okkur er sagt að óvinurinn sitji á svikráðum við okkur, biði þess að ráðast á okkur við fyrsta hentuga tækifæri. Þetta er almenningi sagt báðum megin gjárinnar og það er því engin tilviljun að skoðanir fólks í stórveldunum á hvert öðru eru nánast eins. Spegilmyndir. Er ekki ömurlegt til þess að vita, að viðerum nánast hætt að gera okkur grein fyrir því, að á bak við þjóðaheiti er fólk með tilfinningar eins og við, en ekki annað hvort „vinur” eða „óvinur”? Sláandi dæmi um þennan ómannúðlega hugsunarhátt má finna hjá t.d. Samúel Cohen, sem fann upp neutronsprengjuna, sem sagði þegar hann ræddi um þá sem yrðu fyrir sprengjunni hans: Henni verður ekki varpað á manneskjur, heldur óvini. Maður sem svona talar hefur farið langa leið og er orðinn villtur. Gáfur hans, rökræn hugsun og markmið virðist án tengsla hvað við annað og án sambands við lifandi fólk. Þetta erekki síður ömurlegur vitnisburður um hve vísindi nútímans eru ómannúðleg. Eyðileggingarmáttur kjarnorkuvopna sem þjóðir heims eiga núna er ógnvænlegur, vopnin eru svo hræðileg að venjulegt fólk á í erfiðleikum með að gera sér grein fyrir áhrifamætti þeirra og eyðileggingarkrafti. Þau ógna ekki aðeins einhverjum einum „óvini”, heldur öllu mannkyni. Að neita að horfast i augu við hættuna er algengasta viðbragðokkar. „Ekki get égneitt gert í þessu,” segjum við og teljum málið þar með afgreitt. Þessi afstaða hefur tvær hliðar. Annars vegar er algjör vantrú á eigið manngildi og möguleika. Hins vegar andstæðan: Þessi einhver sem á að bjarga öllu, áhrifaríkur leiðtogi. Vígbúnaðarkapphlaupið er af mannavöldum og þess vegna geta menn stöðvað það ef vilji er fyrir hendi. Almenningur er hræddur, bæði við hættuna sem stafar af gjöreyðingarvopnum og einnig við andvaraleysi stjórn- málamanna gagnvart hættunni á að þeim sé beitt. Þetta er gífurlega mikið tilfinningamál, vegna þess fyrst og fremst að baráttan fyrir friði er mál barna okkar og afkomenda þeirra, að þau eigi fyrir höndum möguleika á að búa við frið og njóta hamingju. Allt of lengi hefur þekkingu verið stillt upp ranglega sem andstæðu tilfinninga. Almenningur þarf að láta í sér heyra, stjórnmálamenn- irnir okkar þurfa að taka mark aðskoðunum okkar og það gera þeir ef við erum nógu mörg. Við skulum hefjast handa og brjóta niður þá svart/hvítu heimsmynd sem stríðspostularnir vilja kenna okkur. Við getum byrjað á því að tala við börnin okkar. Rauði krossin gefur myndbönd Séra Þórsteinn Ragnarsson formaður Skagafjarðardeildar RKÍ og Margrét Jónsdóttir á Löngumýri við myndbandstækið. Hin árlega merkjasala Rauðakross- merkjasölunnar rynni til kaupa á deildar Skagaf. fór fram í mars s.l. myndböndum annars vegar fyrir og var áður ákveðið að andvirði Löngumýri og hins vegar fyrir Sjúkra- Öræfaferð Fyrirhuguð er 2ja daga skoðunar- og skemmti- ferð um áformuð virkjunarsvæði á vatnasvæði Blöndu og Héraðsvatna dagana 24. og 25. ágúst n.k. Þátttaka tilkynnist til einhvers undirritaðs, sem einnig veita allar nánari upplýsingar. Þórarinn í síma 6247, Eymundur í síma 6012 og Bryndís í síma 7103. Landverndarsamtökin Tæming frystihólfa Þeir sem eiga matvæli í frysti- geymslum okkar eru vinsamlegast beðnir að taka þau fyrir 31. ágúst. SÖLUFÉLAG AUSTUR-HÚNVETNINGA SÍMI 4200 AUGLÝSIÐ í FEYKI hús Skagfirðinga, Sauðárkróki. Góðar undirtektir voru meðal Skagfirðinga og safnaðist á 4. tug þúsunda, sem nægði til kaupa á einu bandi. Sjúkrahúsið hefur eignast myndband og var því auðvelt að ákveða að styrkja starfsemina á Löngumýri og gefa myndbandið þangað. Mikið félagslegt starf fer fram á Löngumýri. Yfir vetrartímann er Langamýri miðstöð kirkjulegs starfs á Norðurlandi vestra og þar fara fram æskulýðsmót, fermingarbarn- amót, fundir, námskeið ýmis konar og fl. Yfir sumartímann dvelja þar hópar aldraðra borgara víðsvegaraf landinu og er sú starfsemi orðin fastur liður í hinu ölluga starfi, sem fram fer á Lögumýri og Margrét K. Jónsdóttir veitir forstöðu. Það má nærri geta, að myndband verður þarfaþing á slíkum stað, ekki síst vegna þess að ábyrgir aðilar í þessu landi ætla að snúa vörn í sókn og dreifa jákvæðu efni til almenn- ings á myndböndum. Þess má geta hér, að um áramótin síðustu gaf Rauðakrossdeildin seg- ulbandstæki til Sjúkrahússins, t.þ.a. gefa sjónskertu fólki kost á að hlusta á sögur og fréttir af segul- bandsspólum, með hjálp heyrnar- tækja. Þann 25. apríl s.l. var haldinn aðalfundur deildarinnar og var fundurinn auglýstur i útvarpi og var að sjálfsögðu opinn öllum félags- mönnum. Aðalfundur er æðsta vald deildar- innar og stjórnin ber þar ábyrgð á öllum sínum störfum gagnvart félagsmönnum. Þar leggja fundar- menn blessun sína yfir starfið eða gagnrýna það. Þar eru cinnig samþykktar áætlanir um starf næsta árs. Meginverkefni næsta árs verður þátttaka í byggingu yfir sjúkrabif- reiðirnar á Sauðárkróki, en húsnæði slökkvistöðvarinnar er orðið of lítið og stendur til að stækka það. Rauðakrossdeildar Skagafjarðar rek- ur, eins og kunnugt er tvær sjúkrabifreiðir á Sauðárkróki og eina á Hofsósi. Starfsmenn Slökkvi- stöðvarinnar hafa séð um aksturog viðhald þessara bíla og einkaaðilar á Hofsósi og verður framlag þeirra seint fullþakkað. A næstu vikum veður haustfund- ur haldinn í Rauðakrossdeild Skaga- fjarðar og verða þá mannaskipti í stjórninni. Fundur þessi verður auglýstur með tilskyldum fyrirvara og er þess vænst að sem flestir félagsmenn komi og láti í sér heyra. Formaður ▼ VARTA OFURKRAFTUR - ÓTRÚLEG ENDING BERÐU SAMAN VERDOG Eyðirðu stórfé í rafhlöður? Þá skiptir máli að velja þær sem endast best. Hafir þú reynt VARTA rafhlöður, veistu að þær endast ótrúlega lengi. ...... í flokki algengustu rafhlaðna og mest seldu, er verðið á VARTA rafhlöðum með því lægsta sem þekkist. Vertu viss um að velja VARTA rafhlöður - þú færð ofurkraft, fyrir lágt verð. Við erum óhræddir við samanburð- VARTA vestur þýsk háþróuð framleiðsla VARTA GÆÐIÁ GÓÐU VERÐI ávallt í leiðinni

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.