Feykir


Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 3

Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 3
FEYKIR 3 MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 Á Hólahátíð s.l. sunnudag áskotnaðist Hóladómkirkju annað eintak sitt af fyrstu íslensku biblíunni sem kom út á íslensku, Guðbrandsbiblíu. í þetta sinn var það Ijósprentuð útgáfa á forlagi Lögbergs, Sverris Kristinssonar. Guðbrandsbiblía Lögbergs er stórkostlega glæsileg endurútgáfa á þessu djásni íslenskrar bókagerðar og svo sannarlega forlaginu til mikils sóma, sem og öðrum þeim sem að útgáfunni hafa unnið innan kirkjunnar og Hins íslenska biblíufélags. í Hóladómkirkju er einnig til frumútgáfa Guðbrandsbiblíu, sem samtök prentiðnaðarins gáfu kirkjunni fyrir allmörgum árum. Það var Herra Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, sem afhenti séra Sigurði Guðmundssyni, vígslubiskupi Hólastiftis, biblíuna fyrir hönd forlagsins. Séra Sigurður afhenti hana síðan staðarpresti, séra Sighvati Birgi Emiissyni, sem kom henni fyrir á altari dómkirkjunnar. Biblían hefur að sjálfsögðu mikla þýðingu fyrir alla menn, sem heilög ritning, en Guð- brandsbiblía hefur sérstaka þýð- ingu umfram það í íslenskri sögu. Segja má að með útgáfu hennar hafi Guð byrjað að tala við (slendinga á íslensku, eins og séra Hjálmar Jónsson, prófastur Skagfirðinga, orðaði það á sið- ustu prestastefnu. Margir halda því fram að hefði Guðbrandur Þorláksson ekki gefið biblíuna út á íslensku þá hefði íslenskan týnst og væri ekki töluð í dag. Útgáfuár hennar, 1584, er þvi tímamótaár í (slandssögunni. Fyrir utan trúarlegt og þjóð- ernislegt gildi Guðbrandsbiblíu er hún listaverk, þar hefur íslensk prentlist risið hæst. Alls þessa minntust menn á Hólahátíð á sunnudaginn. Hátíðin hófst að hefðbundn- um hætti með messu í dóm- kirkjunni. Þar þjónuðu fyrir altari séra Sighvatur Birgir Emilsson, staðarprestur, séra Gunnar Gísla- son, f.v. prófasturog séra Ólafur Skúlason, vígslubiskup Skálholts- stiftis. Herra Pétur Sigurgeirs- son, biskup (slands, predikaði. Jón Bjarnason skólastjóri fór með bæn í upphafi messu. Kirkjukórar Sauðárkróks og Siglufjarðar sungu undir stjórn Hauks Guðlaugssonar söng- málastjóra kirkjunnar. Guðrún Eyþórsdóttir var organisti. Að lokinni messu skoðuöu margir fallega sýningu Hólafé- lagsins og Hins íslenska biblíu- félags á gömlu Hólaprenti og öllum frumútgáfum íslensku biblí- unnar. Mátti þar sjá margan dýrgripinn. Auk íslenskra biblía var þar t.d. biblía á kínversku og arabísku og einnig á blindraletri. Hátiðarsamkoma hófst með þvi að séra Sigurður Guð- mundsson, vígslubiskup, flutti ávarp. Þar söng Margrét Bóas- dóttir einsöng við undirleik Jóns Stefánssonar og Stefán Karls- son handritafræðingur flutti er- indi sem hann nefndi ..Samfella í íslensku biblíumáli". Því næst var afhending Guð- brandsbiblíu og að lokum flutti Herra Pétur biskup ávarp og allir viðstaddir sungu ,,Son Guðs ert þú með sanni". Lauk þar mjög vel heppnaðri og fjölmennri Hólahátíð. Daginn áður, laugardag, hélt Hið íslenska biblíufélag aðal- fund sinn á Hólum og varhonum formlega slitið af biskupi á samkomunni í dómkirkjunni. Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, predikar á Hólahátíð. Fyrsta islenska biblian, Guðbrandsbiblía (frumútgáfa). Hólahátið var að þessu mjög fjölmenn og vel heppnuð.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.