Feykir


Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 8

Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 8
Kommer 16/1984 Reykir Island- Velk®^.®" Noregsferð fjórða flokks u ng men naf élagsi ns Tindastóls Lcscndur gcta gcrt sér í hugarlund stærð og umfang mótsins í Osló mcð |)ví að virða fyrir sér eftirfarandi tölur: Kcppcndur voru alls 24.600 frá 14 þjóðlöndum. Lciknir voru rúmlega 3.100 knattspyrnulcikir frá mánudegi til sunnudags á 34 völlum. I iþróttahöllinni sem tckin var undir matsal voru framreiddar hvorki flciri né færri en 250.000 máltíðir og gátu 15.000 manns matast þar í einu. Svo sannarlcga stórt mót og líklega eiga Olympíuleikarnir í Los Angeles mikla sök á því að ekki hefur verið meira sagt frá Norway Cup í íslenskum fjölmiðlum. Feykir að sjálfsögðu undanskilinn! Þarna er hópurinn baráttuglaður ásamt fararstjórum úti í Noregi. Ljósm. Björn S. Delebekk. r Island með í Norway Cup í fyrsta sinn í síðustu viku komu liðsmenn fjórða flokks Tindastóls í knattspyrnu heim úr mikilli keppnisför til Noregs þar sem þeir tóku þátt í knattspyrnumótinu Norway Cup í Osló dagana 30. júlí - 6. ágúst. Þátttakendur á þessu móti voru á aldrinum 9-18 ára, frá fjórtán löndum. Þetta var í fyrsta sinn sem lið frá íslandi tekur þátt í þessu geysistóra knattspyrnumóti. Af því tilefni fékk Feykir fyrirliðann, Ara Jón Kjartansson, og einn liðsmanna hans, Héðinn Sigurðsson, til að segja frá ferðinni. Ari: ,,Við flugum út fimmtudag- inn 26. júli og lentum í Osló og héldum þaðan beint til Kongsberg sem er vinabær Sauðárkróks. Þar tókum við þátt í móti, kepptum við tvöliðfrá Kongsbergog unnum fyrri leikinn 5:0 og gerðum jafntefli i úr- slitaleiknum en vorum með hag- stæðara markahlutfall." Hvar bjugguð þið? Héðinn: Við bjuggum í litlum skálum sem Norðmenn kalla hytta, með svefnpláss l'yrir þrjá til fjóra í hvcrjum skála. Eldunaraðstöðu höfðum við rtiðri í bænum.” Héðinn og Ari Jón. Sáuð þið eitthvað markvert þarna í Kongsberg? Ari: já, fararstjórarnir okkar skipulögðu ferð í gamla silfurnámu sem þarna er og höfð til sýnis. Það var mjög gaman að skoða hana og sjá öll tækin sem hefur verið haldið við fyrir ferðamenn.” Héðinn: Síðasta kvöldið í Kongs- berg hélt íþróttafélagið á staðnum veislu fyrir okkur og þar voru öll liðin ásamt aðstandendum, milli 50- 60 manns. Við fengum náttúrulega þjóðarréttinn þeirra, svokallaða lapskássu ásamt tilheyrandi.” Hvernig smakkaðist hún? Ari: Bara sæmilega. Það er auðvitað misjafn smekkurinn en þetta var ágætt.” Hvenær fóruð þið svo til Osló í aðalmótið? Ari: Við fórum á sujinudeginum og lékum okkar fyrsta leik morg- uninn eftir klukkan hálf niu. I allt lékum við þrjá leiki í mótinu og okkur gekk ekki nógu vel því við töpuðum tveimur leikjum og gerð- Strákamir til fyrirmyndar Mattías Viktorsson félagsmálastjóri Sauðárkróksbæjar var einn farar- sljóranna í ferð 4. flokks Tindastóls til Noregs. Við fengum hann til að segja frá ferðinni. ,,Já við komum út til Kóngsberg þann 26.júlí og ef satt skal segja voru móttökurnar ekki eins góðar og við höfðum gert okkur vonir um. Skálarmr setn oKkur voru fengnir til íbúðar höfðu t.d. enga baðaðstöðu og eldunaraðstaða var á allt öðrum stað í bænum, en þetta lagaðist lljótlega eftir að við höfðum gert grcin fyrir þeim vandkvæðum sem þessu fylgdu. Strákarnir léku síðan tvo leiki við lið frá Kongsbcrg og stóðu sig mjög vel. Unnu annan leikinn og hinn varð jafntelli. Sunnudaginn 29. júlí fórum við svo til Osló og mótið Norway Cup hófst morguninn eftir. Fyrsti lcikurinn var við norskt lið er heitir Skarp- hedinn og endaði með jafntefli. Strákarnir hefðu átt að geta unnið þann leik en þeim gekk heldur illa að skora. A þriðjudeginum léku þeir við annað norskt lið, Váleringa, og hann tapaðist 3-0. Miðað við gang leiksins voru úrslitin verulega ó- sanngjörn, mörkin komu öll á stuttum tíma í fyrri hálfleik en annars var leikurinn mjög jafn. Þriðji og síðasti leikurinn var við enn eitt norskt lið, Florvág, og honum töpuðu strákarnir 2-0. Þar var enn sama sagan, þeir áttu jafnmikið í leiknum en misnotuðu færin sem gáfust. Þess má einnig geta að strákarnir áttu í erfiðleikum með að laga sig að svo stuttum leiktíma 2X15 mín. og það kann að vera ein skýringin á að ekki gekk betur. Annars má geta þess að stærri og fjölmennari þjóðir fóru engu betur útúr keppninni en við. Til- gangurinn með svona ferðum er líka að gefa unglingutu tækifæri til upplifunar og reynslu sem þeir færu annars á mis við.Þessi keppni er lika einstök í sinni röð hvað varðar umfang og fjölda keppenda. Kepp- endur voru yfir 24 þúsund á aldrinum 9-18 ára frá 14 löndum. Mótsdagana var leikið á 34 knatt- spyrnuvöllum víðsvegar um borg- ina frá 8 á morgnana til hálfníu á kvöldin, og mikið sagt frá þessu í dagblöðum. Skipulagning mótsins og aðbún- aður keppenda varmeðágætum, við bjuggum í skóla ásamt 10 öðrum liðum og ég má til með að láta það fylgja með að strákarnir okkar fengu sérstaka viðurkenningu fyrir góða umgengni um skólann þessa daga sem við vorum þarna. Einnig er óhætt að taka það fram að strákarnir voru í alla staði til mikillar fyrirmyndar og sem fyrstu íslensku þátttakendurnir í þessu stóra móti voru þeir liðinu sínu, bænum, og þjóðinni til mikilssóma. I þeim efnum áttum við fararstjór- arnir náðuga daga. Eitt kvöldið fór fram vítaspyrnu- keppni með einum þátttakenda frá hverri þjóð að viðstöddum nokkur þúsund áhorfendum og markvörð- ur í þessari keppni var landsliðs- markvörður Noregs, Tom R. Jacob- sen. Hjalti Árnason tók þátt í keppninni fyrir okkar hönd og er skemmst frá því að segja að hann lenti í öðru sæti eftir skemmtilegt einvígi við enska keppandann. Því lauk með heppnismarki hjá Eng- lendingnum en varið hjá Hjalta. Verðlaunagripurinn var 20 sm há eftirlíking af heimsbikarstyttunni og það var engin minni kempa en George Best sem afhenti Hjalta gripinn. Nú kvöldið áður en farið var heim léku strákarnir vináttuleik við lið Omars Braga Stefánssonar, Stovner Kammerater, en þá var mesta keppnisskapið farið úr þeim og lauk leiknum með 4-2 sigri þeirra norsku. Þó áttu þeir góð tækifæri en misnotuðu þau. Það var eiginlega einkenni á öllum leikjunum að tækifærin fóru forgörðum og því töpuðust leikirnir. Að lokum vil ég bara þakka strákunum og meðfararstjórum, þeim Pálma Sighvatssyni og konu hans Birgittu Pálsdóttur, að ó- gleymdri minni eigin konu Ingu Andreassen, fyrir gott samstarf og skemmtilega samveru.” Við þökkum Mattíasi sömuleiðis fyrir spjallið. um eitt jafntefli, duttum þar með útúr keppninni.” Héðinn: „Við vorum óheppnir að mörgu leyti. Leikirnir voru mjög stuttir 2X15 mínútur hver svo við vorum varla komnir í gang þegar leikurinn var búinn. Fyrirkomulag- ið á keppninni var þannig að í hverjum riðli kepptu fjögur lið og tvö efstu komust áfram í undanúr- slit, þriðja liðið lenti í B -keppni og fjórða liðið datt út. Og í okkar riðli voru það sem sagt við. En það var svo sem allt í lagi og ekkert við því að segja. Við gerðum það sem við gátum.” Ari: Eftir að við vorum hættir keppni fylgdumst við með undanúr- slitunum og úrslitaleiknum sem fór fram á Bislett leikvanginum i Osló.” Hverjir unnu í ykkar aldursflokki? Ari: Það voru Brasilíumenn. Þeir voru alveg í sérflokki og unnu úrslitaleikinn 5-1. Úrslitaleikinn léku þeir við Norðmenn og lentu þeir því í 2. sæti. Héðinn: Daginn áður en við fórum heim lékum við svo æfinga- leik við 4. flokk liðs sem heitir Stovner Kammerater og þjálfari þeirra er Omar Bragi Stefánsson en hann leikur með meistaraflokki þessa liðs. Við töpuðum 4-2 og það var óheppni því við áttum alvegjafn mikið í leiknum.” Hvað gerðuð þið svo þegar ekki var verið að leika knattspyrnu? Ari: Við fórum í bæinn og versluðum og fórum m.a. í Tívolíið í Osló. Héðinn: „Já og á leiðinni frá Kongsberg til Osló komum við í Drammen og fórum upp á fjall eftir jarðgöngum sem liggja inní því. Fjallið heitir Spiralen og það var mjög gaman. Ari: Við fórum einnig á Holmen- kollen svo eitthvað sé nefnt.” Eruð þið ánægðir með ferðina? Báðir: Já mjög. Þetta var mjög skemmtileg ferð og við viljum þakka öllum sem lögðu okkur lið við að komast þetta og sérstaklega viljum við þakka fararstjórunum okkar Pálma Sighvatssyni og Matt- íasi Viktorssyni og konum þeirra fyrir mjög góða ferð og örugga fararstjórn.” Hvað viljið þið svo segja að lokum? Báðir: „Ekki annað en það að við vonum að Tindastóll fari aftur á þetta mót og komist lengra í keppninni.”

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.