Feykir


Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 5

Feykir - 15.08.1984, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 15. ÁGÚST 1984 FEYKIR 5 KJARAKAUP - LÆGRA VÖRUVERÐ Verð Kjara- áður kaup Þvottaefni frá Frigg: Alfa Beta 5 kg 315.95 279,45 Iva 550 gr 39,65 35,05 Þvol 680 gr 30,05 27,65 Dún 2 1 129,85 115,95 Þvottaefni: frá Sjöfn Vex 700 gr 42,20 37,90 Vex sparnaðarpk. 5 kg 255,00 225,30 Milda 5 kg 254,70 225,30 Þrif 1600 gr 72.80 65,35 Plús mýkingarefni 1 I 42,20 37,90 Bökunarvörur: Strásykur 2 kg 29 26 Flórsykur 0,5 kg 15 9,40 Púðursykur 0,5 kg 13 11,05 Juvel hveiti 2 kg 30,85 27,50 Kornvörur: Ota sólgrjón 475 gr 24,75 23,45 Ota sólgrjón 950 gr 48,90 43,60 Ota sólgrjón 1900 gr 95,65 85,20 Hafrafras 375 gr 57,15 49,30 Pama hrísmjöl 350 gr 31,00 27,60 Kaptain Knaas 325 gr 59,50 51,30 Gullkorn 325 gr 47,00 40,55 Kornflögur: Kelloggs Snapp 500 gr 56,60 48,60 Kelloggs Snapp 1000 gr 107,00 92,40 Kelloggs 375 gr 58,75 50,65 Kelloggs 500 gr 68,90 59,30 Rice Crispies 375 gr 74,40 64,15 Pasta: Spaghetti Bol 400 gr 26,60 22,95 Spaghetti Bol 1000 gr 64,30 55,40 Spaghetti Tunna 400 gr 28,20 26,90 U makkarónur 500 gr 32,85 28,30 Snabb makkarónur 450 gr 36,50 31,50 Sanitas safar Sykursn. appelsínusafi 1 I 57,95 51,50 Appelsinusafi 1 I 63,75 44,05 Flóru ávaxtadykkir Appelsínu 780 ml 51,35 46,20 Ananas 780 ml 51,35 46,20 Jarðaberja 780 ml 57,35 48,05 Ardmona niöursoönir ávextin Cocktail 1/1 82,60 71,25 Perur 1/1 77,80 67,40 Feskjur 1/1 80,30 72,40 Svali 1/4 7,15 6,20 Floridana 1/4 15,95 14,95 Sunnan 10 1/4 13,30 11,85 Tropi 1/4 17,20 14,85 Eplasafi 1/4 12,30 10,60 Þykkni 1/4 48,40 43,00 Verö áður Tilboð SPAR tekex...... 19,90 15 SPAR kruður .... 49,30 37 SPAR piparkökur 46,65 35 SPAR flögur..... 29,60 15 SPAR eplamús .. 32,80 25 SPAR hunang ... 107,- 80 Mikið saumað í Víðidal Rekstur saumastofunnar Borgar í Víðihlíð í Víðidal skapar nú orðið mikla atvinnu í sveitinni og hefur veruleg áhrif á tekjumöguleika fólks þar. Samkvæmt upplýsing- um Sigurðar J. Líndal á Lækja- móti voru greiddar 300 þúsund krónur í vinnulaun í júlí. Þess ber þó að geta að þá var unninn langur vinnudagur, enda mikil verkefni fyrirliggjandi. A þessu ári verða framleiddar útflutningsvörur fyrir um 6 milljónir króna. Hlutafélagið Borg hf. var stofn- að árið 1977. Starfsemi þess fer fram í kjallara félagsheimilisins Víðihlíðar, en húsnæðið er löngu orðið of lítið, því starfsemin vex hröðum skrefum. Fyrir tveimur árum var tekinn grunnur að byggingu undir starfsemi fyrir- tækisins og nú hefur verið ákveðið að halda þar áfram byggingar- framkvæmdum. Verður húsið, sem verður 220 fermetrar, vænt- anlega tekið í notkun á næsta ári. Góða skapið má ekki gleymast heima undir nokkrum kring-m|umfehoar umstæöum. Vrád VEIÐIFRÉTTIR Helmingi minni veiði í sumar Ekki höfum við handbærar tölur um veiði i einstökum ám að þessu sinni, en mönnum ber saman um að veiði i sumar í húnvetnskum og skagfirskum ám sé allt að helmingi slakari en í fyrra og var hún þó ekkert til að hrópa húrra fyrir þá. Sem dæmi má nefna að laxafjöldi úr Víðidalsá nemur nú ekki nema helmingi þess fjölda sem kominn var á land á sama tíma í fyrra. Menn hafa verið með ýmsar skýringar á þessu og telja sumir að óvenju kalt sumar i fyrra hafi drepið fjölda þeirra seiða sem áttu að skila sér í sumar. Menn vona núna að hlýindin í sumar muni skila góðum árgöngum 1985 og 1986. Veiðisaga frá Vatnsdalsá Við látum svo eina veiðisögu fylgja með til að létta skapið. Maður nokkur sem átti veiðileyfi í silungasvæði Vatnsdalsár bauð með sér vini sínum sem aldrei hafði komið nálægt stangveiði á ævinni. 1 fyrstu ætlaði vinurinn ekki einu sinni að hafa með sér stöng en skipti þó um skoðun á síðustu stundu, hljóp inn í veiðar- færaverslun í Reykjavík og keypti þar ódýrustu stöng og hjól sem bauðst. Mun búnaðurinn hafa verið ætlaður börnum sem tekin eru með i veiðitúra og vilja endilega hafa eitthvað í höndunum, þó ekki geri nokkur maður ráð fyrir því að hægt sé að draga fisk með þessu verkfæri. Er nú skemmst frá því að segja að ekki hafði vinurinn fyrr rennt færinu útí vatnið en bitið var á og eftir stutta viðureign lá 19 punda lax á bakkanum. Varð nú söguhetjunni svo mikið um þettaað hann fór í langan göngutúr og kom ekki aftur að ánni fyrr en rétt áður en veiðum skyldi hætt. Datt honum þá í hug að ekki sakaði að renna færinu útí einu sinni. Varla var öngullinn kominn ofan í vatnið fyrr en svo fór sem fyrr, bitið var á og hófst nú mikill eltingaleikur upp og niður með allri á og lauk ekki fyrr en klukkutíma seinna með því að á bakkanum lágu hlið við hlið 19 punda lax og örmagna veiðimaður og horfðust í augu. Báðir jafn hissa. HVER ER MAÐURINN? blaðinu 18. júlí s.l. Hún reyndist vera af Ólafíu Steinunni Pétursdótt- ur frá Litluborg í Vestur-Húna- vatnssýslu, fædd þar 1898, en dáin á Vífilsstöðum 1921, ógift og barn- laus. Foreldrar hennar voru þau Pétur Jóhannesson bóndi á Litlu- borg og kona hans Sigurlaug Jónsdóttir. Við kunnum Pétri og Óskari bestu þakkir fyrir upp- lýsingarnar. Enn höldum við áfram með myndir úr dánarbúi Gisla Guð- mundssonar veitingamanns á Sauð- árkróki og að þessu sinni eru þær allar teknar af H. Schiöth ljós- myndara á Akureyri. Og þá er bara að minna enn á símann okkar og heimilsfang, ef lesendur geta frætt okkur um, hverjir barna eru: Safnahúsið, 550 Sauðárkróki, sími 95-5424. 123 Óskar Þórðarsop f.v. deildarstjóri byggingadeildar borgarverkfræðings í Reykjavík hringdi til okkar vegna myndar nr. 116, sem birtist í blaðinu 23. júní s.l. Hann taldi myndina vera af Þórði Kristinssyni frá ísafirði (f. 1885, d. 1929). Þórður var tekinn í fóstur 9 ára gamall af þeim hjónum séra Hallgrími Thor- lacius og Sigríði Þorsteinsdóttur í Glaumbæ og ólst þar upp, en Sigríður var móðursystir Þórðar. Þórður kvæntist síðar Dýrunni Jónsdóttur frá Ögmundarstöðum. systur þeirra bræðra Björns hrepp- stjóra á Stóru-Seylu og Margeirs bónda og fræðimanns á Ögmundar- stöðum. Einnig fengum við bréf frá Pétri B. Ólasyni bónda í Miðhúsum i Vatnsdal með greinargóðum upp- lýsingum um mynd nr. 118 úr

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.