Feykir


Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 2

Feykir - 09.01.1985, Blaðsíða 2
2 FEYKIR Miðvikudagur 9. janúar 1985 Feykir ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Guðbrandur Magnússon ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson ■ BLAÐAMENN: Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ: 28 krónur hvert tölublað; í lausasölu 30 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 120 krónur hver dálk- sentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern miðvikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon, Sauðárkróki. Er bara boðið upp á hobbýnám? Oft hefur verlð rætt um það að skólar landsins séu i ónógri snertingu við lífið utan skólaveggjanna. Slík gagnrýni beinist eðlilega helst gagnvart framhaldsskólum, þarsem sérhæfing náms hefst að einhverju marki. Kvartað er undan því að þekking og gildismat sem kennt er i skólanum fái litinn hljómgrunn þegar út i lífið er komið. Þetta var m.a. umfjöllunarefni á ráðstefnu Lifs og lands s.l. haust um stöðu atvinnuveganna. Þar sagði Jón Erlendsson, forstöðumaður Upplýsingaþjónustu rannsóknarráðs, m.a.: „Langt og strangt nám í greinum sem ekki „er markaður fyrir” þegar út er komið endar oft í snöggri kúvendingu í allt aðra átta. Við þetta bíða framadraumar margra ófyrirséð skipbrot. Skólinn vinnur sitt verk áfram. Síst af öllu gefur hann fyrlrheit um erfiðleika og kúvendingar þegar út er komið. Lffið eftir skólann ersjaldan umfjöllunarefnl innan veggja hans.” Jón varar einnig við því að skólinn gerist þægur og skammsýnn þjónn annarra og vanræki forystuhlutverk sem honum sé ætlað og fáir aðrir geti axlað. Dr. Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Iðntæknistofnunar, ræddi einnig um hlutverk skólanna i þeirri viðamiklu atvinnubyltingu sem er að eiga sér stað í kjölfar tölva og vélmenna. Nefndi hann sem dæmi áhrif rafeindatækni á lítil fyrirtæki i tréiðnaðl. Ingjaldur sagði orðrétt: „Segja má, að það nám, sem iðnskólar bjóða þeim, sem leggja vilja fyrirsig störf f tréiðnaðl sé f raun ekki annað en „hobbýnám”. Þaðsemþarer kennt hentar fyrst og fremst þeim, sem vilja dunda við smiðar úr tré í frfstundum. Þær aðferðir, sem þar eru kenndar nýtast að visu illa íslenskum tréiðnaði í dag, en munu verða að mestu leyti úreltar eftir að hin nýja tækni hefur verið tekin i notkun. Þá mun fagmaðurinn að mestu leyti vinna sltt starf vlð tölvuskerm jafnvel i litlum fyrirtækjum.” í framhaldi af þessu bendir Ingjaldur á mikilvægi grunnmenntunar, að leggja þurfi aukna áherslu á lestur, reikning, tjáskiptiog frumlega hugsun. Ingjaldur hefur oftaren einu sinni sett fram þá skoðun að f mörgum hefðbundun iðngreinum sé jafnvel meiri þörf á almennri menntun, ekki síst tungumálakunnáttu, heldur en faglegri þekkingu á gamaldags vinnuaðferðum. Með tilliti til orða þessara manna þarf að gaumgæfa námsframboð t.d. fjöbrautaskólanna, að ekki sé verið að mennta fólk í iðngreinum á síðasta snúningi. Dr. Ingjaldur Hannibalsson teiur að áherslur hafi ekki verið nægjanlega miklar á þeim sviðum í skólakerfinu, sem skipta okkur fslendinga kannski mestu máli núna. Sé mat þessara tveggja manna rétt er islenskt skólakerfi á villigötum, og þjónar ekki því hlutverki sem það ætti að gera. Galdrakarlinn Milli jóla og nýárs tók Leikfélag Sauðárkróks upp að nýju sýningar á Galdrakarlinum í Oz, sem frumsýndur var fyrir jól. Sýningar Leikfélagsins vöktu mikla ánægju og fóru margar fjölskyldur saman í leikhús um jólin. Þetta er í fyrsta sinn í langri sögu félagsins að barnaleikrit er tekið til sýningar. Vonandi verður ekki látið þar við sitja næstu 90 árin, og væri það gaman ef hægt væri að koma á þeirri hefð að sýna barna- og fjölskylduleikrit um jólaleytið. Galdrakarlinn í Oz er í uppfærslu Leikfélags Sauðár- króks galsafenginn og fjörug sýning og Tiikið um að vera allan tíman. Húsið var skemmtilega nýtt; áhorfenda- bekkjum var skipt þannig að gangur myndaðist eftir miðju salarins sem notaður var sem framlenging leiksviðsins. Einnig var leikið á hliðarsvölum. Er þetta trúlega í fyrsta sinn sem möguleikar Bifrastareru notað- ir á jafn áhrifamikinn hátt, og sýndi sig vel að húsið getur verið gott leikhús. Eina vandamálið þessu samfara er að ljósabúnað- ur er einungis miðaður við sviðið í norðurenda hússins, en það var Bjöm Egilsson frá Sveinsstöðum: Hvers Síðan á fyrra ári hef ég oft verið spurður: Hvers vegna gefur þú kirkjum og er er bætt við: Þú ert náttúrulega að gefa fyrir sálinni. Ég vil nú reyna að svara þessu svo allir þeir sem spurt hafa geti fengið svör frá mér, eftir því sem hægt er að svara. Fjöldi fólks fyrr og síðar hefur gefið kirkjum án þess að búast við að fá nokkuð í staðinn, aðeins til þess að fullnægja einhverri þörf á sviði tilfinninga. Það var á héraðsfundi í Skagafjarðarprófastsdæmi árið 1982, að rætt var um ástand kirkna í prófastsdæminu. Þá kom það fram að svo gæti farið að Hofstaðakirkja í Viðvíkur- hreppi yrði lögð niður. Hofstaðasöfnuður er fámennur og það er alkunnugt að fámennir söfnuðir í dreifbýli eiga mjög erfitt með að halda við og endurreisa kirkjur sínar. Mér brá ónotalega við þessi tíðindi. Um þriggja alda skeið eða lengur voru Hofstaðir annar mesti helgistaðir í héraðinu og jafnvel á öllu Norðurlandi. Þar stóð í kirkjunni tréskurðarmynd Maríu Guðsmóður. Mikill átrúnaður var á „Hofstaða- Maríu”, jafnvel meiri en á Krossinum í Kaldaðarnesi. Siðaskiptin gengu yfir með mikilli hörku. Klaustur voru brennd, krossinn í Kaldaðarnesi var tálgaður í spæni og brenndur. Talið er að Hofstaða- María sé enn til. Sé það rétt hefur þessi helgimynd verið falin á milli þils og veggjar og verið þar um aldir. Siðbót Lúters kom að gagni á sumum sviðum, bannfæringar- vald biskupa var afnumið, en hér á landi var það þýðing biblíunnar á íslenska tungu, sem mestu máli skipti, bæði til þess að allur landslýður fengi greiðan aðgang að speki Ritningarinnar og í öðru lagi til varðveislu tungu vorrar. En á móti kom það, að mikið af eignum kirkjunnar færðist undir yfirráð konungs. í Oz að nokkru leyst með því að koma fyrir einum ljóskastara í suðurenda sem lýsti norður ganginn. Ef ljósagrind væri eftir húsinu endilöngu, eins og er fyrir sviðinu, væri Bifröst frábært leikhús. Þar sem nú stendur yfir úttekt á húsinu og leiðum til að endurbæta það, er' ekki úr vegi að benda á þetta. Leikarar stóðu sig með mikilli prýði og er athyglisvert hversu jafn vel allir gerðu. Enginn veikur hlekkur. Þá setti stór hópur barna mikinn svip á sýninguna, sem bæði kom fram á sviði og í sönghópi að tjaldabaki. Galdrakarlinn er sennilega frumlegasta sýning sem Leik- félag Sauðárkróks hefur sett upp um árabil. Hávar Sigurjónsson, leikstjóri, hefur náð því besta út úr hópnum og með skemmtilegri nýtingu hússins stendur eftir minnisstæð sýning. —GM vegna Björn Egilsson Undirrótin að siðbót Lúters mun hafa verið aflátssala katólsku kirkjunnar. Honum mun ekki hafa þótt það nógu öruggt að hægt væri að kvitta fyrir syndir með jarðneskum fjármunum. Tilgangur katólsku kirkjunnar helgaði meðalið. Aflátsféð var notað til að byggja Péturskirkjuna í Róm og svo þurfti kirkjan mikið fé til að halda við og efla kristindóm. Fjöldi fólks lét af hendi fjármuni sem það komst ekki með yfir línu lífs og dauða. Því ekki það? Siðbótin var ekki að öllu leyti af hinu góða. Eftirmenn Lúters efldu svo útskúfunarkenning- una að hún lá eins og dimmt ský yfir Þýskalandi um aldaraðir. Katólikkar höfðu þó Hreins- unareldinn, þar sem sálir framliðinna máttu vera 300 ár að jafna sig eftir jarðvistina. Það hygg ég að katólskir menn séu oft trúarsterkari en mótmæl- endur. I því efni má benda á kraftaverkin í Lúrd í Frakk- landi. Kraftaverk gerast þegar trúin er nógu sterk. Guðstrú er hverjum vitiborn- um manni frumstæð þörf og hefur svo verið frá örófi alda. Einlæg Guðstrú er formlaus, en menn hafa gert henni form í margvíslegum myndum. Ef til vill er fyrirmyndin úr ríki náttúrunnar. Þar eru allsstaðar umbúðir um kjarnann. Deilur um trúarbrögð eru deilur um form, ekki kjarnann, Guðstrúna sjálfa og stundum gera menn umbúðirnar, hismið, að kjarna, aukaatriði að aðalatriðum. í kristnum kenn- ingum eru ýmis ágreiningsefni. Sumir trúa ekki á meyjarfæð- inguna. Ég neita henni ekki. Sé hún rétt, er það vegna þess, að þar eru að verki lögmál í hinum andlega heimi, sem við þekkjum ekki. Aðrir efast um Hvíta- sunnuundrið. Ég heyrði prest nokkurn segja að hann ætti ekki bágt með að predika um heilagan anda, því hann væri allsstaðar og í öllu. Annar prestur sagðist aldrei messa á Uppstigningardag, því hann tryði ekki á tilefni þeirrar hátíðar. Þá er kenningin um Dómsdag. í raun er hver dagur í lífi manna dómsdagur: „Sérhver hefur sinn dóm með sér”. Ég trúi lítið á fyrirgefningu syndanna. Ég man ennþá það sem fermingarfaðir minn, séra Sigfús á Mælifelli, sagði við okkur börnin, að allir yrðu að búast við þvi að mega líða eitthvað fyrir syndir sínar. Ég 9 trúi því að hver sé sinnar gæfu smiður. Ég hef aldrei getað trúað því að sálum venjulegra manna verði skotið inn í himnaríki „með einu pennastriki” og hljóti þar sæluvist um eilífar tíðir. Til þess að sálir manna geti sameinast guðdóminum, verða þær fyrst að verða fullkomnar, eins og Kristur er fullkominn. I húsi föðurins eru margar vistarverur, mörg þróunarstig. Kirkjan boðar fyrirgefningu syndanna með ákveðnu skilyrði. Það ereinlæg iðrun. Égget fallist á, að syndir séu fyrirgefnar í hlutfalli við það sem yfirbótin nær og sálin þokast á hærra þroskastig. I skopi var það kallað að syndga upp á náðina þegar menn fengu fyrirgefningu synda á helgum dögum, en héldu svo áfram að drýgja sömu syndir. Ég held að hinu venjulega meinlausa fólki líði ekki illa eftir dauðann. Umhverfið breytist lítið. Eskimóinn verður á ís, en ræktarmaðurinn á grænum grundum. Ég mun verða í kargaþýfðum valllendismó, af því mér tókst ekki að slétta og rækta jörðina. Þar mun ég bíða rólegur þangað til ég fæ að fara aftur til jarðarinnar, til þess að læra meira. I hinum andlega heimi er ekkert hægt að gera af sér og þá ekkert hægt að læra. „Englameyjar eru sjálfsagt allar saklausar”. Eftir Héraðsfund þann sem áður er getið um fór ég að hugsa um Hofstaðakirkju og fannst það ömurlegt ef kirkjuhús legðist niður á þessum fornhelga stað og ákvað að gefa kirkjunni dálitla fjárhæð, ef það mætti verða til þess, að kirkjan yrði endurreist. Einu sinni fyrir löngu hef ég komið heim á hlaðið á Hofstöðum, en aldrei inn í kirkjuna. Kirkjan er reisulegt hús, byggð 1905, en orðin skemmd af fúa. Hún stendur á fallegum stað, þarsem sér vítt yfir héraðið og setur svip á umhverfið. Það hefur verið sagt að ég hafi hlotið að fá geðveikiskast þegar ég gaf Hofstaðakirkju. Ekki neita ég því að ég sé geðveikur. í Ameríku hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að 80% af lýðnum sé ekki alveg normal. Það er margt sem má flokka undir geðveiki, svo sem reiði, hefnigirni, öfund, ásókn í völd í mannlegu samfélagi. Agirnd er svo mikil að menn vilja deyja ofan í mikla dyngju af bankaseðlum. Margt fleira mætti telja. Það er lífsins balsam að vera með konum (ég hugsa sem karlmaður), en það er hægt að misbrúka. Geðveiki mín er gjöf til Hofstaðakirkju og þykist ég sleppa vel ef ég hef ekki fleiri tegundir af þessum fjölbreyti- lega sjúkdómi sem eins mætti kalla mannlega smæð. Mér hefur aldrei dottið í hug að það hafi nokkur áhrif á sálarheill mína, hvort ég tek þátt í endurbyggingu Hofstaðakirkju eða ekki. Ég fer alveg jafn syndugur úr þessum heimi. En ég vil virða Guðstrú feðra minna, hvort heldur þeir voru katólskir eða Lúterstrúar. Þess vegna gef ég kirkjum, þó lítið sé. Björn Egilsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.