Feykir


Feykir - 09.01.1985, Side 3

Feykir - 09.01.1985, Side 3
REYKJAVÍK Á Broadway gengur skemmtun Ríó Tríósins fyrir fullu húsi allar helgar. Flugleiðir bjóða helgarferðir og hótel- gistingu í samvinnu við Broadway oger réttast að snúa sér til umboðsmanns Flugleiða eftir nánari upplýsingum. Veitingahús. Við kynnum tvö vönduð veitingahús í þessu tölublaði, Arnarhól og Torfuna. Arnarhóll hefur þegar skapað sér nafn sem einn vandaðasti veitingastaður Iandsins. Hann er í sama húsi og Óperan við Ingólfsstræti og þar er boðið uppá kvöldverð í tengslum við sýningar Óperunnar og Þjóðleikhússins. Skúli Hansen, yfirmatreiðslumaður og eigandi, tjáði okkur að vissara væri að panta borð með góðum fyrirvara, minnst þremur dögum áður en fara á út að borða. Torfan er einnig staðsett miðsvæðis með tilliti til Óperunnar og leikhúsanna. Hún er í gömlu húsi við Lækjargötuna við hlið Menntaskólans i Reykjavík og þar geta menn notið matar og drykkjar í þægilegu andrúmslofti. Báðir þessir staðir bjóða afslátt fyrir hópa stærri en 10 manns og er sjáifsagt að notfæra sér það þegar margir eru saman á ferð. Síminn á Arnarhóli er 18833 og á Torfunni 13303 og við minnum enn einu sinni á að öruggast er panta borð ekki seinna en á miðvikudegi fyrir þá helgi sem ætlunin er að lyfta sér upp. Kvikmyndahúsin sýna mikið úrval mynda nú eftir áramótin. Við bendum á nýju íslensku kvikmyndina Gullsand eftir Ágúst Guðmundsson sem sýnd er í Austurbæjarbíói. Þar fara Pálmi Gests- son og Edda Björgvinsdóttir á kostum í aðalhlutverkum. Lausaganga hrossa bönnuð Okkur er það einstök ánæcya að geta nú boðið ykkur að lengja leikhúsferðina. T.d. með því að njóía kvöldverðar fyrir leiksýningu, í notalegum húsakynnum okkar handan götunnar, eða ef þið eruð tímabundin, að njóta hluta hans fyrir sýningu og ábœtis eða þeirrar hressingar sem þið óskið, að sýningu lokinni. Peim sem ekki hafa pantað borð með fyrir- vara, bjóðum við að velja úr úrvali ýmissa smárétta, eftir leiksýningu, á meðan húsrúm leyfir. /\ðeins frumsýningarkvöldin framreiðum við fullan kvö/dverð eftir sýningu, ef pantað er með fyrirvara. HEIÐRUÐU LEIKHÚSGESTIR: Með þessu tölublaði hefur nýr þáttur göngu sína í blaðinu, Skemmtanalíf og ætlum við þar að koma til móts við þá lesendur blaðsins sem hyggja á ferð til Reykjavíkur og/eða Akureyrar sér til upplyftingar og skemmtunar, en nú er einmitt runninn upp tími helgarferða. Feykir mun reyna að segja frá því helsta sem er að gerast í lcikhúsunum, kvikmyndahúsunum, skemmtistöðunum, söfnunum og hjá hljómsveitunum svo og hvernig þægilegast er að nálgast miða og annað slíkt svo það þurfi ekki að verða fólki til tafa og leiðinda loks þegar komið er á áfangastað. Við munum einnig koma með tillögur um góða og þægilega veitingastaði sem er að finna i Reykjavik og á Akureyri, en ölstofur og veitingastaðir eru nú orðnir svo mýmargir, að sjálfsagst er að kynna sér fyrirfram hvar þeir eru og hvað þeir bjóða. Það getur sparað bæði peninga og fyrirhöfn. Allar uppástungur lesenda í þessu efni eru að sjálfsögðu mjög vel þegnar. Leikhús. Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú eftir áramótin þrjú leikrit. Gísl eftir Brendan Behan, Dagbók Önnu Frank og s.l. laugardag var frumsýnt nýtt leikrit, Agnes - bam Guðs. Miðapantanir hjá Leikfélagi Reykjavíkur eru í síma 16620 eftir klukkan 14 alla daga og það er hægt að panta miða með allt að því viku fyrirvara. Þjóðleikhúsið sýnir einnig þrjú leikrit: Milli skinns og hörunds eftir Ölaf Hauk Símonarson, Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson og Kardimommu- bæinn eftir Thorbjörn Egnér. Það er rétt að vera tímanlega á ferðinni með miðapantanir á Kardimommubæinn sívinsæla því oftast er uppselt 2-3 sýningar fram í tímann. Aðgöngumiða- salan er opin alla daga frá kl. 13.15 - 20.00 og síminn er 11200. Óperan í Gamla Bíó sýnir Carmen stöðugt fyrir fullu húsi og víst mun marga langa til að sjá þá sýningu. Þá er vissara að panta miðana með fyrirvara og síminn hjá Óperunni er 11475. Sinfónían er með sína reglulegu tón- leika á fimmtudagskvöldum í Háskóla- bíói. Miða á tónleika er hægt að kaupa í Bókaverslun Lárusar Blöndal á Skóla- vörðustígnum, rétt upp af Laugaveg- inum. Miðvikudagur 9. janúar 1985 skemmtanalíf FEYKIR 3 \ið opnum klukkan 18 öll kvöld, fyrir þá sem hafa pantað borð. (Annars kl. 19.) Ef um hópa er að rœða, bendum við á nauðsyn þess að panta borð með góðum fyrirvara. Meö ósk um að þið eigið ánœgjulega kvöldstund. ARNARHÓLL Hverfisgötu 8-10. Borðapantanir í síma 18833. »■ -^^i= Upprekstur á hrossum verður ekki leyfður á Auðkúluheiði a.m.k. næstu fjögur sumur. Þann tíma mun Landsvirkjun nota til þess að græða upp land sam- kvæmt virkjunarsamningunum, en talið er mikilvægt að lausaganga hrossa sé ekki á heiðinni meðan sú uppgræðsla stendur yfir. Stjórn Upprekstrarfélags Auð- kúluheiðar og fulltrúar Lands- virkjunar undirrituðu nýlega samning um þessi mál. Til þess að hindra lausagöngu hrossa samþykkir Landsvirkjun að girða af þau heimalönd, sem eru framan núverandi afréttargirð- ingar. Einnig verður girt af hólf á heiðinni þar sem upprekstur hrossa verður leyfður. Beitarþol þess hólfs verður metið og þess gætt að þar verði ekki um ofbeit að ræða. Einnig samþykkti Landsvirkj- un að greiða Upprekstrarfélag- inu 2,3 milljónir króna og á að nota féð til þess að auðvelda bændum að hafa hross sín heima. Að sögn Torfa Jónsson- ar oddvita á Torfalæk hefur hreppsnefnd Torfalækjarhrepps þegar greitt bændum þá upp- hæð, sem kemur í hlut Torfa- lækjarhrepps, en upphæðin skipt- ist milli hreppanna eftir eignar- hlut þeirra í heiðinni. Hverjum bónda í Torfalækjarhrepp eru greiddar 2.690 kr. á framtalið hross 1983. Að sögn Sigurjóns Lárussonar oddvita Svínavatns- hrepps hefur hreppsnefnd þar í hreppi enn ekkert ákveðið hvem- ig þessu fé verði skipt. Það þurfi að athuga ýmsa hluti áður, m.a. hverjir óski þess að fá heimild til þess að reka í hólfið á heiðinni, sem girt verður fyrir hrossabeit. Leiga Blöndu hældtar um 50% Félagar í Stangveiðifélagi Reykja- víkur, Stangveiðifélagi Blöndu- óss og Stangveiðifélagi Sauðár- króks munu stunda veiðar í Blöndu næsta sumar. Vatna- svæðið var fyrir nokkru boðið út og buðu þessi félög 1250 þúsund í Blöndu. Leiga árinnar hækkar um 50% frá því síðastliðið sumar. Leiðréttingar I síðasta tölublaði Feykis árið 1984, jólablaðinu, birtist ferða- saga skráð af mér um ferð yfir hluta Hákambaleiðar. Ég gat þess raunar í greininni, að við félagar sem við sögu komum hefðum orðið þess varir, bæði þá og síðar, að kort af þessu svæði eru ónákvæm, svo ekki sé meira sagt. Nú hafa Fljótamenn komið að máli við mig og sagt mér, að mér hafi skotist með staðsetningu á tveimur örnefn- um að minnsta kosti, og er þar átt við Ysta-Vik og Syðsta-Vik. Röng staðsetning þeirra á korti orsakaði það, að ég misskildi frásögn Kolbeins heitins á Skriðulandi um leið þessa í Árbók F.í. árið 1967. Kann ég Fljótamönnum bestu þakkir fyrir að upplýsa mig og aðra um hið rétta í málinu, og væri mér og sjálfsagt fleirum, akkur í að fá að vita meira um örnefni þarna, bæði þau sem ég fór rangt með, svo og ekki síður hin, sem ógetið er. Guðbrandur Þorkeil Guðbrandsson. I minningargrein um Böðvar Emilsson var rangt farið með nafn karlakórsins sem söng við útför Böðvars. Það var Heimir sem þar söng.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.