Feykir


Feykir - 06.02.1985, Page 2

Feykir - 06.02.1985, Page 2
2 FEYKIR 3/1985 umræður Sauðárkróksbær kaupir víðtæka ábyrgðartryggingu af Brunabótafélagi Um hækkun hitaveitugjalda á Sauðárkróki - álit K-listans Við á K-listanum höfnum ó- sanngjörnum álögum á íbúa bæjarins. Af þeim sökum var gerð svofelld bókun við af- greiðslu á liækkun hitaveitu- gjalda á bæjarstjórnarfundi 22. janúar s.l. „Eg fellst ekki á hækkun hitaveitugjalda um 15% um- fram byggingavísitölu sem þýðir 26,5% hækkun gjalda frá og með 1. febrúar n.k. Astæður fyrir þessu áliti eru margar, þær helstu skulu tilgreindar. Bæjarsjóður skuldar Hitaveitunni a.m.k. l,7m.kr. án allra fjármagnsgjalda. Sam- kvæmt yfirliti um vanskilastofn að upphæð 584.800:- fyrir árin 1984 og fyrr, eru nú dráttarvextir orðnir 2.095.856:- vanskilin nema því 2.680.656:- Til þessara vanskila hefði ekki þurft að koma, ef bæjarsjóður hefði staðið í skilum við Hitaveituna. Það er því augljóst að, ef bæjarsjóður gerði upp skuldir sínar við Hitaveituna myndi afkoma veitunnar verða mjög góð miðað við þær áætlanir sem fyrir liggja. Þá þyrfti ekki að koma til þeirrar 15% auka- hækkunar umfram almenna verðlagsþróun sem samþykkt veitustjórnar gerir ráð fyrir. Slaklegri fjármálastjóm Hita- veitunnar er með öllu óeðiilegt að velta yfir á neytendur, eins og rík tilhneiging hefur verið til síðustu tvö árin. Engin trygging er fyrir því að vanskilastefnu núverandi meirihluta verði aflétt á þessu ári. Fremur ber að álykta sem svo að menn standi i sömu sporum í lok þessa árs og núverandi valdhafar gefi sér sömu forsendur og nú um verðlagningu á Hitaveitugjöld- um fyrir árið 1986. Að nota sér Hitaveituna að hluta til að afla almennra skatt peninga til sveitarfélagsins er með öllu óeðlilegt. Notendur Hitaveitunnar verður að verja fyrir ósanngjarnri skattheimtu. Skattbyrðarnar eiga að leggjast á íbúana með öðrum hætti.” Forsendur I framlögðum gögnum um tekju- og greiðsluáætlun Hita- veitu Sauðárkróks fyrir árið 1985 kemur fram að heildarút- gjöld eru áætluð 17.306.000 þús. (sjá meðf. töflu). Tekjur eru hinsvegar áætlaðar samkvæmt hækkunartillögu no. 4 og gefa niðurstöðuna 17.805.868:-rekstr- arafgangur því 499.868:- Okkar tillögur K-Iistinn gat hinsvegar fallist á tillögu no. 1 sem er hækkun samkvæmt spá um bygginga- vísitölu, sem gefur af sér 15.714.689:- í tekjur. Mismunur tekna og gjalda því 1.591.311:- Þennan mismun átti að okkar SAMEIGINLEGUR KOSTNAOUR. REIKNUÐ LAUN V. FRftMKVltMOA -150000 DATTTAKA ÓATNSV. I STJ. UE. -250000 LAUN ÖEITU- OG ÖERKSTJORA. 1150000 EFTIRLAUN. 80000 OhMUR LAUNi <INNHEIMTA)i 15000 FítOISPENINGAR. 25000 LAUNATENGD GJULD. 90000 PRENTUN,PAPPIR,RITFUNG. 30000 HREINLÆTI SVUR'JR OG HLIFOARF 5000 SMAÖERKFÆRI OG AHULD. 10000 SIMI OG POSTUR. 18000 AUGLYSINGAR. 10000 BIFREIOASTYRKIR. 5000 FEROAKOSTNAOUR. 50000 ENDURSKOOUN. 80000 SKYR8LLWELAÞ J0NU8TA. 20000 TRYGGINGAR. 80000 ÞATTTAKA I S**1EIGINL. KOSTN 420000 DATTAKA I REKSTRI AHALDAH. 320000 At'#>4AR KOSTNAOUR. 80000 SAMTALSl 2088000 DÆLUSTUÐL*AR OG ÖIRKJANASÖ. 2200000 DREIFIKERFI. 500000 FJARMAGNSKOSTN. 1996000 REKSTUR SrFREIOA. 330000 SAMTALS. 5026000 GJULD SAMTALS 7114000 VTBORGANIRi OGREIDDIR VEXTIRi . 2150000 GJALDFALLNAR AFÐORGANIR. 585000 BIRGOAAUKNING. 0 BYGGING AHALDAHU8S. 72000 NY AHOLD OG TfCKI . 100000 BIFREIOAKAUP-ENDURNYUN i 350000 TIL BÆJAR6JOÐ8i 0 GAMLI BÆRINN. 2530000 HLIOARWJERFI. 150000 HLIOARWERFI 8T0FNLUGN. 250000 IÐNAOAR9JC01. 80000 IÐNAOARS»Ji€OI 8T0FNLUGN. 50000 TUNAHUERFI. 150000 TUNAHVERFI STOFNLÖGNi 0 EYRIN. 100000 NYR MIOBÆR OG SKOLAtWW. 100000 FRAGANGUR DtELUST. OG VIRKSU 1100000 AFÐORGANIR LANA. 2425000 8AMTAL8I 10192000 GJDLD OG UTB. SAMTALSi 17306000 mati að greiða með þeim skuldum er Bæjarsjóður hefur stofnað til við Hitaveituna, aðallegaáárunum 1982 og 1983. Að réttu lagi hefði Bæjarsjóð- ur átt að greiða allan fjármagnskostnað vegna van- skila skulda Hitaveitunnar sem augljóslega hafa orðið til vegna þeirrar áráttu að taka peninga Hitaveitunnar traustataki til almennra nota í Bæjarsjóði. Væru þessar skuldir uppreikn- aðar á föstu verðlagi með almennum lánakjörum yrði þessi skuld Bæjarsjóðs ekki um 1,7 m.kr., hún yrði a.m.k. milli 3 og 4 m.kr. Samtrygging??? Það vekur óneitanlega mikla athygli að Framsóknarflokkur- inn og Alþýðubandalagið með fulltingi Sjálfstæðisffokksins skuli treysta sér til af litlum ástæðum að hækka hitaveitugjöld um 15% umfram verðtryggingu, eins og kjörum fólks er háttað um þessar mundir. Varnir okkar Vel rekin og ódýr hitaveita er eitt andsvar okkar við fólksflótta til Faxaflóasvæðis- ins. Hitaveitan er einn af hyrningasteinum þessaðbærinn okkar vaxi og dafni svo sem verið hefur að undanförnu. Víða horfir illa hér á Norðurlandi vegna fólksfækkunar bæði í dreifbýli og þéttbýli. Höldum vöku okkar og snúum bökum saman og gerum fólki fýsilegt að búa betra lífi á landsbyggðinni. Sauðárkrókur hefur alla möguleika á að vera eitt helsta vígi öflugrar landsbyggðar- stefnu. Það vígi stendur enn, en rjúfum ekki óþarfa skörð í varnir okkar. Hörður Ingimarsson Nýlega var gengið frá samningi milli bæjarstjórnar Sauðárkróks og Brunabótafélags íslands um alhliða vátryggingavernd félags- ins fyrir kaupstaðinn. Er hér um að ræða svokallaðan „sveita- stjórnarpakka BÍ”. Auk hefðbundinna trygginga á fasteignum, lausafé og starfsfólki, er í pakkanum víðtæk ábyrgðartrygging gagn- vart atvikum, sem bærinn kann að vera skaðabótaskyldur gagnvart þriðja aðila. Þá felur pakkinn í sér það nýmæli, að öll skólabörn í bænum eru slysatryggð á skólatíma og á leið úr og í skóla. Nær sú tryggingavernd einnig til þeirrar starfsemi, sem er á vegum bæjarins á sumrin fyrir börn á skólaskyldualdri. Með samningi þessum er Sauðárkrókur kom- inn í hóp þeirra fjölmörgu sveitarfélaga, sem gert hafa slíkan vátryggingasamning við Brunabótafélagið. A fundi, sem haldinn var 10. janúar með bæjarstjórn Sauðár- króks gerði Ingi R. Helgason, forstjóri BI, grein fyrir þeirri endurskoðun, sem gerð var á brunabótamati fasteigna á Sauðárkróki á s.l. hausti. Voru þá endurskoðaðar vátrygginga- fjárhæðir allra fasteigna í bænum og leiddi það til verulegra leiðréttinga á mörgum húseignum. Við þetta lækkaði heildarmat til brunabóta um 18.6%. Má segja að með þeirri endurskoðun og hinum nýja samningi séu vátryggingarmál þau, sem snúa að bæjarstjórn, í góðu horfi. (Fréttatilkynning) r Afengi selt fyrir tæpar 26 milljónir króna árið 1984 Mikill samdráttur hefur orðið í áfengissölu á Siglufirði eftir að ÁTVR opnaði vínbúð á Sauðárkróki 19. október 1983. Það má m.a. lesa út úr nýbirtum tölum um áfengissölu 1. október til 31. desember 1983 og 1984. Meðalsöluauknning yfir allt landið er 31.64%, var um 310.247 þús. kr. fyrra tímabilið en það seinna um 408.391 þús. kr. Séu hins vegar útsölur á landsbyggðinni einungis teknar, er söluaukningin þar 61.4%. Skýringin á þessum mun er, að í raun er um samdrátt að ræða í Reykjavík vegna þess að útsölum fjölgaði, t.d. var ný vínbúð opnuð á Selfossi. (Athugið, ekki er tekið tillit til verðbólgu í tölunum). Söluaukningin á Sauðárkróki milli tímabilanna 1983 og 1984 er 71.86%, en á Siglufirði aðeins 25.44%. Heildarsala áfengis frá ÁTVR á Sauðárkróki árið 1984 nam tæpum 26 milljónum króna, aðeins ÁTVR á Siglufirði seldi minna, eða fyrir tæpar 13 milljónir. Islendingar keyptu áfengi fyrir tæpan einn og hálfan milljarð króna árið 1984, eða kr. 1.408.541.116 kr. Til samanburðar má geta þess að heildarframlög til heilbrigðismála skv. fjárlögum íslenska ríkisins er árið 1985 kr. 2.267.839:- Kona skipuð hreppstjóri í fyrsta sinn í Skagafirði Kona hefur í fyrsta sinn verið skipuð hreppstjóri í Skagafirði. Það er Sigrún Aadnegaard húsfreyja á Bergstöðum í Skarðs- hreppi sem var nýlega skipuð í það embætti af Halldóri Þ. Jónssyni sýslumanni Skagfirð- inga. Sigrún tekur við hreppstjórastarfi af Ólafi Lárussyni á Skarði, en hann hefurgengt þessu embætti í yfir hálfa öld. Feykir sneri sér til Sigrúnar og spurði hvað bæri til að kona væri skipuð til þessa starfs. — Þvi get ég nú varla svarað. Kannski það, að karlar hafa áttað sig á því að konur eru líka menn! — Svo það er ekki vegna skorts á karlmönnum að þú ert skipuð í þetta embætti? — Nei, síður en svo. — Hvað fylgir því að vera hreppstjóri? — Hreppstjóri er umboðsmaður sýslu- manns í viðkomandi hreppi. Hann annast t.d. uppboð ef einhver eru og þar fram eftir götunum. Mörg þeirra starfa sem hreppstjór- ar önnuðust áður hafa nú færst yfir á aðra, s.s. innheimta opinberra gjalda. Hreppstjórinn fer einnig með nokkurs konar lögregluvald þó öll almenn löggæsla og meðferð mála sé í höndum lögreglu og sýslumanns. — Hvernig er staðið að tilnefningu hrepp- stjóra? — Sýslunefnd tilnefnir þrjá úr viðkomandi hreppi og síðan skipar sýslumaður einn þeirra í embættið. Feykir óskar Sigrúnu velfarnaðar í embætti. Nýr byggingafulltmi Jón Örn Berndsen bygginga- verkfræðingur hefur verið ráðinn byggingafulltrúi Sauðár- króksbæjar frá 1. janúar s.l. Jón lauk byggingatækni- fræðiprófi frá Tækniskóla íslands árið 1978 og starfaði hjá verkfræðistofunni Fjarhitun í Reykjavík árin 1978-1981. Hann stundaði síðan framhalds- nám í byggingaverkfræði við háskólann í Lundi í Svíþjóð og lauk þaðan prófi vorið 1984. Jón Örn hefur starfað á tæknideild Sauðárkróksbæjar þar til nú að hann tekur við starfi byggingafulltrúa. Hann er kvæntur Elínu Sæmundsdóttur. Feykir óskar Jóni Erni velfarnaðar í nýju starfi. Afmælishátíð Leikfélags Blönduóss Leikfélag Blönduóss hélt upp á 40 ára afmæli sitt s.I. haust. Var félögum boðið upp á súkkulaði og tertur og undir borðum voru fluttar gamlar upptökur af leikritum sem félagið hefur sýnt. Þar mátti heyra raddir ýmissa félaga, sem nú eru löngu hættir að láta í sér heyra á leiksviði og sumir horfnir yfir móðuna miklu. Þá voru í afmælishófinu sungin lög úr leikritum og rakin var saga félagsins og sitthvað fleira var þar til skemmtunar. Alls sóttu um 120 manns afmælishófið, sem þótti takast með ágætum. Öháð fréttablað fyrir Norðurland vestra Feykir ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Guðbrandur Magnússon ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aöalgötu 2, Sauöárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauöárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón Ásbergsson, Jón F. Hjartarson, Siguröur Ágústsson ■ BLAÐAMENN: Hávar Sigurjónsson og Magnús Ólafsson ■ ASKRIFTARVERÐ: 28 krónur hvert tölublaö; í lausasölu 30 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 120 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTfDNI: Annan hvern miövikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri ■ SETNING OG UMBROT: Guðbrandur Magnússon, Sauöárkróki.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.