Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Blaðsíða 1
| FRÉTTABLAÐH) PIZZA 456 3367 I SJALLANUM ISAFIRÐI Miðvikudagur 5. júlí 1995 • 26. tbl. 21. árg. 0 456 4011 • FAX 456 5225 Verð kr. 170 m/vsk. 1/estur Barðastrandarsýsla: Enn má sjá skafla niður í fjöru Þó nú sé kominn júlí má enn sjá snjóskafla í sjó fram í sumum fjörðum við norðan- verðan Breiðafjörð. Blaðamaður átti leið um Kjálkafjörð um síðustu helgi þar sem 25 metra hái snjó- skaflinn var fyrr í vor. Þó snjór sé mikið til horfinn úr firð- inum, þá er enn mikið eftir af skaflinum góða eins og sjá má af myndinni hér til hliðar. Ætla má að síðastliðinn föstudag hafi hann verið allt að 15 metrar að hæð þar sem hæst bar ofanvert við veginn. Það er óneitanlega svolítið sérkennileg sjón að sjá þennan mikla snjóskafl í hlíðinni sem annars er loksins að taka á sig liti sumarsins íjúlíbyrjun. - hk. Sjallinn tekur við Pizza 67 á ísafirði Sjallinn á (safirði [Dúi og Gróa] hefur tekið við umboði og rekstri Pizza 67 á ísafirði og verður reksturinn algerlega ó- viðkomandi fyrri umboðsaðilum Pizza 67 hér vestra. Stefnt er að því að opna Pizza 67 að nýju i Sjallanum síðdegis á föstudaginn, 7. júlí. „Pizzurnar hjá okkur verða eins og pizzur eiga að vera og fólk á að geta prófað þær um helgina“, sagði Dúi í samtali við blaðið í gærkvöldi. Á ísafjarðarflugvelli var opið hús sl. sunnudag og hald- ið upp á 25 ára afmæli Flugfé- lagsins Emis hf. Þar var boðið upp á kaffi og afmælistertur og fínirí og allan daginn var straumur af gestum og gang- andi (ekki fljúgandi; það var stíf sunnanátt svo að Flugleiðir gátu ekki lent) að heilsa upp á hjónin Hörð og Jónínu og starfsmenn þeirra. Ekki ætti að þurfa að hafa hér mörg orð um Flugfélagið Erni á Vestfjörðum og ómet- anlegt starf Harðar Guð- mundssonar flugmanns í þágu Vestfirðinga, allt frá því að hann byrjaði að fijúga hér vestra fyrir liðlega aldarfjórð- ungi. Þó skal þess getið, að Flug- félagið Ernir flýgur að jafnaði um 200 sjúkraflug á ári, ýmist frá Vestfjörðum til Reykjavík- ur eða með sjúklinga á Fjórð- ungssjúkrahúsið á ísafirði. Það jafngildir einu flugi hvern virkan dag ársins. Því fer þó vissulega fjarri að spurt sé að degi eða nótt, hvort virkur dagur sé eða helgur, þegar bregða þarf við fyrirvaralaust í hvaða veðri sem er, enda er félagið með opna vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring. Vegna hinna erfiðu samgangna á Vestfjörðum gegnir Flugfélagið Ernir lykil- hlutverki í öryggismálum og samgöngumálum Vestfirðinga. Utsýnisflug og flug með ferða- fólk um Vestfirði er sívaxandi þáttur í starfi Flugfélagsins Ernis, en vélar þess taka frá 6 og upp í 19 farþega. Vestfirska fréttablaðið tekur undir með öllum þeim mörgu sem óska Flugfélaginu Emi, eigendum þess og starfsfólki til hamingju með afmælið og biðja því blessunar og farsæld- ar um ókomin ár. Hjónin Jónina og Höröur ásamt flugmönnum sínum inni á ísafjarðarflugvelli á sunnudaginn, þegar haldið var upp á afmælið. Talið frá vinstri: Gunnar Örn Hauksson, Egill Ibsen Óskarsson, Jónína Guðmundsdóttir, Hörður Guðmundsson, Bjartmar Arnarson og Jóhannes Magnússon. Eins og sjá má á skiltinu fyrir ofan er ísafjarðarflugvöllur nálega einum áratug eldri en Flugfélagið Ernir. PÓLLIHN HF, S 456 3092 Sala & þjónusta Rafþjónusta Raftækjasala Rafhönnun Rafeindaþjónusta Siglingatæki Kælitæki © PÓLLINN HF símar og fylgihlutir Höfum umboð m.a. fyrir SIEMENS • PHILIPS ERICSSON • MOBIRA • SONY • NOKIA Kynnið ykkur málið! Daglegt áætlunarflug um Vestfirði. Leiguflug innanlands og utan, fimm til nítján farþega vélar. FLUG'rÉLAGIO SUMARÁÆTLUN: i? Brottför frá ísafirði » kl. 10 alla virka daaa. ISAFIROI Sjúkra- og Sírni 94-4200 neyðarflugsvakt ^— allan sólarhringinn ERNIR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.