Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Side 2

Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Side 2
VESTFIRSKA 2 Miðvikudagur 5. júlí 1995 --- ------------- \ FRÉTTABLAÐH) Hrannargötu 2 ísafirði E 456 3072 Nú fer GSM farsímakerfið að ná til ísafjarðar. Þá er GSM farsími frá PIONEER góður kostur! PIONEER PSD 710 kr. 71.900,- staðgreitt. PIONEER PCD 700 kr. 59.900,- staðgreítt. GSM W I HLJÓMBORG Ein stelpa. Tveir strá- kar. Þrír möguleikar. Þegar Alex (Boyle) skráöi sig á heimavist skólans var kyn hennar skráð rangt inn í tölvuna sem geröi það að verkum að henni var úthlutað her- bergi í þeirri álmu sem strákarnir áttu einir að vera. TOPP TÍU 1. Pulp Fiction 2. The jungle book 3. Trapped in Paradise 4. Threesome 5. Airheads 6. SFW, So fucking what 7. Blow away 8.1 love trouble 9. Næturvörðurinn 10. The Specialist Ættarmól Gromsara í Sælingsdal: Fjölmennasta ættarmót til þessa - segir Ingólfur Haraldsson, hótelstjóri Edduhótelsins á Laugum í Dalasýslu Gromsarar teljast nú um 900 manns, en þarna í brekkunni fyrir ofan Laugaskóla má sjá rúmlega fjögur hundruð sem komnir voru á þetta fyrsta ættarmót Gromsara, en annað mun vera í bígerð að fimm árum liðnum í Bolungarvík. Afkomendur Hálfdáns Örn- ólfssonar, fyrrum hreppsstjóra í Hólshreppi og útvegsbónda með meiru, og konu hans Guð- rúnar Níelsdóttur, héldu sitt fyrsta ættarmót um síðustu helgi. Var mótið haldið í Sæl- ingsdal í Dalasýslu, en þar er boðið upp á ágæta aðstöðu í Laugaskóla. Afkomendur þeirra hjóna munu oftast hafa gengið undir nafninu Groms- arar, sem fest mun hafa við Hálfdán og allt hans fólk af litlu tilefni. Ein sagan segir að hann hafi boðið skipsmönnum sínum heim í groms eftir erfiðan dag á sjónum, en með gromsi mun hann að sjálfsögðu hafa átt við kaffisopa. Ekki þurfti meira til í þá daga til að finna mönnum viðurnefni og hafa afkomendur Hálfdáns æ síðan verið kallaðir Gromsarar. Trúlega eru til fleiri skýringar á tilurð þessarar nafngiftar, en þessi er sjálfsagt eins góð og hver önnur. Yfir 400 manns komu á þetta fyrsta ættarmót Gromsara, en það mun vera langstærsti hópur sem haldið hefur ættarmót í Sælingsdal til þessa. Til að forvitnast rneira um ættarmótshald og hótelrekst- urinn í Laugaskóla höfðum við samband við Ingólf Haraldsson hótelstjóra Edduhótelsins sem þar er rekið á sumrin, en hann rak fyrir einum tveim árum Edduhótel í Reykjanesi við Isafjarðardjúp. Ingólfur sagði að í Sælings- dal væri æitarmótshald nánast um hverja helgi yfir sumarið. Sagði hann að það væri t.d. aðeins ein helgi í júlí sem yrði þar undanskilin. Ingólfur sagði að í sumar væri reyndar óvenju mikið um ættarmótshald hjá þeim. Vildi hann meina að helsta skýringin á því hversu vinsæll staðurinn væri til slíks mótshalds væri góð aðstaða og það hversu staðurinn væri vel í sveit settur. Sælingsdalur væri t.d. mjög miðsvæðis fyrir fólk sem ættir ætti að rekja til Vest- fjarða. Sem dæmi um aðstöðu í Laugaskóla má nefna að þar tekin í notkun ný útisundlaug í ágúst í fyrra og eru við hana tveir heitir pottar, og er notaður jarðhiti til að hita laugina. Þá er gott íþróttahús við skólann sem rúmað getur fjöl- mennar veislur. Skólinn er heimavistarskóli og að sögn Ingólfs geta þau tekið um 100 manns í herbergi auk þess sem hægt er að taka um 50 til við- bótar í svefnpokaplássi í kennslustofum líkt og gert var um síðustu helgi. Þá er við skólann stórt og gott tjaldstæði með ágætri aðstöðu. Fyrir utan ættarmót er margt um manninn flesta daga vik- unnar í Sælingsdal. Sagði Ing- ólfur að íslendingar væru svo- lítið að taka við sér núna til ferðalaga innanlands, en ann- ars væru þeir með tvo til fjóra hópa útlendinga í hverri viku. Sagði hann að fólki sem ferð- aðist til og frá Vestfjörðum þætti þægilegt að nota Lauga- skóla sem áningarstað á báðum leiðum. Sennilega væri þó öllu meira um að fólk staldraði þarna við þegar það kæmi úr ferð unt Vestfirðina. Þarna væri bæði um einstaklinga, fjöl- skyldur og stærri hópa að ræða. Rúmlega tíu stöður eru við Edduhótelið í Sælingsdal yfir sumarið. VinsæidirLaugaskóla í Sælingsdal til ættarmótshalds hafa mjög spurst út. Sagði Ing- ólfur sem dæmi að í fyrra hafi verið búið að panta pláss fyrir þrjú ættarmót í sumar strax um haustið áður en Edduhótelið lokaði. Sagðist hann reyndar geta verið með miklu fleiri ættarmót, það vantaði bara fleiri helgar á dagatalið yfir sumarið. Ekki verður næsta helgi ættarmótslaus í Sælings- dal frekar en aðrar helgar sum- arsins, því Ingólfur og starfs- fólk hans eiga von á 300 manna hópi að þessu sinni. -hk. Þarna má sjá hluta ættarmótsgesta á hátíð Gromsara að snæðingi í íþróttasal Lauga- skóla. Að sjálfsögðu var sungið hástöfum við þetta tækifæri... ...og spili og söng haldið áfram úti á tjaldstæði fram undir morgun. GAMANMYND

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.