Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Page 7
VESTFIRSKA
—| FH^TTABLAPm |-- ----
Leiðsögn um land allt:
íslenska
vegahandbókin
í nýjum búningi
- frá hendi Örlygs Hálfdánarsonar
fslenska bókaútgáfan hf. (áður Bókaklúbbur Arnar
og Örlygs) hefur sent á markað nýja og gjörbreytta
útgáfu Vegahandbókarinnar, sem nú nefnist íslenska
vegahandbókin. Hún er liðlega 500 blaðsíður í mun
stærra broti en fyrri útgáfur og öll litprentuð. Ritstjórar
eru þeir Örlygur Hálfdánarson og ívar Gissurarson.
Bókinni fylgja úr hlaði þeir Halldór Blöndal sam-
gönguráðherra, Magnús Oddsson ferðamálastjóri og
Oli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs, en
í tilefni útgáfunnar efna Umferðarráð og íslenska
bókaútgáfan til hugmyndasamkeppni um umferðar-
öryggismál.
í formála segir Örlygur Hálfdánarson ritstjóri m.a.:
„Með þessari útgáfu tekur fslenska vegahandbókin
miklum stakkaskiptum, bæði að útliti og innra skipu-
lagi. Breytingarnar miðast allar við það að gera bókina
sem auðveldasta í notkun. Hún er nú prýdd fjölda
Ijósmynda, nýrra og gamalla, sem ætlaðar eru til þess
að laða fólk að athyglisverðum náttúrufyrirbærum og
sögulegum minjum í byggðum og óbyggðum. Hinn
merki fræðimaður og skólameistari, Steindór Stein-
dórsson frá Hlöðum, samdi á sínum tíma hinn kjarn-
mikla texta bókarinnar. Sá texti er enn meginuppi-
staðan, þótt ýmsu hafi orðið að breyta í tímans rás.
Sá sem nýtur þessarar leiðsagnar Steindórs um
landið á ekki völ á fróðari ferðafélaga."
Eins og að framan segir er hér um gjörbreytta bók
að ræða. Öll kort hafa verið endurskoðuð og unnin í
tölvu, sem gerir þau skýrari aflestrar. Tekið hefurverið
upp tilvísunarkerfi milli vegnúmera í bókinni, sem gerir
mönnum kleift að finna samstundis þann veg sem þeir
vilja fara. Aftast í bókinni er þess utan ítarleg staða-
nafnaskrá, sem einnig auðveldar notkun hennar.
Gatnakort eru af öllum helstu þéttbýlisstöðum lands-
ins, þ.á m. öllu höfuðborgarsvæðinu. Á vega- og
bæjakortunum er að finna fjölda merkja, sem tilgreina
hvers konar þjónustu er að fá á hverjum stað. Á hverri
blaðsíðu er að finna útvarpsrásir Ríkisútvarpsins og
Bylgjunnar fyrir viðkomandi svæði. Við bókina er fest
spjald þar sem tilgreindir eru fjölmargir aðilar víða um
land sem veita eigendum bókarinnar umtalsverðan
afslátt af viðskiptum.
Óhætt er að segja að íslenska vegahandbókin hin
nýja sé öll hin glæsilegasta og vandaðasta, eins og
tíðkast hefur um bækur frá hendi Örlygs Hálfdánar-
sonar.
Til sölu Konica U-BIX115 Z. Vél sem
tekur A4 og A3 og minnkar um 50%
og stækkar um 200%.
ÍSPREISTHF.
Fjarðarstræti 16 • ísafirði
Sími 456 3223 • Fax 456 5225
Miðvikudagur 5. júlí 1995
7
Brúðkaup við Blámýrafljót
Óvenjulegt brúðkaup var
haldið inni í Laugardal við Isa-
fjarðardjúp sl. laugardag. Bæði
athöfnin og brúðkaupsveislan
fóru fram undir berum himni,
vígslan sjálf á bökkum Laugar-
dalsár, rétt við veiðistað í ánni
sem nefnist Blámýrafljót, en
veislan uppi við Blámýrar.
Prestur var sr. Magnús Er-
lingsson á Isafirði og gaf hann
saman brúðhjónin Ingibjörgu
Einarsdóttur og Harald Júlíus-
son, sem búsett eru á ísafirði.
Þau Ingibjörg og Haraldur
hafa átt margar góðar stundir í
Laugardalnum á sumrin og
Blámýrafljót er uppáhalds
veiðistaðurinn þeirra.
Athöfn með þessu sniði hef-
ur ekki verið haldin þarna um
slóðir áður, svo elstu menn viti
til.
Ekki er gefið upp, hvert
brúðkaupsferðinni er heitið.
Séra Magnús Erlingsson fremur embættisverkiö.
Brúðkaupsveislan var haldin úti í guösgrænni náttúrunni,
enda viðraöi heldur betur til þess. Þarna má meðal annarra
þekkja þá Guðmund Guðmundsson útgerðarmann og Skúla
Þ. Skúlason.
Svaramenn og merkisberar voru þeir Helgi Steinarr og Ulfar
Önundarson. Hér ganga þeir á undan brúðhjónunum til
athafnarinnar.
Katrín Kjartansdóttir leikur á þverflautu en Þórarinn Snæfeld
aðstoðar. Þau eru frændsystkin Haraldar Júlússonar.
Brúðarkoss við Blámýrafljót. Svaramennirnir halda uppi
rauðum borða sem á stendur NÝGIFT, en hjá brúðhjónunum
standa börnin þeirra, þau Ármann og Júlíana.
SÍMI
456 4011
FAX
456 5225
VESTFIRSKA
I FRÉTTABLAÐIB |
Tilboð órsins
Einhleypur maður á besta aldri óskar eftir að
hitta konu sem á trillu með krókaleyfi, með nánari
kynni af trillunni í huga. Lysthafendur leggi inn
svar með mynd af trillunni á skrifstofu Vestfirska,
merkt „Trilla“.