Vestfirska fréttablaðið - 05.07.1995, Síða 8
VESTFIRSKA
8
Vestfjarðamótið í sundi:
Ungmennafélag
Tálknafjarðar
sigraði
- en Vestri á ísafirði kom
skammt á eftir
Vestfjarðamótið í sundi var haldið á Tálknafirði um
síðustu helgi. Mótið var mjög fjölmennt, keppendur
voru alls 103, frá Bolungarvík, ísafirði, Flateyri og
Tálknafirði.
Mótið fór í alla staði vel fram í blíðskaparveðri báða
dagana.
Ungmennafélag Tálknafjarðar, sem keppti undir
merkjum Héraðssambandsins Hrafna-Flóka, sigraði
í stigakeppninni. Úrslit urðu þessi í keppni einstakra
byggðarlaga:
1. Héraðssamb. Hrafna-Flóki (UMFT) 29.524 stig
2. Vestri, ísafirði 28.066 stig
3. UMF Bolungarvíkur 7.232 stig
4. Grettir, Flateyri 3.423 stig
Eftirtaldir hlutu afreksbikara einstaklinga:
Karlar: Jón Smári Jónsson, Vestra
Piltar: Bjarni Snæbjörnsson, HHF
Stúlkur: Aðalheiður Gestsdóttir, Vestra
Drengir: Atli Sigurðsson, Gretti
Telpur: Fríða Hr. Kristinsdóttir, HHF
Sveinar: Haukur Sigurðarson, HHF
Meyjar: Sandra Guðmundsdóttir, HHF
Hnokkar: Guðmundur Bj. Þórsson, HHF
Hnátur: Tinna Hermannsdóttir, Vestra
Sæunnarbikarinn er veittur fyrir 400 m skriðsund
kvenna. Hann hlaut Hildur Sigurðardóttir, Vestra.
Engin Vestfjarðamet voru skráð, þar sem gildandi
met eru fyrir 18 m laug en sundlaugin á Tálknafirði er
25 m. Á mótinu voru sett 13 ný héraðsmet HHF.
Bókin um Jón Sigurðsson
Dregið úr rétt-
um lausnum
Hreppstjóri Þingeyrarhrepps hefur annast útdrátt
úr réttum lausnum í verðlaunagetraun sem fylgdi
bókinni Jón Sigurðsson forseti, ævisaga í hnotskurn.
Eftirtalin hlutu 5.000 króna verðlaun hvert:
Sigurbjörn Einarsson, Fögrubrekku, Brú.
Linda Osk Guðmundsdóttir, Hamraborg 14, Kópa-
vogi.
Kristinn Björnsson, Espigerði 4, Reykjavík.
Einar H. Heiðarsson, Dalatanga, Mjóafirði.
Hjalti Hrafn Hafþórsson, Mjólkárvirkjun, Arnarfirði.
Vilborg Guðrún Sævarsdóttir, Eyjabakka 20,
Reykjavík.
Sigurður Aðalsteinsson, Vaðbrekku, Hrafnkelsdal.
Erlendur Jónsson, Hlíðarhvammi 13, Kópavogi.
Reynir Hólm Gunnarsson, Víðihvammi 14, Kópa-
vogi.
Brynjólfur Már Georgsson, Kjörseyri, Brú.
Verðlaunin hafa verið send til viðkomandi.
(Frá Vestfirska forlaginu).
Miðvikudagur 5. júlí 1995
FRÉTTABLAÐH)
Skógurinn
Finnur M. Gunnlaugsson shrifcir
„Því hefur margoft verið hvíslað i eyra mitt
síðustu vikur, að öll eyðileggingin hér vestra,
harmleikirnir, hafi nú þegar orsakað og eigi
eftir að orsaka enn frekar aukinn ferða-
mannastraum...“
I okkur, sem þessi síðustu
ár rennum endrum og eins
á bílum inn í Tunguskóg til
þess að kíkja á þennan un-
aðsreit framtíðarinnar,
tengjast blendnar hugsanir
og tilfinningar. Víst erum við
„gestirnir“ ekki einir um þá
upplifun. Mannslát í slysum
skyggja e.t.v. öðrum dauðs-
föllum frekar á nauðsynlega
sátt við gang lífsins og það
sem unnt er að gera til þess
að styrkja dýrkun hennar.
Simson hinn spaki, garð-
yrkjumaður, hafði ekki hug-
mynd um nákvæma at-
burðarás undanfarinna
missera, allt frá eyðilegging-
unni inni í Skógi í fyrra. En
hann vissi e.t.v. að skynjun
á veruleikanum er fallvölt og
samfélag siðaðra manna í
náttúrunni er hið eina sem
stendur af sér mátt harm-
leiksins. Ég sé að frá ykkur,
sem búið til nýja staði, —
ræktið ný tré og nýjan skóg
— streymir orka sem við
„gestirnir“ verðum áskynja.
Það heillar á ný að skynja
nútfð og framtíð í senn undir
nýjum bjálkum. Njóta ásta;
elska. Er til eitthvað yndis-
legra en það?
Rétt vestan við féll enginn
snjór. Austan við féll ekki eitt
einasta snjókorn. Við lifðum.
Þar féllu geislar samfélags-
ins. Féllu og náðu landi. í
dag höfum við frábæra
þekkingu á mosavöxnu
snigladæmi fjallanna. Þau
koma vissulega misjafnlega
fram við okkur, sem lifum.
Mörg okkar flytja dag eftir
dag; þrá að vera frjáls frá
amstri hversdagsins, fá skjól
frá samfélaginu, sem eins og
Simson sér fegurð í náttúr-
unni. Fallvalta og þannig
stabíla.
Enginn má skilja mig svo
að ég sjái einhverja almætt-
isvisku í snjóflóðum. Þau
leiða aðeins af sér ótta;
verða tákn um sameiginlega
óþreyjufulla þrá okkar eftir
hamingju. Þau minna á
verkefnin framundan og
krefjast af okkur alúðar í ást-
inni.
Því hefur margoft verið
hvíslað í eyra mitt sfðustu
vikur, að öll eyðileggingin
hér vestra, harmleikirnir, hafi
nú þegar orsakað og eigi
eftir að orsaka enn frekar
aukinn ferðamannastraum.
Hér er ekki um getgátur að
ræða. Ég er aftur á móti
vongóður um, að hin
geislandi orka, sem nú þegar
streymir m.a. um náttúru
Tunguskógar, verði með í
vegarnesti ferðalangsins,
þegar hann heldur suður að
nýju. Þá mun jákvæð upplif-
un þess forvitna verða yfir-
sterkari skjámyndinni af
súluritum tryggingafélaga;
fréttaviðtölum af karpi úr
þeirri innri umræðu sem
framtíðarreynsla okkar
krefst; skjótfengnum gróða
iðnaðarmanna (ímynduðum
eða ekki ímynduðum); og
óttanum við efnahagslega
tortímingu.
Ef til vill yrði slík upplifun
að jákvæðu „stílbroti“ á
þeim „texta“ sem lent hefur
alltofofarlega á blaði margra
um okkur Vestfirðinga; sem
bónbjargafólk, eintrjáninga
og aftaníossa ríkjandi sið-
menningar í landinu.
Er ekki hugsanlegt, að
lífskraftur okkar næði þannig
að gefa samborgurum okkar
eitthvað fleira og betra en
gjaldeyrisstreymið í ríkis-
kassann (þetta gamla og
góða sem allir landsmenn
vilja auðvitað líka fá að
njóta)? Vegarnesti um sam-
félag í og með náttúrunni,
lífssýn strandbúans, skyn-
semi hans og lífsást...?
Hið rétta andlit
Agrip af bæjarsögu, 1/10
1. Eyrin
Lengst af hefur Skutulsfjarð-
areyri verið kaupangur fyrir
norðanverða Vestfirði, en í tíð
núlifandi fólks einkum útgerðar-
staður. Fyrir straumamót hefur
malarrif hlaðist upp fram í miðjan
fjörðinn. Eftir gömlum ljós-
myndum að dæma var það svo
mjótt áður en farið var að breikka
það, þótt þéttbyggt væri, að í
verstu austanveðrum, eins og
þeim í vetur, hefur sæúðinn náð
yfir það alla leið. Eyrin er bogin
í krók. Fjærst er renna fyrir sigl-
ingar. Innan við hafnarlægi. Brött
fjöll nema í austri, þar er Djúpið
og Snæfjallaströndin í fjarska.
A undanförnum áratugum hef-
ur Skutulsfjarðareyri verið
breikkuð á alla vegu, svo mjög að
hún hefur breytt stórlega um lög-
un. Þó er krókurinn hinn sami og
þá hafnarlægið. Það telst til hinna
bestu á landinu. Uppgröftur úr
húsgrunnum og rusl hefur verið
notaður til stækkunarinnar svo að
heldur er óþrifalegt á henni sum-
staðar, einkum neðan við iðnað-
arhverfið á Suðurtanga.
Byggðin hefur vaxið upp í
hlíðina og inn af tjarðarbotnin-
um. En gamli bærinn, miðbær
Isafjarðar, stendur enn á Skutuls-
fjarðareyri, þétt byggð lágreistra
timburhúsa í austur og suður frá
tveimur verslunargötum innan-
vert. Niður af er iðnaðarhverfi og
tvær hafnir, hvor sínum megin
eyrarinnar, önnur fyrir báta, hin
skip. Flest húsin í brattri hlíðinni
eru frá því um og fyrir 1980.
Sama gildir um íbúðahverfið inn
af fjarðarbotninum.
A eyrinni stendur líklega
stærsta safn gamalla timburhúsa
á einum reit í landinu. Þessi
byggð ber þó ekki fremur en eyr-
in sjálf upphaflega mynd. Húsin
eru flest frá fyrsta fjórðungi ald-
arinnar eða eldri, en á gönguferð
þarf natni og þekkingu á fyrri tíða
fyrirkomulagi til að sjá fyrir sér
upprunalegt horf. Byggt hefur
verið við mörg þessara húsa, sum
oftar en einu sinni, þau hafa verið
járnvarin og máluð að síðari tíma
hætti, og sum eru fyrir löngu
orðin hrörleg á ný.
Til skamms tíma voru gömul
hús sem þessi á Skutulsfjarðar-
eyri einkum talin vitna um niður-
lægingu og skort, við hæfi það
eitt að fjarlægja þau þegar færi
gæfist. Nú er öldin önnur eins og
flestir vita. Gömul hús búa yfir
sérstæðu lífi sem hægt er að kalla
fram öllum til yndis ef á annað
borð eru efni eru til þess. En fæst
íbúðarhúsin á Skutulsfjarðareyri
eru vöknuð til vitundar um sjálf
sig.^
Áður fyrr stóðu stöku
húskumbaldar í hlíðinni, ofan við
prestsetrið á Eyri en nú er allt
með öðrum brag. Túnið niður af
ber eitt sama svip og á upphafs-
árum kaupstaðarins eftir mynd-
um að dæma, nema að engin
merki um bæjarhúsin á Eyri hafa
verið á túninu síðan um 1860 að
bæjarhróf stóð í austurjaðrinum
þar sem nú er leikskóli.
Niður af Eyrartúni er kirkju-
garður og kirkja og því næst
gamla byggðin. Nú standa tvö
frystihús við sjóinn þarna aust-
anvert og er spottakorn í milli
þeirra. Hafnarumsvif takmarkast
við hafnarsvæðin og setja lítinn
svip á bæjarlífið. Og allnokkur ár
eru síðan reykjarbræla frá verk-
smiðju hér í námunda erti skiln-
ingavit manna. Við dyr á þrifa-
legu verksmiðjuhúsi bregður
fyrir hvítklæddum manni að
reykja sígarettu. Annar reykur en
af útblæstri manna og bíla er
jafnvel enn fágætari.
Skárri hluta ársins leiddi góð
hafnaraðstaða og veðurstillur
fólk saman á Skutulsfjarðareyri
til verslunar um aldir, en aðeins
Eyrarklerkur og fólk hans var
heimilisfast á þessum stað fram
til ársins 1765 þegar faktorshúsið
var reist. Menn bjuggu á sveita-
bæjum og lágu í veri nær miðun-
um. Á eyrinni voru vöruskemm-
ur fyrir kaupmenn. Inni í firði
stóðu fleiri bæir. Á Kirkjubóli
var hálfkirkja og beiskleiki Eyr-
arklerks vegna kirkjutíundar við-
loðandi sem um miðja sautjándu
öld varð að samviskunagi þegar
við bættust óhelgar tilfinningar
þáverandi prests í garð fóstur-
dóttur sinnar sem sonur Kirkju-
bólsbóndans vildi ekta. Af spratt
frægt galdramál í anda tímans.
Threesome
Junior
m íim miíitm tmus&imíH umm
OmttgbA-
T«raa*y*.
« po*«Sbi8tl*s.
threesorrve
NfXttfeais
mcuovsTvuJ*'.
HJA OKKUR FÆRÐU NYJUSTU MYNDBONOIN
mrn 350
Videoúrval
Hafnarstræti 11 • ísafirði Sími 3339