Feykir - 14.01.1987, Page 2
2 FEYKIR 1/1987
Óháð fréttablað
fyrir Norðurland vestra
Feykir
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón Gauti
Jónsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA:
Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4,
550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95:5757 ■ STJÓRN
FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar
Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson,
Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Haukur
Hafstað, Magnús Ólafsson, ■ ÁSKRIFTARVERÐ:
45 krónur hvert tölublað; í lausasölu 50
kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 165 krónurhver
dálksentimetri ■ ÚTGÁFUTÍÐNI: Annan hvern mið-
vikudag ■ PRENTUN: Dagsprent hf., Akureyri
■ SETNING OG UMBROT: SÁST sf„ Sauðárkróki.
---------------------------leiðarí—
Við verðum að
leysa málið
Um áramót staldra menn gjarnan við, líta um öxl,
vega og meta liðið ár, og reyna e.t.v. út frá því
er þá gerðist að geta sér til um framhaldið. í þessu
tölublaði Feykis rifja sveitar- og bæjarstjórar
þéttbýlisstaðanna á Norðurlandi vestra upp ýmiss
málefni, sem einkum tengdust þeirra bæjar- og
sveitarfélögum eða kjördæminu í heild sinni.
Þótt hjá þeim gæti vissrar bjartsýni með komandi
ár og þá einkum vegna þess almenna góðæris, sem
ríkt hefur hér á landi í heild sinni í efnahags- og
viðskiptalífinu, benda þeir á, að ýmsar blikur séu nú á
lofti og afrakstur góðærisins hafi ekki skipst jafnt
milli landsmanna. Einna mestar eru áhyggjurnar af
ástandinu í landbúnaði og þeim afleiðingum, sem
minni búvöruframleiðsla hefur í för með sér fyrir
fjölmarga þéttbýlisstaði. Einnig hafa þeir áhyggjur af
veiðum, ekki síst staðbundnum veiðum ýmissa
tegunda á Húnaflóa og Skagafirði. Þannig segir t.d.
Snorri Björn Sigurðsson bæjarstjóri á Sauðárkróki í
sínum pistli um landbúnað:
„Landbúnaðurinn á í vök að verjast og samdráttur
hefur orðið í framleiðslu landbúnaðarafurða. Þetta
hefur að sjálfsögðu alvarleg áhrif á afkomu bænda.
Þar sem stærri hluti íbúa þessa kjördæmis býr í
sveitum en í öðrum kjördæmum, hljóta áhrifin að
verða alvarlegri hér en annars staðar.
Og ekki nóg með það; þessi samdráttur hefur að
sjálfsögðu áhrif í þeim þéttbýlisstöðum, þar sem
úrvinnsla landbúnaðarafurða og þjónusta við
sveitirnar er veigamikill þáttur í atvinnulífinu. Vil ég í
þessu sambandi sérstaklega benda á staði eins og
Blönduós, Hvammstanga og Sauðárkrók. Þessi áhrif
eru þegar farin að koma í ljós og munu koma fram af
fullum þunga á þessu ári. Eg óttast að menn hafi ekki
gert sér grein fyrir, hve alvarlegt mál er hér á ferðinni.
Sem dæmi má nefna að þær hugmyndir hafa vaknað
að öll þrjú mjólkurbúin á Norðurlandi vestra verði
lögð niður svo og að minnsta kosti einhver
sláturhúsanna”.
Bráðabirgðatölur um mannfjöldann hér á landi 1.
des. sl. liggja nú fyrir. Þar kemur m.a. fram sú
staðreynd að íbúum á Norðurlandi vestra hefur
fækkað á síðasta ári frá því sem var árið áður um 132
eða um 1,1%. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum
um 0,8% og íbúum á höfuðborgarsvæðinu um 1,7%.
Bein fækkun er í flestum kjördæmum en hlutfallslega
mest hér á Norðurlandi vestra. Þá hefur það lengi
verið staðreynd að meðaltekjur í þessum landshluta
eru lægri en gengur og gerist. Þrátt fyrir þetta má þó
ekki örvænta og leggja árar í bát. Það skal vera hægt
að snúa dæminu við. Hvernig það verður gert, er
hægt að taka undir lokaorð í pistli Snorra Björns
bæjarstjóra er hann segir:
„Við verðum að leysa þessi mál sjálf, það gerir það
enginn fyrir okkur”.
(j&i)
--------------------------arítuellinum
Guðjón Ingimundarson:
Um heita potta
1 Feyki frá 17. desember sl. er
fréttapistill um „heita potta”,
sem koma eiga við Sundlaug
Sauðárkróks, og meðferð þessa
máls í bæjarkerfinu.
Þessa frétt má skilja svo að
það eitt sé nú til umræðu að setja
upp bráðabirgðapotta á stétt við
enda laugarinnar og að það sé
raunar lífsspursmál fyrir unn-
endur heitra potta að svo verði
gert.
Málið snýst raunar alls ekki
um þetta heldur hitt hvort nú sé
réttara, að eyða á aðra milljón
króna í að klína upp í þrengslum
á stéttunum við laugina heitum
pottum, eða að steypa upp og
gera fokhelda byggingu fyrir
fatlaða ásamt því að fullgera
varanlega heita potta fyrir lítið
eitt meira fjármagn.
Þetta með heita potta er
ekkert nýtt mál. Hugmyndir og
teikningar hafa verið til á
borðum bæjarstjómarmanna allt
frá 1980 og byggingarnefndar-
teikningar ásamt kostnaðaráætl-
unum eru til frá 1982 og
endumýjaðar síðan a.m.k. tvisvar
sinnum. Það sem skort hefur á er
vilji, framtak og fé.
Og hvað mikið stórvirki er
þetta nú? Grunnflötur byggingar-
innar er um 60 ferm. eða álíka og
vænn bílskúr. Á neðri hæð er
inngangur og aðstaða fyrir
fatlaða ásamt möguleikum á að
komast beint á útisvæði og
þjónustuganga í byggingunni,
en á efri hæð pláss fyrir tvo
ljósalampa, hvíldaraðstaða og
umgangspláss að tveimur heitum
pottum, sem tengdir eru þessari
viðbyggingu og yrðu steyptir
upp jafnframt henni.
Nú má auðvitað spyrja: Er
nokkur þörf á þessu? Er þetta
ekki allt ágætt og fullnægjandi
eins og er? Varðandi fatlaða er
því til að svara að þeir sem hafa
skoðað aðstæður í sundlauginni
eru sammála um að breytingar,
sem geri fötluðum möguleg
afnot af laug, séu vart
framkvæmanlegar. Lausn þess
sé alfarið bundin einhverri
viðbyggingu. Á sínum tíma
fylgdust forystumenn fatlaðra
með teikningum að þessu leyti
og voru þeim samþykkir.
Um ljósalampana er það að
segja, að nú er talið nauðsynlegt
að þeir sé’u fyrir hendi í
sambandi við sundlaugar og til
afnota fyrir sundlaugargesti. Nú
er í sundlauginni einn ljósa-
lampi og staðsettur í herbergi,
sem ætlað er starfsfólki sund-
laugarinnar til fataskipta og
afnota. Fyrir ljósabekki vantar
því einnig aðstöðu.
Það eru víst allir sammála um
að þörfin á heitum pottum -
setlaugum - sé orðin brýn, og
hefur fyrr verið það. Og nú er til
umræðu að leysa það mál á
næstunni. Sumir virðast ekki sjá
annað en bráðabirgðalausn, sem
að mínu mati væri hreinn
afleikur.
Það liggur á borðinu að
auðvelt er að leysa málið til
frambúðar fyrir lítið eitt meira
fjármagn en bráðabirgðalausnin
bíður uppá. Ekki síst er þetta
hagstætt þegar þess er gætt að
varanleg lausn mundi ekki þurfa
að taka nema fárra mánaða
lengri tíma en bráðabirgða-
framkvæmdin.
Það eru fjölmargar ástæður
fyrir því að nú er nauðsynlegt að
halda áfram með þetta mann-
virki, sem hefur verið í byggingu
í áföngum í meira en 30 ár og
enn er þó ólokið. Þessar ástæður
verða þó ekki raktar hér að
þessu sinni, enda ætti öllum að
vera þær augljósar. Hik og
bráðabirgðalausnir eru til þess
eins að tefja nauðsynleg og
varanleg verk um ófyrirsjáanlegan
tíma.
Samhljóða samþykkt félags-
málaráðs og bæjarstjórnar frá 2.
apríl 1985 er afdráttarlaus í
þessu efni, þar sem samþykkt
var að viðbygging við sundlaug
fyrir fatlaða og heitir pottar
verði næsta verkefni bæjarins á
sviði íþróttamála. Þessari sam-
þykkt þurfa bæjarfulltrúar nu
að sinna.og fylgja eftir og færa
sundlauginni þessa framkvæmd
á 30 ára starfsafmælinu á þessu
ári.
Samkvæmt þeirri kostnaðar-
áætlun sem til umræðu var hjá
íþróttaráði í nóv. sl. og í
bæjarstjórn 9. des. sl. er gert ráð
fyrir að tveir uppsettir bráða-
birgðapottar á laugarpalli kostuðu
kr. 1.174.000.- Væru þeir
staðsettir sunnan laugar, þá kr.
1.319.000,- Varanleg framkvæmd,
sem innifæli fyrrnefnda bygg-
ingu fyrir fatlaða og aðra
aðstöðu fokhelda ásamt tveimur
heitum pottum fullgerðum mundi
kosta um kr. 3.120.000.-samkv.
framreiknaðri áætlun frá Verk-
fræðist. Sig. Thor.
Varðandi þessar kostnaðar-
tölur verður þó að athuga það,
að engar líkur eru á að
íþróttasjóður ríkisins taki þátt í
kostnaði við bráðabirgðalausn
og kæmi því allur kostnaðurinn,
um kr. 1,3 milljónir króna í hlut
bæjarsjóðs. í varanlegri bygg-
ingu væri þátttaka sjóðsins
hinsvegar 40% og kæmi því um
1,9 millj. kr. í hlut bæjarsjóðs.
Til viðbótar þessu er rétt að
minna á, að til er sjóður,
Framkvæmdasjóður fatlaðra,
sem hugsanlega muni styrkja og
lána til þessarar byggingar fyrir
fatlaða, og væri auðvitað
sjálfsagt að kanna það mál.
Þegar þessa alls er gætt getur
varla vafist fyrir neinum að taka
ákvörðun um hvort heldur skuli
farið í varanlegar framkvæmdir
eða leitað vafasamra bráða-
birgðalausna.
Ef alvara er í því að sinna
málefnum sundlaugarinnar eru
varanlegar framkvæmdir þær
einu sem til greina koma.
Bráðabirgðalausnir og kyrrstaða
bjóða upp á það að hlutskipti
hennar verði að grotna niður
eins og flestra annarra hálf-
byggðra mannvirkja.
►UIA4+
m
Frá Öldungadeild og kvöldskóla
Innritun stendur nú yfir á vorönn. Kennsla er miðuö við að næg þátttaka fáist
í hverjum einstökum áfanga.
( Öldungadeild er m.a. boðið upp á eftirtalda áfanga:
íslenska (ÍSL), allir áfangar, þ.á m. fornám fyrir þá sem vilja rifja upp námsefni
grunnskóla. Kennari Knútur Hafsteinsson.
Enska (ENS), alliráfangar, þ.ám. fornám. Kennari: Björn Magnússon/Þorkell
V. Þorsteinsson.
Danska (DAN), allir áfangar, þ.á m. fornám. Kennari: Þórdís Magnúsdóttir.
Þýska (ÞÝS), allir áfangar, þ.á m. fyrir byrjendur. Kennari: Þórunn Sleight.
Franska (FRA), allir áfangar, þ.á m. fyrir byrjendur. Kennari Geirlaugur Magnússon.
Stærðfræði (STÆ), allir áfangar, þ.á m. fornám. Kennari: Björn Fr. Björnsson.
Tölvufræði (TÖL 1036), fyrir byrjendur. Kennari: Valgeir Kárason.
Vélritun (VÉL), fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari: N.N.
Bókfærsla (BÓK), fyrir byrjendurog lengra komna. Kennari: Gylfi Ambjömsson.
Myndmennt (MYN), fyrir byrjendur og lengra komna. Kennari: Margrét Björnsdóttir.
Vélsaumur (VÉS 102). Kennari: Fjóla Sveinsdóttir.
Fatasaumur
og sníðagerð (FAS 102). Kennari: Fjóla Sveinsdóttir.
í kvöldskóla er til að byrja með boðið upp á eftirtalin námskeið:
Taumálun kennari: María Pétursson.
Saumar kennari: Fjóla Sveinsdóttir.
Ættfræði sem hefst í lok mars, kennari: Guðmundur S. Jóhannsson.
Þátttökugjald og önnur námskeið verða auglýst síðar.
Innritun fer fram á skrifstofu skólans og í síma 5488.