Feykir


Feykir - 14.01.1987, Blaðsíða 5

Feykir - 14.01.1987, Blaðsíða 5
1/1987 FEYKIR 5 eimabyggð og kjördæim Ofeigur Gestsson á Hofsósi: Þegar litið er yfir farinn veg, árið 1986 er margs að minnast, árið var fjölskrúðugt ef svo má að orði komast. Minnisvert í litlu sjávarplássi eins og Hofsósi er það merkisviðburður þegar stæsti vinnuveitandinn Hraðfrystihúsið hf. Hofsósi (HFH) heldur aðalfund sinn og tilkynnir hluthöfum þá ákvörðun stjórnar að greiddur verði 5% arður eftir árið 1985. Það eru líka mikil tíðindi þegar tveir af togurum Útgerðar- félags Skagfírðinga eru frá veiðum mánuðum saman, hrá- efnisskortur í HFH af þeim sökum er tvímælalaust það neikvæðasta hér á heimaslóð. Samdráttur þessi hefur haft veruleg áhrif á líf fjölda fólks í þorpinu, bæði starfsfólks HFH og sjómanna. Þessi samdráttur mun svo á þessu ári hafa áhrif á tekjur sveitarsjóðs._Margt starfs- fólk HFH var fastráðið udd úr sveitarstjóri miðju sumri sem leið en reglugerð um úthlutun atvinnu- leysisbóta til fyrirtækja er enn ekki tilbúin í ráðuneyti þannig að ekki er séð hver fjárhagsleg byrði HFH verður vegna þessa samdráttar sem nemur um 1500 tonnum í lönduðum afla. Þá er ennfremur neikvætt að Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til að ekki verði á þessu ári veidd skel í Skagafirði. Þegar þetta er skrifað er óvissa i þessu efni þvi yfirlýsing Hafrannsóknarstofnunnar er gefin út í fjölmiðlum á sl. hausti án þess að kannað hafi verið ástand fjarðarins, hefur það ekki verið gert enn. A árinu sem leið voru malbikaðir á ellefta þúsund fermetrar af gatnakerfi þorpsins og eru nú allar skipulagðar götur lagðar bundnu slitlagi, er þetta vissulega merkur áfangi í sögu Hofsóshrepps. Á þessu komandi ári verður væntanlega hafist handa við að endurnýja brú yfir Hofsá í þorpinu og leggja nýjan veg að og frá henni niður að höfninni, verður þessi framkvæmd til mikilla bóta fyrir samgöngur innan þorpsins. Eftirminnilegt verður hve samskipti ríkis og sveitarfélaga hafa stirðnað á nýliðnu ári. Sveitarfélög Nú um jólin kom svo sjálfur forseti ASI með yfirlýsingu um að sveitarfélög ættu að lækka útsvör 1987. Mikið hefur verið rætt og ritað um frjálshyggju en á dauða mínum átti ég fyrr von en forseti ASÍ predikaði frjálshyggju frekar en félagshyggju. Verði útsvars- prósenta lækkuð t.d. í 9% verða borgararnir í auknum mæli að greiða beint úr eigin vasa ýmsa þá þjónustu sem sveitarfélögin veita nú og greiða með úr sameiginlegum sjóði borgaranna í viðkomandi sveitarfélagi. Þessi tilmæli forsetans koma fram á sama tíma og tekjur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 1987 eru skornar niður um litlar 600 milljónir, skuld ríkisins við þéttbýlissveitarfélögin í þessu kjördæmi er um 25 milljónir og núverandi stefna í landbúnaðar- málum skerðir tekjur dreifbýlis- sveitarfélaga á næstu árum um ótilteknar upphæðir, fyrir utan þá skerðingu sem ýmsar iðnaðar- og þjónustugreinar, sérstaklega á Blönduósi og Sauðárkróki, svo dæmi sé tekið úr þessu kjördæmi, verða fyrir. Þá hefur menntamálaráðherra í kjölfar svívirðinga sinna um óráðssíu og spillingu okkar sem sjá um grunnskólahald, ákveðið að fylgja því fast eftir að hlutur sveitarfélaga varðandi rekstur skóla verði aukinn en hlutur ríkis minnkaður sem nemur ótil- greindum tugum milljóna á þessari stundu en sveitarfélög sem verst eru stödd skuli samtals fá 10 milljóna dúsu í staðinn. Varðandi hugmyndir forseta ASI er einnig rétt að geta þess að þeir tekjuhæstu munu fyrst og fremst njóta góðs af lækkun útsvars. Þeir sem tekjulægstir eru finna ekki svo mikið fyrir útsvarinu sínu því persónu- afsláttur og barnabætur dekka útsvar þeirra að hluta og stundum alveg. Vissulega er hægt að lækka útsvarsálagninguna, t.d. erhægt að ákveða á þessu ári að 1992 skuli innheimta 8,5% og síðan skuli lækka um 1/5-1% á ári þar til þessi skattur er horfinn. Þá verður að finna tekjur í staðinn eða leggja niður þá starfsemi sem útsvör hafa staðið undir til þessa. Þetta er hægt en er fráleitt að mínum dómi varðandi ýmiskonar félagslega þjónustu. Allar breytingar á þessu sviði eru raunar á valdi borgaranna sjálfra því óvíða í „kerfinu” eru áhrif borgaranna virkari. Varavöllur Umræðan um varaflugvöll fyrir millilandaílug á Sauðár- króki á liðnu ári var mikil og fáránleg. Fór hún víða fram og heyrðust frá hinum ólíklegustu stöðum hinar ólíklegustu röksemdir gegn lengingu flugbrautarinnar á Krók. Þegar kaupfélagsstjóri norðan úr Eyjafirði ræddi þessi málefni á Hólahátíð sl. sumar og lagðist gegn framkvæmdinni fannst manni fokið í flest skjól. Síðar kom í ljós að Eyfirðingar höfðu hug á að leysa þennan vanda fyrir millilandaflugið og fór maður þá að skilja til hvers refirnir voru skornir. Þetta flugvallarmál er skóla- bókardæmi um það hvernig ekki á að standa að málum og tímabært fyrir Skagfirðinga alla að taka höndum saman með öðrum íbúum kjördæmisins um að koma þessu máli farsællega í höfn. Allt þetta mál minnir mjög á framgöngu Borgfirðinga í símamálinu forðum. PistUl frá Siglufirði barst ekld í tæka tíð en hann verður væntanlega birtur í næsta blaði. Þorramaturinn kominn súrmatur Hrútspungar .......kr. 645.00 Lundabaggar........kr. 301.90 Vestfirskurhákarlverð kr. 450.-pr.kg Eistnavefjur .....kr. 490.70 Sviðasulta........ kr. 678.30 Ný sviðasulta Bringukollar..... kr. 234.00 Harðfiskur Blóðmör ......... kr. 239.40 Kryddsíld Lifrapylsa ...... kr. 296.60 Saltsíld Hvalur ...........kr. 308.00 í FISKBORÐINU Ný ýsa Saltaðar kinnar Ný ýsuflök Gellur, nýjar og Nýr þorskur Sigin grásleppa Hrogn og lifur Graflúða Reyktur fiskur Graflax Siginn fiskur Graf silungur Saltfiskur Hinar vinsælu Silver Reed tölvuritvélar

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.