Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Page 4

Vestfirska fréttablaðið - 10.01.1996, Page 4
VESTFISKA 4 Fimmtudagur 10. janúar 1995 ------ " ---- --------------- ---------1 FRÉTTABLAÐIÐ mvmi v Löglærðir menn stofnuðu Lögfræðingafélag Vestfjarða 15. september sl. og var stofnfundurinn haldinn á Hrafnseyri. Sennilega hafa aldrei fyrr verið saman komnir á einum stað svo margir lögfræðingar hér í fjórðungnum. Handverk úr Dýrafirði Handverkshópurinn Koltra, sem selur alls konar handverk úr Þingeyrarhreppi og Mýrahreppi, hefur aðsetur í gamla barnaskólahúsinu á Þingeyri á sumrin, en þar er einnig Upplýsingamiðstöð ferðamála. Bergþóra Annasdóttir, oddviti Þingeyrarhrepps, var þar allsráöandi til sjós og lands þegar myndirnar voru teknar. íhrónamiðstöðin Sundlaugin á Þingeyri var tekin í notkun í vor, en hún er rúmlega 16 metra löng og 8 metra breið. Vatnið í henni er að jafnaði 29,5 stiga heitt og hitað upp með rafmagni. Um áramótin höfðu milli 15 og 16 þúsund manns tekið þar sundtökin og er það fyrir utan skólasund grunnskólanema. Óvíst er hvenær hægt verður að Ijúka við íþróttasalinn. 5U&V" 17. iúní 1995 á Hrafnseyri Hátíðarræðu dagsins flutti Þorsteinn Jóhannesson yfirlæknir, forseti bæjarstjórnar ísafjarðar. Sést hann hér í ræðustól i Minningarkapellu Jóns Sigurðssonar. í lok nóvember boðaði hreppsnefnd Þingeyrarhrepps til almenns borgarafundar um sameiningu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum og sóttu fundinn um hundrað manns. í ræðustól er Guðmundur Ingvarsson, símstöðvarstjóri, fyrrum oddviti Þingeyrarhrepps. í miðið er Jón Gauti Jónsson, en hann var gestur fundarins. í máli hans kom m.a. fram, að hann teldi að neikvæð umræða um Vestfirði væri of áberandi um þessar mundir og væri til skaða fyrir byggðarlögin. Hér væri ekki eingöngu við fjölmiðla og stjórnmálamenn að sakast, heldur ættu heimamenn sjálfir einnig hlut að máli. Til hægri er Tómas Jónsson, fyrrum skóiastjóri, en hann var ritari fundarins. Lögfræðingar »HeIMASIÐA« Þingeyrarhrepps Umsjón: Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.