Feykir


Feykir - 11.11.1987, Side 1

Feykir - 11.11.1987, Side 1
11. nóvember 1987, 37. tölublað, 7. árgangur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA Byggingamefnd Sauðárkróks gagnrýndi á fundi sínum fyrir nokkru seinagang í byggingarframkvæmdum á verslunarlóð við Akurhlíð í Hlíðahverfi og var byggingar- fulltrúa falið að kanna gang mála. Nýleg fundargerð byggingarnefndar greinir frá viðræðum byggingarfulltrúa Jóns Arnar Berndsens við Einar Sigtryggsson lóðar- hafa. Þar segir að stefnt sé að því að húsið verði tilbúið til notkunar sumarið 1988. Verður þá sá hluti sem nú er uppsteyptur frágenginn að innan og húsið pússað og málað að utan. íbúar í Hlíðahverfi munu vera orðnir nokkuð langeygðir eftir að verslun verði opnuð á einu verslunarlóðinni í hverf- inu. Þess má geta að íbúar í Hlíðahverfi eru um 1000. Verslunarlóðinni var úthlutað fyrir nokkrum árum. Hluti verslunarhússins við Akur- hlíð var steyptur upp á síðasta ári og gerður fok- heldur en bygginganefnd finnst lítið hafa farið fyrir framkvæmdum í ár. Sauðárkrókur: Starfskynning í grunnskólanum. Þessar ungu og hressu stúlkur úr 9. bekk Grunnskólans á Sauðárkróki voru á rölti á milli fyrirtækja í bænum, og þótti tilvalið að smella af þeim mynd er þær fóru fram hjá ritstjórnarskrifstofu Feykis. Vaka segir starfsfólki upp - Framkvæmdarstjórinn átelur umfjöllun íjölmiðla - Erlendur Hansen fram- kvæmdarstjóri og eigandi Saumastofunar Vöku á Sauðár- króki sagði öllu starfsfólki sínu upp á dögunum. Er blaðið hafði samband við Erlend Hansen nú á dögunum kom fram að hann ætli sér að draga sig út úr rekstrinum en ekki væri búið að ákveða hvernig gengið yrði frá þeim málum. Kom fram í máli Erlendar að hann væri mjög ósáttur við þá umfjöllun sem málið hafi fengið í fjöl- miðlum að undanförnu og skaðað fyrirtækið, og allt reynt til að gera reksturinn tortryggilegann í augum almennings. Hið sanna í málinu væri það að fyrir- tækið stæði á traustum grunni en það væri eins með Saumastofuna Vöku sem og önnur fyrirtæki að endur- skoða þyrfti reksturinn til að ná betri hagkvæmni og auka arðsemi. A næstu vikum mun skýrast hvernig mál skipast varðandi rekstur og starf- semi saumastofunnar. Erlendur sagði að lokum að starfsfólk saumastofunar þyrfti ekki að óttast um atvinnuöryggi sitt. Sauðárkrókur: Byggingamdhd gagnrýnir seinagang Norðurland vestra: ■ Óðum styttist í frumsýningu á Kardimommubænum. Þessi mynd er tekin á æfingu nú í vikunni. Leikfélag Sauðárkróks: Kardimommubærinn frumsýndur um næstu helgi Sunnudaginn 15. nóvember .k. frumsýnir Leikfélag auðárkróks barnaleikritið ólk og ræningjar í Kardi- íommubæ eftir norska höf- ndinn Thorbjörn Egner. Im mjög viðamikla sýningu r að ræða og tekur fjöldi íanns þátt í uppfærslunni, upp undir 50 manns. Mikið er sungið í leikritinu, þannig að búast má við miklu lífi og fjöri á sýningum. Frumsýn- ingin hefst kl. 17.00 í Félags- heimilinu Bifröst. I Feyki í dag er viðtal við leikstjórann Guðjón Inga Sigurðsson á bls. 2. Hvað heldurðu? Upptaka vegna spuminga- þáttarins Hvað heldurðu? fer fram í Félagsheimilinu á Blönduósi á morgun fimmtu- dag kl. 21.00. Aætlað hafði verið að hafa þáttinn í Miðgarði í Skagafirði en það breyttist á síðustu stundu, þannig að hann verður í Félagsheimilinu á Blönduósi. Eins og fram hefur komið keppa saman Austur- og Vestur-Húnavatnssýslur. I þeirra liði verða Sveinbjörn Magnússon Blönduósi, Rúnar Kristjánsson Skagaströnd og Ólafur Óskarsson Víðidals- tungu. Hagyrðingur Húnvem- inga verður svo Óskar Sigurfinnsson á Meðalheimi A-Húnavatnssýslu. Haukur Pálsson á Röðli mun sjá um skemmtiatriði Húnvetninga enda þrautþjálfaður í þeim efnum. í sveit Skagfirðinga eru þeir Benedikt Sigurðsson Siglufirði, Ólafur Pálsson Sauðárkróki og Páll Dagbjarts- son Varmahlíð. Séra Hjálmar Jónsson verður fulltrúi Skag- firðinga í vísnagerðinni og þeir Jón Hallur Ingólfsson og Júlíus H. Kristjánsson munu skemmta. Eins og sjá má af þessari upptalningu er þetta einvala lið sem þarna mætir og á það bæði við um Húnvetninga og Skagfirð- inga. Rétt er að geta þess að það fólk sem ætlar að vera við upptöku á þættinum er beðið um að mæta tímalega í húsið. Mjög óheppilegt er að fólk komi inn í húsið eftir að upptaka er hafin, en hún byrjar stundvíslega kl. 21.00.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.