Feykir


Feykir - 11.11.1987, Side 3

Feykir - 11.11.1987, Side 3
37/1987 FEYKIR 3 „Gefur hann enn blessaður” Ég heyrði það í fréttunum útvarpsins nýlega, að Svæðis- útvarp Akureyrar væri að vinna að því að tækjavæða sitt útvarp, þannig að það næði til alls Norðurlands. Það er að vísu góðra gjalda vert, að þeir Akureyringar eru farnir að hugsa vel til nágrannanna. Mér datt nú í hug saga, sem segjast átti við visst tækifæri, „Gefur hann enn, blessaður”. Er ekki ákvæði í nýju útvarps- lögunum um að stefnt skuli að uppsetningu svæðisút- varps í kjördæmum landsins. Væri því ekki eðlilegra, að við ynnum að því, að sett verði upp svæðisútvarp í okkar kjördæmi? Ég hefi áður skrifað um málefni þessa kjördæmis, fólksflótta héðan, og bent á tækifæri, sem okkur ber að nýta til atvinnuuppbyggingar, til að efla byggð og búa þannig í haginn, að unga fólkið, sem sækir námið úr byggðarlögunum, fái tækifæri til að koma heim að námi loknu og fást við verkefnin, sem menntun þeirra og hugðarmál hníga að. Það halda kannske margir, að mál þetta sé smátt í sniðum, en í mínum huga er hér um stórmál að ræða fyrir byggðirnar hér. Við höfum ekki leyfi til að afsala okkur neinu, sem snýr að framtíðar- verkefnum fyrir unga og óborna þegna þessa svæðis til annarra. Með því værum við að hrekja þá af leið, sem vilja takast á við hin ýmsu svið þjóðlífsins. Við getum hýst þetta fólk, ekki síður en aðrir hlutar þessa lands. Því vil ég skora á sveitarstjórnarmenn í kjör- dæminu að bregðast fljótt við og taka þetta mál til meðferðar og lausnar. Það eru að sjálfsögðu mörg önnur mál, sem snerta þetta kjördæmi og veltur raunar á því, hvort byggð þróast, vex eðlilega og fólk flyst ekki í burtu í stórum mæli. Það gefst tækifæri til að rifja þau málefni upp, þótt síðar verði en þetta mál þolir enga bið. Ég væri til með að segja við þá, sem telja sig sjálfkjörna til þess að vasast með okkar málefni: Við höfum ekki efni á að gefa, allra síst þeim, sem eru betur settir en við. Við þurfum að nýta okkar möguleika sjálfir, auka fjöl- breytni til athafna. Láta arftaka okkar taka við eins fjölbreyttu mannlífi oggerist í öðrum kjördæmum þessa lands. Sæmundur Á. Hermannsson t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Bjargar Dagmar Báru Jónsdóttur Hólmagrund 1, Sauöárkróki F. 19. nóvember 1919 D. 16. ágúst 1987 Lára Angantýsdóttir Sigurgeir Angantýsson Anton Angantýsson Sigrún Angantýsdóttir Birkir Angantýsson María Angantýsdóttir Matthias Angantýsson Sigurlaug Angantýsdóttir Gunnar Haraldsson Dóra Þorsteinsdóttir Halla Jónasdóttir Jón Dalmann Pétursson Hafdís Guönadóttir Benedikt Agnarsson og ömmubörnin Hjartans þakkir færi ég börnum mínum, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldum þeirra, systkinum mínum og vinum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmæli mínu þann 23. október sl. Sá dagur verður mér ógleymanlegur Guð blessi ykkur öll Sigurbjörg ögmundsdóttir Víðigrund 22 Sauðárkróki Tíl grásleppuyeiðímanna Eftir ábendingar Sölu- stofnunar lagmetis og íslenskra umboðsmanna, athugaði stjóm L.S. stöðu markaðsmála fyrir grásleppuhrogn. Niður- staða var þessi: Verksmiðjur innan S.L. þurfa engin hrogn að kaupa á vertíðinni ’88 og munu íslenskar verksmiðjur eiga á lagerum 8-10.000 tunnur í byrjun vertíðar. Kanadamenn eiga óseldar 800 tunnur í Danmörku og bjóða þær til sölu á 925 mörk. Þá eiga þeirognokkur þúsund tunnur í Kanada, en ógjörningur er að fá það staðfest. í Noregi eru einnig einhverjar óseldar birgðir. í framhaldi af framan- greindu vill stjórn L.S. vara grásleppuveiðimenn við þessari alvarlegu stöðu sem upp er komin og heQa alls ekki veiðar á vertíð ’88 án þess að eiga trygga sölu á þeim hrognum er þeir munu afla. Óvarlegt teljum við að veiða meira en 8-10.000 tunnur á næstu vertíð ef viðunandi verð á að fást. Meiri veiði býður heim hættu á verðfalli og söluerfiðleikum. Stjórn L.S. mun fylgjast með þróun markaða og senda upplýs- Skáksveit Siglufjarðar varð í öðru sæti í Norðurlandsriðli 3. deildar í skák en keppnin fór fram á Akureyri um helgina. Siglfirðingar hlutu 9 og 1/2 vinning af 18 mögulegum og urðu tveimur vinningum neðan við c-sveit Akureyrar sem sigraði í riðlinum. ingar í fréttabréfi strax og ástæða er til. Góður sigur í síðustu umferð 5 - 1 gegn USAH. B- sveit fleytti Siglfirðingum upp í annað sætið í riðlinum og það hljóta þeir að geta verið nokkuð ánægðir með því þrír af fastamönnum sveitarinnar komust ekki með til Akur- eyrar af ýmsum ástæðum. Félagsvist Vegna mistaka var röng auglýsing í síðasta „Sjónhorni” og biðjumst við afsökunar á því. En við spilum á miðvikudagskvöldum í Bifröst kl. 9.00. Allir velkomnir - Góð verðlaun. Ágóði rennur til líknarmála Ásaklúbburinn Fréttatilkynning Skáksveit Siglufjarðar í öðru sæti SAMVINNUBÓKIN Ársávöxtun Samvinnubókar er nú 31,68% Samvinnubókin Hagstæð ávöxtun í heimabyggð Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.