Feykir - 11.11.1987, Síða 8
JFEYKIW T AXI
11. nóvember 1987 Sauðarkroki
37. tölublað, 7. árgangur
Feykir kemur út á miðvikudögum Sími FARSIMI
Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum 5821 985 20076
Sauðárkrókur:
Bflar verða
fyrir árásum
Frekar annasamt var hjá
lögreglunni á Sauðárkróki
síðustu helgi. Þurfti hún að
eltast við drukkinn ökumann
en náðist hann þó fljótlega án
þess að nokkur óhöpp
hlytust af.
Árekstur varð á Skag-
firðingabraut er þar lentu
saman fólksbifreið og bifhjól.
Meiddist ökumaður bifhjóls-
ins talsvert.
Ekkert hefur enn verið
upplýst varðandi innbrotið i
Furukot, en lögreglan vinnur
að málinu. Hún hefur ekkert
ennþá til að byggja á, til að
kæra þá, sem grunaðir eru.
Nokkuð hefur það færst í
aukana að ráðist sé á
bifreiðar, sem standa auðar á
stæðum sínum. Frétti blaðið
af einu slíku atviki þar sem
maður einn gerði sér lítið
fyrir og labbaði yfír bifreið
eina hér í bæ. Eigandinn
brást skjótt við og gerði
lögreglunni viðvart. Hafði
hún upp á sökudólgnum og
hefur hann nú verið látinn
svara til saka. Lögreglan á
Sauðárkróki biður bifreiða-
eigendur að hafa augun opin
og fylgjast vel með bílum
sínum.
Hólar:
Námskeið fyrir
minkabændur
Siglufjörður:
Fímm sækja
þijár
um
stöður
Aðeins fímm umsóknir
bárust um þrjár stöður hjá
Sigluíjarðarkaupstað, en um-
sækjendur voru kunngerðir í
síðustu viku.
Um stöðu félagsmálafull-
trúa sækir Hjörtur Hjartar-
son úr Reykjavík. Tveir
sækja um stöðu bókara þeir
Þórólfur Tómasson og Hannes
Baldvinsson og um stöðu
skrifstofumanns sækja Hanna
Stella Sigurðardóttir og Einar
Oskarsson.
Þau fjögur síðasttöldu eru
öll búsett á Siglufirði.
Bæjarstjóm Sigluíjarðar mun
Oddvitínn:
væntanlega ákveða hverjir
hljóti umræddar stöður á
fundi 12. þessa mánaðar.
Um síðustu helgi var
haldið námskeið á vegum
bændaskólans á Hólum þar
sem fjallað var um flokkun,
feldgæði og lífdýraval á
mink.
Þarna komu saman 25
manns víðsvegar af Norður-
landi sem allir eru byrjaðir
eða að hefja minkabúskap.
Auk þess voru á námskeið-
inu nemendur bændaskólans
ásamt fólki sem tengist
kennslu og búskap á Hólum.
Aðal leiðbeinendur voru
frá Danmörku en einnig
leiðbeindu ráðunautar og
fleiri aðilar sem reynslu hafa
af loðdýrabúskap hérlendis.
Þátttakendum á námskeið-
inu var einkum leiðbeint við
að meta gæði minkafeldanna
sem að sjálfsögðu eru mjög
misjöfn en það er atriði sem
mest veltur á fyrir minka-
bóndann að kunna góð skil á.
Að sögn Emu Bjamadóttur
kennara á Hólum verður
áframhald á námskeiðahaldi
á vegum bændaskólans.
I þessari viku hefst nám-
skeið þar sem leiðbeint
verður um slátmn og fláningu
á mink og fljótlega á eftir
hefst annað þar sem fjallað
verður um skinnaverkun.
Þar verður bæði leiðbeint um
verkun á refa- og minnka-
skinnum.
Skagafjarðar- og Húnavatnssýsla:
Riðuveiki útrýmt næsta haust
Ég held minni Vöku
Eins og frá hefur verið
greint í blaðinu var vemlegur
niðurskurður á sauðfé í
Skagafjarðar- og Húnavatns-
sýslum á þessu hausti vegna
riðuveiki, en stjórnvöld hafa
nú tekið þá ákvörðun að
útrýma veikinni úr landinu á
næstu árum.
Feykir spjallaði á dög-
unum við Sigurð Sigurðsson
dýralækni hjá Sauðfjárveiki-
vörnum.
Sigurður sagði að nú hefði
verið fargað fé á öllum þeim
bæjum, í báðum þessum
sýslum, þar sem veikin hefði
verið virk (verið staðfest eftir
1980) að undanskildu svæðinu
milli Blöndu og Miðfjarðar-
girðingar þar hefði riða verið
staðfest á tveimur bæjum í
haust og þeim aðilum verið
gefinn kostur á að fresta
niðurskurði um eitt ár.
Þá taldi Sigurður nokkrar
líkur á að veikin væri á fleiri
bæjum en þegar væri vitað
um og því nauðsynlegt að
fjáreigendur væru vel á verði
og létu vita um allar
gmnsamlegar skepnur, sauð-
fjárveikivamir munu kosta
athuganir dýralæknis á þeim.
Aðspurður kvað Sigurður
allgóða samstöðu hafa náðst
meðal bænda á þessu svæði
um þessar aðgerðir ekki síst
miðað við hvað veikin hefur
verið víða og lengi á þessu
svæði.
„Aldrei væri nógsamlega
brýnt fyrir bændum að
forðast allan fjárflutning
milli bæja hvort sem um væri
að ræða kaup, leigu eða gjafir
á fé. Mörg dæmi væru fyrir
að veikin hefði borist á milli
bæja og byggðarlaga með
slíkum flutningi og ekki
þyrfti nema eina kind til,
einnig bæri vissulega að
varast heyflutninga.
Eins og mörgum er
kunnugt hefur undanfarin ár
verið tekið heilasýni úr
fullorðnu fé í sláturhúsum og
sent tilraunastöðinni á Keldum.
Nú undanfarið hefur verið
staðfest riða á nokkrum
bæjum þar sem við höfum
fundið ákveðnar breytingar
við rannsókn á þessum
heilasýnum, svo fullyrða má
að þau geta gefið okkur
ákveðnar vísbendingar í
baráttunni við þennan sjúk-
dóm”, sagði Siguiður Sigurðs-
son að lokum.
Þú ferð
varla
annað
Verslunin Tindastóll
Feykir spyr
á Sauðárkróki:
Hvaða skoðun hefur þú á
hraðahindrunum sem nýlega
voru settar á götur á
Sauðárkróki?
Guðmundur Sveinsson bíl
stjóri:
„Þessar hraðahindranir eru
of krappar og geta verið
hættulegar”.
Hjalti Guðmundsson smiður:
„Hraðahindranir eru ágætar,
en þessar nýju eru sennilega
of háar”.
Ólafur Antonsson bílstjóri:
„Það er allt í lagi að hafa
hindranir en þessar nýju hér í
bæ eru of háar og geta verið
hættulegar og hafa skemmt
bíla”.
Margrét Sigurðardóttir vershmar-
maður:
„Eg hef ekkert út á
vegahindranir að setja, þær
eru ágætar”.