Feykir


Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 2

Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 2
2 FEYKIR 38/1987 JFEYKIW Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Hilmir Jóhannesson, Sr. Hjálmar Jónsson, Jón F. Hjartarson, Sigurður Ágústsson, Sæmundur Hermannsson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95- 5253, Haukur Hafstað sími 95-5959, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrímur Daníelsson sími 95-1018, örn Þórarinsson sími 96-73254 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 210 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf„ Sauðárkróki. leiðarí —, Breytt viðhorf íslendingar standa nú á tímamótum. Breytingarnar, sem nú má sjá við sjónarrönd eru þess eðlis, að þær ákvarðanir, sem þjóðin og forráðamenn hennar þurfa að taka á næstunni munu hafa afdrifarík áhrifá framtíð hennar. Við erum háðari utanríkisverslun en flestar aðrar þjóðir. Auðlindir Islands, þótt góðar séu, eru svo fábreyttar, að við verðum að treysta á erlend viðskipti til að geta haft hér þau lífskjör, sem nútíminn krefst. Viðskiptakjör þau, sem við njótum út á við geta því ráðið úrslitum um afkomu okkar og lifsstíl. Vaxandi viðleitni helstu viðskiptaþjóða okkar til þess að mynda bandalög með innbyrðis viðskiptafrelsi, en höftum og tollmúrum út á við, er áhyggjuefni. Á sjöunda áratugnum gengum við í EFTA, og hefur inngangan vafalaust haft sín áhrif á lífskjör okkar síðan. Nú eru hinsvegar blikur á lofti. EFTA hefur sífellt verið að dragast saman og minnka, og mikilvægi þess jafnframt. Verulegar líkur eru á, að Austurríki, Svíþjóð og Noregur séu alvarlega að hugleiða inngöngu í Evrópubandalagið. Innan þess er einnig viðleitni til þess að ná þessum þjóðum inn í það. Margar ástæður liggja til þess, og óþarfi að rekja þær hér. Hinsvegar myndu áhrifin af inngöngu þeirra verða ólýsanleg á afkomu okkar. Norðmenn myndu til dæmis ná yfirburðaafstöðu með viðskipti með fisk á hinum stóra og mikilvæga Evrópumarkaði. EFTA-kjör okkar í viðskiptum við þessar þjóðir myndu einnig glatast. Okkur er því afar nauðsylegt að ná sem fyrst hagstæðum samningum við EB um viðskiptakjör. Sumir vilja jafnvel ganga svo langt að gera sem allra fyrst samning um inngöngu okkar í það. Á því eru þó nokkrir augljósir meinbugir, og miklar breytingar þurfa að verða á viðhorfum fólks hér á landi áður en slíkt er mögulegt. Við þurfum þó fleira til þess að halda þeim lifskjörum, sem við nú njótum og viljum helst halda í og bæta. Eitt af því er að auka hagkvæmni og framleiðni í atvinnuvegum okkar. Nýleg könnun leiddi í ljós, að framleiðni íslenskra atvinnuvega er með ólíkindum léleg. Á því þarf að vinna bót með samstilltu átaki. Við höfum verið alltof kærulaus í þessum efnum, öll þjóðin, og þurfum að taka okkur tak. Breytt viðhorf í markaðsmálum gera þá kröfu til okkar, að framlegðarstig ogframleiðni atvinnuveganna verði ekki lakari en hjá viðskiptaþjóðum okkar. Á annan hátt verðum við ekki samkeppnisfær. Þ.G. Hofsós: Svarta húsið breytir um svip í sumar var gert verulegt átak í viðgerð á „svarta húsinu” svokallaða á Hofsósi en það hefur verið í eigu Þjóðminjasafns íslands frá árinu 1954. Hús þetta á sér langa og merka sögu enda með elstu húsum á landinu liðlega tvö hundruð ára gamalt. Þór Magnússon þjóðminja- vöður var á dögunum spurður um eitt og annað er vék að þessu gamla húsi. „Þetta er mjög merkilegt hús eins og reyndar mörg önnur þarna hjá ykkur í Skagafirðinum. Það er talið að húsið sé reist árið 1772 af dönskum einokunarkaup- mönnum. Það er eitt af tólf húsum af sömu gerð sem Grænlands- og Islandsversl- un keypti til að reisa í kaupstöðum bæði hér og á Grænlandi”. Úr hverju var húsið byggt? „Það er byggt úr svo- kölluðum timburstokkum sem eru nokkurskonar einingar sem síðan voru læstar saman á hornunum. Einingarnar voru höggnar til ytra og númeraðar og má glöggt sjá þau enn. Síðan þegar hingað kom hefur einingunum verið raðað saman og neglt með trénöglum og fleygum. Húsið er með þessu gamla byggingar sniði háu risi sem þá tíðkaðist mjög á slíkum byggingum. Viðir eru allir hinir sterklegustu, stigi er á miðju gólfi upp á loft en þar hefur eflaust verið geymdur verslunarvarningur á sínum tíma. Verslunin hefur vafa- laust farið fram á neðri hæðinni. Þetta hús var eitt af mörgum gömlum timbur- byggingum sem stóðu niður við ána á Hofsósi, en er nú eitt eftir af þeim og stóð raunar til að rífa það þegar þjóðminjasafnið keypti það á sínum tíma”. Því næst var þjóðminja- vörður spurður hvemig væri fyrirhugað að nýta húsið í framtíðinni? Hvað er það helsta sem lagfært hefur verið til þessa? „Segja má að öll neðri hæðin hafí verið tekin meira og minna i gegn, meðal annars settir nýir gluggar og Um það hefur lítið verið rætt enn sem komið er en vitaskuld er æskilegt að það verði notað eitthvað í framtíðinni. í raun væri ágætt að fá einhverjar hugmyndir þar að hurð og húsið tjargað utan þannig að segja má að það sé nú að rísa úr öskustónni. Þorsteinn Gunnarsson arki- tekt hefur haft yfirumsjón með þessu verki en smíða- vinnu hefur Lárus H. Lárusson annast og erum við mjög ánægðir hvernig til hefur tekist og vonumst til að geta haldið áfram með þak og gafla á næsta ári”. lútandi frá heimamönnum vel má vera að þeir hafi eitthvert það verkefni sem því hæfi og væri það vissulega vel. Eg þori að fullyrða að allar góðar hugmyndir um það mál verða skoðaðar gaumgæfi- lega”, sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður að lokum. Skagaströnd: Prestur vígður I sumar var sr. Ægir þar er enginn prestur síðan Sigurgeirsson vígður til þess sr. Oddur Einarsson fór að gegna prestþjónustu í þaðan í fyrrasumar. HöfðakaupstaðarprestakallL Sr. Ægir er fæddur og Hann situráSkagaströnd.en uppalinn á Blönduósi. Hann þjónar nú einnig hluta af er kvæntur og á tvö börn. Bólsstaðarhlíðarprestakalli þvi Til Skattgreiðenda Lögtök og eftirfarandi uppboð vegna ógreiddra þinggjalda eru hafin og verður haldið áfram næstu daga. Þeir gjaldendur, sem ekki hafa gert full skil á gjöldum sínum, eru hvattirtilaðgeraþaðnú þegartilaðlosasigvið þann kostnað og óþægindi, sem lögtak og uppboð hafa í för með sér. Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu Bæjarfógetinn á Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.