Feykir


Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 5

Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 5
38/1987 FEYKIR 5 Bjöm Egilsson Sveinsstöðum: Á tali við blaðamenn Fyrir nokkrum dögum kom ég inn á skrifstofu Feykis og ræddi við blaða- menn um heima og geima, þá Hauk í Vík og Ara. Ég ræddi um að víndrykkja væri sumum mönnum ómótstæði- leg, en aðrir og það væri mikill meirihluti fólks, hefði fullt vald á því að drekka ekki sér til skaða. Ég hafði mína skýringu á þessu fyrirbæri, þá að hinir síðarnefndu hefðu fengið reynslu af víndrykkju í fyrri jarðvistum, sem þeir geymdu hið innra með sér. Það þurfti ekki meira. Haukur sagðist hafa heyrt þá sögu, fyrir mörgum árum um Aðalbjörgu Sigurðardóttur að hún teldi sig muna að hún hafi verið sauðkind í fyrra tilverustigi. Þessa setningu hef ég oft og mörgum sinnum heyrt hafða eftir Aðalbjörgu Sigurðardóttur á liðnum áratugum og er hún sögð til að gera gys að hugmyndum manna um endurholdgun. Sauðir hafa sál, en það er öldungis óhugsandi, að Haukur í Vík og Ari hafi jarmað í gegnum sauðarbarka, síðast þegar þeir voru í efnisheim- inum. En sjötíu og sjö jarðvistum fjær er það ekki útilokað. Aðalbjörg Sigurðardóttir var ættuð úr Eyjafirði, vel gefin, hámenntuð og stór- virkur rithöfundur. Auk annars skrifaði hún margar bækur um guðsríki. Hún var fædd 10. janúar 1887 og væri vel þess vert að hennar væri minnst á þessu ári. Það er óhætt að slá því föstu að Aðalbjörg Sigurðardóttir hefur aldrei sagt, að hún hafi verið sauðkind i jarðvist sinni, næst á undan þessari. Hvers vegna man fólk ekki I fyrri jarðvistir, er spurt? Heili manns ber ekkert á milli, því hann deyr með líkamanum, en þóereitthvað fyrir utan og ofan heilann, sem kallað er fortíðarminni. Orfáir menn telja sig muna eitt og annað frá fyrri jarðvistum, þó oft sé það óljóst. Islendingar þekkja vel það sem kallað er Karma, það er lögmál orsaka og afleiðinga, að hver ersinnargæfu smiður og góðum manni vegnar vel, en þeir sem brjóta af sér verða að líða fyrir það, ekki vegna reiði eða hefnigirni drottins, heldur eru þeir seldir undir lögmál sem nefna mætti réttlætislögmál. En fáir íslendingar aðhyllast endurholdgunarkenninguna, þó mikill meirihluti mannkyns geri það. íslendingar eru kaldir, líklega vegna þess að þeir búa við ysta haf. Um daginn hlustaði ég á prédikun hjá prófastinum á Króknum. Hann fór með þessa setningu „Guðirnir elska þá sem deyja ungir” og mótmælti því. Um það varég honum sammála, en það vantaði pól í hæðina hjá prófastinum. Hann nefndi dæmi um ungan mann, sem var kallaður burt frá konu og börnum, mikið harmsefni. Þessir menn eru háðir sínu lögmáli. Þeir eru að greiða skuldir frá fyrri jarðvistum og allt venjulegt fólk á erfitt með að skilja samhengi þess. A fyrstu öldum kristninnar var endurholdgunarkenningin í Ritningunni, en hinir vísu feður kirkjunnar felldu hana niður á fjórðu öld eftir Krist. Mín heimsmynd er þessi: Sálir manna eru eins og sindur frá alheimsafli og verða að vera í efnisheimi óteljandi æfiskeið til þess að öðlast reynslu og læra að forðast hið illa og gera það sem gott er. Líkamsgeri eru mismunandi í lífsstiganum. Fyrst gæti verið lítilfjörlegt dýr í sandfjöru við sjó, og því næst sauður undir gæru, en síðast mannssálin. Guðinn er einn, ekki margir. Faðir sannur og heilagur andi, er eitt og hið sama. Það er formsatriði, þegar guðdómnum er skipt í þrennt, en þegar það er gert, verður talan þrír heilög tala. En á svo breiðu sviði, sem allt lífið er enn þurfa að vera hálfguðir. Múhameð var hálfguð, því hann stóð fyrir fólkorustum. Stundum greinir prestana á um túlkun orðsins, enda hafa þeir breiðan grundvöll fyrir prédikanir sínar. Þeir lofa að prédika orðið klárt og kvitt, hreint og ómengað. Ég heyrði gamlan prest segja, að hann hefði aldrei messað á Uppstigningardag, því hann tryði ekki á atburðinn, sem þeim degi væri tileinkaður, en bróðir hans sem líka var prestur, sagðist alltaf geta prédikað um heilagan anda, því hann væri alstaðar og í öllu. Þegar sálir manna eru búnar að vera svo oft í efnisheiminum og búnar að læra svo mikið, að þær eru komnar á efstu tröppu í lífsstiganum, eru fullkomnar eins og faðirinn, losna þær frá lögmáli endurholdgunar og hverfa til síns upphafs í alheimsaflinu, hringferð er lokið. Hringurinn þar sem hvorki er upphaf né endir er tákn eilífðarinnar. I matvörudeild: Tilboðsverð á bökunarvörum stendur til 5. desember Sama verð í öllum verslunum Kaupfélagsins Flórusmjörlíki............................ kr. 45.70 Bökunarsmjörlíki ......................... kr. 39.40 Strásykur 2 kg............................. kr. 41.90 Púðursykur 1/2 kg.......................... kr. 23.00 Strásykur 10 kg.............................kr. 209.00 Flórsykur 1/2 kg........................... kr. 17.50 Juvel hveiti 2 kg.......................... kr. 44.90 Opal súkkulaðiblokk Ijós 325 gr.............kr. 142.00 Mónu hjúpsúkkulaði dökkt 500 gr.............kr. 110.00 Mónu súkkulaðispænir Ijósir 150 gr..........kr. 43.00 Mónu súkkulaðidropar ...................... kr. 96.50 Síróp 450 gr. Mar ......................... kr. 63.45 Kókósmjöl 400 gr. Ftekord ................. kr. 49.20 Kakó 500 gr. Rekord ....................... kr. 76.60 Mikið úrval af brauðum og kökum frá öllum brauðgerðum kjördæmisins Brauðgerðin „Krútt”, Sauðárkróksbakarí, Gunnarsbakarí keppa um hylli neytenda Verð og gæði við flestra hæfi Ýmsar nýjungar í bakstri kynntar í versluninni Þið sem ekki hafið tök á að baka sjálf getið fengið kökur og tertur til jólanna hjá okkur Athugiö það sérstakt tUboðU Áaætis franska Ágætis franskar kartöflur 700 gr. á kr. 51.- I vefnaðarvörudeild: Ungbarnafatnaður nýkominn Kjólar - gallar - buxur - peysur og margt fleira Fyrir herra: Stakir jakkar - buxur - peysur skyrtur - bindi - frakkar Fyrir dömur: Kjólar - pils - blússur peysur - buxur-jakkar I skódeild: Kuldaskór og spariskór á alla fjölskylduna í leikfangadeild: Ódýr leikföng - Vönduð leikföng Leikföng við allra hæfi - Mikið úrval í raftækjadeild: Nýkomið úrval af lömpum og Ijósatækjum Nýjar sendingar í hverri viku íluifjtiföiiiipluii) Þú þarft ekki annað!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.