Feykir


Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 8

Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 8
JFEYKIW 18. nóvember 1987 38. tölublað, 7. árgangur Feykir kemur út á miðvikudögum Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum TAXI Sauðárkróki Sími FARSÍMI 5821 985 20076 Sauðárkrókur: Lionessur gefa Kosið sameiningu Kynningarfundir vegna fyrir- sameiningu og þær breyt- hugaðrar sameiningar Holts- ingar sem fylgja munu í og Haganeshrepps í eitt kjölfar hennar. Ekki hefur sveitarfélag verða haldnir nú enn verið ákveðið hvaða dag á næstunni. verður gengið til kosninga Undanfarna mánuði hefur vegna þessa máls en það starfað nefnd skipuð tveimur verður væntanlega fljótlega. fulltrúum frá hvorum hreppi Þess má geta að um næstu að undirbúningi þessa máls, áramót eru liðin níutíu ár en nokkur ár eru síðan síðan Fljótunum var skipt í hugmyndin um sameiningu tvö sveitarfélög. Þá voru þessara tveggja hreppa kom íbúar í Fljótum um 650 og ' fyrst upp. Á þessum almennu hreppurinn fjölmennasta sveitar- fundum verða kynnt ýmiss félagið í Skagafjarðarsýslu. mál er snerta fyrirhugaða Sauðárkrókur: Kvöldvaka hjá Eilífsbúum í síðustu viku afhentu Lionessur á Sauðárkróki íbúum á Dvalarheimili aldraðra Stikluþætti Omars Ragnars- sonar. Er myndin héraðofan frá þeirri athöfn. Lionessuklúbburinn Björk var stofnaður í nóvember 1986 og þær hafa ekki setið auðum höndum, því auk þessa hafa þær stutt fjölskyldu sem var hjálparþurfi, og tóku þátt í Egilsárverkefni Lions- klúbbanna á Norðurlandi vestra. Þá heimsóttu þær íbúana á Dvalarheimilinu í fyrravetur með dagskrá. Peninga til verkefna sinna hafa þær aflað með bingói og í haust seldu þær plastpoka. Lionessumar þakka íbúum byggðarlagsins góðar við- tökur og stuðning. Skátafélagið Eilífsbúar á Sauðárkróki stóð fyrir kvöld- vöku sl. fimmtudagskvöld í tilefni 75 ára afmælis skáta- hreyfingarinnar á Islandi. Gengið var fylktu liði frá Gúttó með fána og kyndla og haldið sem leið lá í Grænuklauf. Þar var sungið og trallað fram á kvöld og þurftu menn að syngja sér til hita, sökum kulda sem næddi um vökugesti. Skátamir vom með skemmtiatriði sem þeir höfðu undirbúið og seldu einnig kaffi og kakó fyrir við- stadda. Mæltist það vel fyrir og seldist upp á skömmum tíma. Að sögn Ingu Andreassen formanns skátafélagsins Eilífs- búa tókst kvöldvakan vel og mæting var mjög góð, miðað við hversu kalt var í veðri. Inga sagði að kakó- og kaffisalan hefði verið til styrktar Danmerkurferð skátanna næsta sumar. Þá fara um 30 Eilífsbúar á aldrinum 12 - 17 ára á skátamót í Köge, vinabæ Sauðárkróks, í tilefni 700 ára afmælis Köge. Mót þetta verður haldið í júlí. Skátarnir ætla með ýmsu móti að safna til ferðarinnar í vetur og munu m.a. sjá um ruslatínslu á götum bæjarins um helgar. Þar er um þarft verkefni að ræða, því ruslið er bæjar- búum til skammar og oft er ófögur sjónin á götunum, rusl út um allt. Veðurblíða í byijtin vetrar Góða veðrirð undanfarið hefur gert mörgum kleyft að hefur verið kærkominn sumar- halda áfram og ljúka við auki fólki hér nyrðra og framkvæmdir sem voru hafnar Blönduós verði bær Hreppsnefnd Blönduóss hefur samþykkt að Blönduós Oddvitinn: „Hafið þið séð hann Jón ó Jón” Ég sá Bryndísi verði bær þann 4. júlí 1988. Hreppsnefnd hefur kosið þrjá fulltrúa úr sínum hópi til þess að undirbúa þetta mál í samvinnu við sveitarstjóra. Tilnefndir í nefndina voru: Sigfríður Angantýsdóttir, Kristín Mogensen og Sigríður Friðriks- dóttír. Á Blönduósi eru nú um 1100 íbúar. Þar er Hilmar Kristjáns- son oddviti, en Guðmundur Kr. Theodórsson formaður hreppsráðs. Haukur Sigurðs- son er sveitarstjóri. Hrepps- nefnd er skipuð 7 fulltrúum, og eru konur þar í meirihluta alls fjórar. þegar snjórinn kom snemma í október. Talsvert hefur verið unnið að vegagerð undanfarið meðal annars í Hjaltadal og á Hofsósi og nágrenni. Þá hefur færð á vegum verið eins og á sumardegi t.d. hefur Lágheiði milli Fljóta og Olafsfjarðar verið fær öllum bílum síðustu þrjár vikursem telja má til undantekninga á þessum árstíma enda Lág- heiði ekki á snjómoksturs- áætlun hjá Vegagerðinni. Ekki hefur blíðviðrið síst komið sér vel fyrir bændur sem undanfarið hafa keppst við að ljúka ýmsum haust- verkum. Á nokkrum bæjum hefur mátt sjá mjólkurkýr úti undanfarna daga sem er heldur óvenjulegt í þriðju viku vetrar, en nokkrir bændur áttu eftir talsverða beit fyrir kýr þegar snjórinn kom í haust og hafa getað nýtt hana síðustu daga. Hvemig er að eiga heima hér? Guðrún Ólafsdóttir: „Það er mjög gott”. Ólafur Kárason: „Hér er mjög gott mannlíf og félagslíf með miklum blóma”. Jón Sigurðsson: „Það er ágætt, en mætti vera meiri fjölbreytni í atvinnu- lífinu”.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.