Feykir


Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 4

Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 38/1987 Sögufélag Skagfirðinga 50 ára Sögufélag Skagfirðinga var félagsins og riíja upp úrsögu 50 ára núna á þessu ári. í þess þau 50 ár sem félagið tilefni af því þótti við hæfi að hefur starfað. skyggnast nokkuð inn í fortíð Á 17. og 18. öld er hér gróskumikil annálaritun, og ber þar hæst Björn Jónsson lögréttumann á Skarðsá 1574 í - 1655. Er Skarðsárannáll höfuðsmíði í sinni röð og! ómetanleg heimild um sam- tíð höfundar. Nær annállinn yfir tímabilið 1400 - 1640, en síðan tekur Halldór Þor- bergsson við og ritar Seylu- annál, 1641 - 1658. Munu þeir báðir hafa unnið þessi ritverk fyrir hvatningu eða undir handarjaðri Hólabiskups. Gunlaugur Þorsteinsson prest- ur í Vallholti ritaði svo- nefndan Vallholtsannál 1626 - 1666, og þeir feðgar, Ari prófastur Guðmundsson og séra Magnús, sonur hans, skráðu Mælifellsannál, 16781 - 1738. Sjávarborgarannáll nær til 1729, saman tekinn af Þorláki Markússyni. Loks má geta þess, að sr. Magnús Pétursson, höfundur Höskulds- staðaannáls, og séra Eyjólfur Jónsson, höfundur Valla- annáls, voru báðir Skagfirð- ingar. á Mælifelli, Tómas Tómas- son á Nautabúi og síðar Hvalnesi, Níels skálda, Bólu- Hjálmar, Gunnlaug Jónsson á Skuggabjörgum, að ógleymd- um Pétri Guðmundssyni frá Hellulandi, presti í Grímsey, er samdi hinn mikla og merka Annál 19. aldar. Þegar dregur nær alda- mótum leggst annálaritun af, en upp úr 1930 fer áhugi að glæðast á ný fyrir þjóðlegri menningararfleifð. Skagfirskir fræðimenn höfðu jafnan baukað hver í sínu horni á öllum tímum, en nú varð ýmsum áhugamönnum ljós nauðsyn þess að skipuleggja betur fræðistörf í héraði og safna til skagfirskar sögu. Á sýslufundi í mars 1934 var lagt fram erindi frá sýslunefndarmanni Staðar- hrepps, Jóni Sigurðssyni á Reynistað, um söfnun þjóð- legra fræða varðandi Skaga- fjarðarsýslu. Sýslunefndin brást vel við þessu máli og ályktaði, að taka að sér forgöngu um söfnun og skráningu fróðleiks til sögu Nýjasta bók Sögufélagsins, Þættir og þjóðsögur eftir Stefán Jónsson frá Höskuldsstöðum. Á 19. öldinni er í héraði Skagfirðinga á síðustu öld. fjöldi merkra fræðimanna, Var leitað til manna í héraði og ber þar hæst Jón Espólín um söfnun efnis oggagna, og sýslumann og Gísla Konráðs- mun einkum Guðmundur son. En margir fleiri sinntu Daviðsson á Hraunum hafa þjóðlegum fróðleik, og má fært saman og skráðýmislegt þar t.d. nefna Einar Bjarna- til þessa verks. son og séra Jón Konráðsson Það má telja upphaf Sögufélags Skagfirðinga, að hinn 6. febrúar 1937 boðuðu Sigurður Sigurðsson sýslu- maður og Jón Sigurðsson alþingismaður á Reynistaðtil fundar áhugamanna um héraðssögu Skagfirðinga. Þar var rædd nauðsyn á stofnun félagsskapar og kosin 11 manna undirbúningsnefnd, skyldi hún síðan halda stofnfund um sýslufundinn. Á sýslufundinum 16. apríl 1937 lagði Guðmundur á Hraunum fram skýrslu um störf sín næstliðin ár í þágu sögu Skagfirðinga, og þann sama dag var haldinn stofnfundur Sögufélags Skag- firðinga. Stofnfélagartöldust 43, en fyrstu stjórn skipuðu Sigurður Sigurðsson sýslu- maður, formaður, Jón Sigurðs- son, Reynistað, Gísli Magnús- son, Eyhildarholti, séra Tryggvi Kvaran, Mælifelli, Stefén Vagnsson, Hjaltastöðum, Guð- mundur Davíðsson, Hraunum, og Margeir Jónsson, Ógmund- arstöðum. Séra Helgi Konráðs- son á Sauðárkróki hlaut kosningu í varastjórn, en árið eftir kom hann í aðalstjórn- ina og gegndi gjaldkera- störfum félagsins eftir það til dauðadags, 1959. I lögum félagsins kveður meðal annars svo á í 2. grein að tilgangur þess sé, „eftir því sem efni leyfa að gefa út rit er heiti Safn til sögu Skagfirðinga”. - Síðar var heitinu breytt í Skagfirsk fræði. I 3. grein segir: „Félagið greinist í tvær deildir: a) Skagafjarðardeild, í henni séu Skagfirðingar búsettir í Skagafirði og annarsstaðar á Norðurlandi. b) Reykjavíkurdeild, í henni séu Skagfirðingar búsettir i Reykjavík og annarsstaðar að undanteknu Norðurlandi”. Eitt meginverkefni félagsins var að gefa út rit um sögu héraðsins og skyldi byrjað á byrjuninni, tekið fyrir tíma- bilið frá landnámi til siða- skipta. Samið var við nokkra menn, utan héraðs og innan, að taka að sér samningu þessara rita, og árið 1939 birtist hið fyrsta þeirra, Ásbirningar, eftir Magnús Jónsson. Þar greinir frá upphafi og valdaskeiði Ás- birninga frá því um 1200 - 1246. Næsta ár kom út Landnám í Skagafirði, eftir Ólaf Lárusson. Greinir þar frá sögu landnámsins og getið er afkomenda land- námsmanna, eftir því sem auðið er. Þriðja bókin, Frá miðöldum í Skagafirði, kom út 1941. Þar rekur Margeir Jónsson slitróttar söguslóðir 14. aldar og fram á hina 15. Margeir vann einnig að sögu 15. aldar, en auðnaðist ekki að ljúka því verki. Hann lést fyrir aldur fram 1943, aðeins 53 ára. Árið 1943 kom út bókin Heim að Hólum eftir Brynleif Tobíasson, er fjallar um tímabilið frá kristni fram um 1200. Segir þar mest frá Frá afmælishófi Sögufélagsins. - 1890 og er 5. bindið væntan- legt á næsta ári. Félagið keypti útgáfurétt á handritum Stefáns Jónssonar frá Höskuldsstöðum og hefur gefið út 4 bækur eftir hann en með 5. bindi lýkur ritsafni Stefáns. Utgáfa Skagfirðingabókar hefur verið árviss atburður. Hólabiskupum, síðast Brandi Sæmundssyni, er dó 1201. Þegar svo Magnús Jónsson sendi frá sér Ríki Skagfirð- inga, 1948, tímabilið frá Haugsnessfundi, 1246 til dauða Gissurar jarls 1268, mátti segja, að komin væri nokkuð samfelld saga hérað- sins fyrstu fimm til sex aldirnar. Næstu árin var ráðist í útgáfu ýmissa þátta frá^síðari tímum. Á 5. áratugnum hófst undirbúningur að hinu mikla riti Jarða- og búendatali í Skagafirði 1781 - 1959, sem út kom í fjórum heftum á árunum 1950 - 1959. Upp- haflega var það hugsað sem fyrsti hluti firnamikils verks um persónusögu Skagfirð- inga. Var hugmyndin sú, að gera síðar, í formi æviskrár- þátta, grein fyrir öllum þeim búendum, sem þar eru nefndir. I ljósi þeirrar reynslu, sem fengist hefur, má ljóst vera, að svo víðtæk hugmynd verður mjög erfið í framkvæmd. Til þess skortir mjög heimildir um fjölda búenda frá 18. öld og fyrri hluta 19. aldar. Á árunum 1964 - 1972 | komu út fjögur bindi af Skagfirskum æviskrám, íbúa frá árabilinu 1890 - 1910. Búið er að gefa út í dag 4 bindi af æviskránum frá 1850 Hið gróskumikla starf sem Sögufélagið hefur innt af hendi hefur notið velvildar einstaklinga og fyrirtækja. Segja má að styrkir frá Sauðárkróksbæ, Sýslusjóði og nokkrum fyrirtækjum hafi staðið að miklu leyti undir ritun síðari binda Skagfirskra æviskráa. Það er ómetanlegt fyrir félagsskap sem Sögu- félagið að hljóta stuðning sem þennan. Sögufélagið hélt veglegt afmælishóf fyrir félagsmenn sína 24. októbersíðastliðinn. Var þar mættur fjöldi fólks bæði félagsmenn og gestir þeirra. Vegleg skemmtidag- skrá var þar flutt og boðið upp á dýrindis kaffihlað- borð. Tókst afmælishófið með ágætum. Unnið er nú að söfnun nýrra félaga. Hefur verið ákveðið að þeir geti eignast allar eldri bækur félagsins með 50% afslætti. Stendur þetta tilboð einungis fram að næstu áramótum. Sögufélag Skagfirðinga er eitt gróskumesta félag sinnar tegundar á landinu. Það er því komandi kynslóðaraðsjá svo um að félagið vaxi ogdafni á næstu árum og áratugum. Heimild: Sögufélag Skag- firðinga 40 ára eftir Hjalta Pálsson f'rá Hofi. Sérprentun úr Skagfirðingabók 8, 1977.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.