Feykir


Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 1

Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 1
18. nóvember 1987, 38. tölublað, 7. árgangur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA Austur-Húnavatnssýsla: Fjarbuum fækkar Hjá Sölufélagi Austur- Húnvetninga á Blönduósi stóð haustslátrun yfir frá 15. september til 23. október. Alls voru 44.347 dilkar lagðir inn hjá félaginu og tæplega tvö þúsund fullorðnar kindur. Meðalþungi dilka, blautvigt var 14.54 kg. Fyrir utan þessar tölur er það kjöt, sem bændur tóku heim í slátur- tíðinni, en það var gert með meira móti. Aberandi var að bændur tækju heim þá dilka, sem áttu að lenda í D 200, en það kjöt er verðfellt nálægt 25% vegna fitu. Hafa ýmsir á orði að þeir vilji bera gott kjöt á borð fyrir sína gesti, enda telja margir að ekki sé unnt að fá betra lambakjöt, en fitan er þá skorin burt. Auk þess, sem hér hefur verið talið, var fé af 15 bæjum slátrað vegna riðuveiki og það kjöt grafið. Þá gerðu nokkrir bændur fækkunar- samning við Framleiðnisjóð og voru þær ær seldar í loðdýrafóður. Þar á meðal voru 5 bændur, sem slátruðu öllu sínu fé þannig að fjárbúum í Austur-Húna- vatnssýslu fækkaði í haust um 20. Siglufjörður: Nýtt fólk hjá bænum Á fundi Bæjarstjórnar Siglufjarðar sl. fimmtudag var ákveðið hverjir hljóti þær stöður á Bæjarskrifstofunni sem auglýstar hafa verið undanfarið. I stöðu félags- málafulltrúa var ráðinn Hjörtur Hjartarson úr Reykjavík en stöðu skrifstofumanns hlaut Hanna Stella Sigurðardóttir. Þau voru bæði kosin með atkvæðum allra bæjarstjómar- manna. I stöðu bókara var ráðinn Hannes Baldvinsson. I atkvæðagreiðslu um stöðuna hlaut Hannes 5 atkvæði en Þórólfur Tómasson hlaut 4 atkvæði. Þau Hannes og Hanna Stella munu hefja störf mjög fljótlega en Hjörtur mun væntanlega byija um áramót. Sauðárkrókur: í brekkunni fyrir ofan Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki voru sjónvarpsmenn að taka upp þáttinn Annir og appelsínur siðastliðinn mánudag og var þá þessi mynd tekin. Þátturinn er kynning nemenda á skólanum, en þessir þættir eru teknir upp í öllum framhaldsskólum á landinu, 25 talsins. Þátturinn frá F.á.S. verður sýndur í sjónvarpinu 4. desember. Bærinn fær 5 milljóna kr. lán Siglujjörður: Gjöf til sjúkrahússins Fyrir skömmu barst sjúkra- húsi Siglufjarðar peningagjöf að upphæð 250 þúsund krónur sem gefin var til Fjármálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson var ásamt fríðu föruneyti á ferð á Sauðárkróki á dögunum. Skoðaði hann fyrirtæki í bænum og var þessi mynd tekin er hann skoðaði Steinullarverksmiðjuna. í næstu blaði verðurbirt viðtal sem blaðamaður Feykis átti við hann. kaupa á rúmum o.fl. búnaði fyrir sjúkrahúsið. Gefandi var Jón Andersen á Siglufirði en gjöfin var til minningar um eiginkonu hans Stefaníu Jóhannsdóttur. Að sögn Jóns Sigurbjörns- sonar framkvæmdastjóra sjúkra- hússins hafa þegar verið keypt fjögur ný rúm ásamt náttborðum fyrir andvirði þessarar gjafar. Vildi Jón koma á framfæri sérstöku þakklæti til gefenda fyrir hönd sjúkrahússtjórnar fyrir þessa höfðinglegu gjöf og þann hug sem að baki lægi. Lét framkvæmdastjórinn þess getið að slík gjöfjafngilti í raun 500 þúsundum fyrir sjúkrahúsið þar sem ríkis- sjóður gæfi eftir aðfiutnings- j gjöld og söluskatt þegar tæki | og útbúnaður væri keypt fyrir gjafafé. Nú nýverið lánaði Lífeyris- sjóður stéttarfélaga í Skaga- firði Bæjarsjóði Sauðárkróks 5 milljónir króna. Fénuhefur bærinn varið til að standa við hlutafjáraukningu í Stein- ullarverksmiðjunni. Búnaðar- baninn tók ábyrgð á greiðslu afborgana og eru vextir og önnur kjör mjög viðunandi fyrir sjóðinn. Það er sameigin- legt álit forráðamanna bæjar ins og stjórnar lífeyrissjóðs- ins að þessi ráðstöfun sé hagkvæm fyrir báða aðila og með því að verja fjármunum sjóðsins til hagkvæmra verk- efna í heimahéraði, í stað þess að þurfa etv. að senda þá til ávöxtunar á fjarlægu landshorni, sé mikilvægum markmiðum náð. Skagaströnd: Ibúðir fyrir aldraða Nú er að hefjast lokaáfangi við byggingu íbúða fyrir aldraða á Skagaströnd. Grunn- ur að húsinu var tekinn haustið 1985, en í fyrra var byggingin frágengin að utan. Áætlað er að taka bygging- una í notkun um mitt næsta ár. 1 húsinu verða 11 ibúðir , 4 hjónaíbúðir og 7 einstaklings- íbúðir. Auk þess verður þar ýmiskonar félagsleg aðstaða, t.d. fyrir sjúkraþjálfun og þar geta íbúarnir fengið mat ef þeir vilja losna við að sjá um þann þátt sjálfir. Það er Sýslusjóður Austur-Húnavatns- sýslu, sem byggir þessar íbúðir, en hluti af kostnaði er greiddur af Framkvæmda- sjóði aldraðra. Á Skaga- strönd eru fyrir fjórar hjónaíbúðir fyrir aldraða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.