Feykir


Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 6

Feykir - 18.11.1987, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 38/1987 Körfubolti 3. fl.: Aftur tap í öUum leikjum hjá Tindastól Um síðustu helgi keppti 3. flokkur Tindastóls í körfu- bolta í fjölliðamóti, B-riðli, í Hagaskóla í Reykjavík. Strák- arnir léku fjóra leiki og töpuðu þeim öllum. Þetta var annað mótið sem þeir taka þátt í og enn hafa þeir ekki unnið leik. Fyrsti leikurinn var gegn ÍR-ingum. Tindastóll stóð lengi vel í þeim og hélst um 3ja stiga munur á liðunum alveg fram í miðjan seinni hálfleikinn. Þá tóku ÍR-ingar á sprett og juku muninn talsvert, þannig að þegar upp var staðið í lok leiksins hafði ÍR skorað 61 stig og Tindastóll 44. Besti maður Tindastóls í þessum leik var Atli Freyr Sveinsson. Næst var keppt við Þór frá Akureyri. Var það versti leikur Tindastóls í mótinu og tapaðist með 62 stigum Þórs gegn 43 stigum Tindstælinga. Skástir þeirra í þeim leik voru Bjarki Baldvinsson og Guðbjartur Haraldsson. Þá var mótið hálfnað og tveir leikir eftir. Sá fyrri var gegn Mími frá Laugarvatni. Tindastóll fór illa að ráði sínu í þeim leik og glataði forystunni til Laugvetninga á síðustu mínútum leiksins, tapaði að lokum með 46 t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför Ragnars Pálssonar Víölgrund 1 Sauöárkróki Anna Pála Guðmundsdóttir Hólmfríður Rögnvaldsdóttir Dýrleif Árnadóttir Leifur Ragnarsson Páll Ragnarsson Árni Ragnarsson Hólmfriður Ragnarsdóttir Ólöf Ragnarsdóttir Örn Ragnarsson Úlfar Ragnarsson barnabörn og systkini Svala Guðmundsdóttir Margrét Steingrímsdóttir Ásdís Hermannsdóttir Jón Ingi Guömundsson Pétur Heimisson Margrét Aðalsteinsdóttir stigum gegn 53 stigum Mímismanna. Atli Freyr Sveinsson var bestur í liði Tindastóls í þessum leik. Síðasti leikurinn var gegn gestgjöfunum, KR-ingum. Þá var farið að hýrna yfir leikmönnum Tindastóls og voru þeir beittari í þessum leik heldur en hinum. Það dugði ekki því miður, enda KR-ingar á heimavelli, og sigruðu þeir með 77 stigum gegn 50 stigum okkar manna. Guðbjartur Haraldsson var bestur Tindstælinga í þessum síðasta leik. Stig Tindastóls í leikjunum fjórum gerðu: Atli Freyr Sveinsson 41, Guðbjartur Haraldsson 40, Örn Sölvi Halldórsson 31, Sigurður Levý 30, Bjarki Baldvinsson 23, Pétur Vopni Sigurðsson 12, Guðmundur Jónbjörns- son 4 og Stefán Hreinsson 1 stig. Þess má geta að það voru IR-ingar sem unnu mótið og keppa því næst í A-riðli. Tindastóll leikur áfram í B- riðli, þar sem aðeins eru þessir tveir riðlar og því ekki hægt að flytjast niður um riðil. Næst keppir Tindastóll í febrúar á næsta ári og verður fjölliðamótið hér á Króknum. Skagaströnd: Atvinnu fólks stefnt í voða Hreppsnefnd Höfðahrepps gerði svofellda samþykkt á fundi sínum 23. október 1987: „Hreppsnefnd Höfðahrepps, Skagaströnd, skorar á hæst- virta ríkisstjórn og Alþingi að setning laga um kvóta á úthafsrækju leiði ekki til þess að hagur byggðarinnar verði fyrir borð borinn. Á Skagaströnd hafa um 50 manns atvinnu við veiðar og vinnslu rækju og er atvinnu þessa fólks stefnt í voða ef útgerðarmenn fá alfarið yfirráð yfir þessari auðlind þjóðarinnar”. Greinargerð: Sjávarútvegsráðuneytið hefur lagt tillögur um takmörkun og skiptingu úthafsrækju fyrir ráðgjafarnefnd um fiskveiðistjómun. Tillögumar fela í sér að útgerðarmenn fái alfarið yfirráðarétt yfir þessari auðlind. Undanfarin ár hefur sífellt stærri hluti úthafsrækjunnar verið unninn á Reykjanesi og Vesturlandi. Hlutur Norður- lands fer að sama skapi minnkandi. Árið 1983 var hlutur Norðurlands vestra 31.2% af heildaraflanum, en árið 1986 var hann kominn niður í 18.2%. Á sama tíma óx hlutur Reykjaness úr 11.7% í 24.3%. Það er augljóst, að þessi þróun er þjóðhagslega óhagkvæm. Fram- hald hennar verður til að skerða hlut Norðurlands- byggða, sem liggja þó best við miðunum. Þá hefur gengdarlaus út- hlutun rækjuvinnsluleyfa undan- farin ár (1985 - 1987 samtals 23 leyfi), flest til aðila fjarri veiðisvæðunum, flýtt mjög fyrir þessari þróun. Allar þessar leyfisveitingar eiga sér stað, þrátt fyrir lög nr. 12/1985 um samræmda vinnslu sjávarafla og veiðar, sem háðar eru sérstökum leyfum, en þar segir m.a. í 2. gr: „Ráðuneytið getur synjað um slík leyfi, ef ekki er fyrirsjáanleg aflaaukning á viðkomandi svæði né sam- dráttur í starfsemi annarra vinnslustöðva á svæðinu”. Þessari óheillaþróun verður að snúa við nú þegar, þannig að grónar rækjuvinnslubyggðir geti rétt hlut sinn. Frá Landssambandi smábátaeigenda Þeir sem vilja þrengja rétt trillukarla í kvótamálum styðja mál sitt gjarnan með eftirtöldum rökum: 1. Verið sé að koma á öruggari veiðistjórnun og fiskivernd. 2. Verið sé að draga úr ásókn í snyrtivörudeild: Fyrir herra: Björn Borg snyrtivörur í miklu úrvali Fyrir dömur: Loulou nýi ilmurinn frá Cacharelí ikdgfirdingabúi) Þú þarft ekki annaö! í áhættusömustu veiðarnar og minnka þannig slysa- hættu. 3. Verið sé að auka réttlæti aflaskiptingu. Við þessar röksemdafærslur vill stjórn Landssambands smábátaeigenda gera eftir- farandi athugasemdir: 1. Við 1. lið. Af 27.000 tonna þorskaflaaukningu á fyrstu níu mánuðum þessa árs hafa aðrir veitt 26.800 tonn, en trillukarlar 200 tonn. 2. Við 2. lið. Þegartrillumenn hafa sjálfdæmi um að láta gæftir ráða róðrum og veiðisókn sinni svo sem löngum hefur verið, þá er það tölfræðileg staðreynd að slys eru fæst við þær veiðar. Á það má benda t.d. að í Grímsey, einhverri erfiðustu verstöð landsins, sem að auki býr við lélega höfn og þar sem fólk hefur alla tíð sótt lífsbjörg sína í sjóinn á smábátum, hefur þar enginn maður farist við fiskveiðar það sem af er þessari öld. Verði trillumönnum aftur á móti með kvótalögum gert að sækja afla sinn í sameiginlegan heildarkvóta þá mun verða minna um það að gæftir ráði róðrum. Þá mun fjárþörf þeirra knýja þá til að róa í tvísýnum veðrum að freista þess að ná sínum hlut, áður en sameiginlegur kvóti er uppveiddur af öðrum. Með slíkum lögum yrði trillusjómönnum att til verulega aukinnar áhættu í starfi. 3. Við 3. lið. 15% ísler.skra sjómanna stunda sjómennsku á smábátum og skipta á milli sín 5% af heildarbotnfiskafla landsmanna. Ennfremur vill Landssam- band smábátaeigenda vekja athygli á eftirtöldum stað- reyndum: 1. Trillur eru undirstöðu atvinnutæki og lyftistöng fjölmargra minnstu sjávar- plássa landsins. 2. Kostnaður við trilluveiðar er minni en annarra skipa. 3. Slysatíðni á trillum hefur verið langt um minni en á öðrum skipum, með lagasetn- ingu á heildarkvóta er þó rétt að taka fram að slysum hefur fjölgað á smábátum. 4. Þjóðhagslega er hagkvæmast að veiða sem mest á smábáta og fátt fellur betur að byggðaþróun en einmitt það. F.h. stjómar Landssambands smábátaeigenda Arthur Bogason

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.