Feykir


Feykir - 27.01.1988, Side 2

Feykir - 27.01.1988, Side 2
2 FEYKIR 3/1988 JFEYKIEF Óháð fréttablað fyrir Norðurland vestra ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 95-6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarsonsson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann Björnsson sími 95-5253, Magnús Ólafsson sími 95-4495, Þorgrímur Daníelsson sími 91-30538, örn Þórarinsson sími 96-73254, Júlíus Guðni Antonsson sími 95-1433 og 985-25194 Auglýsingarstjóri: Haukur Hafstað sími 95- 5959 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55 krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 kr. ■ GRUNNVERÐ AUGLÝSINGA: 210 krónur hver dálksentimetri ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðviku- dagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. —leiðari------------------------------ Að þreyja þorrann og góuna Þorri er genginn í garð, sem merkir það að vetur er hálfnaður. Það sem af er vetri hefur einkennst af einmuna góðri tíð, þó vetur konungur hafi gert vart við sig uppá síðkastið. Þorrinn hefur löngum þótt tákn erfiðleikanna samanber að þreyja þorrann og góuna. Því er svo farið að margt er líkt með gangi þjóðarskútunnar og veðurfarsins. Það skiptast á skin og skúrir. Islendingar hafa s.l. ár gengið í gegnum eitt mesta hagsældarskeið sem um getur í sögu þjóðarinnar. En nú þykir mörgum sem ský dragi fyrir sólu. Erfiðleikar hjá útflutningsgreinum landsmanna eru komnir á það stig að vert er að gefa þeim gaum. Það er raunar furðulegt að hjá þjóð sem á jafn mikið undir útflutningi skuli þær greinar sem að honum vinna berjast í bökkum. Það er nú einu sinni svo að hagsæld okkar takmarkast nær eingöngu af því hvernig útflutningsgreinunum reiðiraf. Ef viðskiptakjör þjóðarinnar rýrna verður ekki hjá því komist að lífskjörum okkar hrakar. Það er því einföld ábending til okkar að þegar illa gengur í útflutningi sé nauðsynlegt að draga úr kröfum til aukins kaupmáttar. Þegar innflutningur blómstrar en illa gengur í útflutningi er það beinlínis staðfesting um að við eyðum um efni fram. í ljósi þess að miðstöð innflutnings er á suðvesturhomi landsins en stærsti hluti útflutningsgreinanna er á landsbyggðinni gefur það auga leið að umframeyðslan ýtir undir þenslu á höfuðborgarsvæðinu en samdrátt úti á landi. Það ert.d. ekki útaf neinu sem borgarstjórn Reykjavíkur á í mestu vandræðum með að koma ráðstöfunarfé sínu fyrir á meðan flest önnur sveitarfélög lepja dauðann úr skel. En vandamálin em til að takast á við þau. í því sambandi hafa flestir nefnt svokallaða,,byggðastefnu”. Það er svo sem ekkert að því að kalla á byggðastefnu svo fremi sem ekki er verið að biðja um ölmusufé. Besta byggðastefnan felst í því að styðja að verðmætasköpun sem gefur fólkinu sem að henni vinna auknar tekjur í aðra hönd. Við verðum að styðja að þeim greinum sem vinna við útflutning og þeim fjölmörgu leiðum sem gefast til aukinnar gjaldeyrissköpunnar. Öflug starfsemi úti á landi er forsenda aukinnar hagsældar þjóðarinnar allrar. Með það að leiðarljósi getum við verið þess fullviss að okkur tekst að þreyja þorrann og góuna, vorið taki við og gróska færist í íslenskt efnahagslíf. Er Norðurland vestra ekki á Norðurlandi? Það hefur í geenum tíðina verið takmarkaður samgangur á milli kjördæmanna tveggja á Norðurlandi, því vestra og því eystra. Þegar talað er um samgang er átt við samgang í víðum skilningi, á sviði menningar og lista, á sviði verslunar og viðskipta o.s.frv. Astæðan fyrir þessu er að mörgu leyti sjálfur Trölla- skaginn, með allar sínar heiðar, s.s. Lágheiði og Öxnadalsheiði. En meðþvíer sagan ekki öll. Það vill brenna við að menn tala um hve sjálfsagt það er að kalla Akureyri „höfuðstað” Norðurlands og hve sjálfsagt það er að Akureyri verði „höfuðstaður” Norðurlands um ókomna tíð. En hvað er verið að tala um? Jú, Akureyri er fjöl- mennasti staðurinn, með rúmlega 13 þúsund íbúa. Hvað eru t.d. íbúar Sauðár- króks mikið háðir Akureyri? Ekki förum við þangað að skemmta okkur, ekki náum við útsendingum svæðisútvarps Norðurlands þaðan, ekki förum við þangað í Glasgow- verslunarferðir. Hvað fáum við eiginlega frá Akureyri? Jú það er nú eitthvað, s.s. dagblaðið Dag, niðursuðuvörur, einstaka fréttir í sjónvarpinu frá Gísla og fleira mætti telja. En þetta er rétt dropi í hafið miðað við það að Akureyri skuli vera kallaður „höfuð- staður” Norðurlands. Eitt nýlegt dæmi um þennan takmarkaða samgang sem minnst er á í upphafi er fegurðarsamkeppni um Ung- frú Norðurland. Sjö stúlkur keppa, og hvaðan koma svo þessar yngismeyjar? Jú, þær koma allar frá NORUR- LANDI EYSTRA og engin kemur frá Norðurlandi vestra, þar sem nóg er af snotrum snótum, jafnt í Húnaþingi sem í Skagafirði, að ógleymdum Siglufirði, sem einna verst hefur komið út í þessum svonefnda samgangi. Hvemig voga aðstandendur þessarar keppni sér svo að kalla hana ungfrú Norðurland? Af hverju notuðu þeir ekki hugmyndaflugið og kölluðu hana ungfrú Noiðurland eystri? Ekki skal svarað fyrir þá hér, kannski að þeir lesi jDennan pistil svo þeir geti staðið fyrir sínu. Hvernig stendur á því að svæðisútvarpið á Akureyri skuli vera kallað Svæðisútvarp Norðurlands? Þetta er alveg dæmigert, því sendingar útvarpsins nást eingöngu í NORÐULANDI EYSTRA. Tindastóll lék seinni leikinn við Hauka í Bikarkeppni KKI s.l. fimmtudagskvöld í Hafnarfirði. Leikurinn var nokkuð slakur og lítið fyrir augað. Haukar höfðu mikla yfirburði og unnu Tindstæl- inga með 92 stigum gegn 56, eftir að staðan í hálfleik var 42-24. Samtals unnu Haukar því 183-131. Tindastóll átti slakan dag í þessum leik og ekki hægt að taka neinn út úr. Til marks um það tóku strákarnir 4 sóknarfráköst og 12 varnar- fráköst, sem ekki þykir mikið. Stigin gerðu Eyjólfur Sverrisson 22, Kári Marísson 10, Agúst Kárason 8, Björn Sigtryggson 6, Sverrir Sverriss- son 6, Jón Már Guðmundsson 2 og Jón Þór Jósepsson 2. Daginn eftir bikarleikinn við Hauka, eða s.l. föstu- dagskvöld, lék Tindastóll æfingaleik við úrvalsdeildar- Þó svo hér sé verið að ambagast yfir þessu þá er okkur íbúum Norðurlands vestra enginn akkur í því að ná þessum sendingum, nóg kvarta Akureyringar og nágrannar yfir dagskrá svæðis- útvarpsins samt. Það er því mikið gleðiefni nú að bæjarstjóm Sauðárkróks hefur sent útvarpsstjóra bréf, þar sem farið er fram á að kannaður verði möguleiki á svæðisútvarpi fyrir Norður- land vestra. Svæðisútvarp „Norðurlands” á Akureyri hefur hingað til ekki staðið undir nafni, svæðið vestan Tröllaskaga hafi orðið undir í fréttaumfjöllun ríkis- fjölmiðlanna. Vestri lið Grindvíkinga. Sá leikur var mun betri af hálfu Tindastóls en gegn Haukum kvöldið áður og bar hæst þar góðan leik Ágústar Kára- sonar en hann þurfti að glíma við einn besta miðherja landsins, Guðmund Braga- son. Gústi var ófeiminn við hann og lék vel, tók fjölmörg fráköst og skoraði 12 stig. Um leikinn er það að segja að hann einkenndist af mikilli baráttu og miklum hraða. Lengi vel hélst 7-10 stiga munur á liðunum en það var í lok síðari hálfleiks sem Grindvíkingar juku forskotið og endaði leikurinn 85-69. Auk Gústa stóðu Björn og Eyjólfur sig vel í leiknum og í heild var allt annar bragur á liðinu en kvöldið áður. Stigin gerðu Eyjólfur 27, Björn 20, Gústi 12, Kári 7, Sverrir 2 og Jón Þór 1. Körfubolti: Tindastóll úr leik í bikamum FACIT Ritvélar, reiknivélar og tölvuprentarar Stórlækkað verð FACIT tryggir gæðin STLOLU sf Skagfiröingabraul 6b - Simi: 95-6676 ■ 550 Sauðarkrokur

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.