Feykir


Feykir - 27.01.1988, Side 6

Feykir - 27.01.1988, Side 6
6 FEYKIR 3/1988 21. Hagyrðingaþáttur Heilir og sælir lesendur góðir. I byrjun þessa þáttar langar mig til að biðja ykkur að taka til athugunar bón mína um að senda mér eitthvað af efni fyrir þáttinn. I öðru lagi vil ég þakka fyrir gott bréf sem mér barst nú fyrir stuttu, og má af því draga þá ályktun að þessi þáttur sé lesinn víða. Það er Björn Jónsson í Kanada sem sendir þættinum þetta ágæta bréf, hann segir svo: Hörpu nætur hrundin rjóð hrjóta lætur strengi. Við þann sæta ástaróð unað gæti ég lengi. Og ekki gera allir jafn fábreyttar kröfur til mannlífs- ins og Jónas Árnason heldur, eins og þessi vísa skilgreinir. Sár á taugum lóminn lem er líður á draugavöldin. Lokar augum öllum þrem eikin bauga á kvöldin. ,,í 18. hagyrðingaþætti Feykis er birt vísa eftir Jónas Árnason, og sagt hve vel hann tekur öllum djöflagangi dags og nætur, og rólegheitum engu síður. Það getur nú hrotið vel í þeim kerlingum hér vestra líka, skal ég segja þér, að minnsta kosti minni, sem eftirfarandi vísa greinir”. Björn heldur áfram og segir, „sendi þér til gamans tvær grindarsnúningsvísur, með því sú seinni varð til í einu lagi í svefnrofanum í morgun. Þær ættu að vera á par við vísur þeirra Sigga Hafstað og Bjama Guðmunds- sonar sem þeir láta kjól- klædda þjóna bera sér milli Loðdýraræktarfélag Skagafjarðar heldur skinnasýningu í Selinu á Sauðárkróki laugardaginn 30. jan. kl. 13.00 -16.00 Til sýnis verða refa- og minkaskinn framleidd af loðdýrabændum í Skagafirði. Kl. 15.00 verður dómum lýst og veitt verðlaun fyrir bestu skinnin. Loðdýrabændur og allt áhugafólk er hvatt til að mæta. Stjórnin K.S. graskögglar frá Vallhólma Eflið norðlenska byggð og kaupið góða grasköggla á góðu verði Graskögglar framleiddir í júlí 1986 kr. 15.000.- pr tonn Graskögglar framleiddir í júní og júlí 1987 kr. 16.000.- pr tonn Graskögglar framleiddir úr há og höfrum 1987 kr. 17.000.- pr tonn K.S. Vallhólmi fyrsta flokks herbergja á fínustu hótelum í París uppá kostnað afklipptra bænda og kvótasnauðra rækju- og grásleppukarla þessa reglu- gerðum girta lands” Fyrndarlúnings yndirfúning frískar kjólatík, með girndarnúnings grindar- snúning, -greddutólabrík-. Sem betur fer sendi læknirinn skýringar. Fyrndarlúningur ellilúi. Yndirfúningur neðan-rot. Eins og hind í háfjöllum í hornagrindarbúningi fær hún yndi frjákörlum með fimum grindarsnúningi. Frjákarl er ágætt nýyrði um viðhald eða unnusta, og þá frjákerling um vinuna. Nú á síðustu dögum hafa verið uppi deilur með þingmönnum okkar um fjárhag ríkisútvarpsins. Ekki verður lagður neinn dómur hér á ástandið þar á bæ, en við skulum rifja upp tvær vísur sem Þorsteinn Jónasson á Oddstöðum í V-Hún. orti fyrir 12-15 árum síðan, eftir að hafa hlustað á hinn vinsæla útvarpsmann Jón Múla fara á kostum í morgunútvarpi. Öll á fætur elskan mín engin gisti bólin. Meðan hátt í heiði skín höfuðborgarsólin. Sigfús Steindórsson: Veitir öllum yl og skjól og er svo mikils virði. En mun það vera sama sól og sést í Hrútafírði. Ein vísa enn kemur hér eftir Þorstein og er hún ort er hann hlustaði á spurninga- keppni. Ein spurningin var úr boðorðunum og vafðist það nokkuð fyrir keppendum að Finna rétta svarið. Þó mikið aukist menntunin mönnum hjá og sprundum, virðast blessuð boðorðin bögglast fyrir stundum. Fleiri mál hafa gengið yfir á hinu háa Alþingi nú undanfarið, og eftir að umræðan um Fiskveiðikvótann reis sem hæst, komst eftir- farandi á kreik. Kvótinn er lífsins kraftur, kvótinn er heimsins von, kvótinn er kominn aftur, kvótinn er Halldórsson. Ekki virðast allir sjá mikinn tilgang í starfi ráðamanna þjóðarinnar, eftir næstu vísu að dæma. Höfundur hennar er Skúli Guðmunds- son í Reykjavík. Ráðherrar mega ekki vita sitt vamm þó válega í stjórninni syngi. í bróðerni leggja þeir frum- vörpin fram en fella þau síðan á þingi. I framhaldi af þessu getum við rifjað upp vísu sem ort var síðastliðið sumar, er stjórnmálamennirnir voru að reyna að koma saman ríkisstjórn eftir kosningar. Höfundur er Ásgeir Þorgeirs- son námsmaður í Reykjavík. Stjórnun lands fer heilt í hnút hefur fátt á tryggu. Það vill ganga illa út umboðið frá Viggu. Næst kemur vísa eftir Sigurgeir Kristjánsson frá Vestmannaeyjum. Atómljóðin eru í móð ýmsir vel þau róma, þó munu eldri úrvalsljóð eiga dýpri hljóma. Aðalbjörn Benediktsson ráðunautur frá Grundarási í V-Hún. orti eftir að hafa hlustað á auglýsingalestur í útvarpinu. Ráða skal einn af öðrum látnum ef einhver um starfið spyrði, eru upplýsingar um borð í bátnum við bryggju í Hafnarfirði. Síðustu vísurnar að þessu sinni eru ættaðar frá Akureyri, höfundur er Ámi Böðvarsson. Ekki ljóð ég yrkja kann allan vanda funa, en í leik ég léttir fann við litlu ferskeytluna. Að því mikið yndi hef ef ég fæ að heyra, lítið fallegt stuðlastef stikla mér við eyra. Verið þið sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 541 Blönduósi Sími 95-7154 Uppákoma Útvarpshúsið nýja Efsta- leiti 1 var almenningi til sýnis núna rétt um daginn. Það komu margir til að sjá hin glæsilegu húsakynni. Þaðan verða send út til þjóðarinnar ýmis menningar- leg efni um ókomin ár, og skiptir þá miklu að vel sé framreitt. Mér virðist íslensku máli vera að hraka á undanfömum árum, og margt langskóla- gengið fólk getur naumast talað óbjagaða íslensku. Þó eru margir fréttamenn og aðrir sem koma fram í fjölmiðlum að reyna að vera svolítið þjóðlegir í sér, og nota gömul máltæki en tekst það misjafnlega. Svo eru sum orðasambönd mjög vinsæl og eru þá ofnotuð til dæmis uppákomur og ýmsar uppá- komur. Þetta heyrist oft þegar verið er að auglýsa ýmsar samkomur og mann- fagnaði og svo eru það óvæntu uppákomumar. Sumir misskilja þetta til dæmis eins og gamla konan sem ég var staddur hjá, hún var farin að tapa heyrn en var þó að hlusta á útvarpið. Nú fór þulurinn að lesa upp auglýsing- una um einhverja samkomu, og þar átti að vera óvænt uppákoma um miðnætti. Þetta heyrði gamla konan. „Hverslags er þetta eru þeir nú að klæmast í útvarpið, ég er svo aldeilis vita hissa ég bara slekk á tækinu”. Eg sagði henni að þeir meintu þetta nú ekki svoleiðis, og hélt hún þá áfram að hlusta. Nú dettur mér í hug gamalt og gott máltæki sem mikið er notað um þessar mundir, að ríða á vaðið, það passar nú ekki alltaf við það sem verið er að kynna, ég gæti best trúað að sumum sem nota þetta orð mest fyndist að þeir væru komnir á hestbak, enda er hestamennskan mjög vinsæl. Sá sem var að kynna tónleika um daginn lét þá sem spiluðu, en það voru nokkrir, alla ríða á vaðið. Þegar sumir fréttamenn eru að skýra frá gangi mála, segja þeir að hitt og þetta sé í burðarliðnum, sem alls ekki á þar að vera, og heFir og þangað aldrei komið. Þetta Finnst mér ekki góð frétta- mennska. Svo er hér eitt vísukorn sem mér datt í hug daginn sem menningarhöllin Efstaleiti 1 var almenningi til sýnis. Hún hljóðar svo. Útvarpshúsið ætla að sjá og þar koma í hlaðið. Uppákomur ýmsir þrá, aðrir ríða vaðið.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.