Feykir


Feykir - 27.01.1988, Side 8

Feykir - 27.01.1988, Side 8
JFEYKIEF 27. janúar 1988 3. tölublað, 8. árgangur Feykir kemur út á miðvikudögum Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum Fyrir skömmu var haldið á Sauðárkróki vinnuvélanámskeið á vegum Vinnueftirlits ríkisins. AIIs tóku 16 manns þátt í námskeiðinu. A myndinni eru þátttakendur á námskeiðinu ásamt gestum og leiðbeinendum. Hofsós: Lítíð um stórframkvæmdir Lítið verður um stórfram- kvæmdir á vegum Hofsóshrepps á þessu ári. Að sögn Ófeigs Gestssonar sveitarstjóra er meiningin að hægja nokkuð á eftir mjög miklar og kostnaðar- samar framkvæmdir undan- farin ár. A síðasta ári var langstærsta framkvæmd á vegum Hofsóshrepps, bygging brúar yfir Hofsána og lagning vegar að henni, þetta verkefni kostaði um 14 milljónir króna. A fjárlögum fyrir þetta ár hefur Hofsós- hreppur fengið fjárveitingar vegna hafnarinnar 500 þús. krónur og vegna áframhald- andi viðgerða á gamla pakkhúsinu (svarta húsinu) sem sagt var frá í Feyki á síðasta hausti. Þá standa vonir til að fjármagn fáist til að koma upp götuljósum og leggja bundið slitlag á nýja veginum sem lagður var í haust og getið var um hér að framan, en hann telst til þjóðvega í þéttbýli. Að endingu má svo geta þess að fjárveiting að upphæð 800 þúsund krónur er til Grunn- skólans á Hofsósi og er hún vegna fyrirhugaðrar viðbygg- ingar við núverandi skólahús. Sauðárkrókur: Bíóið byrjar á ný Fyrir skömmu hófust aftur sýningar hjá Sauðár- króksbíói, eftir að þær höfðu legið niðri frá því í Oddvitinn: Áfram Húna-Þing-eyingar júnimánuði síðasta árs. Eflaust voru margir orðnir lang- eygðir eftir því að komast í bíó aftur. Húsverðir Bifrastar, þau Ingimar Pálsson og Halldóra Helgadóttir hafa tekið við rekstri bíósins og að sögn Ingimars verða sýningar til að byrja með á fimmtudags- og sunnudagskvöldum. „Aðsókn hefur bara verið þokkaleg það sem af er. Maður býst nú ekki við mjög miklu þegar allt þetta framboð af myndböndum og sjónvarpsrásum er til staðar, þannig að miðað við það hefur þetta byrjað ágætlega” sagði Ingimar sýningastjóri bíósins. TAXI Sauðárkróki Sími FARSÍMI 5821 985 20076 Víðidalur: Slæmur vegur Þeir sem ferðast um Víðidalinn veg nr. 1 komast ekki hjá að verða þess varir hve vegurinn frá Víðidalsár- brú að Víðidalstunguafleggjara er holóttur. Má raunar segja að vegurinn sé stórhættulegur því þegar hálkan bætist ofaná holurnar má lítið útaf bera svo ökumenn missi ekki stjórn á bílunum. Umræddur vegur er síðasti malarspottinn í V-Hún. á vegi nr. 1. Síðan 20. desember s.l. hafa að minnsta kosti 5 bílar farið útaf á þessum spotta t.d. fór Range Rover á hliðina og Lada Sport útaf með dags millibili í s.l. viku. Blönduós: Hvað heldurðu? Fyrsta keppnin í öðrum hluta keppninnar Hvað heldurðu? verður haldin á Blönduósi en þá leiða saman hesta sína Húnvetningar og Þingeyingar. Eins og flestir muna sennilega eftir unnu Húnvetningar Skagfirðinga með miklum glæsibrag í undanrásum keppninnar. Nú mæta síðan Húnvetningar Þingeyingum og verður gaman að fylgjast með þeirri keppni þar sem keppt er um norðurlands- meistara keppninnar. Lið Húnvetninga er óbreytt að öllu leyti nema að nú skipar Einar Logi Vignisson sæti Sveinbjarnar heitins Magnús- sonar frá Syðra-Hóli. Keppnin fer fram í Félags- heimilinu á Blönduósi n.k. fimmtudag og hefst kl. 21.00. Jón Helgason landbúnaðarráðherra flutti ávarp. Hólar í Hjaltadal: Viðbyggingin í notkun Á föstudaginn var tekin formlega í notkun viðbygging við hús Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal. Þessi nýja bygging sem er á milli íþróttahússins og skólahússins er um 260 fm2 að stærð á einni hæð. I henni verður anddyri og móttaka fyrir Bændaskólann ásamt stofu. Að sögn Jóns Bjarnasonar skólastjóra batnar verulega öll aðstaða nemenda kennara og starfsmanna á Hólum með tilkomu þessarar nýju byggingar auk þess sem hún eykur möguleika skólans á að taka að sér ýmsa fundi og smærri ráðstefnur. Þá má segja að þessi framkvæmd sé nokkurs konar viðurkenning hins opinbera á þeirri miklu sókn sem Hólastaður hefur verið í síðustu ár og viss stefnumörkun hvað varðar framtíðaruppbyggingu á húsa- kynnum Bændaskólans. Þú ferð varia annað Verslunin Tindastóll Feykir spyr á Sauðárkrókí Hvað þorramatur finnst þér bestur? Vignir Kjartansson: „Svið”. Ingibjörg Ingadóttir: „Hangikjöt og kartöflustappa” Vilhjálmur E. Harðarson: „Svið. Mér finnst hákarl vondur”. Hulda Skúladóttir: „Hangikjöt”.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.