Feykir - 27.01.1988, Blaðsíða 3
3/1988 FEYKIR 3
Guðbranduv Þorkell Guðbrandsson:
Slysavamafélag
Islands 60 ára
29. janúar eru 60 ár liðin
frá stofnun Slysavarnafélags
íslands. Þann dag árið 1928
var haldinn í Reykjavík
formlegur stofnfundur þessara
samtaka, sem höfðu reyndar
verið all lengi í undirbúningi.
Upphafs þess má rekja til
starfs sr. Odds V. Gíslasonar
í lok síðustu aldar á þessu
sviði. Arið 1918 var svo
Björgunarfélag Vestmannaeyja
stofnað og var einn af
forgöngumönnum þess Siguið-
ur Sigurðsson, lyfsali, sem
kenndi sig gjarnan við
Arnarvatn.
Fiskiþing hafði einnig
oftlega fjallað um sjóslys, og
árið 1926, ári eftir Halaveðrið
mikla, var Jón E. Bergsveins-
son kjörinn til þess að vinna
að undirbúningi að stofnun
björgunarfélags fyrir allt
landið. A þessum árum
beindust sjónir manna mest
að sjóslysunum, enda voru
þau slysa stærst og þungbær-
ust. Jón E. Bergsveinsson
hóf starf sitt á að kynna sér
viðbúnað og tækni nágranna-
þjóða í þessum efnum. Að
því loknu hóf hann undir-
búningsstarf hér heima, og
eins og fyrr greinir leiddi það
til formlegrar félagsstofnunar
þ. 29. janúar 1928. Fyrsti
forseti félagsins var kjörinn
Guðmundur Björnsson, þáv.
landlæknir. Eru leiddar líkur
að því, að hann hafi átt
hugmyndina að nafni sam-
takanna, Slysavamafélags Is-
lands.
Þegar var hafist handa um
uppbyggingu félagsstarfsins og
viðbúnaðar til björgunar-
starfa. Fluglínutækin, sem
Jón E. Bergsveinsson hafði
kynnst á ferðum sinum
utanlands voru fengin til
landsins og dreift til félags-
deildanna. Fyrsta björgunin
með þessu tækjum var 24.
mars 1931, ersvd. Þorbjörn í
Grindavík bjargaði áhöfn
franska togarans Cap Fagnet
við Reykjanes. Björgunarskýli
fyrir skipbrotsmenn voru
reist á ýmsum stöðum, og
hafa þau síðan oft komið við
sögu björgunarmálanna. Ekki
var síður lögð áhersla á
forvarnastarf í erindrekstri
og öðru félagsstarfi. Hefur
það jafnan verið annar
meginþátturinn í starfi SVFI
að upplýsa fólk um hætturog
eðli slysa og hvernig megi
varast þau.
Ekki er ætlunin að gera
sögu SVFI skil hér, enda ekki
rúm til þess. Þó verðurstarfs
félagsins ekki getið án þess að
minnst sé á fórnfúst starf
kvenna í þágu samtakanna.
Þegar tveimur árum eftir
stofnun SVFÍ, eða 30. mars
árið 1930 var fyrsta kvenna-
deildin stofnuð í Reykjavík.
A herðum kvenna innan
SVFI hefur ævinlega hvílt
megin þunginn af fjáröflun
félagsins. Verður því aldrei
of hátt á lofti haldið.
SVFI hefur víða komið við
í sögu björgunarmála og
slysavarnastarfs. Má þar
m.a. nefna Tilkynningaskyld-
una, sem verður 20 ára á
þessu ári og Slysavarnaskóla
sjómanna, sem stofnaður
hefur verið og er strfræktur
um borð í skipi félagsins,
Sæbjörgu, áður v/s Þór.
Skólinn er áreiðanlega eitt
merkasta framtak félagsins
og mál manna, að það
fyrirkomulag, að skólinn
komi til nemendanna leiði af
sér, að hægt verði að ná til mun
fleiri með fræðslustarfíð.
SVFÍ hefur lagt fé til
kaupa á björgunarþyrlum og
keypt björgunarskip og átt
samstarf við þá aðila aðra í
þjóðfélaginu sem vinna að
skyldum málum, svo sem
Umferðarráð að ógleymdum
hjálparsveitum skáta og
flugbjörgunarsveitunum sem
víða starfa og m.a. er
flugbjörgunarsveit starfrækt í
Varmahlíð og nágrenni, sem
deildirnar hér hafa átt náið
og gott samstarf við.
Hér í Skagafirði mun
formlegt starf á vegum SVFÍ
hafa hafist með stofnun
Skagfirðingasveitar árið 1932.
Nú í dag eru þrjár björgunar-
sveitir starfandi í héraðinu.
þ.e. í Fljótum, á Hofsósi og á
Sauðárkróki. Er því tiltækur
nokkuð stór hópur manna,
sem hlotið hefur þjálfun í
hinum ýmsu björgunarstörf-
um og slysahjálp. Búnaður
þessara sveita er auðvitað
mismunandi, en bæði á
Hofsósi og Sauðárkróki eiga
sveitimar húsnæði fyrir starf-
semi sína, og björgunarbif-
reiðir eru til á báðum stöðum
auk tluglínutækja. A Sauðár-
króki er auk þess til snjóbifreið
og slöngubátur með utanboiðs-
vél og allar hafa sveitirnar
ýmsan annan nauðsynlegan
búnað, svo sem fjarskiptatæki,
sjúkragögn og því um líkt.
Von er á snjóbíl í Fljótum
innan skamms, sem sveitin
þar mun koma til með að
hafa aðgang að.
Hinu er ekki að leyna, að
nokkuð hefur verið horft til
þess á hvaða hátt megi auka
viðbúnað vegna sjóslysa.
Vaxandi smábátaútgerð víða
um land hefur aukið mönnum
áhyggjur um öryggi áhafna
þeirra meðfram vegna þess,
að mikilli fjölgun hefur
auðvitað fylgt, að ekki hafa
allir sem bátunum ráða jafn
mikla þekkingu á sjó og
sjómennsku. Líkt og Jón E.
Bergsveinsson gerði í upp-
hafi, hafa menn kynnt sér þá
tækni, sem nágrannar okkar
við Atlantshaf hafa í þessu
skyni. Þar má segja, að auk
þyrlanna, sem hvarvetna
skipa stóran sess í björgunar-
málum, sé lögð áhersla á
sérbúna björgunarbáta, sem
geta verið á ferðinni í
slæmum veðrum og eru
jafnframt liprir og snarir í
snúningum. Þegar hefur
nokkur hópur manna farið
til þjálfunarí notkun þessara
báta á vegum SVFÍ til
Skotlands, og nokkrir bátar
hafa verið keyptir til landsins.
Allnokkur undirbúningur hefur
farið fram hér í þessu skyni,
og þegar lögð drög að
kaupum á 26 feta bát frá
Noregi. Eru líkur á að í
febrúarmánuði verði gengið
frá kaupum á honum. Til
fjármögnunar þessara kaupa
verður því á næstunni leitað
til almennings og fyrirtækja.
Má í raun segja að sjóður til
kaupa þessara hafi verið
stofnaður með 100.000 króna
gjöf Fiskiðju Sauðárkróks á
s.l. ári. Fleiri hafa þegar lagt
þar fé til og skulu þeim hér
færðar innilegar þakkir.
Betur má þó ef duga skal, og
verður eins og fyrr greinir
leitað til almennings á ýmsan
hátt á næstunni. Ekki er úr
vegi í þessu sambandi að
minna á söfnunarbauka
deildarinnar, er liggja frammi
á ýmsum stöðum. Þeir eru í
líki björgunarbáta, og þar
geta velunnarar slysavarnar-
starfsins lagt sitt lóð á
vogarskálina og eru öll
framlög í þá hér með
þökkuð.
Á tímamótum sem þessum
er auk þess sem litið er til
baka og frumherjum þakkað
fórnfúst starf, horft fram á
veg og næstu verkefni skoðuð
og metin. Því miður munu
slys halda áfram að eiga sér
stað, en hlutverk okkar er að
reyna hvað við getum að
draga úr þeim og afleiðingum
þeirra. Forvamastarfið verður
því hér eftir sem hingað til
ekki veigaminni þáttur í
starfi SVFI en bjömnarstörfin.
Samtíðin mun auðvitað móta
þetta starf á hverjum tíma en
hitt er ljóst, að frjáls
félagasamtök sem SVFÍ
munu eiga greiða leið að
hjörtum almennings í framtíð
sem nútíð og fortíð.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug
við andlát og útför föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa
Gamalíels Sigurjónssonar
Suðurgötu 13 Sauðárkróki
Jón Gamalíelsson Jóna Guðbjartsdóttir
Ragna Gamalíelsdóttir Karl Sæmundsson
barnabörn og barnabarnabörn.
SAMVINNUBÓKIN
Skáli F.F.S. og Eilifsbúa á Skálahnjúksdal.
Háir nafnvextir - bókfærðir tvisvar á ári
og leggjast þá við höfuðstól.
Jafnframt er ávöxtunin ársfjórðungslega borin saman við
ávöxtun með lánskjaravísitölu og 4% vexti og ef hún er
hærri, er mismunurinn færður til tekna í bókina og lagður
við höfuðstólinn.
Samvinnubókin
Hagstæð ávöxtun í heimabyggð
Innlánsdeild Kaupfélags Skagfirðinga