Feykir - 27.01.1988, Side 5
3/1988 FEYKIR 5
Eurovision ’88:
Geirmundur með lag
á meðal tíu efstu
Undankeppni Evrópusöngva-
keppninnar ’88 á Islandi er
komin af stað og hafa 10 lög
verið valin í úrslitakeppni af
þeim 117 sem bárust Sjón-
varpinu. Geirmundur Valtýs-
son er þar á meðal með lagið
„Látum sönginn hljóma” við
texta Hjálmars Jónssonar.
Þetta er þriðja skiptið,
jafnoft sem keppnin hefur
verið haldin, sem þeir Geiri
og Hjálmar komast áfram í
úrslitakeppnina hér á landi.
Árið 1986 var það „Með
vaxandi þrá” og ’87 var það
„Lífsdansinn”. Bæði þessi
lög hafa átt miklum vinsældum
að fagna og í fyrra lenti
„Lífsdansinn” í fjórða sæti í
úrslitakeppninni.
Sama fyrirkomulag er á
úrslitakeppninni nú og í
fyrra, þ.e.a.s. það verða
dómnefndir út um allt land
sem velja lagið sem fer áfram
í keppninni, eða til Dublin á
Irlandi, og verður þar fulltrúi
íslands.
Höfundar þeirra 10 laga
sem komust áfram fengu 175
þúsund kr. hver til að
fullvinna lögin og þurfa þeir
að skila þeim inn fyrir 19.
febrúar. Lögin verða kynnt í
Sjónvarpinu 12. - 16. mars
og úrslitakeppnin fer fram
mánudaginn 21. mars.
Feykir hafði samband við
Geirmund og innti hann eftir
því hvernig keppnin legðist í
hann. „Ég er náttúrulega
bjartsýnn og hef alltaf verið
það. Það þýðir ekkert að
leggja upp í þetta með
einhverja svartsýni. Maður
þarf að átta sig á þessu og
ganga vel frá laginu, það er
mikil vinna framundan. Þeir
hjá Sjónvarpinu sjá um
upptökuhliðina á laginu en
skiptið þegar þeir sátu á
rökstólum einhverjir fimm
fyrir sunnan og völdu lagið.
Þetta fyrsta skipti var bara
búið til hjá þeim á Sjónvarp-
inu, en hefði átt að vera strax
eins og annarsstaðar í
Geirmundur Valtýsson.
við þurfum að kosta fólkið
sem starfar að því” sagði
Geiri. Stefán Hilmarsson
söngvari Sniglabandsins verður
annar flytjandi lagsins en
ekki hefur verið ákveðið
hvaða söngkona muni syngja
með Stefáni. „Ég er ekki
búinn að finna þá dömu ”
eins og Geiri sagði.
Aðspurður um fyrirkomu-
lagið á úrslitakeppninni
sagði Geiri að sér fyndist það
vera í lagi og ætti eingöngu
að vera eins og það er. „Þetta
er allt annað en þarna í fyrsta
Evrópu og í sjálfri úrslita-
keppninni, það er lýðræðis-
legra” sagði Geiri að lokum.
Þess má til gamans geta að
á meðal þeirra 10 höfunda
sem komust áfram í úrslita-
keppnina nú eru Geiri og
Gunnar Þórðarson þeir einu
sem áttu lag í fyrra og þeir
einu sem hafa átt lög í þau
þrjú skipti sem íslendingar
hafa tekið þátt í Evrópu-
söngvakeppninni. Nú erbara
að vona að söngurinn verði
látinn hljóma um alla
Evrópu frá Dublin í vor.
Siglufjörður:
Sparisjóðuririn 115 ára
í janúar sl. voru liðin 115
ár frá því Sparisjóður
Siglufjarðar var formlega
stofnaður. Aðalhvatamenn
að stofnun sjóðsins voru
Snorri Pálsson á Siglufirði og
Einar Guðmundsson á
Hraunum í Fljótum.
í upphafi hét sjóðurinn
Spamaðarsjóður Siglufjarðar,
en eftir sjö ár var nafni hans
breytt og núverandi nafn
tekið upp.
Sparisjóðurinn hefur ávallt
verið sjálfseignarstofnun. Starf-
semi hans hefur á þessum 115
árum að sjálfsögðu tekið
miklum stakkaskiptum allt
frá þeim árum þegar ríkisdalir
voru helsti gjaldmiðill hér á
landi og nú fram á hina
miklu tækni- og tölvutíma.
Sparisjóðurinn hefur síðan
1967 verið til húsa að
Túngötu 3.
í janúar 1986 var keyptur
sá hluti sem Verslunarfélag
Siglufjarðar átti í því húsi og
á nú Sparisjóðurinn 67% af
þeirri húseign. 6. október
sama ár varð algjör bylting á
allri aðstöðu starfsfólks, en
þá var hið nýja húsnæði tekið
í notkun eftir gagngerar
breytingar sem staðið höfðu
yfir frá því kaup á því voru
ákveðin. Þá var einnig tekið í
notkun fullkomnasta tölvu-
kerfi sem völ er á. Við þetta
fjórfaldaðist húsrýmið sem
Sparisjóðurinn hefur yfir að
ráða en hann hafði áður búið
við mikil þrengsli samfara
sívaxandi þjónustu við ein-
staklinga og fyrirtæki. Tíu
menn vinna hjá Sparisjóði
Siglufjarðar í dag sparisjóðs-
stjóri er Björn Jónasson.
Hann tók við því starfi árið
1979 af Kjartani Bjarnasyni
sem verið hafði starfsmaður
sparisjóðsins í fimmtíu ár.
Stjóm Sparisjóðs Siglufjarðar
skipa: Hinrik Andrésson,
Knútur Jónsson, Júlíus Júlíus-
son, Óli Blöndal og Haukur
Jónasson sem er formaður
stjórnarinnar.
Sparisjóður Siglufjarðar
hefur ávallt verið undir
stjórn heimamanna og hefur
giftudrjúg starfsemi hans
vafalítið átt sinn þátt í þeirri
miklu uppbyggingu sem
orðið hefur á Siglufirði frá
því þar voru aðeins nokkrir
sveitabæir og nú að þar er
kaupstaður með fjölda stórra
atvinnufyrirtækja og 2000
íbúa.
I tilefni afmælisins bauð
Sparisjóðurinn öllum bæjar-
búum til kaffidrykkju að
Hótel Höfn sunnudaginn 10.
janúar og þekktust fjölmargir
Siglfirðingar ungir sem aldnir
það boð.
í Hallgrímskirkju í Reykjavík.
V-Hún:
Kirkjukóramir í leikhúsferð
Helgina 16. og 17. janúar
s.l. efndi kirkjukór Hvamms-
tangakirkju til leikhúsferðar
kirkjukóranna í V-Hún.
Farið var á sýningu
Þjóðleikhússins á söngleiknum
Vesalingarnir.
Sunnudaginn 17. janúar
var Hallgrimskirkja í Reykja-
vík skoðuð og sálmar sungnir
eftir undirleik organistanna í
hópnum. Einnig var sungið í
Hallgrímskirkju í Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd en hún
var skoðuð á heimleið. Milli
30 og 40 manns tóku þátt í
ferðinni og þótti hún takast
vel.
Örn Björnsson bankastjóri ásamt viðskiptavini.
Hvammstangi:
Alþýðubankinn opnar útíbú
Útibú Alþýðubankans á
Blönduósi opnaði afgreiðslu
á Hvammstanga fimmtudag-
inn 21. janúar s.l.
Á s.l. ári var afgreiðsla að
Gauksmýri í Kirkjuhvamms-
hreppi.
Að sögn Arnars Björns-
sonar bankastjora utibúsins
á Blönduósi mæltist þessi
viðleitni til þjónustu við
Vestur-Húnvetninga mjög
vel fvrir og viðskipti þeirra
hafa aukist jafnt og þett við
bankann. Örn sagði að oskir
hefðu komið frarn fra
fjölmörgum viðskiptavmum
um að afgreiðslan tlyttist til
Hvammstanga og þessvegna
var það gert.
Afgreiðslan er til húsa að
Höfðabraut 6 á et'ri hæð í til
þess að gera litlu herbergi án
alls iburðar en Örn sagði að
afgreiðslan ætti fyrst og
fremst að vera til þjónustu en
minna lagt uppúr íburði.
A opnunardaginn var
viðskiptavinum og öðrum er
þar attu leið um boðið uppá
kaffi og með þvi.
Fyrst um sinn verður
afgreiðslan opin tvisvar í
viku, a mánudögum og
fimmtudogum frá kl. 13.30 -
16.00. Að sogn Arnars er
stefnt að þvi að hafa opið á
venjulegum opnunartima Al-
þyðubankans ef þessi viðleitni
mælist vel fvrir.