Feykir - 30.03.1988, Page 1
88
Mjólkursamlag Skagfirðinga:
Afkoman á síðasta ári góð
í gær var haldinn aðal-
fundur Mjólkursamlags Skag-
firðinga. Fram kom í ræðu
Snorra Evertssonar mjólkur-
bústjóra að samdráttur varð á
innlagðri mjólk um 200.000
lítra, en innvegin mjólk var
samtals 8.423.046 lítrar.
Innleggjendur voru 155 og
var meðalinnlegg 54.342 I.
Mjólkin flokkaðist þannig að
95,68% fórí 1. flokk, 3,86% í
2. flokk og 0,46% í 3. flokk.
Nýjar flokkunarreglur tóku
gildi í upphafi ársins 1987.
Þrátt fyrir þessa flokkun
hafa gæði mjólkurinnar
ekki versnað heldur batnað.
Fastráðnir starfsmenn hjá
samlagsins voru 20 auk
þriggja bílstjóra.
Sala á nýmjólk dróst
saman á síðasta ári en
léttmjólkurneysla hefur aukist.
Þá dróst saman neysla
á súrmjólk, en skyrneysla
jókst og er það eini
staðurinn á landinu sem
skyrneysla hefur aukist.
Mikil aukning var á sölu
ávaxtasúrmjólkur eða um 461%.
Er þessi mikla aukning
tilkomin vegna samnings
sem tókst við Mjólkursam-
söluna í Reykjavík um sölu
og dreifingu á sölusvæði
M.S.
A síðasta ári voru ostar
ein helsta framleiðsluvara
samlagsins eins og verið
hefur nú síðustu ár. Alls voru
framleidd 678.977 kg af osti,
hins vegar eru ostabirgðir
miklar og eru þær aðallega
tilkomnar vegna samdráttar
í sölu til útlanda.
A liðnu ári varmikið unnið
að viðhaldi og breytingum á
húsnæði samlagsins. Ibúð
á efri hæð var breytt í
skrifstofur, kaffistofu og
búningsaðstöðu fyrir starfs-
menn og rannsóknastofan
var flutt í gömlu skrifstofuna.
Þá var unnið að endurbótum
á þaki hússins en áætlað er að
klæða það síðan að utan.
Það kom einnig fram hjá
Snorra að lítið mál væri að
auka vinnsluafköst og auka
mjólkurmagn án mikils kostn-
aðar. Snorri sagði að lokum
að rekstur samlagsins hefði
gengið vel á síðasta ári,
nýting og afkoma verið góð.
Það er ekki algengt að hryssur kasti í marsmánuði en þó getur það alltaf komið fyrir.
Feykir hefur frétt af að minnsta kosti þremur hryssum sem kastað hafa nú á síðustu vikum.
Þessi mynd er af hryssunni Golu í Vík ásarnt folaldi sínu.
Skagaströnd:
Mikil óvissa um framtíð Marska hf.
Mikil óvissa ríkir nú um
framtíð fyrirtækisins Marska
hf. á Skagaströnd. Öll
Sauðárkrókur:
Nýr sjúkrabíll í notkun
Fyrir skömmu var Skaga-
fjarðardeild Rauða kross
Islands afhentur nýr og
fullkominn sjúkrabíll, af
Ford Econoline. Bifreið þessi
er með drif á öllum hjólum
og hentar því vel til aksturs á
fjallvegum að vetri til.
Sjúkrabílinn kostaði rúmar
2 milljónir króna og preiddi
sérverkefnasjóður R.K.I. 25%
af honum, en Skagafjarðar-
deildin afganginn. Með til-
komu þessa bíls eru nú þrír
sjúkrabílar í Skagafirði, einn
á Hofsósi og tveir á
Sauðárkróki. Ekki hefur
verið ákveðið hvað gert verður
við þann bíl sem fyrir var á
Sauðárkróki.
Nýji sjúkrabíllinn er búinn
mjög fullkomnum tækjum
og skal fyrst nefna öndunar-
vél sem hægt er að taka úr
bílnum og fara með hvert
sem er. Þá er í bílnum
fullkomið hjartastuðtæki með
Stjórn Skagafjarðardeildar R.K.Í. við hinn nýja og glæsilega
sjúkrabíl.
hjartalínuriti, auk ýmissa
tækja til hjálpar sjúklingum.
Það var fyrirtækið Stratus í
Bandaríkjunum sem innréttaði
bilinn. Rauði kross Islands
flutti hann inn milliliðalaust
til landsins, ásamt þrem
öðrum bílum, sem fóru
víðsvegar um land.
Við afhendingu sjúkrabíls-
ins voru viðstaddir starfandi
læknar á Sauðárkróki, stjórn
Skagafjarðardeildar R.K.I.
og fleiri. Stjórnina skipa sr.
Gísli Gunnarsson formaður,
Gestur Þorsteinsson gjaldkeri,
Rannveig Þorvaldsdóttir ritari,
Karl Lúðvíksson og Guðbrand-
ur Frímannsson.
framleiðsla íyrirtækisins hefur
legið niðri síðan í byrjun
desember, en á næstu
dögum eða vikum verður
tekin um það ákvörðun hvort
starfseminni verður haldið
áfram eða frekari vinnslu
hætt.
Marska hf. er í eigu
Skagstrendings hf., Hólaness
hf. og Rækjuvinnslunnar hf.,
en þetta eru allt fyrirtæki á
Skagaströnd. Framleiddir hafa
verið sjávarréttir í neytenda-
umbúðum, eins og t.d.
rækjurúllur, pitsur o.fl.
Framleiðslan hefur aðallega
verið seld innanlands, en einnig
hefur verið reynt að koma
vörunni á markað erlendis.
Heimir L. Fjelsted var
framkvæmdastjóri fyrirtækis-
ins, en hann lét af
störfum um síðustu áramót.
Við framkvæmdastjórastöð-
| unni tók Jens P.Kristinsson
rekstrartæknir, en hann var
aðeins ráðinn til þriggja
mánaða. Hans aðalstarf
hefur verið að ljúka við að
skipuleggja framleiðslulínu
fyrirtækisins og koma vélbúnaði
í stand ef ákveðið yrði að
halda framleiðslunni áfram.
Jafnframt hefur hann undir-
búið framleiðslu á nýjum
réttum t.d. matarbökkum
sem á er fullkomin máltíð
tilbúin í ofninn. Gæti sú
framleiðsla hentað jafn fyrir-
tækjum sem heimilum. Miklir
fjármunir eru þegar komnir í
uppbyggingu Marska hf.. Að
sögn Sveins Ingólfssonar
formanns stjórnarinnar þarf
að leggja a.m.k. 15 millj. kr. í
viðbót ef menn ætla að reyna
að markaðssetja þessar vörur.
Mikil óvissa er þó hvort sú
upphæð dugir og hvort tekst
að afla erlendra markaða.
Búið er að leggja um 28 millj.
kr. í fyrirtækið umfram það
sem inn hefur komið fyrir
seldar vörur. Eignir fyrirtækis-
ins taldi Sveinn að meta
mætti á um 15 millj. kr.
Sveinn sagði að eftir páska
yrði tekin um það ákvörðun
hvað gert yrði. Mönnum vex
kostnaðurinn í augum og
gera sér grein fyrir því að
áhættan er mikil. Hins vegar
er eina vonin að ná einhverju
fjármagni til baka með því að
halda áfram. Meðal hugmynda,
sem ræddar eru til þess að
bjarga fyrirtækinu, er sú að
fá nýja hluthafa og dreifa þar
með áhættunni.
ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ FYRIR NORÐURLAND VESTRA