Feykir - 30.03.1988, Side 2
2 FEYKIR 12/1088
ÆEYKIR^
Óháð fréttablað
fyrir Norðurland vestra
■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Ari Jóhann
Sigurðsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA:
Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550
Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 95-6703 ■ STJÓRN
FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson,
Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og
Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMENN: Björn Jóhann
Björnsson sími 95-5253, Magnús Ólafsson sími 95-4495,
Örn Þórarinsson sími 96-73254, Júlíus Guðni
Antonsson sími 95-1433 og 985-25194 Auglýsingarstjóri:
Haukur Hafstað sími 95-5959 ■ ÁSKRIFTARVERÐ: 55
krónur hvert tölublað; í lausasölu 60 ■ ÚTGÁFUDAGUR:
Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN:
SÁST sf., Sauðárkróki.
— leiðarí
Vormerki
í okkar landi fara vormerkin að sjást um páskaleytið.
Því er nærtækt að taka dæmi af gróanda vorsins, þegar
páskaboðskapurinn er fluttur. Guðsríki kom og kemur
yfir mannlegt samfélag eins og vorið yfir landið. Sólin
hækkar á lofti og hlýir vindar vekja lífið af
vetrardvalanum. Klakaböndin leysast og stirð og köld
tilvera iðar aflífi. Meðlíkum hætti verðursumarí sálum
þegar Drottinn er í nánd. Páskasólin minnir á hann sem
er ljós heimsins og kom í þennan heim til þess að vekja
eilíft líf og sumar. Þannig hefur ljós hans lýst
kynslóðunum um allar aldir. Vetrarbyljir hafa aldrei
verið svo svartir og næturmyrkrin aldrei svo dimm að
geislar hans ljóss hafi ekki lýst þar í gegn.
Kristin trú er trú á sigur lífsins á dauðanum. Hún er
trú á sigur Krists yfir öllu því sem dauðinn og
forgengileikinn setur mark sitt á. Hins vegar vantar
mikið á að mennirnir taki eindregna afstöðu með lífinu
að þeir leggist á sveif með gróðurmætti Guðs ríkis gegn
því sem sundrar, eyðir og deyðir. Enn vantar mikið á að
mennirnir lifi hamingjuna eina og sanna. Fyrirheit
páskanna gengur út á það að sá tími komi að réttlæti
Guðs og ríki hans fái öll ráð „svo á jörðu sem á himni”.
Kristin kirkja boðar trú á sumar sem aldrei fer.
Aftur greiðast auðnuvegir
unað boða sólin fer,
klakafjötra bræðir, beygir,
blessar yfir landið hér.
Vorið bjarta við það segir:
Vakna þú og fylgdu mér.
Kristur gjafir Guðs þér færir,
gróður sálar dafna fer.
Kærleikurinn brjóst hans bærir:
Bróðir kom og fylgdu mér.
Endurleysir, endurnærir,
eilíft gefur lífið þér.
Gleðilega páska.
Hjálmar Jónsson
Hólakirkja
endurbyggð
Nú standa yfir mjög
gagngerar endurbætur á
dómkirkjunni á Hólum í
Hjaltadal. Vorið 1987 skipaði
kirkjumálaráðherra nefnd
til að hafa forgöngu um
viðgerð á kirkjunni. I
nefndinni eiga sæti Sigurður
Guðmundsson vígslubiskup,
Hjálmar Jónsson prófastur,
Jón Bjarnason skólastjóri og
Trausti Pálsson sóknamefndar-
formaður sem tók sæti Jóns
Friðbjörnssonar þegar hann
flutti frá Hólum á liðnu
hausti. Nefndin fékk þá
Þorstein Gunnarsson arkitekt
og Ríkharð Kristjánsson
verkfræðing til að gera úttekt
á ástandi kirkjunnar. í
kjölfar hennar og þegar
vilyrði hafði fengist fyrir
fjármagni var ákveðið að
ráðast í miklar lagfæringar á
kirkjunnL Tíðindamaður Feykis
hitti Sigurð Guðmundsson
vígslubiskup og formann
nefndarinnar að máli fyrir
skömmu og spurði hann um
ýmislegt er lítur að þessum
framkvæmdum. „Viðgerðin
hófst skömmu eftir áramótin”
sagði Sigurður „byrjað var á
að taka alla muni og
innréttingar úr kirkjunni og
koma þeim í geymslu á
Sauðárkróki. Altarisbríkin
sem er einn af dýrgripum
kirkjunnar var send suður til
þjóðminjavarðar, en hún
þarfnast mikillar viðgerðar.
Aður hafði þjóðminjavörður
fengið vængina af bríkinni
og er viðgerð á þeim langt
komin. Eins og ég sagði er
altaristaflan ákaflega merkileg-
ur gripur, hún er frá
sextándu öld en Jón Arason
flutti hana hingað til Hóla
einhverntíma á þeim árum
sem hann var biskup
hér. Svo við víkjum aftur að
viðgerðinni þá var rifið upp
allt gólfið í kirkjunni og þá
kom í ljós að gólfið hefur
verið hækkað upp um 20 cm,
sennilega árið 1886 en þá var
kirkjan tekið mikið í gegn.
Einnig var öll múrhúðun
innan í kirkjunni rifin burtu,
en múr var víða farinn að
flagna af veggjum og þeir
orðnir skellóttir. Þá var
einnig opnað uppá loftið og
þar reyndist nauðsynlegt að
skipta um nokkra gólfbita.”
En nú er byrjað að byggja
upp af fullum krafti.
„Já hér hefur verið undan-
farnar vikur danskur múrari
Hans Danry að nafni, en
hann hefur sérhæft sig í
gömlu múrverki. Það má
geta þess að hann vann
einnig við Viðeyjarstofu og
Viðeyjarkirkju og er tvímæla-
laust mjög fær í sínu fagi.
Múrverkið verður með sama
sniði og upphaflega, það er að
segja í múrinn er sett
samskonar kalk og upphaf-
lega var notað, en kalkið er
fengið frá Danmörku. Munu
íslenskir múrarar ekki hafa
að vera messufær í haust.
Næsta ár ersvo fyrirhugað að
taka kirkjuna í gegn að utan,
laga hleðslur setja drenlögn
umhverfis kirkjuna, slétta
kirkjugarð og laga á ýmsan
hátt, auk þess langar mig
ákaflega mikið til að sett
verði flóðlýsing í kirkjuna.”
Hvað um kostnað við þessa
framkvæmd?
„Áætlað er að öll þessi
framkvæmd kosti 40-50
Danskur múrari við vinnu í Hóladómkirkju.
notað það til þessa. Nú eins
og ég sagði áður verðurgólfið
lækkað, það var að hluta til
steypt en timburgólf undir
kirkjubekkjum. Nú hefur
verið ákveðið að sá hluti af
gólfinu sem verður steyptur
verði lagður rauðum steinflisum
sem verða úr sama efni og
kirkjan er byggð úr, en hún
eins og kannski margir vita
er byggð úr rauðum steini sem
sóttur var upp í fjallið hér
fyrir ofan Hóla á sínum tíma.
Þá verður forkirkjan löguð
allmikið en tréverk þar var
orðið nokkuð fúið. Þá verða
kirkjubekkir lagaðir vemlega
eða jafnvel smíðaðir nýjir,
einnig verður endurnýjuð
raflögn og sett upp loftræsting
svo eitthvað sé nefnt.”
Hvenær á þessum fram-
kvæmdum að ljúka?
„Þeim framkvæmdum sem
ég hef talið upp hér að
framan á að ljúka á þessu ári
og ekkert sem bendir til að
svo verði ekki, en kirkjan á
milljónir króna. Þetta kann í
fljótu bragði að þykja
nokkuð há upphæð en
Hólakirkja er líka merkilegt
hús, vígð 1763 og því elsta
steinkirkja hér á landi.
Kirkjan á sér svo langa og
merkilega sögu að hana er
nauðsynlegt að varðveita sem
allra best. Svo við víkjum
aftur að fjármálunum þá
hefur verið veitt á fjárlögum
1987 og 1988 samtals 14
milljónum króna. Við gerum
ráð fyrir að fá eitthvert
fjármagn úr Jöfnunarsjóði
kirkna en sá sjóður varð til
með samþykkt nýrra laga
skömmu fyrir áramót. Það er
rétt að fram komi að
kirkjumálaráðherra Jón Sig-
urðsson er mjög áhugasamur
um að þetta verk verði drifið
áfram. Þá má geta þess að
Trésmiðjan Borg hefur tekið
að sér vinnu við alla trésmíði
sem fylgir þessum framkvæmd-
um, en framkvæmdastjóri
yfir öllu þessu verki er
Guðmundur Guðmundsson
á Sauðárkróki.”