Feykir


Feykir - 07.12.1988, Síða 2

Feykir - 07.12.1988, Síða 2
2 FEYKIR 44/1988 ■ RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Þórhallur Ásmundsson ■ ÚTGEFANDI: Feykir hf. ■ SKRIFSTOFA: Aðalgötu 2, Sauðárkróki ■ PÓSTFANG: Pósthólf 4, 550 Sauðárkrókur ■ SÍMI: 95-5757 95- 6703 ■ STJÓRN FEYKIS HF.: Jón F. Hjartarson, Sr. Hjálmar Jónsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson, og Hilmir Jóhannesson ■ BLAÐAMAÐUR: Magnús Ólafsson ■ AUGLÝSINGASTJÓRI: HaukurHafstaðsími 95-5959 ■ ÁSKRIFTAR- VERÐ:J0 krónur hvert tölublað; ílausasölu 70 ■ ÚTGÁFUDAGUR: Miðvikudagur ■ SETNING, UMBROT OG PRENTUN: SÁST sf., Sauðárkróki. Eitt símtal og áskrift 5757 Að versla í Glasgow eða heima „ísland er ekki lengur afskekkt eyja í Atlantshafinu”, heyrir maður stundum sagt og er þá átt við að samgöngur við landið séu orðnar það góðar að við séum í raun komin inn í hringiðu alheimsins. Gott dæmi um það hlýtur að teljast að við hér á Norðurlandi þurfum ekki lengur að fara til Reykjavíkur að versla, heldur er hægurinn hjá að bregða sér í stuttar ferðir til útlanda.s.s. dagsferðirtil Glasgow. Margirhafa notfært sér þær ferðir enda kostar fargjaldið sáralítið meira en með áætlunarfluginu til Reykjavíkur, fram og til baka. Mörgum finnst það jákvætt að fólk fari í slíkar verslunarferðir til útlanda og auðvitað er hægt að taka undir það, að ekkert sé sjálfsagðara en fólk fái að kynnast betra verðlagi og notfæra sér það og ráðstafa sínum fjármunum að vild. Jú, auðvitað er fólk sjálfrátt, en með fullri virðingu fyrir dómgreind okkar íslendinga þá vill greinarhöfundur efast um gróðann af þessum verslunarferðum, sérstaklega ef innkaupin eru gerð á ekki lengri tíma en dagsparti. Ætli fólk fari í slíkar ferðir nema einu sinni?, komist það að því þegar heim kemur; að tíminn til að velja vöru varekki nægjanlegur, að fatnaðurinn á aðra fjölskyldumeðlimi passaði ekki er farið var að máta að í sumum tilfellum reyndist varan ekki eins góð og í fyrstu var ætlað og síðast en ekki síst, þá freistaðist viðkomandi til að notagreiðslukortið mun meira en hann í upphafi ætlaði sérog hafði í raun ráð á. Því trúlega kaupir fólk varning í þessum ferðum sem það annars hefði aldrei keypt. En flestir hljóta að sjá að mikil verslun flyst úr landinu með þessum verslunarferðum og vitanlega er þetta sama fólk, sem hvað óánægðast hefur verið með verðlag heima fyrir, að minnka möguleikana á því að verslanir á heimaslóð geti boðið lægra verð. Það hlýtur að liggja í augum uppi. En einnig ber að líta á aðra hlið málsins. Hún er sú hvort kaupmenn sjálfir geti ekki kennt sér um þessa þróun. Vitað er að álagning á sérvöru, s.s. fatnaði er mjög há hér á landi. Spurningin er hvort þeir haFi ekki á umliðnum árum spennt bogann of hátt í álagningunni og séu nú að súpa seiðið af því. Víst er að kaupmenn eru mjög uggandi yFir þessari þróun og eru hræddir við að verslunarferðir til útlanda eigi eftir að færast enn frekar í vöxt á allra næstu árum. En að lokum er spurningin þessi. Eiga stjórnvöld að beita sér gegn þessum verslunarferðum til útlanda, t.d. með auknu tollaeftirliti, eða er það á annaðborð framkvæmanlegt? Það er augljóst að ríkissjóður verður af miklum tekjum vegna þessa og má hann við því? Ættir og óðal Frásagnir Jóns á Reynistað Maraþonknattspyrna hjá Kormák Út er komin hjá Sögufélagi Skagfirðinga bókin Ættir og óðal eftir Jón Sigurðsson á Reynistað. Jón fæddist hinn 13. marz 1888 að Reynistað í Skaga- Firði og átti þar heima til dauðadags, 5. ágúst 1972. Hann var alþingismaður SkagFirðinga um áratuga- skeið og gegndi auk þess fjölmörgum trúnaðarstörf- um fyrir hérað sitt. Jón var einn af kunnustu fræðimönnum sinnar sam- tíðar, lengi máttarstólpi og driffjöður Sögufélags Skag- Firðinga, skipulagði útgáfur þess og vann því ómælt starf. Bók þessi er geFin út í 100 ára minningu Jóns. Hann hóf ritun hennar á árunum upp úr 1940 og hafði til ígripa um langt skeið. Hún er eins konar ættarsaga, fjallar um forfeður Jóns, allt frá Sveinbirni bónda í Stóru- Gröf á fyrri hluta 18. aldar, en ítarlegast er sagt frá séra Jóni Hallssyni prófasti og Sigurði bónda Jónssyni á Reynistað. Fjölmargir fleiri koma þó til sögu. Séra Gunnar Gíslason frá Glaumbæ ritar ítarlegan inngang um þau Reynistaðar- hjón, Jón og Sigrúnu, og drepur á hin margvíslegu störf Jóns í þágu samfélags- ins. Bókin geymir þjóðlegan fróðleik og persónusögu af þeirri gerð, sem Islendingar hafa löngum í hávegum haft. Hún er prýdd yfir 50 ljósmyndum og fylgir manna- nafnaskrá. JÓLATILBOD NESCO OG RADÍÓLÍNUNNAR ORION VMC 103 „video-movie” tökuvél .. SCHNEIDER M-2100 hljómtækjasamstæða XENON CDH 03 geislaspilari ................ CROWN ferðatæki með geislaspilara ......... FIDELITY CLASSIC skáktölva ................ FIDELITY ELEGANCE skáktölva ............... GRUNDIG PRIMA-BOY ,,eldhúsútvarp” .. stgr. 55.990.- stgr. 15.990.- stgr. 13.500.- stgr. 19.900.- , stgr. 5.990.- stgr. 18.990.- .. kr. 3.490.- .. kr. 1.990.- SÆMUNDARGÖTU 1 Sauöárkróki - simi 95-5051 Eins og flestum ersjálfsagt í fersku minni, vann knattspyrnulið Kormáks á Hvammstanga sinn riðil í 4. deildinni í sumar og komst upp í 3. deild. Er stefnt að því að halda því sæti. En það er kunnara en frá þurfi að segja að það kostar mikla peninga að reka knattspyrnulið með slík áform. Klukkan 18:00 sl. föstudagskvöld mættu átta vaskir sveinar í íþróttasalinn í Reykjaskóla og hófu að leika maraþonknattspyrnu. Léku þeir sleitulaust í heilan sólarhring og skoruðu á þessum tíma yfir 1500 mörk, lagleg summa það! Samkvæmt upplýsingum frá Bjarka Haraldssyni, einum keppenda, söfnuðust um 82000 krónur í sjóðinn. Svo er bara að vona að þetta verði þeim piltum hvatning til mikilla afreka næsta sumar. LRÁ. Tap gegn ÍR Tindastólsmenn töpuðu 68:82 fyrir ÍR í Seljaskóla sl. þriðjudag. Var þetta síðasti íeikur liðsins í Flugleiða- deildinni á þessu ári og verður hlé á keppni fram í miðjan janúar. Þrátt fyrir að einungis 3 af 13 leikjum haFi unnist erekki hægt að segja annað en Tindastólsliðið haFi staðiðsig vel í vetur, og raunar mun betur en flestir bjuggust við. Þó liðið sé neðst í sínum riðli er það í 8. sæti í deildinni, fyrir ofan Þór og ÍS. Ef Tindarnir halda halda sínu striki og vinna þessi lið sem standa í botnbaráttunni koma þeir til með að halda sætinu í deildinni, en það er einmitt það takmark sem liðið setti sér áður en keppni hófst í haust. Það var einkum slæm byrjun Tindastóls í leiknum gegn IR sem reyndist liðinu afdrifarík og sunnan menn leiddu með 10 stigum í leikhléi. Stig Tindastóls í leiknum gegn IR skoruðu: Eyjólfur 27, Valur 22, Björn 14, Kári 3, Ágúst og Sverrir 1 hvor.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.