Feykir


Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 5

Feykir - 07.12.1988, Blaðsíða 5
44/1988 FEYKIR 5 „Það er algjört jafnrétti hjá okkui^ Litiö við í útibúi Netagerðar Vestíjarða á Hvammstanga Það kom manni óneitanlega spánskt fyrir sjónir að sjá við Hvammstangabraut skilti á húsi við götuna sem á stóð: Netagerð Vestljarða. Því það þykir nokkurn veginn kiárt mál að Hvammstangi tilheyri Norðurlandi vestra en ekki Vestfjörðum. Það var því forvitnilegt að líta inn á þennan vinnustað sem reyndist útibú frá Netagerð Vestfjarða. Strax og komið var inn úr dyrunum blöstu við net og aftur neti út um allt verkstæðið og fremur lágt er til lofts þarna inni. Þaðvakti athygli að tvær stúlkur hömuðust með netnálarnar og virtust ekki gefa karlpen- ingnum neitt eftir. Olgeir Haraldsson heitir sá sem veitir verkstæðinu forstöðu nú, í stað Arna Skúlasonar félaga síns sem stundar í vetur tækninám syðra. Olgeir sem er vestan frá Isafirði sagði að tildrög þess að Netagerð Vestfjarða kom upp útibúi á Hvammstanga fyrir 4 árum, hafi verið sú að félagi sinn Arni Skúlason frá Hvammstanga lærði fyrir vestan. Árni hafisíðanfengið sig í lið með sér og sé það alveg greinilegt að menn séu ekki eins bundnir niður þegar tveir eru við stjórnvöl- inn. Að staðaldri vinna sex manns í netagerðinni, og þar af er helmingurinn kvenfólk. ,,Já þetta er algjört jafnrétti hjá okkur. Kvenfólkið hefur reynst okkur mjög vel og við borgum þeim alveg sama kaup og karlmönnunum. Það er ekki spurning að þær eiga það fyllilega skilið”. Hver er aðalmarkaður ykkar? „Viðskiptin eru aðallega við innfjarðarrækjubátana, en einnig við svolítinn hluta af úthafsrækjubátunum. Við fáumst sem sagt mestmegnis við rækjutroll, en þó aðeins átt við fiskitroll. Síðan byrjuðum við í sumar á því að gera við snurvoðina. Þá má geta þess að við erum að gera tilraun með að setja leggpoka á rækjutrollið. Með því móti eiga bátarnir að losna frekar við smásíld, smærri rækju og þorskseiði sem vilja koma í trollið”, sagði Olgeir Haralds- son. Glaðbeitt netagerðarfólk á Hvammstanga. Olgeir er annar frá vinstri Leiðréttingar á Undir Borginni Ekki var laust við að prentvillupúkinn illræmdi heíði sig í frammi í pistli Rúnars Kristjánssonar undir Borg- inni í síðasta Feyki. Réðst hann til atlögu svo um munaði að ljóðinu um Borgina og var villu að finna í öllum þrem erindunum. í fjórðu Ijóðlínu í fyrsta erindi átti að standa þar í stað það og ljóðlínan því að vera svona; þar er tjáning í formi og línum. í þriðju ljóðlínu annars erindis stóð svívirða en átti að standa svívirðu, og ljólínan lítur því svona út: En þar var þó markað það svívirðu sár. Næstsíðasta lína í þriðja erindi átti að vera svona: Og bent á hin náttúru biessandi rök. Þá var einnig essi ofaukið í annarri ljóðlínu stökunnar. Þar átti aðstanda myrkur í stað myrkurs. Rúnar og lesendur blaðsins eru beðnir velvirðingar. Meiríháttar úrval af konfekti Verð frá kr. 195.- 400 gr. Verð frá kr. 179.- 300 gr. Fjöldi úrvalstegunda: Síríus/Nói, Marabou, Nidar Bergene, Panda, Baronie og fleira Jólakerti í fjölbreyttu úrvali FHPSflHÍnQ nn kprti á Ipifti Bæjarins mesta úrval af tertum, rriUctnjUb uy ivuril d ItílUI botnum og allskonar kökum frá Sauðárkróksbakaríi, '^Kristjánsbakaríí! auk erlendra framleiðenda Herra skyrtur - Verð frá kr. 1274.- Munið eftir laufabrauðinu og hinum Herra kakíbuxur 4 litir - Verð frá kr. 1758.- eftirsóttu ensku jóiakökum Herra flauelsbuxur - Verð frá kr. 1527,- fUSI Barnapeysur, Stærðir 116-176 Mikiðúrvalafjólaskrautiogleikfanga- Verð frá kr. 1037.- úrvalið hefur náð hámarki Barnaflauelsbuxur stærðir 6 - 16 á kr. 1465.- Kaffihlaðborð í kaffiteríunni laugardaginn 10. desember Njótið góðra veitinga í fallegu umhverfi Sumar vörur hafa lækkað í verði ATHUGIÐ ÞAÐ SkagMingabúb Þú þarft ekki annað!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.