Feykir


Feykir - 07.12.1988, Qupperneq 8

Feykir - 07.12.1988, Qupperneq 8
7. desember 1988 44. tölublað, 8. árgangur Auglýsingar þurfa að berast eigi síðar en um hádegi á föstudögum TAXI Nýja bflasalan Sauðárkróki Borgarflöt 5 Sími 5821 Þú færð bílinn hjá okkur 985-20076 985-21790 Símar 5821 og 6677 Ráðamenn Sjúkrahúss Skagfirðinga: Berjast við fjárlögin Allt ófaglært starfsfólk á Sjúkrahúsi Skagfirðinga, rúm- lega 50 manns, fékk upp- sagnarbréf í síðustu viku. Astæðan fyrir uppsögnunum er athugun á breyttu vinnu- fyrirkomulagi hjá stofnuninni. Stefnt er að endurráðningu alls starfsfólksins. Uppsagn- imar vom nauðsynlegar sökum þess að samkvæmt lögum er ekki heimilt að breyta vinnutilhögun fastráðins starfs- fólks. Eftir að horfið var frá gamla daggjaldakefinu og sjúkrahúsin sett á föst fjárlög, hafa kröfur aukist frá því opinbera á stjórnend- ur sjúkrahúsanna að þeir haldi rekstrinum innan þeirra marka sem skammtað er í fjárlögum. A mörgum sjúkra- húsum hefur þetta reynst erfitt þ.á.m. Sjúkrahúsi Skag- firðinga. Síðasta ár kom afleitlega út, en þá var farið 16 milljónir fram yfir fjárlögin. Gripið var til sparnaðar og aðhaldsaðgerða fyrr á þessu ári, og við það batnaði staðan, en ekki nægjanlega og nú á að gera tilraun sem á að koma rekstrinum á næsta ári til góða. Það er nær eingöngu launaliðurinn sem hefur hleypt rekstrinum upp og við 10 mánaða uppgjör nú var tapið orðið 11 milljónir. Þar af voru 5 vegna fjármagns- kostnaðar við skuld síðasta árs. A-Hún: Samið um héraðsnefnd Gengið var frá samningi um stofnun héraðsnefndar í Austur Húnavatnssýslu á fundi sýslu- nefndar í síðustu viku. Var ákveðið að fyrsti fundur héraðsnefndar yrði haldinn fyrir 10. desember. Héraðs- nefndir skulu samkvæmt lögum taka við hlutverki sýslunefnda um næstu áramót. Ákveðin var sú regla að í þéttbýli yrði fulltrúi í héraðsnefnd fyrir liverja 250 íbúa. Þetta þýðirað Blönduós fær fimm fulltrúa og Skaga- strönd þrjá. Fulltrúar sveita- hreppanna, sem eru átta að tölu, fá hver sinn fulltrúa þannig að 16 munu sitja I héraðsnefndinni. Starfssvið héraðsnefndar hefur verið ákveðið og mun það aðallega ná til þriggja mikilvægra málaflokka: Rekst- ur Héraðshælisins og heilsu- gæslu í sýslunni, málefnum aldraðra s.s. íbúða fyrir aldraðra og rekstur héraðs- skjalasafns og bókasafns. Þorbergur um Ruslakistuna: „Þetta er hefndarráðstöfun” „Þetta er eiginlega hefndar- ráðstöfun hjá mér. Það var hirt af mér handrit fyrir nokkrum árum, ég veit auðvitað alveg hver það gerði, og sá reiknaði með að ég væri orðinn svo gamall að ég mundi ekki gera mikið fleiri vísur. En þar skjátlaðisthonum og þetta hefur verið að tínast til núna síðustu misserin”. Þetta sagði Þorbergur Þorsteinsson frá Sauðá, en þessa dagana er að koma út ljóðabók eftir hann, er ber nafnið Ruslakistan. „Það er nú meira hvað þeir eru búnir að tæta til þessir bókaormar sem ég kalla prófarkarlesarana. Þeir eru einir 5 sem búnir eru að lesa próförk, en mér finnst það hinn mesti óþarfi. Eins og ég hef sagt þá er þetta ruslakista og það á ekkert að vera að fægja það dót sem þar er, birta þetta bara eins og það kemur út úr kjaftinum á mér”. Þorbergur sagði að það hafi staðið til í nokkurn tíma að hann gæfi út bók. Útgáfuna kostar hann sjálfur og segir að ellilaunin dugi að miklu leyti. Að þessu sinni eru gefin út 150 eintök af Ruslakistunni, sem prentuð er hjá Sást á Sauðárkróki. I inngangsorðum bókar- innar segir Guðmundur Sigurður Jóhannsson ætt- fræðingur, en hann hefur Hofsósingur með réttu græjurnar Hann Eiríkur Fjalar hallast alveg örugglega að því að Sigurlaug Einarsdóttir 16 ára fjölhrautaskólanemi á Hofsósi hafi verið með réttu græjurnar sl. föstudagskvöld þegar hún skóf lukkutríómiða er færði henni glænýjan Mitsuhishi Galant. „Jú, sjálfsagt verða 2 næstu mánuðir lengi að líða hjá mér og þetta þýðir að ég fer að læra á bíl strax efir áramótin”, sagði Sigurlaug í samtali við Feyki. en hún verður 17 ára 24. febrúar nk. Hún sagðist ekki oft kaupa miða í lukkutríóinu en hafi fengið sér einn af rælni á föstudagskvöldið. „Eg var reyndar í ágætu skapi. svo það er ekki rétt sem þeirsögðu á Stöð 2 á laugardagskvöldið. að ég hafi verið í leiðu skapi þegar ég fór að kaupa miðann”. Það er Landssamband björgunarsveita sem er með lukkutríóið og faðir Sigurlaugar F.inar Jóhannsson er einmitt varaformaður Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsósi: „Þetta kom stelpunni ábyggilega mjög mikið á óvart. Hún var einmitt að tala um það fyrir nokkrum dögunum hvernig hún færi nú að því aðeignast bíl. því sig langaði til að fara í bílprófið fljótlega. Hún hefur sjálfsagt talið víst að ég yrði ekki gírugur að lána sér bílinn og ég taldi líklegt að við hefðum einhver ráð með að kaupa ódýran bíl, en síðan leystist málið á þennan hátt”, sagði Einar. reynst Þorbergi mikil hjálpar- hella við útgáfuna: Þorbergur hefur getið sér gott orð sem hagyrðingur, þó fátt eitt af kveðskap hans hafi birst á prenti fyrr en nú, og mun ekki ofmælt að að sumar lausavísur hans séu land- fleygar”. Hér kemur ein vísan úr Ruslakistunni: Að loknum dansleik heitir hún. Ó, mikill andskoti ballið er búið og bannsettar stelpurnar farnar sinn veg, og svo þegar gleðin og fólkið er flúið, fallítt á mölinni eftir stend ég- Sjóðandi, steikjandi helvíti og hitt - og heitbrenndur djöfull að eig‘ ekki spritt. En Þorbegur yrkir líka angurblítt og í ljóðinu Söknuði segir m.a. Eg bind mína þrá í boðanna föllum er byltast að sandi við harmþrungið lag, þú hvíslar mér blær, sem kemur af fjöllum, að kysst hafi engil minn síðast í dag.

x

Feykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.