Jökull - 01.12.1987, Blaðsíða 49
Nehring, N. L. and F. D’Amore 1984: Gas chemistry and ther-
mometry of the CerroPrieto, Mexico, geothermal field. Geo-
thermics, 13: 75-89.
Sonder, R. A. 1941: StudienuberheisseQuellenundTektonikin
Island. Publ. Vulkaninst. I. Friedlander, no. 2. Ztirich.
Steinthórsson, S., N. Óskarsson, S. Arnórsson and E. Gunn-
laugsson 1986: Metasomatism in Iceland: Hydrothermal al-
teration and remelting of oceanic crust, N ATO ASI Chemical
Transport in Metasomatic Processes, Attica (Greece), 3-16
June.
Thoroddsen, Th. 1925: Die Geschichte der islandischen Vul-
kane. Kgl. danske vidensk. Selsk. Skr., ser. 8, no. 9, Copen-
hagen.
Weiss, R. F. 1970: The solubility of nitrogen, oxygen and argon
in water and seawater. Deep Sea Res. 17: 721-735.
/
Agrip
EFNASAMSETNING GASS í JARÐGUFUÁ KRÍSUVÍKURSVÆÐI
OG MATÁ ÞÉTTINGU GUFUí UPPSTREYMISRÁSUM
Krísuvíkursvæðið er eitt 5 háhitasvæða á Reykjanes-
skaganum. Dreifing jarðhita á yfirborði og rafleiðni-
mælingar gefa til kynna að stærð svæðisins sé um 40 km2.
Reynt hefur verið að meta hitastig í jarðhitakerfinu út
frá innihaldi gass í gufu í gufuaugum. Á austurhluta
svæðisins í Sveifluhálsi og þar fyrir austan benda niður-
stöður til um 280°C hita, en á vesturhluta svæðisins
umhverfis Vesturháls er áætlaður hiti um 260°C. Styrk
gass í gufu á austursvæðinu má skýra með uppstreymi
nálægt suðurenda Kleifarvatns og að vatn streymi frá
þessu uppstreymi til vesturs undir Sveifluháls.
I tengslum við túlkun á gasi í jarðgufu á Krísuvíkur-
svæði hefur verið þróuð aðferð til þess að áætla þéttingu
gufu í uppstreymisrásum jarðhitakerfa og byggir aðferð-
in á mældum styrk C02 og N2 í gufunni. Gert er ráð fyrir
að þétting geti orðið með tvennum hætti. Annars vegar
vegna varmataps með leiðni og hins vegar við blöndun
við kalt grunnvatn eða yfirborðsvatn. Þétting vegna
varmaleiðni raskar ekki hlutfallinu C02/N2 í gufunni.
Hins vegar veldur blöndun við kalt vatn lækkun á þessu
hlutfalli. Er það vegna þess að við upphitun afloftast
kalda vatnið og bætist þá uppleyst köfnunarefni í því við
gufuna.
Styrkur kolsýru í gufu sem ekki hefur þést í upp-
streyminu ræðst af hitastigi djúpvatnsins. Sama er að
segja um hlutfallið C02/N2. Munur á hitastigsgildum
sem fást út frá styrk kolsýru í gufunni annars vegar og
hlutfallinu C02/N2 hins vegar má skýra með þéttingu og
nota til að meta þessa þéttingu. Ekki er unnt að aðgreina
hvort þétting verður við blöndun við kalt vatn eða með
varmatapi við leiðni. Aðeins er unnt að reikna þéttingu
með því að gefa sér hvort hún verði við blöndun eða
varmatap. Mat á þéttingu gufu í uppstreymisrásum
hjálpar til við túlkun gasefnahitamæla.
Niðurstöður fyrir Krísuvíkursvæði sýna að þétting
gufu er takmörkuð í uppstreymisrásum, 0-30%. Styrkur
köfnunarefnis í gufunni er talin vísbending um ákafa
suðu í uppstreyminu, það er suðu yfir stórt hitabil
(>50°C) án þess að vatn og gufa aðskiljist. Styrkur vetn-
is og brennisteinsvetnis í gufunni bendir til þess að selta
djúpvatnsins sé almennt hærri á Vesturhálssvæðinu en á
Sveifluhálssvæðinu.
47